Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 40
Tú LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Sport DV Jenas áfram til 2008 Hinn efnilegi miðvallarleikmaður Newcastle, Jermaine Jenas, skrifaði í gær undir samning við Newcastle til 2008. Nýi samningurinn færir Jenas umtalsverða launahækkun en hann hefur staðið vel undir væntingum eftir að hann var keyptur á 5 milljónir punda frá Notthingham Forest í febrúar 2002. Jardel á sölulista * Brasilíski framherjinn Mario Jardel verður seldur frá Bolton ef eitthvert félag er tilbúið að greiða sanngjarna upphæð fyrir hann. Þessar fréttir koma talsvert á óvart þar sem Jardel er nýlega búinn að lýsa því yfir að hann vilji sanna sig hjá félaginu. „Hann vill byrja inná en það gerist ekki fyrr en ég sé að hann er kominn í forrn," sagði Sam Allardyce, stjóri Bolton. „Hann hefur fengið nokkur tækifæri með okkur en ekki nýtt þau. Það kemur ekki til greina að #:na hann en ef eitthvert félag vill greiða 4 milljónir punda fyrir hann þá er hann farinn." Wiltord og Vi- duka til PSG? Francis Graille, stjórnarformaður PSG, heldur því fram að búið sé að bjóða honum að kaupa Sylvain Wiltord og Mark Viduka. Hann segist samt ekki vera viss um að hann rífi upp veskið og kaupi þá þar sem budda félagsins sé efe'i þykk þessa dagana. Þessar fréttir þurfa ekki að koma mikið á óvart þar sem Viduka hefur haft allt á hornum sér hjá Leeds undanfarið. Framtfð Wil- tords hefur verið í óvissu um hríð þar sem hann hefur ekki framlengt Mtmninginn sem rennur út næsta sumar. Man. Utd skoðar Frakka 19 ára Frakki, Joel Sammi að nafni, er til reynslu hjá Englandsmeisturum Man. Utd þessa dagana. Hér er á ferð efnilegur varnarmaður sem einnig hefur skoðað aðstæður hjá Bolton og Leeds. Bolton vildi fá hann en hafði ekki efni á að gera við hann samning. Umboðsmaður hans segir sTfákinn vilja spila á Englandi. Enska knattspyrna byrjar á ný um helgina eftir tveggja vikna hlé vegna landsleikja. Enski boltinn byrjar að rúlla á ný um helgina eftir dágott Jilé vegna landsleikja. Leikmenn mæta til leiks f misgóðu ástandi. Sumir meiddir og særðir eftir erfiða leiki en aðrir heilir og með sjálfstraustið í botni. Það er margt athyglis- verðra leikja um helgina og DV Sport tekur stöðuna á liðunum fyrir leikina. I hádegisleik dagsins taka Englandsmeistarar Manchester United á móti Graeme Souness og strák-unum hans í Blackburn. United getur með sigri skotið sér á topp deildarinnar, um tíma í það minnsta, á meðan Blackburn reynir að byggja ofan á sigurinn gegn Everton f síðustu umferð, en gengi liðsins það sem af er móti hefur verið höTmulegt. Það er eitthvað um forföll í liðunum en hjá Blackburn munar mest um fjarveru fyrrum United-mannsins, Andy Cole, sem tekur út leikbann. Gary Neville meiddist í leik Englendinga og Dana á dögunum en hann vonast til að verða klár þegar flautað verður til leiks í hádeginu. Leikur liðanna í fyrra var mjög eftirminnilegur þar sem spænski markvörðurinn, Ricardo Lopez varði vítaspyrnu í fyrsta leik sínum fyrir United. Það verður einnig gaman að fylgjast með framkvæmdastjórum liðanna sem báðir eru Skotar og láta oftar en ekki mikið til sín taka meðan á leik stendur, enda báðir miklir keppnismenn. Erfitt verkefni hjá Arsenal Ef svo færi að United skyti sér á toppinn með sigri gegn Blackburn í hádeginu fær Arsenal tækifæri til þess að endurheimta toppsætið síðar um daginn. Það verður ekki auðvelt verkefni því þeir sækja Birmingham City heim á St. Andrew's. Birmingham hefur sýnt það í vetur að frammistaða leikmanna í fyrra var engin igy tilviljun því þeir sitja í fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn en eru engu að síður 10 stigum á eftir Arsenal. Ef strákarnir hans Steves Bruce ætla sér að taka þátt í toppslagnum af einhverri alvöru mega þeir ekki við því að gefa Arsenal þrjú stig í dag. Gengi Birmingham hefur verið svo gott undanfarið að stjórnarformaður félagsins, David Gold, er þegar farinn að tala um að félagið muni ekki láta mikið til sín taka þegar leikmanna- markaðurinn verður opnaður á ný í janúar en Birmingham lét eftirminnilega til sín taka í janúar í fyrra. Klók kaup stjórans þá lögðu grunninn að góðu gengi félagsins í seinni umferðinni. „Fólk er að spyrja að því hvað við ætlum að eyða miklu þegar leikmannamarkaðurinn verður opnaður á ný. Fyrst af öllu vonast maður til þess að þurfa ekki að eyða neinu og ef liðið er að gera góða hluti er engin ástæða til þess að kaupa nýja leikmenn," sagði David Gold. Það eru stór skörð höggvin í lið Arsenal f dag. Lauren, sem dæmdur var í íjögurra leikja bann um daginn, tekur út fyrsta leikinn í dag en einnig eru þeir Martin Keown, Ray Parlour og Patrick Vieira í leikbanni. Botnslagur á Goodison Park Það verður allt lagt undir á Goodison Park í dag þegar Everton fær Wolves f heimsókn. Lítið hefúr gengið hjá báðum liðum enda eru þau jöfn að stigum nálægt botni deildarinnar. Leikform Úlfanna er þó mun betra því á meðan Everton hefur aðeins unnið leik af síðustu níu hafa Úlfarnir verið að rétta úr kútnum og nælt í 9 stig í síðustu 6 leikjum. David Moyes, stjóri Everton, er ævareiður yfir frammistöðu sinna manna í síðustu ieikjum og Everton sakaði þá um að bera enga virðingu fyrir félaginu eftir að þeir töpuðu fyrir Blackburn. „Leikmennirnir hafa tjáð mér að þeir ætli að rífa sig upp. Ég vona svo sannarlega að þeir standi við það og sýni hvað í þeim býr. Engu að síður er gengið ekki bara leikmönnunum að kenna heldur einnig mér.,“ sagði Moyes sem getur glaðst yfir frammistöðu ungstjarnanna, Wayne Rooney og James McFadden, sem léku vel fyrir landslið sín. Wolves gerðu vel í að ná jafntefli gegn Birmingham í síðasta leik og Dave Jones, stjóri Wolves, segist hafa lært af því sem Birmingham gerði í janúar í fyrra. „Þeir þurftu að gera eitthvað sérstakt í janúar í fyrra. Það var einmitt það sem þeir gerðu og björguðu sér frá falli. Við erum í sömu stöðu og þurfum að draga lærdóm af því sem Birmingham gerði. Ef við eigum ágætis möguleika á að halda okkur uppi í janúar hafa leikmenn vonandi áhuga á að koma og spila með okkur. Eins og staðan er í dag erum við að berjast fyrir lífi okkar. Það kemur engum á óvart því við gerðum ráð fyrir því að þessi staða kæmi upp,“ sagði Jones. Fyrsti leikur Grays Það verður áhugavert að fylgjast með liði Leeds þegar það fær Bolton í heimsókn í dag. Liðið rak Peter Reid úr starfi framkvæmdastjóra á dögunum og þetta verður fyrsti leikurinn þar sem Eddie Gray stýrir liðinu. Fjölmargir hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Leeds undanfarið en Gray hefur jafnframt lýst yfir áhuga á að halda stjórastarfinu sem lengst. „Strákarnir vita að 6-1 tapið gegn Portsmouth var óviðunandi og ég veit að þeir munu gera allt sem þeir geta til að slíkt slys komi ekki fyrir aftur. Ég mun gera mitt besta til þess að berja sjálfs- traust í mannskapinn og vonandi náum við að hala inn eitthvað af stigum," sagði Gray en Reid sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki átt skilið að fá útborgað eftir leikinn gegn Portsmouth. Það hafa verið mörg vandamál hjá Bolton í vetur. Liðinu hefur lítið gengið að skora og vörnin er eins og gatasigti eftir að Guðni Bergsson lagði skóna á hilluna. Bolton getur þó glaðst yfir því að Frakkinn Youri Djorkaieff verður væntanlega loksins með liðinu en hann hefur verið meiddur í allan vetur. Brasilíski framherjinn Mario Jardel er síðan á réttri leið en hann hefur skoraði 7 mörk í síðustu 6 leikjum með varaliði félagsins. Fær Hemmi sér snakk? Hemann Hreiðarsson og félagar í Charlton hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og ekki tapað leik síðan í september. Þeir ættu því að vera fullir sjálfstrausts þegar þeir mæta Leicester á snakkvellinum, Walker's Stadium. Það hefur ekki skemmt fyrir sjálfstraustinu í liði Charlton að Scott Parker skuli hafa leikið sinn fyrsta landsleik og að Kevin Lisbie skoraði fyrir Jamaíka. Þrátt fyrir þetta gríðargóða gengi undanfarnar vikur er Alan Curbishley, fram- kvæmdastjóri Charlton, enn jarðbundinn. „Ég sleppi aldrei fram af mér beislinu. Ekki einu sinni á afmælisdaginn minn. Mínir leikmenn eru heldur ekkert orðnir veruleikafirrtir því það er ekki langt síðan við vorum mjög náiægt botninum. Það er engu að síður frábært þegar vel gengur en það er mikið eftir af mótinu." Houllier jákvæður Það hefur vantað stöðugleika hjá Liverpool í vetur og þeir þurfa að taka hressilega á því ef þeir ætla sér að fá stig gegn Middlesbrough á Riverside í dag. Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool, fagnar 5 ára starfsafmæli sínu þessa dagana og hann er á því- að félagið sé á réttri leið. „Ég sagði sumarið 1999 að við þyrftum að byggja upp nýtt lið og að það tæki lágmark fimm ár að búa til lið sem gæti unnið deildina. Á fjórum árum höfum við tekið stórstígum framförum. Við höfum unnið 6 tifia bæði hér heima og í Evrópu. Höfum leikið tvisvar í Meistaradeildinni og erum á sífelldri uppleið," sagði Houllier. Vandamálið hjá honum er þó að svo virðist sem liðið hafi náð toppnum árið 2002 þegar Liverpool varð í 2. sæti í deildinni því tímabilið í fyrra var stórt skref aftur á bak. Sami óstöðugleiki hefur hrjáð Middlesbrough- liðið en Steve McClaren, framkvæmdastjóri liðsins, er ánægður með að liðið sé þó á uppleið þessa dagana. „Eftir fimm „Ég sagði sumarið 1999 að við þyrftum að byggja upp nýtt iið og að það tæki lágmark fimm ár að búa til lið sem gæti unnið deildina. Á fjórum árum höfum við tekið stórstígum framförum. Við höfum unnið 6 titla, bæði hér heima og í Evrópu. Höfum leikið tvisvar i Meistara- deildinni og erum á sífelldri uppleið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.