Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Gísli í beinni Gísli Marteinn Baldurs- son verður í fyrsta sinn með sjónvarpsþátt sinn í beinni út- sendingu í kvöld í tilefni af 20 ára af- mæli Rásar 2. Mikið verður um dýrðir í út- varpshúsinu í Efstaleiti af þessu tilefni og slegið upp veislu. Verða bornar fram veit- ingar og landsmenn allir hvattir til að mæta, enda ROdsútvarpið útvarp allra landsmanna. Veisl- an hefst klukkan 19.00. Jólasaltfiskur Saltfisksetur fslands í Grindavík býður upp á jólahlað- borð í desem- ber. Er það með óhefð- bundnum hætti því á borðum verður saltfisk- ur - eins og gefur að skilja. Fallegt útsýni er yfir höfnina í Grindavík úr Saltfisksetrinu og eyk- ur það á matarlystina og bætir jafnvel melting- una. Staðurinn rúmar 80-100 manns í sæti. Fjaðrir annarra Fjöldi fslenskra lista- manna er staddur í Kaupmannahöfn í dag við vígslu Norður- bryggju- hússins sem meðal ann- arsáað hýsa ís- lenska sendiráðið f borginni. Fyrsti dagur vfgslunnar er í dag og er búist við að söngkona Eyvör Páls- dóttir eigi eftir að skyggja á aðrar uppá- komur í byggingunni. Þótt Eyvör sé búsett hér á landi kemur hún fram í Norðurbryggjuhúsinu fyrir hönd Færeyinga og undir þeirra flaggi. Konur í Jónshúsi Kvenna- kór Kaup- manna- hafnar ætlar að syngjaí Jónshúsi í Kaup- mannahöfn á morgun klukkan 14.00. Samhliða verður messukaffi kórs- ins og boðið upp á jólaglögg og eplaskífur gegn vægu gjaldi. Ristruflanir aldamótakynslóðarinnar egar við stigum inn í nýtt árþúsund fýr- ir þremur árum trúði ég öllu þessu bulli um að við, kynslóðin mín, værum að erfa ísland. Að komnir væru nýir tímar. Breyttir tímar með nýrri, ferskari og betri áherslum. Hér átti auðvitað allt að vera vað- andi í seðlum um ókomin ár og ég skrifaði greinar undir yfirskriftinni Rís þú unga ís- lands merki í DV Fókus. Þeh sem komu fram í þessari grein, sem og öðrum slíkum, eru flesúr famir á hausinn, bíða dóms eða hafa dregið sig í hlé. Fyrir utan örfáa bankamenn sem getið var neðan- máls. Þar ber auðvitað hæst Hreiðar Má, manninn sem skilaði hundruðum milljóna á dögunum. Annars trúði maður því þá, þarna rétt fyrir aldamót, að Baldur Stefánsson væri svo at- orkusamur að Gus Gus yrði jafn stór og U2 og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður skyggði á Gucci innan örfárra ára og Eyþór Arnalds yrði stjórnarformaður íslands og Árni Þór og Kristján Ra eigendur Stöðvar 2 í stað þess að bíða dóms og Gísli Marteinn borgarstjóri árið 2003 og ég trúði því jafnvel að Skítamórall myndi gera góða hluú í fram- tíðinni í stað þess að mæta með kombakk fyrir þrítugt. Hljómar auðvitað eins og ég hafi verið á lyfjum en það var góðæri og við vorum eiginlega öll svona kjánaleg í hugsun. Það var eitthvað að þessu góðæri. Maður lét auðveldlega blekkjast og ég sá framúð minn- ar kynslóðar í hillingum. Líka vegna þess að kynslóðimar á milli aldamótakynslóðarinnar minnar og '68 kýnslóðarinnar em svoddan lufsur. Fimmtugh karlar á borð við Mörð Ámason og Jakob Frfmann Magnússon vom ungh stjómmálamenn í kringum aldamótin. Aðeins örfáum ámm yngri en hin svokallaða hippakynslóð en samt úúaðh ungpólitíkusar. Það var eitthvað að og er enn. Eiginlega meha í dag en þá. Bara eins og við séum búin að tapa. Unga fólkinu sem tókst að troða sér inn á þing í sfðustu kosningum setur ekki svip sinn á það. Sem er kannski fullkomlega skiljan- legt. Hver sem er getur sett sig í spor þehra og ímyndað sér að sitja þarna í leðurstól og hlusta á tuðið í freku kynslóðinni. Líta svo á skrifborðið og sjá bunka af leiðinlegum og þurrum niðurstöðum úr alls konar rann- sóknum sem virðast ekki þjóna neinum öðr- um tilgangi en að skapa atvinnu. Og þetta eiga þau eftir að lesa. Þurfa að taka bunkann með sér heim og þykjast skilja allt þetta bull í mötuneyú Alþingis síðar um daginn. Er nema von að fólk nenni hreinlega ekki að fullorðnast? Rís þú'unga Islands meFki '•»**{ vf 't Okkur ber samt skylda til þess að láta ekki gjaldþrotin öll, andleg og fjárhagsleg, berja okkur niður í að verða eins og þessi millikyn- slóð sem situr uppi með þær minningar að hafa verið kynslóðin sem gerði aldrei neitt. Sagði líúð og skildi ekkert efúr sig. Og skilj- anlega, því kynslóðin sem er við völd er svo hrokafull að hún telur resúna af mannkyn- inu annað hvort vera með sér í liði eða á móú. Og persónulega er ég á móú. Vegna þess að þá eygjum við von um að eitthvað breyúst sem er nauðsyn því framtíðin er ekki björt ef fer sem horfh. Þá mun Halldór bara taka við af Davíð, Ingibjörg taka við af Hall- dóri, Steingrímur J. af Ingibjörgu og svo koll af kolli þar til við munum ekki lengur að það voru bömin sem erfa áttu landið. Mikael Torfason Við vissum ekki hvort við áttum að hlæja eða gráta þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók við hátíðlega athöfn á móú fyrsta eintakinu af einhverri hundabók sem kom út í gær og hann fékk afhent í Húsdýragarðin- um. Þar hóð upp Dóberman- hundur sem heilsaði Guðna vhðu- lega um leið og hann tók við bók- inni og síðan fluttí Guðni ávarp og heldur fjálglegt, heyrðist okkur. Þar lýsti Guðni því meðal annars yfir að hann teldi sig þaðan í frá vera „hundamálaráðherra íslands". Gott og vel. Víð skulum kalla Guöna héðan í frá hundamálaráð- herra íslands. Fyrst hann vill það sjálfur. Við skulum meira að segja reyna að stilla okkur um alla þá fimmaurabrandara sem þessi nýja nafnbót Guðna Ágústssonar kallar þó beinlínis á; fara íhundana, ogþað allt. Við skulum umgangast þennan nýja titil Guðna af stakri virðingu og ekki gera gys að. Á hinn bóginn viðurkennum við að óneitanlega kvíðum við því örlítið þegar við þurfum að ciga samskipti til erlenda kollega. Þótt Island sé ekki á hverjum degi í fréttum erlendra fjölmiðla, þá kemur þó fyrir að út- lenskir blaða- og fréttamenn fyllast áhuga á íslandi ogleita frétta héðan. Og þá þurfum við stundum að vera milligöngumenn og senda hinum útlendu kollegum upplýsingar um íslensk málefni. Og hugsið ykkur til dæmis hversu ambögulegt það yrði efrlkisstjóm ís- lands færi nú að drýgja einhveijar þær dáðh sem eftfrtekt myndi vekja á alþjóðavettvangi og erlendur blaðamaöur í enskumælandi landi myndi hafa samband við okkur hér á DV og biðja um upplýsingar um það hvað þeh heita, ráðherramir lmái. { Thorarensen kona hans. Þau hafa þvf ekki fengið mikinn tlma til að sóla sig á Grikklandi í þetta sinn. Allt er þetta áreiðanlega hið besta mál og við efumst ekki um að þessi miðstöð verður menningarlífi okkar og frændþjóða okkar tíl mMlar gæfu. Það er löngu alkunna að til þess að styrkja og efla menningu og mannlíf yfirleitt, þá er einmitt rétta leiðin að búa tíl nýja stofnun. Þaö eina sem kemst í hálfkvisti við það er ef stofiiuð yrði nefiid, en við efumst reyndar ekíd um að ýmsar nefndir munu starfa innan vébanda þessarar stofiiunar. Og munu margh láta að sér kveða í nefndarstörfum og margt spaklegt verður sagt Og skýrslur skrifaðar. Annars er þetta óþarfa mein- hæðnií okkur. Við efumstí rauninni ekkert um að miðstöðin muni ýmis- legt gagn gera. En það sem vakti at- hygli okkar íMogganum var sjálf fyr- irsögnin ágreininni um opnun mið- stöðvarinnar. Því hún hijóðaði svo: „Afrakstur sjö ára erfiðrar undirbún- ingsvinnu. “ Þið fyrirgefið innilega, okkar ástsálu kollegar á Morgunblaðinu, en þetta þótti okkur klén fyrirsögn. Látum vera að hún er ekki sérlega þjál, en verra þótti okkurað hún væri til marks um heldur leiðinlegar og jafnvel neikvæðar áherslur í íslenskri blaða- og fréttamennsku sem við héldum satt að segja að væri á útleið. Hún felst í því að sjá aldrei neitt nema erfíðleikana. Ef verið er að opna miðstöð sem á að verða til gagns oggamans og þykja merkileg- ast (þvíþað setja menn oftast ífýrir- sögn) að það hafí verið svolítið erfítt að koma henni á fót, þá fínnst okkur skorta nokkuð á lífsþróttinn oggleð- ina. Við erum að gera eitthvað sem á að vera skemmtilegt en sjáum bara bömmer. Þessi sama tilhneiging var mjög áberandi í sjónvarpsfréttum hérfyrir ekki löngu. Það var alveg sama við hvem var talað og um hvað, viðkom- andi var alltaf og óhjákvæmilega spurður hvort „þetta" (hvað sem er) hefði ekki verið alveg hræðilega erfítt. Ef ráðherra lagði frumvarp var hann spurður hvort það hefði ekki verið erfítt að semja það. Effyrirtæki seldi eitthvað til útlanda var það spurt hvort það væri ekki voðalega erfittað selja til útlanda. Eflistamað- ur bjó til listaverk var hann spurður hvort það hefði ekki verið erfítt að búa til listaverkið. Ef íþróttamaður vann glæsilegan sigur í grein sinni, þá varhann spurður hvort það hefði ekki verið alveg skelfílega erfítt að vinna þennan sigur. Ef kona fæddi bam var hún spurð hvort það hefði ekki ömgglega verið erfítt að fæða þetta bam. Og svo framvegis, ad infínitum! Við skulum kalla Guðna héðan í frá hundamálaráðherra íslands. Fyrst hann vill það sjálfur. stjóminni. Því þá yrðum við að sjá þeim fyrir eftírfarandi: „David Odds- son, Prime Minister - Halldor As- grimsson, Foreign Minister - Bjom Bjamason, Minister of Justíce - Val- gerdur Sverrisdottir, Minister of Commerce and Industry - Gudni Agustsson, Minister of Dogs..." Nei, vitiði, þetta gengur ekki! En fyrsthann villþetta sjálfur, þáþað... Morgunblaðið sagði í gær frá formlegri opnun á „menningar- og rannsóknarmiðstöðinni Norður- bryggju" í Kaupmannahöfn. Þar verða sendirráðsskrifstofur íslands, Færeyja og Græn- lands og um leið mun ætlunin að húsið verði eins konar miðstöð fyr- h menningarstarf- semi frá löndun- um þremur. Það var Vigdís Finn- bogadóttir sem opnaði húsiö formlega en við- stödd vom meðal annars Davíð Oddsson forsætís- ráðherra og Ástríður Fyrst og fremst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.