Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Sport 0V Ekki með landsliðið í aukavinnu Liechtensteinar hafa aðeins unnið einn landsleik af síðustu 33 og enduðu í neðsta sæti 7. riðils undankeppni Evrópu- keppninnar í knattspyrnu með markatöluna 2-22 en þjálfari liðsins, Walter Hormann, fær þó ekki að *£ taka landsliðsþjálfarastarfíð í aukavinnu. Hormann hefur tekið við austurríska liðinu SV Salzburg en Knattspyrnusamband Liechtensteina vill ekki leyfa honum að sinna báðum þessum störfum, þó svo að Hormann hafi þjálfað aðal félagslið landsins, FC Vaduz, með landsliðinu. "Hann fær ekki að sinna báðum þessum störfum," sagði Roland Ospelt, formáður sambandsins. Deisler berst við þunglyndi Þýski landsliðsmaðurinn Sebastian Deisler, sem leikur með Bayern Miinchen, mun ekki leika ■- með liðinu fyrr en eftir áramót þar sem kappinn hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna þung- lyndis. Fréttir af þessu birtust í þýskum blöðum í gærmorgun og Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Múnchen, staðfesti það seinna í gær að Deisler yrði ekki meira með liðinu á þessu ári. „Við vonuðumst til þess að frábær frammistaða hans undanfarið myndi koma honum í gegnum þessa erfiðleika en því miður varð það ekki raunin," sagði Hitzfeld. Deisler hefur átt við erfið meiðsl að stríða að undanförnu og það, ásamt áhyggjum af heilsu ófrískrar konu hans, er víst ástæða þess að hann hefur glímt við þunglyndi. Fjögurfengu - styrkfráÍBR ÍBR úthlutaði styrkjum til íjögurra íþróttamanna í gær en allir eiga þeir það sameiginleg að stefna að því að komast á ólympíu- leikana í Aþenu á næsta ári. Þau sem fengu styrk voru v Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi, sem þegar hefur tryggt sér þátttöku á leikunum, Bjarni Skúlason, júdómaður úr júdódeild Ármanns, Ragna Ingólfsdóttir, badminton- kona úr TBR, og Sara Jónsdóttir, badmintonkona úr TBR, sem öll eiga góða möguleika á að komast á leikana. Stuðningurinn verður í formi mánaðar- legra greiðslna ásamt upphafsgreiðslu: Öll fá þau 100.000 kr. upphafsstyrk og síðan 35.000 mánaðarlega en sú upphæð hækkar í * 50.000 þegar ÓL þátttaka er tryggð. Carmelo Anthony, nýliði Denver Nuggets, hefur byrjað tímabilið frábærlega í NBA-deildinr „Það eru allir að tala um hann á meðan ég get einbeitt mér að því að spila. Ég er ekki að segja að hann geti ekki einbeitt sér að því að spila körfu- Nýliðinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets í NBA- deildinni hefur byrjað tímabilið frábærlega. Anthony hefur þó fallið í skuggann af öðrum nýliða, LeBron James hjá Cleveland Cavaliers, enda LeBron einn umtalaðasti nýliði síðari tíma. Anthony var valinn þriðji í nýliðavalinu í sumar á eftir LeBron James og Júgóslavanum Darko Milicic og ljóst er að hann hefur burði til að verða einn af betri leikmönnum deildarinnar á komandi árum. Einvígi næstu ára Margir vonast tilþess að baráttan á milli Carmelo Anthony og LeBron James á næstu árum verði eins og einvígið milli MagicJohnson og Larry Bird á níunda áratugnum. Flest stig að meðaltali LeBron James, Cleveland 17,5 Carmelo Anthony, Denver 16,7 Jarvis Hayes, Washington 13,6 Dwayne Wade, Miami 13,0 Chris Bosh,Toronto 9,5 Flest fráköst að meðaltali Udonis Haslem, Miami 8,4 Carmelo Anthony, Denver 7,0 LeBron James, Cleveland 6,5 Keith Bogans, Orlando 5,7 Chris Bosh,Toronto 5,2 Flestar stoðsend. að meðaltali LeBron James, Cleveland 6,7 T.J. Ford, Milwaukee 6,0 Kirk Hinrich, Chicago 4,1 Dwayne Wade, Miami 4,1 Raul Lopez, Utah 3,5 Hæsta framlag til síns liðs: LeBron James, Cleveland 18,83 Udonis Haslem, Miami 13,67 Jarvis Hayes, Washington 12,36 Carmelo Anthony, Denver 12,27 Chris Bosh, Toronto 12,00 Flestar mínútur að meðaltali LeBron James, Cleveland 40,8 Jarvis Hayes, Washington 38,2 Carmelo Anthony, Denver 34,3 Dwayne Wade, Miami 34,1 Udonis Haslem 31,4 bolta en mér líður betur svona. Ég hefengan áhuga á því að vera í hans sporum. Hann er frábær leikmaður en það hentar mér betur að fá að vera í friði og spila bara körfubolta." I venjulegu árferði, þar sem nýliðavalið hefði verið venjulegt, er ljóst að nýliðinn Carmelo Anthony, sem kom frá Syracuse-háskólanum, hefði vakið meiri athygli heldur en hann hefur gert til þessa í NBA- deildinni. Anthony hefur byrjað frábærlega með Denver Nuggets en vegna þess að annar nýliði, LeBron James, kom inn í deildina á sama tíma hefur Ant-hony fengið að vera í friði. LeBron James hefur fengið athygli sem jafnast á við heilt nýliðaval en það er ekki að sjá að Anthony sé ósáttur við það. Hann hefur fengið ijölmargar spurningar um LeBron og hvernig það sé að vera nýliði á sama tíma og hann en það er ekki annað að heyra en að Anthony sé sáttur við að vera í skugganum af LeBron. „Það er gott að hafa hann í deildinni. Mér finnst það betra heldur en ef hann væri ekki því þá væri öll athyglin á mér. Allra augu myndu beinast að mér en eins og staðan er núna get ég bara slappað NÝLIÐAR í NBA-DEILDINNI «T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.