Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Guðfaðir mafíunnar í felum Bemardo Provenzano, sem fæddist í bænum Corle- one á Ítalíu líkt og hinn frægi guðfaðir kvikmyndanna, er talinn af yfirvöldum Ítalíu vera höfuð sikileysku mafín- unnar. Þeir hafa reynt að handtaka hann f 40 ár, en aldrei komist nógu nálægt honum. „Hvers vegna hafa þeir ekki fundið Bin Laden eða Saddam, þó að það séu milljónir dollara settir til höfuðs þeim,“ segir Pietro Grasso, yfirsaksóknari á Pal- ermo á Sikiley reiðilega þeg- ar hann er spurður hvers vegna mafíósinn hafi ekki enn fundist. Nýlegasta ljós- myndin sem er til af hinum sjötuga guðföður er frá árinu 1959 og þótt að ítalska lög- reglan hafi reynt að gera sér í hugarlund hvernig hann líti út í dag með aðstoð tölvu- tækni hafa þeir í raun ekki hugmynd um það. „Hann notar ekki síma, keyrir ekki á bíl, hefur engin samskipti við fjölskylduna,“ segir sak- sóknarinn. Guðfaðirinn Eina IJósmyndin sem til er a( guðfööurnum er meira en 40 ára gömul „Venjulegur glæpamaður get- ur verið í felumí nokkra mánuði, mafíósi með réttu samböndin kannski í nokkur ár, en að vera í felumí40 ársetur hann í allt annan flokk" Provenzano fór í felur fyr- ir 40 árum síðan þegar hann var meðal grunaðra vegna morðs á öðrum mafíufor- ingja, og hefur verið dæmd- ur í sex lífstíðarfangelsi að sér fjarverandi. Talið er að hann hafi tekið við topp- stöðunni af Salvatore Riina, einnig kallaður „Skepnan," þegar sá síðarnefndi var handtekinn árið 1993 eftir að hafa skipulagt morðin á tveimur saksóknurum. En Provenzano er talinn beita * öðrum aðferðum, eins og að koma mafi'umönnum í stöð- ur innan opinberra stofnana og viðskiptalífsins. Blaða- maður La Republica, Attilio Bolzoni, segir: „Venjulegur glæpainaður getur verið í felum í nokkra mánuði, mafiósi með réttu sambönd- in kannski í nokkur ár, en að vera í felum í 40 ár setur hann í allt annan flokk." Hann telur að guðföðurnum sé leyft að ganga lausum vegna þess að hann geti haldið friðinn á Sikiley, og spyr: „Hver heldurðu að við- haldi röð og reglu í Palermo, , lögreglustjórinn?" Nýlega kom úr teiknimyndasaga byggð á atburðum úr Njáls sögu og fyrir helgi var fyrsti hluti kvikmyndar um Njálu frumsýndur. Helst aitti að kvikmynda Niálu á 20 áru M „Endar þetta ekki allt saman á því að einhver Njáll er brenndur?" sagði Halldór Laxness eitt sinn um fornbókmenntirnar. Þessi staðhæf- ing kemur upp í hugann þessa dag- ana, þar sem Brennu-Njáll tengist bæði nýútkominni teiknimynda- sögu og kvikmynd, þó að Njáll sé reyndar brenndur í hvorugu verk- inu. „Það var kominn tími á þetta," segir Ingólfur örn Björgvinsson, sem er höfundur myndasögunnar ásamt Emblu Ýr Bárudóttir. Hann hefur lengi fengist við að teikna, en þetta er fyrsta myndasagan sem kemur út eftir hann. Sagan heitir Blóðregn og fjallar um Kára Söl- mundarson, og vilja margir meina að þetta sé einhver besta teikni- myndasaga sem komið hefur út hérlendis. Ingólfur hefur hingað til starfað sem grafískur hönnuður en er nú búsettur á Spáni og er strax farinn að vinna að næsta hluta. Ráðgert er að Njálubækurnar verði alls tjórar, og mun sú næsta fjalla um Skarphéðinn. Ingólfur segir það vera tilviljun að kvikmynd byggð á Njálu sé að koma út á sama tíma, en segir hugmyndina til komna fyrir löngu síðan. „Ég las Njálu í mennta- skóla og sá þetta alltaf fyrir mér sem teiknimyndasögu eða kvikmynd." Gunnar á Hlíðarenda var mikill kappi, en ekki mikill smekkmaðurþegar kom að hattavali. Njála í Kína Björn Br. Bjarnason hefur orðið við seinni óskinni, því á föstudaginn var klukkutíma bíómynd frumsýnd sem fjallar um samskipti Gunnars við þá Skamkel og Otkel. Fyrri hlutinn er leikin heimildarmynd, en seinni hlutinn byggist upp af viðtölum og lýsir hún ekki bara Njálu heldur á margan hátt íslensku þjóðinni. Til dæmis kemur í ljós að í hetjusögum Grikkja leyfðist mönnum að grenja sem þeir nýttu sér óspart, en í íslend- ingasögunum er það harðbannað, og má velta því fyrir sér hvort meintur tilfmningakuldi norænna karlmanna enn þann dag í dag sé afleiðing af þessu. Njála er mótuð af íslensku þjóðinni á þeim tíma sem hún var skrifuð, en hefur ef til vill sumpart átt þátt í að móta hana síðan. Mennta- skólanemar þurfa nú eins og fyrr að rogast með bókina á bakinu í heila önn og hafa því kannski blendnar til- finningar til hennar í fyrstu, en las Birgir hana í menntaskóla? „Já, ég las hana þá og hafði gaman af og ég hef lesið hana nokkrum sinnum síðan. Þegar ég og konan mín, Hrefna, vor- um á ferðalagi um Kína fyrir 15 árum síðan lásum við upp úr Njálu fyrir hvort annað á kvöldin. Það var svo fyrir fjórum árum sem að við byrjuð- um að vinna handrit að myndinni. En ég hugsa fyrst og fremst um Njálu sem skemmtilega lesningu." Njála brennd Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sagan er kvikmynduð, en þetta er þó í fyrsta sinn sem leikin mynd er gerð um Njálu, því lítið fór fyrir persónum og söguþræði í mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, „Brennu-Njáls Saga." í henni var farin sú leið að brenna bókina frek- ar en Njál sjálfan, og urðu þeir fyrir sárum vonbrigðum sem höfðu komið til að sjá Njál brenndan. Friðrik Þór gerði myndina í mót- mælaskyni við hvað hann hafði fengið lítinn styrk til gerðarinnar, hann hafi rétt dugað til að kvik- mynda bókina brenna, en Birni hefur nú loks tekist að festa Njál á filmu og það er Ingvar Sigurðsson sem fer með hlutverk hans. Hilmir Snær Guðnason leikur svo Gunnar á Hlíðarenda, en er ekki mikil ábyrgð sem fylgir því að kvikmynda svona verk og að fjalla um jafn víð- frægar hetjur? „Helst ætti að kvikmynda söguna á svona 20 ára fresti. Það hefði í dag verið gaman að eiga Njálu eins og menn sáu hana 1930, 1950, 1970 og svo framvegis. Ég get ekki séð annað en að það sé hollt og gott að nýta arf- inn og vinna með hann," segir Björn, en næsta verkefni hans eru þættirnir Dópstríðið, sem sýndir verða í Sjónvarpinu eftir áramót og fjalla um fíkniefnaheim íslands. Eastwood sýnir tilþrif Sambíóin/Háskólabíó Mystic River ★ ★★ Strákarnir Dave, Jimmy og Sean alast upp í fátæku hverfi í Boston og leika sér saman öllum daga. Einn dag- inn er Dave rænt af tveimur mönnum og halda þeir hon- um föngnum í fjóra daga áður en honum tekst að sleppa og er sálarlíf hans í varanlegu ólagi það sem eftir er. Eftir þetta skilja leiðir milli æskuvinanna þang- að til þeir neyðast til að sameinast aftur 25 árum síðar þegar 19 ára gömul dóttir Jimmy er myrt. Þá er Jimmy (Sean Penn) orðinn búðareigandi, Dave (Tim Robbins) er sjúklingur en Sean er orðinn lögreglumaður og er honum falið að rannsaka málið ásamt félaga sínum Whitey (Laurence Fis- hburne.) Upphefst þá mikil flækja sem virðist ekki ætla að sjá fyrir endann á... Sean Penn kemst í feitt í þessari mynd og nýtir sér það eftir fremsta megni; það er mikill grátur og gnístran tanna þegar hlutverk Jimmy’s er annars vegar og hann skilar persónunni á sannfærandi hátt. Tim Robbins fer einnig á kostum sem hinn taugabilaði Dave og er mjög tragískur, en Kevin Bacon fær því miður beinið með minnsta kjötinu. Þótt karakter Seans eigi vissulega að vera bældur og lokaður þá verður það til þess að hann skilur minnst eftir sig. Á meðan Jimmy og Dave fá báðir góða úttekt sem ljáir þeim meiri dýpt og aukna samúð áhorfandans, þá er persóna Seans mjög bundin við það að hann er lögga og ólíkt félögum hans er forsaga hans aldrei rifjuð upp. Því er hálf erfitt að finna til með hon- um í liliðarsögunni um hjúskaparerfiðleika hans. Sömuleiðis er Whitey, persóna Laurence Fis- hburne, sviplaus karakter og ómerkilegur þrátt fyrir mikla rannsóknarhæfileika. Þá eru ónefndar konurnar sem eru í burðarhlutverkum; Laura Linney er á tjaldinu í samtals tæpan stundarfjórð- ung en nær virkilega vel að stimpla hálf-óhugnar- lega mynd af Annabeth, eiginkonu Jimmy’s. Sterk og lúmskt frek kona sem vill hafa sitt á hreinu, sama hvað það kostar. Þá stelur Marcia Gay Harden senunni sem eiginkona Daves, Celeste, og á lang sorglegasta atriðið í allri myndinni... Myndin heldur hægum en jöfnum hraða sín- um alveg fram í bláendann en hann virkaði dálít- ið ruglingslega á mig. Þegar þar er komið við sögu hefur gátan þegar verið leyst og mál tU komið að myndinni ljúki, en þess í stað eru eftir fimm auka- mínútur sem gerast í skrúðgöngu og skila þær pælingar sér ekki alveg nógu vel. Ég skýt helst á að þar hafi verið á ferðinni eitthvað sem var útskýrt nánar í bókinni og án þessa atriðis hefði endirinn sómað sér talsvert betur. Eastwood stýrir sínu fleyi hægt og örugglega. Hófleg kvikmyndataka, lítið af stælum en jafn- framt lítið af gæsahúð. GuUinn meðalvegur. Án efa hans besta mynd í langan tíma. Ari Eldjárn er ánægöur með Clint Eastwood Ari Eldjárn er ánægöur með Clint Eastwood Kvikmyndagagnrýni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.