Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fókus DV íbúar Hummersea fylltust óhug þegar þeir fregnuðu af skelfilegu morði sem framið var í bænum. Fórnar- lambið var nítján ára gömul stúlka. Hún gekk i hjónaband á föstudegi. Á þriðjudegi var lífi hennar lokið. ff Ég drap konuna mína 1\ Lögreglan í Hummersea í Cleveland í Bandaríkjunum fékk símtal frá fjallstoppi í grennd við Sönn sakamál bæinn þann 8. maí 2001. Sá sem hringdi inn kynnti sig og sagðist heita Stephen Butters og vera 41 árs, atvinnulaus verkamaður. „Ég drap konuna mína,“ sagði Stephen við lögregluna og bætti við að nú ætlaði hann að fleygja sér fram af bjarg- brúninni. Sérmenntaður samningamaður lögreglunnar var kallaður til og tók það hann þrjár stundir að fá Steph- en ofan af fyrirætlan sinni. Á meðan héldu lögreglumenn að heimili Stephens sem var í aðeins fjögurra kflómetra fjarlægð frá lögreglustöð- inni. Þegar inn í húsið kom blasti ægileg sjón við lögreglumönnunum. Hin nítján ára gamla, Claire Cumm- ings, lá í blóði sínu á hjónarúminu. Hún hafði verið stungin aftur og aft- ur í brjóstið. Blóðugur hnífur lá á eldhúsborði í húsinu. Vildi ungar konur Rannsóknarlögreglumenn hófu þegar að rannsaka feril Stephens Butters og komust fljótt að því að hann átt sjö börn; öll með mjög ung- um konum. Hann hafði kynnst Claire þegar hún gætti tveggja barna hans og fyrrum eiginkonu. Stephen hafði sótt um skilnað skömmu áður og hafið búskap með Claire. Föstu- daginn 4. maí gengu Claire og Fórnarlamb Claire Cummings lést afvöld- um fjölda stungusára. Hún var aðeins nitján ára. Stephen í hjónaband. Hjónavígslan var borgaraleg og aðeins tveir nánir vinir viðstaddir. Annar hinna nánu vina fékk fregnir af símtali Stephens til lög- reglunnar og þusti þegar í stað á lög- reglustöðina. „Claire og Stephen voru svo hamingjusöm," sagði vin- urinn. „Ég veit ekki til þess að þau hafi nokkru sinni rifist." Stjúpfaðir Claire, bréfberi í Hum- mersea, og móðir hennar, kennari, sögðu lögreglu að þau hefðu ekki vitað af hjónabandinu; jafnvel þótt þau hefðu hitt dóttur sfna að kvöldi brúðkaupsdagsins. „Við hittum Claire á föstudags- kvöld og hún minntist ekki einu orði á brúðkaup," sagði stjúpfaðir henn- ar. Ástæða þess að Claire þagði þunnu hljóði er sennilega vegna þess að hún vissi að foreldrar sínir væru lítt hrifnir af Stephen. Langvarandi svefnleysi Stephen Butters var hnepptur í varðhald og í yfirheyrslu sagði hann þau Claire hafa horft saman á sjón- varp kvöldið áður. „Ég minnist þess ekki að hafa sótt hnífinn. Þetta er allt þokukennt en ég man þó eftir að hafa stungið Claire og lagað náttföt hennar," sagði Stephen m.a. við yfir- heyrslurnar. Hann viðurkenndi að hafa banað eiginkonu sinni en þegar hann kom fyrir dóm neitaði hann að hafa framið morð. Saksóknari greindi kviðdómendum frá því að Claire hefði verið stungin aðeins tveimur stundum eftir að nágrannar vöknuðu við hávaða vegna ákafra ástarleikja hinna nýgiftu hjóna. Kviðdómendur fengu einnig að heyra lýsingar Butters á þunglyndi sem sótti á hann eftir að hann hætti að taka svefntöflur. „Hann sagði okkur að hann væri búinn að vaka í þrjá sólarhringa," sagði saksöknari. Þá mun Butters hafa sagt lögreglu- mönnum frá síðustu orðum Claire. „Hvað ertu að gera elskan?" sagði Claire í þann mun sem nýbakaður eiginmaður hennar hóf að stinga hana með hnífi. Lífstíðardómur Butters tjáði réttinum að hann hefði verið harðákveðinn í að stytta sér aldur eftir voðaverkið; annað hvort með því að hengja sig eða fleygja sér fram af bjargbrún. Hann hefði hins vegar skort hugrekki og því hefði hann hringt í lögreglu. ' . s- x, xlóVfVV :• ■ <■* <■*> A\ * ■; ..... ■M Myrti eiginkonuna Stephen Butters hafði verið kvæntur í tæpa fimm daga þegar hann lagði til konu sinnar með eldhúshnífi. Verjandi Stephens krafðist þess að hann yrði dæmdur fyrir mann- dráp en ekki morð að yflrlögðu ráði. Hinn 8. nóvember 2001 kvað kvið- dómur upp úrskurð. Stephen Butter var dæmdur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann virtist algerlega dofinn þegar dómurinn var kveðinn upp en greina mátti mikinn létti hjá tjöl- skyldu Claire sem sat úti f sal. „Þessi maður hefur svipt dóttur okkar líf- inu. Við munum aldrei fyrirgefa það,“ sögðu foreldrar Claire að lok- inni dómsuppkvaðningunni. Steph- en Butters hlaut lífstíðardóm. Fegurðin er bara draumur Bækur I Þegar stjarna hrapar eftir Vigdísi Grímsdóttur er fólkið úr fyrri sögum hennar, Frá ljósi til ljóss og Hjarta, tungl og bláir fuglar enn mætt til leiks í flókinni viðureign sinni við svikula fortíð, brennheitar tilfinn- ingar og örlögin sem í sífellu virðast skola því á aðrar strendur en ráð var fyrir gert. í fyrstu bókinni skilur lesandinn við aðal- persónuna Rósu í Nýju Mexíkó. Þangað fer hún frá íslandi með ný- fæddan son sinn til að hitta Lenna föður sinn sem yfirgaf hana 10 árum fyrr. Lenni fór frá Rósu undir því yf- irskini að láta draum sinn rætast en það er aðeins hálfur sannleikurinn. Raunverulegu ástæðuna fær lesandi að vita f lokalínum sögunnar og sú vitneskja vekur bæði óhug og undr- un. Önnur bókin fjallar um lífið í Mexíkó og hér er það sonur Rósu, nýr Lenni, sem segir söguna. Hann elst upp í dásamlegu umhverfi en innra með honum býr þó ávallt ákveðinn óróleiki því hann þráir að kynnast föður sínum á íslandi. í lok bókarinnar fer hann frá Nýju Mexíkó í fylgd æskuvinkonu Rósu, listamanninum Lúnu sem lifir að hálfu eigin lífi, en að öðru leyti lífi hinnar ólánssömu systur sinnar í listinni, Fridu Kahlo. Látæðisleikur persónanna I þessum bókum er ítrekað reynt að telja lesandanum trú um að allt sé í lukkunnar velstandi. Að persón- urnar séu himinsælar og uni glaðar við sitt hvort sem þær eru staddar á íslandi eða í Nýju Mexíkó. Blekking- arleikurinn heppnast glettilega vel því höfundur pakkar óheilindum, óhamingju, sviknum loforðum, van- mætti og efa svo rækilega inn í orð- ræðu ástar og æðruleysi að það er ekki fyrr en undir blálok sagnanna að lesandi áttar sig til íúlls á óheil- indum textans. Hjá raunsæjum les- anda hljóta þó að kvikna ákveðnar efasemdir en þær eru janharðan kæfðar niður með gleðilátum per- sónanna sem virðast ákveðnar í því, hver á sinn hátt, að komast hjá dramatísku uppgjöri sem hleypa myndi öllu í báli og brand. Svo flinkar eru persónurnar í þessum látæðisleik að þó napur sannleikur- inn blasi við sigla þær út úr sögun- um staðráðnar í að halda leikritinu áfram. Á þau áform er þó klippt með afdrifaríkum og óhugnanlegum hætti í þriðju og síðustu sögunni. Eins og nafn sögunnar gefur til kynna hverfist söguefnið um stjörnuhrap. Hvað eftir annað er vikið að þessari sömu stjörnu sem eldrauð og lýsandi hrapar í hafið og misjöfnum viðbrögðum þeirra sem á það horfa. Hún kveikir von, elur á óróleika eða hvetur til dáða. Hjá sumum táknar hún upphaf þegar hún ætti með réttu að boða enda- lok, hjá öðrum endalok þegar upp- hafið virðist blasa við. Hún er tákn um von sem deyr með hroðalegum og afgerandi hætti hjá einum en lifnar við með óvæntum hætti hjá öðrum. Ljótleikinn í lyginni Þegar stjarna hrapar segir frá mögnuðu uppgjöri sem persónur þríleiksins hafa alltaf reynt að forð- ast en þegar löngu gleymdar per- sónur úr fortíðinni dúkka upp og taka málin í sínar hendur er voð- inn vís. Heimur blekkinga, lyga og svika er rofinn utan frá með svo af- gerandi hætti að allar grímur falla. Þegar stjarna hrapar sTjanna Hnapan Höfundur: Vigdís Grímsdóttir Útgefandi: JPV forlag 2003 Persónumar vakna upp við að feg- urðin var bara tilbúinn draumur en þann draum nær ekkert að rjúfa nema hrottafengið morð. Þá fyrst tekur liðið við sér - bara aðeins of seint! Hér lýkur Vigdís Grímsdóttir frásögn sinni af fólki sem felur alla sína galla og yfirsjónir í skjóli falskra tilfinninga og ímyndaðrar fegurðar. Sú frásögn er spennandi, stundum falleg en oftar ljót. Því ljótleikinn býr í lyginni og þá lygi hefur höfundur afhjúpað með eft- irminniiegum hætti. Sigrlður Albertsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.