Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 15 1 DV Fréttir Miðlungsmaður nær metorðum Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðar- banka, er yngsta barn Þórunnar Sigurðardóttur húsmóður og Einars Ágústssonar, sem var utanríkisráðherra fyrir Framsókn- arflokkinn á áttunda áratugnum. Hann fæddist árið 1960 í Reykjavík og útskrifaðist úr MH 1980. Þá lá leið hans til Dan- merkur þar sem hann starfaði hjá Den danske bank og stund- aði jafnframt nám við Kaupmannahafnarháskóla. Sigurði erlýst sem Ijúfum og þægilegum manni. Hann er ró- legur og jafnvel hlédrægur. Félagi hans í skóla sagði hann hafa átt það til að vera þykkur og þungur í skapi. Hann fékk miðl- ungseinkunnir í skóla og lítið bar á honum. Hins vegar er hann sagður gífurlega duglegur. Haft er á orði um Sigurð að hann komist þótt hægt fari. Þrátt fyrir miðlungsgengi í skóla komst hann áfram á eigin verðleik- um, að mati félaga sinna. Sigurður stundaði handbolta með Fram og þótti bæði þéttur í vexti og sterkur, og þótti leikstíll hans lýsandi fyrir hann sjálfan. Sigurður mótaðist mikið af föður sínum, ekki síst í pólitísku samhengi. I MH kom fram í hugmyndafræði hans að hann var úr umhverfi samvinnufélagslegra skoðana. Ágætlega er látið af samstarfi við Sigurð. Opið aðgengi er að skrifstofu hans. Hann virkar þó kafdur í samsíciptum, en líklegt er talið að hann sé iðulega þungt hugsi. Sigurður Einarsson Milljónamaður i Kaup- þingi Búnaðarbanka var lítt áberandi i skóla. Mamma segir „Hann var meoalmaour i nami, og bæði hlerdrægur og kurteis," segir Þórunn Sigurðar dóttir, móðir Sigurðar Einarssonar, bankastjóra Búnaðarbankans-Kaupþings, um son sinn ungan. Hún varð ekki vör við mikið peningavit hjá honum í æsku, en segir hann hafa verið afskaplega Ijúfan dreng. Þórunn segir son sinn vera hvers manns hugljúfa og lítið gefinn fyrir glamúr. „Hann á ósköp venjulegt heimili og er lítið fyrir íburð. Þau hjónin bjóða mér reglulega heim og ég þeim." Bifreið Sigurðar Stjórnarformaðurinn keyrir um á Benz afM-linunni sem kost- ar frá 5,5 upp í 9,4 milljónir króna. Bankastjórnendur hafna kaupréttarsamningi sem hefði getað veitt þeim hagnað upp á hundruðir milljóna króna. Ráðherrar, almenningur og biskupinn fordæmdu samning- inn. Forsætisráðherra sagði að bankinn ætti að losa sig við svo dómgreindarlausa stjórnendur og tæmdi reikning sinn hjá bankanum. Stjórnarformaður bankans segir að ráðherrar hafi kynt undir múgsefjun og segir ummæli þeirra hneyksli. og tók út þann pening sem hann átti þar inni. „Það gerði ég bara sem einstaklingur. Þetta er ekki há up- hæð hjá mér, en það er bara sym- bólskt. Ég fékk þetta bara í vasann, þetta var ekki stórt, 530 þúsund krónur. Þegar forsætisráðherra var spurður hvort það væru ekki máls- bætur að bankinn væri fyrirtæki í al- þjóðlegri samkeppni þar sem aðrar reglur giltu um launakjör en á ís- Davíð segist hættur í viðskiptum við Kaupþing Búnaðarbanka. Fréttir um að þeir hætti við kvisast út. & landi. „Það er bara afsökun sem engu tali tekur. Það eru fleiri íslensk íyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni án þess að svona samningar séu gerðir. Þannig að ég blæs á það," segir Dav- íð. Hann sagðist vonast til þess að bankinn hreinsaði til hjá sér. Hann sagði að bankinn hlyti að vilja hafa „þá menn í forsvari sem hafi sæmi- lega dómgreind til að stýra þessum stóru bönkum." „Ég bara vænti þess að bankinn sjái til þess að þessi stofnun geti haft eitthvert traust. Hún hefur það ekki í augnablikinu, sagði Davíð í gær. Hann sagði það blasa við að það myndi ekki gerast nema Hreiðari og Sigurði yrði vikið úr starfi. Engin auðæfi í hendi Sigurður segir að ráðherrarnir hafi talað um málið af mikilli van- þekkingu. „Ég og Hreiðar vorum með samninga við bankann fyrir sameininguna og eftir sameining- una við Búnaðarbankann var sett niður launanefnd í stjórn bankans eins og öll vel rekin fýrirtæki hafa. Þeirri nefnd er falið að semja um kaup og kjör. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að samningurinn sem við vorum með við Kaupþing sé barn síns tímá og hentugra sé að tengja hagsmuni stjórnenda bank- ans sem mest við kjör hluthafanna," segir hann. Hann segir alveg ljóst að hagsmunir hluthafa og stjórnenda fari alltaf saman. Sigurður segir að samningurinn hafi ekki skilað neinum auðæfum. „Það er aðalmálið að gamli samn- ingurinn okkar er látinn falla úr gildi 30. júní og ákveðið að nýr samning- ur taki gildi þá og að bréfin taki gildi miðað við það gengi. Síðan gerist það að bréfin hækka svona mikið og það veldur því að hugsanlega er kominn einhver hagnaður í þennan samning en það er ekki víst þar sem við getum ekki nýtt hann fyrr en eft- ir fimm ár og það veit enginn hvern- ig gengið mun þróast. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í tuttugu og fjögur ár og ég treysti mér ekki ennþá til að segja fyrir um það hver upphæð á hluta- bréfaverði verði að ári liðnu, hvað þá eftir tvö, þrjú eða fimm ár. Það er ljóst að þessi samningur hefði enn frekar hvatt okkur til að reka bankann enn betur til þess að sjá hann vaxa enn frekar." Hann segir upphæðirnar sem um hafi verið að ræða ekki vera við- líka og þær upphæðir sem menn hafi fengið í útlöndum. „Þetta er ekki sambærilegt við það sem gerist í útlöndum, ég ætla að biðja menn um að bera saman epli og epli í þessu efni, ekki epli og banana," segir Sigurður. Siðlaus græðgi Verkalýðsfélögin kepptust við að fordæma kaupaukana í gær, og sendu frá sér harðorðar yfirlýsingar. Starfsgreinasambandið sagði þá móðgun við neytendur, og hvatti aðildarfélög sín og lífeyrissjóði til að endurskoða viðskipti sín við Kaup- þing Búnaðarbanka. Alþýðusam- bandið sagði þessar gríðarháu upp- hæðir sýna fáheyrt siðleysi, dóm- greindarleysi og græðgi. „Það breyt- ir engu þó þeir hafi hætt við,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. „Vissulega er fólgin í því málsbót, en gjörningurinn er til staðar, í honum er fólgið siðleysi og græðgi þrátt fyr- ir að hann hafi verið afturkallaður. Ég get ekki séð sérstaka ástæðu til þess að tryggja að menn sem hafa milljónatugi í árslaun, hætti ekki störfum, eins sagt er að liggi að baki. Almennir starfsmenn og viðskipta- vinir hljóta að krefjast þess að fá sambærileg kjör. Það verður for- vitnilegt að fylgjast með endurnýj- un kjarasamninga og þeim vaxta- lækkunum og lækkunum á þjón- ustugjöldum sem hljóta að fylgja í kjölfarið á þessum gjörningi". kgb@dv.is brynja@dv.is Græðgin er óseðjandi púki „Það virðist sem græðgin ráði för, og hún er óseðjandi púki," segir Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, um kaupréttar- samninga for- stjóra og stjórn- arformanns Kaupþings Búnaðarbanka. „Mér finnst sem þetta taki út yfir allan þjófabálk. Þetta er það sem við höf- urn verið að horfa á í okkar þjóðfé- lagi í vaxandi mæli. Almeningur skilur þetta ekki - skilur ekki að hægt sé að fara svona með fjármuni okkar, í nafni hins frjálsa markaðar og einkavæðingar." Biskup segist telja þörf á að setja leikreglur um hluti sem þessa. „Maður hefði hald- ið að það væru leikreglur í samfé- laginu sem næðu yfir þetta. Fyrst svo er ekki, er svo sannarlega þörf á að setjaþær". Misboðið „Mér er mis- boðið," segir Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins unt kaupréttar- samninga Sig- urðar og Hreið- ars. „Þetta er ekki í nokkru samræmi við það sem við íslendingar erum vanir." Hann segir að það hafi verið rætt um að setja reglur til að hindra samninga- gerð af þessu tagi „því þetta mis- býður réttlætiskennd almennings og veikir traust á stofnunum." Hann segir samningana einungis nýjasta dæmið en fleiri dæmi finn- ist í öðrum bönkum og fyrirtækjum. „Viðskiptaráðherra hefur talað um að það þurfi að styrkja eftirlit Fjár- málaeftirlitsins og Samkeppnis- stofnunar og það hefur verið vakin athygli í því að það þurfi að setja ákvæði um kaupréttarsamninga í hlutafélagalög." Hann segir nauð- synlegt að setja reglur um ákvörðun launa forstjóra fyrirtækja í samræmi við þá umræðu sem fer fram í Evr- ópu og í Bandaríkjunum. Spurður hvort hann ætli að draga viðskipti ffá Kaupþingi Bún- aðarbanka, segir Halldór að hann sé ekki viss um að málum sé mikið betur háttað hjá öðrum bönkum. Glöð að þeir hættu við „Ég gleðst mjög yfir því að þeir hafi tekið þá ákvörðun að hætta við þessi áform sín, sem voru úr takti við þetta samfélag", segir Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráð- herra. „En það breytir því ekki að það þarf að setja skýr lög um þetta. Við ákváðum í strax í gærkvöldi hér í ráðuneytinu að fara yfir hvernig skuli standa að ákvörðun launa hjá stjórnendum stórra fyrirtækja. Það er einnig mikilvægt að athuga lagaumhverfi kaupréttarsamninga, til dæmis hvort það er eðlilegt að gera slíka samninga undir markaðs- gengi og eins hvort setja eigi ákvæði um kaupréttarsamninga í hlutafé- lagalögin sjálf. Þessi vinna á fullan rétt á sér þrátt fyrir að forstjóri og stjórnarformaður Kaupþings Bún- aðarbanka hafi hætt við að nýta sér ákvæði kaupréttarsamnings síns. Það er ekki ólíklegt að það sé að vænta frumvarps um þessi mál, enda þarf að kveða skýrar á í lögum um þetta. Atburðir síðustu daga gefa okkur fullt tilefni til þess að vinna hratt í því".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.