Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 12
72 LAUGARDAOUR 22. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Eftirlit með félags- þjónustu Persónuvernd er að fara í gang með úttekt á öryggis- kerfi Félagsþjónustu Kópa- vogs varðandi meðferð per- sónuupplýs- inga. Fram kemur í bréfi Persónu- verndar til Fé- lagsþjónust- unnar að ákvörðun um úttektina þurfi ekki að fela í sér að stofnunin telji að öryggis- kerfinu sé að einhverju leyti ábótavant. Þannig er ekki rétt sem sagði í DV14. nóv- ember sl. að Persónuvernd hafi gert athugasemdir við vinnuiag Félagsþjónust- unnar. Kópavogsbær má búast við því að greiða sjálfur kostnað vegna út- tektarinnar. Komajólin of snemma? Engin giansjól Mér finnst þetta jólatil- stand byrja alltof snemma. Ég held ekki nein glansjól og hef ekki haldið. Það er ágætt að hafa þau á sínum stað sem fastan punkt í dagatalinu og árinu. Undir- búningurinn er engin jól. Ég bý úti í sveit fyrir vestan og sé minnst af þessari blessaðri ljósadýrð. Venju- legt jólahald byrjar klukkan 18 á aðfangadagskvöld í gegnum útvarpið. Ég get ekki óskað ykkur gleðilegra jóla svona snemma, en óska þess að á jólunum megi fólk hafa næði og hugleiða þann merkilega atburð þegar Guð vitjaði þessa hrjáða mannkyns gegnum hold Maríu meyjar. Séra Baldur Vilhelmsson presturiVatnsfirði. Hann segir / Hún segir Börnin eiga jóiin Nei, mér finnst þetta bara krydda tilveruna og skammdegið. Ég á þrjú börn og þeim finnst þetta yndislegt og jólin eru hátíð barnanna. Við fullorðna fólkið eigum ekki að taka þetta svona mikið inn á okkur. Við erum að stresstengja jólin en börnin tengja þau við gleði. Við finnum sjálf, þegar við verðum eldri, að það er meira en að opna pakkana þegar jólin koma. Það þarf að kaupa gjafirnar og þrífa, Lilja Hrönn Hauksdóttir eigandi verslunarinnar Cosmo. Jóhanna Halldórsdóttir, tveggja barna móðir, bjó með dæmdum kynferðisbrota- manni í tiu ár. Hún upplifði mikinn sársauka þegar eiginmaðurinn var dæmdur í annað skipti fyrir að hafa misnotað unga stúlku. „Ég lifði í blekkingu og lygi svo árum skipti. Maðurinn minn var dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot skömmu eftir að við kynntumst. Hann sagði mér að hann væri saklaus og ég trúði honum,“ segir Jóhanna Halldórsdóttir, tveggja barna móðir, búsett á höfuðborgar- svæðinu. Hún bjó með dæmdum kynferðis- brotamanni í tíu ár. Þau skildu fyrir tæpu ári og situr eiginmaðurinn fyrrverandi nú á Litla- Hrauni. Hann afplánar dóm fyrir kynferðisdóm í annað sinn. Jóhanna hefur verið að púsla saman lífi sínu síðasta árið og á enn töluvert í land með að ná sér. Blaðamaður heimsótti Jóhönnu á heimili hennar og sambýlismanns hennar. Eldri sonur Jóhönnu er fluttur að heiman en yngri sonurinn er tíu ára. Það tekur á að rifja upp hina skelfilegu atburði og Jóhanna segist brotna saman þegar minnst varir. „Ég er sár út í þennan tíma og veit nú að þetta myndi ég ekki láta bjóða mér aftur - né nokkrum sem stendur mér nærri,“ segir Jóhanna. Heillandi karakter Upphaf kynna Jóhönnu og mannsins má rekja aftur til ársins 1993. Þau kynntust á Vogi og hófu ástarsamband. „Ég hefði átt að vita að Vogur er enginn staður til að mynda varanlegt samband. Þessi maður kom afskaplega vel fyrir og var heillandi karakter í alla staði. Sjálf var ég í sárum og hugsaði ekki alveg skýrt." Eftir meðferðina hófu Jóhanna og maðurinn búskap á höfuðborgarsvæðinu. Þá beið maður- inn dóms vegna kynferðisbrots gagnvart lftilli stúlku. Hann var dæmdur í 12 mánaða fangelsi og fór í afplánun nokkrum mánuðum síðar. Jó- hanna hafði eignast son sjö mánuðum áður og stóð nú uppi ein með drengina sína tvo. „Hann hélt stöðugt fram sakleysi sínu í þessu máli og ég trúði honum. Fjölskylda hans og vin- ir stóðu flest þétt að baki honum. Enginn trúði að hann gæti misnotað börn. Sjálfur sagði hann þetta nornaveiðar á hendur sér. Ég lét mig hafa þetta og gerði mitt besta til að halda mínu striki meðan hann sat inni. Mér varð hins vegar fljótt óvært á þeim stað þar sem við bjuggum og sú staðreynd að maðurinn minni sat inni fyrir kyn- ferðisglæp virtist elta mig. Ég flutti tíu sinnum á meðan hann sat inni.“ Jóhanna segir manninn hafa haft skýringar á reiðum höndum varðandi þau kynferðisbrot sem hann var sakfelldur fyrir. Hann sagði fyrr- um ástkonu vera að hefna sín með því að beita dóttur sinni fyrir sig. Sakaður um áreitni Eftir átta mánuði í fangelsi var manninum sleppt. Honum þótti sem fjölskyldunni væri ekki vært hérlendis vegna málsins. Þau rifu sig því upp og næstu þrjú árin bjuggu Jóhanna, maður- inn og synirnir tveir á Bretlandi og í Danmörku. Mestan part dvalarinnar ytra lét maðurinn áfengi vera en byrjaði að drekka undir það síð- asta. Fjölskyldan flutti heim árið 1998 og eigin- maðurinn var fljótt kominn á fullt í vinnu. Yngri sonurinn var þá fimm ára. Jóhanna segist ekki hafa leitt hugann mikið að kynferðisbrotamálinu fyrr en barnfóstra og vinkona hennar, sem höfðu dvalið á heimilinu í Danmörku, báru á manninn að hann hefði beitt þær kynferðislegri áreitni. „Það mál fór aldrei lengra en það runnu auðvitað á mig tvær grím- ur. Eins og í fyrra skiptið sannfærði eiginmað- urinn mig um að þetta væri allt saman upp- spuni. Og aftur lét ég gott heita. Ég barðist með honum í gegnum súrt og sætt. Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun trúa neinu illu upp á hann,“ seg- ir Jóhanna. Stóra áfallið Næstu tvö ár liðu og Jóhanna segir lffið hafa gengið sinn vanagang. Stóra áfallið, eins og hún orðar það, kom hins vegar á jólunum 1999. „Á þriðja degi jóla fékk ég símtal sem ég gleymi aldrei. Vinkona mín var á hinum enda h'nunnar og sagði mér að níu ára dóttir sín væri á bráða- móttöku Landspítalans. Hún sagði að stelpan væri illa farin og að maðurinn minn hefði verið þarna að verki. Ég umpólaðist gjörsamlega og brotnaði algerlega saman. Ég var sjálf flutt á sjúkrahús þar sem ég fékk áfallahjálp." Litla stúlkan hafði verið gestkomandi á heimili Jó- hönnu þegar atburðurinn átti sér stað. „Hann hélt stöðugt fram sak- leysi sínu í þessu máli og ég trúði honum. Fjölskylda hans og vinir stóðu flest þétt að baki honum." Jóhanna var ekki tilbúin að horfast í augu við þessi tíðindi en það varð ekki aftur snúið. Hún hóf sálfræðimeðferð sem stóð í tvö ár. Hún leitar sér enn hjálpar en ekki eins reglulega og áður. Lögreglurannsókn fylgdi í kjölfarið og gerði lögregla m.a. húsleit á heimilinu. Maðurinn hélt sem fyrr fram sakleysi sínu en nú sagðist Jóhanna hafa verið byrjuð að efast fyrir alvöru. „Ég hafði efast um nokkurt skeið en náði alltaf að bægja þeirri hugsun frá mér. Grunur minn styrktist reyndar eftir að við fluttum heim og ég reyndi stundum að ræða þessi mál við manninn. Hann var oftast fljötur að eyða talinu og færði mér gjarna gjafir eða bauð mér til útlanda eftir slík samtöl. Það var ekki fyrr en eftir á að mér varð ljóst að hann var í raun að þagga niður í mér. Ég held að hann hafi gert svipaða hluti við strákinn okkar, hann lét stundum ansi mikið eftir hon- um." Skömm og sektarkennd Eiginmaður Jóhönnu- var dæmdur í 18 mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í desem- ber 2000. Hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum og segir í dómsorði Hér- aðsdóms að „brotin séu alvarleg og til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir stúlkurnar." „Ég heflíka lært það núna að menn sem geta náð þvílíkum heljartökum á litlum börnum eiga ekki í vandræðum með að ná valdi yfir fullorðnum." Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en í niðurstöðu Héraðsdóms segir að það þyki sannað að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Hæstiréttur dæmdi í málinu vorið 2001. Rétturinn sýknaði manninn að hluta en refsingin var sú sama. Hann hóf afplánun f byrj- un þessa árs. Mánuði áður sagði Jóhanna endanlega skilið við manninn og hefur síðan reynt að vinna sig út úr hinni skelfilegu reynslu. „Skömmin var mikil og mér fannst ég stundum vera samsek. Spurn- ingar um hvernig þetta gat gerst inni á heimilinu sóttu á mig. Hvernig gat þetta gerst?" Við meðferð málsins í Héraðsdómi kom í ljós að yngri sonur Jóhönnu hafði sennilega verið við- staddur kynferðisbrotin í tvö skipti. Jóhanna seg- ir föðurinn hafa keypt son sinn til að þegja. „Það var ekki fyrr en eftir á að ég uppgötvaði hvernig þetta hafði leikið drenginn. Hann fór í meðferð í Barnahúsi. Þar er mjög vel staðið að málum en ferillinn áður en þangað er komið er alltof langur og strangur. Þegar svo alvarlegt mál kemur upp vill maður viðbrögð strax," segir Jóhanna ogbæt- ur að við drengurinn sé allur að vakna til lífsins þótt hann muni trúlega þurfa aðstoð eitthvað áfram. Viljalaust verkfæri Það er ekki bara andlegur sársauki sem situr eftir hjá Jóhönnu og fjölskyldu hennar, að ekki sé talað um fórnarlömbin. Móðir Jóhönnu situr uppi með margra milljóna skuld eftir að hafa að- stoðað manninn við að stofna bílaverkstæði fyrir nokkrum árum. Eldri sonur Jóhönnu var nýverið gerður gjaldþrota eftir að hafa lánað manninum nafn sitt og kennitölu í öðrum rekstri. „Við verðum að vinna okkur út úr þessu en það gleymist oft að kynferðisbrotamenn eiga fjöl- skyldur og þær líða mikinn sársauka. Afneitun er algengur fylgifiskur en þegar öll kurl eru komin til grafar þýðir ekkert annað en að takast á við þetta. Ég sé núna að ég var viljalaust verkfæri í höndum þessa manns. Ég hef líka lært það núna að menn sem geta náð þvílíkum heljartökum á litlum börnum eiga ekki í vandræðum með að ná valdi yfir fullorðnum," segir Jóhanna. Útlit er fyrir að eiginmaðurinn fyrrverandi fái reynslulausn innan skamms. Hann hefur þá setið af sér 2/3 af 18 mánaða dómi. Kynferðisdómar eru of vægir, að mati Jóhönnu, og í engu sam- ræmi við alvarleika brotanna. Jóhanna gagnrýnir Fangelsismálastofnun einnig fyrir að neita að segja sér hvenær manninum verði sleppt. Opnið augun! Jóhanna er nú í sambúð og kveðst vera að finna hamingjuna á ný. „Það þyrfti að vera til stuðningshópur því ég er alls ekki ein um að hafa staðið í þessum sporum. Stuðningshópur gæti hjálpað konum sem búa við þetta ástand að rífa sig upp og byrja nýtt líf," segir Jóhanna. Hún hyggur á nám á næsta ári og ætlar að byggja upp líf sitt á ný. Við þær konur sem búa með kynferðisbrota- mönnum vill Jóhanna segja þetta: „Opnið augun og gerið eitthvað í málunum. Svona ástand getur ekki batnað, það getur bara versnað." arndis@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.