Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 18
7 8 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Fjörutíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta Dáður af fólki um allan heim. Táknmynd hinnar eirðarlausu tutt- ugustu aldar og þeirra umbrota sem urðu á nánast öllum sviðum samfélagsins á árunum í kringum 1960. Maðurinn sem fékk svo miklu áorkað - og afstýrt. Glaumgosi sem sængaði hjá fallegustu konum heims. Bandaríkjaforsetinn John F. Kennedy, sem var myrtur í Dallas í Texas fyrir fjörutíu árum upp á dag, 22. nóvember 1963. Daginn þegar heimurinn grét. Snemma til forystu fallinn? Enn stendur heimurinn frammi fyrir þeirri spurningu hver hafi drepið Kennedy. Var það byssu- maðurinn í bókasafninu, Lee Har- vey Oswald, sem tókst að bana for- setanum? Auðnuleysinginn sem Jack Ruby skaut svo fáum dögum síðar. Voru hér kannski að verki sendimenn bandarísku leyniþjón- ustunnar? Eða einhverjir allt aðrir. Spurningunni um þetta verður seint eða aldrei svarað. En hver var John F. Kennedy? Hann var af írskum ættum, fæddur í Brooklyn í Massachusetts í mars 1917. Snemma varð Ijóst að hann væri vel til forystu fallinn og þegar hann brautskráðist frá mennta- skóla töldu bekkjarfélagar hans all- ir víst að hann myndi vinna mikil afrek í lífinu. Tæpast hefur þá þó grunað hversu rækilega sú spá þeirra ætti eftir að rætast. Nýr stíll í janúar 1947 náði John F. Kenn- edy kjöri í fulltrúadeild Bandaríkja- þings fyrir Massachusetts-fylki, þá aðeins 29 ára. Innan fárra ára náði hann svo kosningu sem öldunga- deildarþingmaður. Með þessu var hann - kornungur maðurinn - kominn á beinu brautina í banda- rískum stjórnmálum og til þeirra áhrifa sem kannski vara enn í dag. Það var svo haustið 1960 sem Kennedy náði kjöri sem forseti og tók við völdum í janúar 1961. Inn- koma hans markaði tímamót og í raun kaflaskil í stjórnmálum vest- anhafs. Ekki síður nýjan stfl, því ekki hafði það áður gerst að við Brúðkaupsmyndin Forsetahjónin þegar þau giftu sig. John var aidrei við eina fjölina felldur í kvennamdlum en Jackie stóð með honum þar til hann varskotinn við hlið hennari Dallas, Texas. stad i ýmsum félagslegum áherslum. Forsetinn Ljóst var frá upphafi forseta- tiðar Kennedys að nýir timar væru runnir upp i Bandarikjunum. Þess sá ekki sist húsbóndavöld í Hvíta húsinu væri kornugur fjölskyldumaður. Félagslegar áherslur „Spurðu ekki fósturjörðina hvað hún geti gert fyrir þig, heldur hvað þú getir gert fyrir fósturjörðina," sagði Kennedy í ræðu sinni þegar hann tók við embætti. Þá var strax ljóst að nýr tónn hafði verið sleginn. Þegar litið er yfir ferii Kennedys ber þar ýmsar félagslegar áherslur hæst. Þar má meðal annars nefna baráttuna gegn skipulögðum glæp- um sem forsetinn og bróðir hans, Robert Kennedy dómsmálaráð- herra, hrundu af stað. Það starf var í margra huga nýtt siðbótartímabil í þjóðlífi og stjórnmálum í Banda- ríkjunum. Mannréttindamál hvers konar voru einnig af þessum meiði sprottin, svo sem baráttan fyrir auknum réttindum blökkumanna. Hún er ekki síst tengd nafni prests- ins Martins Luthers King, leiðtoga blökkumanna, sem árið 1968 hlaut sömu örlög og Kennedy. Af öðrum áherslumálum má nefna baráttu gegn atvinnuleysi, hækkun launa og læknishjálp til handa öldruðum. Kjarkur í Kúbudeilunni I tíð Kennedys var jafnframt iagður aukinn þungi á allt háskóla- og vísindastarf - og geimferðir komust á dagskrá. En það sem í hugum margra stendur hins vegar upp úr er sú staðfesta sem forsetinn sýndi í utanríkismálum. Þetta var á þeim tíma þegar vindar kalda stríðsins voru sem naprastir og kjarnorkustyrjöld var hreint ekki fjarlægur möguleiki. Þar ber Kúbudeiluna haustið 1962 hæst; þegar ljóst var að Sovét- menn hygðust koma upp kjarn- orkueldflaugum á Kúbu. Sovésku herskipin stefndu hraðbyri inn á Svínaflóa þar sem bandarísk her- skip biðu þeirra. Hvorugur ætlaði að gefa eftir; hvorki Kennedy né Krúsjov, uns sá síðarnefndi bakkaði á síðustu stundu. Telja margir að sá kjarkur og ákveðni sem Bandaríkja- forseti sýndi í þessari deilu hafi af- stýrt atómstríði. Fjallmyndarlegur forsetinn Um menn sem þykja einkar vel giftir eru gjarnan sagt að konan sé þeirra betri helmingur. Svo töldu margir vera um Kennedy. Jacqueline hét stúlkan sú sem kynnt var fyrir Kennedy árið 1952 og lágu leiðir þeirra saman upp frá því. 1 forsetaembættinu varð hún sem órjúfanlegur hluti af þeirri mynd sem Bandaríkjamenn, og raunar heimurinn allur, höfðu af forsetanum. Sama gilti raunar um börnin þeirra tvö, þau John og Caroline. Engu að síður gengu alltaf - og ganga raunar enn - kviksögur um að fjallmyndarlegur forsetinn hefðí ekki verið við eina ijölina felldur í kvennamálum. Gæfa eða gjörvuleiki „Hvað verður nú um Jacqueline og börnin," var spurt þegar Oswald skotinn JackRubyruddistútúr þvögunni og skaut Oswald, meintan morð- ingja Kennedys. Meðal annars vegna þessa hefur morðið á Bandarikjaforseta aldrei ver- ið upplýst. JFK Mikill ræðumaður og kraftmikill stjórnmálamaður. Fyrirmynd margra og dáður mjög. Kennedy-fjölskyldan hefur þó gengið i gegnum margt raunalegt. Kennedy var myrtur f Dallas í Texas fyrir réttum 40 árum. Forsetafrúin giftist síðar grískum skipakóngi og börnin komust á legg. Sonurinn og alnafni föður síns, John Fitzgerald, Kennedy-ættin í ártölum 1888 Ættfaöirinn Joseph P. Kennedy faeðist í Boston. 1891 Ættmóðirin Rose Fitzgerald fæð- ist 1914 Joseph og Ros ganga f hjóna- band. 1917 John F. Kennedy, þeirra annar sonur, fæðist 1943 John vinnur hejudáð f strfðinu á Kyrrahafinu. 1944 Elsti sonurinn, Joe Jr., ferst f slysi f Englandi. 1953 Jacqueline giftist Kennedy. 1961 John F. Kennedy verður forseti Bandarfkjanna. 1963 Forsetinn skotinn tii bana. 1965 Bræðumir Robert og Edward Kennedy sitja saman f öldunga- deild Bandarfkjaþings. ( fyrsta skipti f 162 ár sem það gerist 1968 Robert Kennedy skotinn til bana. Jackie Kennedy giftist grfska skipakóginum Onassis 1969 Edward Kennedy lendir f bflslysi og ung stúlka, sem var farþegi hans, lætur Iffið. Þetta skapar honum vandræði og spillir pó- Ifktfskum ffama hans. 1994 Jacqueline Kennedy Onassis fell- urfrá. 1999 John F. Kennedy ferst f flugslysi út af austurströnd Bandarfkjanna. Það sem i hugum margra stendur upp úr ersú staðfesta sem forsetinn sýndi í utanríkismálum. virðist hins vegar ekki hafa verið fæddur undir neinni heillastjörnu. Hann lést í flugslysi úti fyrir austur- strönd Bandaríkjanna sumarið 1997. Faðir hans féll fyrir hendi morðingja og Robert föðurbróðir hans sömuleiðis, það er árið 1968 þegar hann barðist fyrir útnefningu sem forsetaefni demókrata. Hinni dáðu Kennedy- fjölskyldu hefur í raun gengið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.