Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 16
^ffl 16 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Ennþá bundinn Arnar Dór Hannesson, sem rekinn var úr Idol- keppninni, söng fyrir fjöl- menni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vikunni. Vík- urfréttir greina frá því að Arn- ar Dór hafi tekið lagið „The wonder ofyou"í hljóðveri, en lagið má ekki spila á út- varpsstöðvum fyrr en í mars á næsta ári. Forsvars- menn Idol segja þetta gert til að þeir keppendur sem detta út séu ekki að trufla aðalkeppnina. Vín í jólaþorpi Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt umsókn um vínveitingaleyfi vegna þátttöku veitingamanns eins í fyrirhuguðu jólaþorpi Hafnfirðinga. Hefjast á handa eftir helg- ina við að reisa jólaþorpið sem á að standa á Thorsplani og kemur innflutt í heilu lagi frá Þýskalandi. Vínveitinga- leyfið á að gilda frá 29. nóv- ember og út Þorláksmessu. Miðað er við að bjór og létt vín verði til sölu á afmörk- uðu svæði í jólaþorpinu, salan hefjist klukkan tólf um helgar og fylgi almenn: um opnunartíma verslana á aðventunni. Seinfær börn út úr skólan- um Formaður Skólastjórafé- lags Danmerkur vill seinfær börn út úr grunnskólanum, auk erfiðra og órólegra nemenda, að því er fram kemur á ís- lenska menntanet- inu. íhverj- um bekk eru að sögn for- mannsins einn eða tveir nemendur sem spilla kennslunni og eiga ekki heima í grunnskólanum. Sömuleiðis telur hann að ofdekruð börn, tvítyngd börn, sem tala mjög litla dönsku, og yfirburðagáfuð börn eigi ekki að vera í grunnskólanum. Runólfur Agústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað Ijómandi gott, þakka þér fyrir," segir Runólfur Ágústsson, skólastjóri Við- skiptaháskólans á Bifröst í Borgarfírði. „Það er einkar gott tíðarfar og aldrei sem nú gott að búa í Norðurárdalnum. Þá gengur skólastarfhjá okkur sér- staklega vel um þessar mundir. Jafnframt eru horfur í efna- hagsmálum þjóðarinnar mjög góðar og þá fara fjólskyldurnar útað Versla, svoseml Kringl- una þar sem ég stend fþessum töluðum orðum." Ágreiningur sem kraumað hefur undir yfirborði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er aftur kominn upp á yfirborðið í kjölfar afsagnar formannsins. í sumarbyrjun 2001 fór allt i háaloft vegna Portúgalsferðar sem nefndin greiddi fyrir ötulustu sjálfboðaliðana Hjálparstarf í hreinsunareldi Átök hafa verið í Mæðrastyrksnefnd Reykjavík- ur allt frá vori 2001 að uppskátt varð um alræmda lystireisu nefndarkvenna til Portúgals á kostnað nefndarinnar. Mikil fjölmiðlaumfjóllun varð um þessa Portú- galsferð. Fullyrt var í DV í byrjun júní 2001 að Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formaður Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur, hefði orðið tvfsaga vegna málsins: „Hún hélt því staðfastlega fram í fjöl- miðlum að nefndarmenn hefðu um árabil farið í skemmtiferðir innanlands á kostnað nefndarinn- ar. Þessu hafa aðrir nefndarmenn mótmælt sem staðlausum stöfum," sagði í DV Skiptar skoðanir voru um það í samfélaginu hvort siðlegt hefði verið af meðlimum Mæðra- styrksnefndar að nota söfnunarfé f Portúgalsferð- Umbun erfiðisins „Konurnar sem starfa hjá Mæðrastyrksnefhd hafa af fórnfýsi og ósérhlífni lagt á sig ómælt starf í áranna rás," var haft eftir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, í DV. Júlíus, þá starfsmaður Ingvars Helgasonar hf. sem um árabil hafði fært Mæðrastyrksnefnd gjafir, bætti við að eðlilegt væri að fyrir störf af þessum toga væri umbunað með einhverjum hætti. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar, sagði við DV þann 25. maí 2001 að enginn efaðist um mikið og óeigingjarnt starf kvenna í Mæðrastyrknefnd. „Það er ósköp óheppilegt að þetta hafi gerst á þennan hátt," sagði hann um Portúgalsferðina. Endurgreiddi og héit formennsku „Formaðurinn þarf að víkja ef þetta á ekki að eyðileggja nefndina alveg. Þetta er afar sorglegt og öll þessi umfjöllun fer illa með nefndina," segir Ingibjörg Snæbjarnardóttir, fyrrverandi varafor- maður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, í viðtali við DV í byrjun júní 2001. Nokkrum dögum eftir viðtalið við varafor- manninn fyrrverandi var ákveðið á framhalds- aðalfundi Mæðrastyrksnefndar að Ásgerður myndi sitja áfram í formannsstólnum. Portúgals- peningum yrði skilað: „Nefndarmenn voru sammála um að í ljósi þeirrar miklu og neikvæðu umræðu sem orðið hefði um nefndina væri rétt að endurgreiða ferð- ina að fullu. Þær sem í ferðina fóru samþykktu að endurgreiða sinn hlut," sagði í DV eftir fundinn. Gjöfunum rigndi inn Nokkur ró færðist yfir Mæðrastyrksnefnd eftir þetta. Undir lok ársins 2001 birti verulega til. Ás- gerður Jóna skýrði frá því að gjafir og styrkir streymdu inn sem aldrei fyrr. Frystikistan var fyllt af ís, flugeldapakkar voru gefnir, sömuleiðis þrjú bretti af kexi, 300 kjötlæri auk jólapakka frá al- menningi, tölvubúnaðar og nettengingar. Stjóm Velferðarsjóðs barna gaf Mæðrastyrksnefnd tvær milljónir króna - svo eitthvað sé nefnt. En óánægjan hefur kraumað undir niðri. Sér- staklega virðast formenn kvenfélaganna átta sem standa að Mæðrastyrksnefnd haft horn í síðu Ás- gerðar. Samkvæmt heimildum DV var Ásgerði í fyrra sagt að hún yrði að vera horfin úr formannsstóln- um fyrir aðalfund sem haldinn yrði í vetrarlok 2004. Ljóst hafi þó orðið í vor að hún yrði látin víkja fyrr, enda hefði hún algerlega stýrt starfi Mæðrastyrksnefndar án þess að ráðfæra sig við aðildarfélögin. nefndin skuli hafa varið opinberum styrkjum, sem sótt var um til rekstrar nefndarinnar, til bókaskrifa um sögu nefndarinnar. Helsta áhyggjuefni núveraridi valdhafa í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur er þó söfnunar- átakið Betri heimur sem byggist á sölu samnefnds geisladisks. Eins og komið hefur fram þykja nefndarkonum fjármál þessarar söfnunar vera afar óljós. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur tók til starfa fyrir 75 árum. gar@óv.is Uradoil, (.rtalag Mt&rMiyrkmef.ntar tíl ftmug»l«: Formaður með ný samtök Kaflaskipti urðu í átökunum í byrjun þessa mánaðar er Ásgerður Jóna Flosa- dóttir sagði af sér embættinu. Ásgerður hafði þá áður stofnað sín eigin samtök, Fjölskylduhjálp Islands, sem hún segir munu starfa á landsvísu. Ásgerður Jóna hvarf af vettvangi Mæðrastyrksnefndar aðeins þremur dögum fyrir boðaðan aukaaðalfund þar sem átta aðildarfélög sem eru bak- hjarlar nefndarinnar hugðust víkja henni úr starfinu. Þær konur sem tekið hafa við stjórn Mæðrastyrksnefndar segjast hafa, á þeim vikum sem liðnar eru frá brott- hvarfi Ásgerðar, reynt að gera sér grein fyrir rekstri og stöðu nefndarinnar. Heilabrot um Betri heim Sjálf segir Ásgerður fjármálin í stakasta lagi og bókhaldið undir ná- kvæmri stjórn gjaldkera utan nefhdar- innar. Það breytir því ekki að arftakar hennar hafa eytt síðustu vikum í að klóra sér í höfðinu yfir óvenju miklum útgjöldum á fyrri hluta ársins. Einnig velta þær fyrir sér hvað orðið hafi um mikinn fatalager Mæðrastyrksnefndar. Þessar konur segjast einnig óánægðar með að Mæðrastyrks- Átakafréttir af Mæðrastyrksnefnd Hlé hefur verið Inokkur misseri á fréttum um ágreining innan Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. Þessar fréttir um umdeilda Portúgalsferð voru íDVimai ogjúníárið2001. Söfnunarfé fari til málefnisins -^K-ppiicg, „4, „d nwti „JillMnilmf, „irkj F.-.mhaWsfimd^r M*ta,ytanefn<tar beiSia mc9 e,,irv*,n,mg»: Formaðurinn þarf að viM 'v. „ttWin v«« ckki ««»*.«* «>—ndi ™«I*-»™ F«n>h!d<l«aa«lf,u,di M*S„.„yriui„ef„<iiu. Reykjav^íolS" Nefndarmenn ætla að endurgreíöa sóiarferðina «s*riw ní «*««««* wörfiM ta» ^Wrfí »•« Mfoirítttt* Cn) tií Bhrnmum wi *»rm& a* aj [ fwfi þíími aaia o» mnjr.i.iiAi ««. «e ** eatwpt'to* bfftrn aíi ftau fc*f wn t ftwfeu lúni *WBte«ra! & ....parijMaMafctiBBigg !»*«rl»íW." $mw *iawwt mm\ ***** í. ÍWwíító- fcrtrt, &s& töttsnsaCo *v vortfciiiii^kft^niet »* Míw im mrf MMItttV*. ...-,..-;. Brunavarnir í ólestri við Kárahnjúka Vatnslaust slökkvilið „Það er óhætt að segja að hægt gangi að koma brunavömum við Kárahnjúka í gott horf," segir Baldur Pálsson, slókkviliðsstjóri og eftirlits- maður eldvarna við Kárahnjúka. Hann gagnrýnir seinagang Impregilo varðandi brunavamir og telur núver- andi slökkvilið á staðnum illa búið til að takast á við eldsvoða. „Ef eldur kemur upp í dag er stað- an sú að slökkviliðið er vanbúið til að takast á við vandann. Aðgangur að nauðsynlegum búnaði er mjög tak- markaður. Slökkviliðið á staðnum, sem Impregilo hefur sjálft sett sam- an, hefur lítið getað æft sig og er auk þess ekki fullmannað. Síðast en ekki síst liggur ekki ljóst fyrir hvort að- gangur er að vatni ef á þarf að halda." Baldur vill þó taka fram að verk- takinn hafi staðið sig sæmilega, enda séu allar aðstæður á svæðinu erfiðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem op-" inber stofnun kvartar yfir seinagangi Italanna. Heilbrigðiseftirlit Austur- lands þurfti ítrekað að ýta á eftir þeim í sumar og haust til að nauðsynlegar umbætur yrðu gerðar. Aðalvinnubúðirnar við Kárahnjúka Slókkviliðið á staðnum er alls ekki reiðubúið að eiga við meiriháttar eldsvoða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.