Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 39
DV Sport LAUGARDAGUR 22. NÚVEMBER 2003 ÍX i en nýtur ekki þeirrar virðingar sem hann ætti ef til vill skilda. ■ I i í i i i I Fyrsti leikur Carmelo Anthony sést hér sækja að Toni Parker hjá San Antonio Spurs í fyrsta leik sínum í NBA-deildinni. Anthony skoraði tólfstig í leiknum og hirti sjö fráköst en hitti aðeins úr fjórum affimmtán skotum sínum. a LeBron af og spilað minn leik. Það eru allir að tala um hann á meðan ég get einbeitt mér að að því að spila. Ég er ekki að segja að hann geti ekki einbeitt sér að því að spila körfubolta en mér líður betur svona. Ég hef engan áhuga á því að vera í hans sporum. Hann er frábær leikmaður en það hentar mér betur að fá að vera í friði og spila bara körfubolta," sagði Anthony við fjölmiðla fyrir fyrsta einvígi þeirra félaga í Cleveland 5. nóvember síðastliðinn en þar unnu Anthony og félagar, 93-89. Hann skoraði 14 stig og tók 6 fráköst í leiknum en Le Bron James var fjarri sínu besta í sókninni, skoraði aðeins sjö stig, en tók að visu 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Verðum að spila okkar leik LeBron sagði eftir leikinn að fjölmiðlar gerðu of mikið úr einvígi þeirra en að hann gæti ekki stjórnað því. „Við Melo [Carmelo Anthony] verðum bara að spila okkar leik og ekki hafa áhyggjur af öðru. Ég elska að spila körfubolta og að keppa á móti einum af mínum bestu vinum gerir það enn skemmtilegra,“ sagði LeBron, en þeir félagar eru mjög góðir vinir utan vallar. Einn sá erfiðasti Anthony hefur öðlast virðingu eldri og reyndari manna í deildinni með spilamennsku sinni og varnarmaðurinn sterki, Ron Artest hjá Indiana Pacers, sem kallar ekki allt ömmu sína, lýsti því yfir eftir leik Indiana og Denver að Anthony væri einn sá erfiðasti sem hann hefði spilað á móti á ferlinum. „Hann er atvinnumaður, engin spurning um það. Það er jafn erfitt að verjast honum og Paul Pierce hjá Boston. Þeir hafa endalaus vopn í farteskinu sem þeir láta dynja á manni og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann [Anthony] verði stórstjarna," sagði Artest eftir leik liðanna. Úrslitakeppnin raunhæf Forráðamenn Denver Nuggets gera miklar kröfur til Anthonys og vonast til að hann muni leiða liðið til glæstra sigra á næstu árum. Denver hefur byrjað vel í vetur, unnið sex af fyrstu ellefu leikjum sínum, og er nú f sjöunda til áttunda sæti vesturdeildarinnar ásamt Portland Trailblazers. Anthony segir að það sé raunhæft fyrir liðið að stefna á sæti í úrslitakeppninni en það hefur ekki komist þangað síðan 1995. Þá datt það út í fyrstu umferð fyrir San Antonio Spurs. „Ég held að það sé raunhæft hjá okkur að stefna á áttunda sætið í úrslitakeppninni. Við þurfum tíma til að byggja upp topplið en það væri frábært að stíga fyrsta skrefið í ár,“ sagði Anthony sem líður vel í skugganum af LeBron James, skugga sem ætlar sér sjálfsagt að komast úr á næstu árum. oskar@dv.is Samanburður á Carmelo Anthony og LeBron James Tölfræði leikmannanna tveggja I NBA-deildinni I vetun 16,7 Stig skoruð í leik: 17,5 33,9% Skotnýting: 44,4% 32,4% 3ja stiga skotnýting: 35,5% 72,9% Vítanýting: 62,0% 7,0 Fráköst í leik: 6,5 2,5 Stoðsendingar í leik: 6,7 1,00 Stoinir boltar fleik: 1,33 2,91 Tapaðir boltar mótherja: 3,67 0,45 Varin skot í leik: 0,83 34,3 Mínútur í leik: 40,8 Markalaust gegn Mexíkóum ÓlafurStígsson sést hér Ibaráttu við Mexíkóann Israel Lopez leik Islands og Mexikó aðfaranótt fimmtudagsins. Ibaksýn sést Gylfi Einarsson en þeir Ólafur skiluðu góðri vinnu á miðjunni hjá íslenska liðinu, sem náði markalausu jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson um leikinn gegn Mexíkó: Frábær úrslit fyrir strákana íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli í vináttulandsleik gegn Mexíkóum í San Francisco í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags og hefði getað stolið sigrinum undir lok leiksins en þá lét Helgi Sigurðsson markvörð Mexíkóa verja frá sér í tvígang. Þessi úrslit eru frábær fyrir íslenska liðið, sérstaklega í ljósi þess að það vantaði marga lykilmenn f liðið. Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari var mjög sáttur þegar DV Sport náði tali af honum í gær. „Þetta gekk vonunt framar hjá okkur. Ég held að við getum ekki verið annað en sáttir við jafntefli geng Mexíkóunt þar sem við vorum ekki með okkar sterkasta lið. Þeir eru með eitt besta lið í heimi en samt sem áður hefðum við getað unnið leikinn með smáheppni. Helgi fékk tvö dauðafæri en náði ekki að nýta þau. Að sama skapi náðu þeir aldrei að setja okkur undir neina verulega pressu og færin sem þeir fengu voru fá,“ sagði Ásgeir. Varnarleikurinn góður „Strákarnir fór algjörlega eftir skipulaginu; voru einbeittir og agaðir og ég var sérstaklega ánægður með varnarleikinn. Bjarni Þorsteinsson, Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Sigurðsson spiluðu mjc^r, vel, sem og Auðun Helgason og Hjálmar Jónsson á köntunum. Ananrs er erfitt að taka einhvern sérstakan út úr liðinu - það stóðu allir sig vel.“ Breiddin að aukast Ásgeir sagði að þessi leikur hefði verið gott tækifæri fyrir hann og Loga til að skoða þá leikmenn sem hefðu verið fýrir utan hópinn undanfarið. „Þeir lögðu allir inn prýðilega umsókn fyrir næstu leiki og það er gott til þess að vita að breiddin er 3$ aukast hjá okkur," sagði Ásgeir. Aðspurður hvað væri fram undan hjá liðinu, sagði Ásgeir að það væri beðið eftir drættinum í riðla íyrir undankeppni HM 2006 í byrjun næsta mánaðar. „Þegar riðlarnir eru komnir á hreint förum við af stað til að fá vináttuleiki. Það eru alþjóðlegir landsleikjadagar í febrúar og mars og það er nauðsynlegt fyrir okkur að spila leiki. Hverjir andstæðingarnir verða veit ég ekki en við erum ekki í stakk búnir til að bjóða neinum til íslands - svo mikið er víst.“ oskar@dtm Ánægöur Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, var ánægður með slna menn þegarlsland gerði markalaust jafntefli gegn Mexíkó aðfaranótt fimmtudag - þrátt fyrir að marga sterka leikmenn vantaði i liðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.