Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 33
DV Fókus LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 33 Nú fara jólin að hellast yfir okkur landsmenn og þá vantar iðulega dress fyrir hátíðarnar. Stelpurnar í júniform, þær Andrea Magnúsdóttir og Birta Björnsdóttir, eru með lausnirnar á flestu sem tengist tísku og eru í óðaönn að sauma jólalínuna í ár. Birta Björnsdóttir og Andrea Magnúsdóttir Þetta eru itelpurnar ijun- íform sem ælla ad dressa landann upp fyrir jolin. „Við hönnum eftir okkar höfði og svo líka eftir pönt- un en samt er okkar stíll á öllu sem við gerum," segja þær stöllur Andrea og Birta sem eiga förðunar- og fata- hönnunarstúdíóið júniform á Hverfisgötu 39. „Við ger- um aldrei tvær eins flíkur en samt eru þær að mörgu leyti svipaðar og tilheyra ákveðinni línu. Við skiptum mjög reglulega um stíl og liti og erum í raun bara að ex- perimenta með hönnunina hverju sinni," segir Birta. í júniform er ekki bara hægt að fá einstakan fatnað heldur líka förðun. Og svo em þær vinkonurnar saman í mörgum verkefnum. Þær hafa til dæmis séð um förðun í erlendum tímaritum og svo sáu þær um fórðunina og fötin á plakatinu Þrjár systur. Þær halda förðunamám- skeið í stúdíóinu sínu. Þangað geta konur komið eina kvöldstund og lært að mála sig. Einnig em þær að farða fyrir búðkaup og árshátíðir, svo eitthvað sé nefnt. Þær hönnuðu kjólana fyrir Ungrú ísland.is keppnina í ár og fyrir um þremur vikum vom þær svo með sýningu á skemmtistaðnum Kapital þar sem þær sáu um förðun og fatnað. Núna fyrir jólin er í nógu að snúast hjá þeim þar sem þær sauma hvern jólakjólinn af öðmm. „Konur geta komið til okkar og kíkt í albúmið okkar þar sem við eigum myndir af öllu sem við höfum gert. Svo hjálpum við líka til við að finna eitthvað flott sem hentar hverri og einni. Við munum einnig selja töskur í öllum litum fyrir jólin, en mamma mín, Eygló Eyjólfs- dóttir, hannar þær og saumar. Þetta em svona módel- töskur eins og það kallast, þ.e. engin eins en svo er líka hægt að panta,“ segir Birta. „Kjólarnir sem við hönnum em rómantískir í sniðinu en samt er dálítið af pönki og glamúr í þeim. Þetta em bæði elegant kjólar og líka ffík- aðri kjólar sem hægt er að nota meira og við önnur tæki- færi," segja þær báðar. Hægt er að náigast fötin þeirra í júniform á Hverfisgötu 39 og í Retro á Laugavegi. Hvað kom til að þið fóruð út íþennan bransa og opnuðuð vinnustúdíóið? Andrea: „Ég er rosalega ánægð með að hafa kynnst Birtu; að hafa fundið einhvern sem ég get tal- að við um föt alla daga. Við byrjuðum á að sauma sam- an hvor heima hjá annarri en svo fór þetta að þróast og var órðið svo mikið batterí að við fómm að leita að að- stöðu til að vinna að saumaskapnum okkar. Við vomm famar að hertaka heilu heimilin með fötum og títu- prjónum og öllu sem fylgir þannig að það var alveg kom- inn tími á að vera bara með einn stað undir þetta allt." Hvað finnst ykkur skemmtilegast að sauma? Birta og Andrea; „Núna finnst mér skemmtilegast að sauma kjóla af þvf að jólin em á næsta leyti. Annars er alltaf langskemmtilegast að sauma fyrir sýningar, þ.e. eitthvað sem þarf ekki endilega að fúnkera sem flík. Svo er lfka mjög gaman að hanna flotta kjóla eins og t.d. á leikkonur." Hvenær byrjuðuð þið að sauma? Birta; „Guð, ég man það ekki, ég man ekki eftir mér öðmvísi en saumandi. Meira að segja þegar ég var tíu ára saumaði ég djammdress á mömmu mína." Andrea: „Þegar ég var krakki átti ég pínulitla sauma- vél. I gmnnskóla og fjölbrautaskóla tók ég alla þá saumaáfanga sem ég gat. Svo tók ég mér smá pásu og byrjaði aftur fyrir nokkrum árurn." Hvar kaupið þið ykkar föt, sem þið hannið ekki sjálf- ar? Birta: „Helst í Spútnik." Andrea: „Við kaupum yfirleitt skó í Spútnik og ég versla líka f Sautján." Hvaða litir og efni eru aðallega ígangi núna? Andrea: „Við erum með grátt, fjólublátt og rautt fyr- ir jólin og svo erum við að vinna með grænbláa liti sem koma rosalega flott út, að ógleymdum svarta litnum sem er náttúrlega klassískur. Við litum öll efnin sjálfar til að fá flottari áferð og meiri hreyfingu í efnið. Blúndu- og pallíettuefni em hvað vinsælust núna og auðvitað margt fleira. Við vinnum einnig mikið með silfur- og gullliti sem við slettum yfir kjólana til að gera þá grófari." Hvað erfram undan hjáykkur? Andrea og Birta: „Strax eftir jólin koma árshátfðarnar og þá verður brjálað að gera og svo fömm við að huga að vorinu." henny@dv.is „Núna finnst okkur skemmti- legast að sauma kjóla vegna þess að jólin eru á næsta leyti. Annars er alltaf langskemmti- legast að sauma fyrir sýningar, þ.e. eitthvað sem þarfekki endilega að fún- kera sem flík."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.