Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fókus DV f hita sjálfstæðisbaráttunnar gegn Dönum á 19. öld lét Jón Sigurðsson forseti svo um mælt að Jón Arason biskup á Hóium og synir hans tveir, Ari og Björn, hefðu verið „sein- ustu fslendingarnir". Hann átti við að þeir hefðu síðastir manna verið tilbúnir að gjalda fyrir andstöðu sína gegn erlendu valdi með lífi sínu, en þeir voru hálshöggnir 1550. Jón hafði allar götur síðan verið talinn í hópi svipmestu manna fslandssögunnar en varð nú eins konar tákn sjálfstæðisbaráttunnar, eins konar píslarvottur í andspyrnunni gegn Dönum. Um leið var dregið mjög úr hinum trúarlega þætti í ævi Jóns en hann var síð- asti kaþólski biskupinn á fslandi í margar aldir og með honum var kaþólskan barin nið- ur við siðaskipti. Upp á síðkastið hafa sagnfræðingar efast mjög um að rétt sé að líta á Jón biskup sem baráttumann fyrir íslensku sjálfstæði eða íslensku þjóðerni yfirleitt. f staðinn hafa menn deilt nokkuð um hvað rekið hafi hann áfram - vörn fyrir kaþólsk- una eða eigin stórbokkaskapur. Jón Arason er nú í sviðsljósinu vegna þess að einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar, Ólafur Gunnarsson, hefur skrifað skáldsögu um Jón og samtíð hans, er ber nafnið Öxin og jörðin. Ævi biskups Jón Arason (fæddur um 1483, dá- inn 1550) biskup á Hólum. Var ráðs- maður Gottskálks biskups grimma (sem Galdra-Loftur var síðar sagður hafa reynt að særa upp úr kirkjugólf- inu á Hólum. Var valinn til biskups og vígður í Noregi 1524 þrátt fyrir ákafa andstöðu ögmundar Pálsson- ar biskups í Skálholti. Þeir biskupar elduðu mjög saman grátt silfur til að byrja með - enda voru báðir ákafa- menn og miklir höfðingjar - en þeir sömdu að lokum frið sín á milli og sameinuðust í andstöðu við lútersk- una sem breiddist til íslands næstu árin og áratugina, mjög studd dönsku konungsvaldi. Gissur Einars- son varð fyrsti lúterski biskupinn í Skálholti 1540 en þótt Jón verði bisk- upsdæmi sitt á Norðurlandi hart fyr- ir ágengni lúterskra hélt hann að mestu frið við Gissur. Eftir lát Gissur- ar 1548 varð Marteinn Einarsson biskup f Skálholti og þá hóf Jón skyndilega lrarðar aðgerðir gegn lút- erskum. Tilefnið kann að hafa verið erjur sem blossuðu upp um yfirráð yfir jörðum í Bjarnarnesi við Horna- fjörð en brátt geisaði hálfgerð trúar- bragðastyrjöld á íslandi, þótt í smá- um stíl væri. Jón biskup og synir hans, Ari lögmaður og séra Björn Jónsson á Mel í Miðfirði, hnepptu Martein biskup m.a. í varðhald og lögðu Skálholt undir sig um tfma. Þeir færðust hins vegar of mildð í fang þegar þeir hugðust láta kné fylgja kviði og handsama Daða í Snóksdal, einn helsta höfðingja landsins og þeirra öflugasta and- stæðing. Eftir bardaga á Sauðafelli í Dölum voru biskup og synir hans hnepptir í varðhald og fluttir í Skál- holt af Daða og Kristjáni „skrifara", æðsta embættismanní Dana á I’s- landi. Þeir þremenningar - Marteinn biskup, Daði og Kristján - óttuðust að Norðlendingar myndu freista þess að frelsa feðgana og komust að þeirri niðurstöðu að „öxin og jörðin geymdu þá best“. Voru þeir allir höggnir 7. nóvember 1550. Jón Arason átti fylgikonu eins og títt var um kaþólska presta á íslandi á þeim tíma. Hún hét Helga Sigurðar- dóttir og fæddi honum níu börn en sex komust upp. Ari og Björn studdu föður sinn ætíð dyggilega en séra Sig- urður á Grenjaðarstað reyndi yfirleitt að miðla málum milli þeirra og lút- erskra. Dætur átti Jón tvær og var Helga á Grund kunnur skörungur. Það var hún sem sendi menn af Norðurlandi að hefna feðganna, sem endaði með að Kristján skrifari var drepinn. Píslarvætti „Ég hallast að því að Jón Arason hafi fyrst og fremst látið lífið fyrir trú sína. Ég held jafnvel að hann hafi vitandi vits stefnt að píslarvættis- dauða fyrir þá kirkju og þá kristni sem hann vissi sannasta," segir Gunnar F. Guðmundsson sagnfræð- ingur um Jón biskup. „Vissulega var Jón margbrotinn maður og áreiðanlega mjög erfitt að sundurgreina nú á dögum hvað það var sem rak hann áfram," segir Gunnar. „Hann var svo sannarlega veraldlegur stórhöfðingi og gætti vandlega hagsmuna sinna sem slík- ur. Vilborg Isleifsdóttir hefur í ný- legri bók leitt að því rök að það hafi fyrst og fremst verið þeir hagsmunir og höfðingslundin sem stjórnuðu gerðum hans. Hún hefur margt til síns máls en ég held þó að málið sé ögn flóknara. Hvort raunveruleg þjóðernistilfinning, eins og við skil- greinum það hugtak nú, átti mikinn þátt í andófi hans gegn lútersku og hinu danska er ekki gott að segja. Bæði í orðum og gerðum Jóns kem- ur oft fram að hann var stoltur af því að vera íslendingur en annars voru þjóðernisvitund og þjóðernishug- myndir þá svo ólíkar því sem við eig- um nú við með þessum orðum, að það er erfitt að tala um þetta sem sama hlutinn. Tilbúinn að láta iífið Mín niðurstaða er sú að Jón hafi umfram allt litið á sig sem biskup kristinnar kirkju - þeirrar einu réttu, að hans dómi - og verið tilbúinn að láta lífið fyrir hana. I þessu sam- bandi er oft bent á að lengi eftir að Gissur Einarsson varð fyrsti biskup lúterskra, þá var eins og Jón léti það sig litlu skipta. Honum virtist fýrst og fremst umhugað um að halda friðinn. Það hafa ýmsir túlkað þannig að trúin hafi ekki skipt hann ýkja mildu máli; meðan hann fékk að vera óáreittur hinn veraldlegi höfðingi á Norðurlandi, þá hafi honum verið meira og minna sama þótt lúterskan breiddist út á Suður- landi. Síðan, þegar Gissur dó 1548, og Marteinn Einarsson var valinn biskup lúterskra í hans stað, hafi Jón ákveðið að láta til skarar skríða þar eð Marteinn var hvergi nærri sami bógur og Gissur hafði verið. Og Jón biskup hafi gert sér vonir um að brjóta lúterskuna á bak aftur með því að sigra Martein. En ég hallast að því að þessi túlkun sé ekki alls- kostar rétt. Hér er rétt að rifja upp að Jón skrifaði páfa, sem þá var Páll 3., lík- lega árið 1548. Bréf Jóns hefur að vísu glatast en svarbréfið frá páfanum hefur varðveist og það gefur til kynna hvert erindi Jóns biskups var. Erindin voru raunar tvö. í fyrsta lagi vildi Jón fá að vita hvað hann ætti að gera við þá peninga sem töldust vera skattur íslendinga til kirkjunnar í Róm. Þetta voru kallaðir Péturspeningar. Og í öðru lagi bað Jón biskup ein- faldlega um ráðleggingar hins heilaga um hvað til bragðs skyldi taka í biskupsdæmi sfnu við þær aðstæður sem þá ríktu. Þær voru ekki glæsilegar. Jón var eini kaþ- ólski biskupinn sem eftir var á Norðurlöndum og þótt kaþólskir menn væru ekki af baki dottnir sunnar í álfu, þá var útlitið ekki bjart fyrir þá á Norðurlöndum. Bréfið frá páfa I svarbréfi Páls páfa var Jóni ráð- lagt að gefa Péturspeningana ein- faldlega til fátækra sem honum þættu miskunnarverðir. Um hitt at- riðið sagði páfi að Jón skyldi kapp- kosta að halda lijörð sinni saman í réttum kristilegum skikk, það er að segja í hlýðni og rækt við páfadóm. Að launum myndi hann fá eilíft líf á himnum. Ég hef litið svo á að með þessu hafi páfi í reynd verið að gera Jóni ljóst að hann skyldi búa sig undir píslarvættisdauða fyrir trú sína. Hann yrði nánast að fórna lífi sínu fyrir það sem þeir páfi voru sammála um að væri hin eina rétta trú. Við verðum að athuga hvaða tímar þetta voru. Nú á dögum líta kaþólskir menn og lúterskir á sig sem bræður og systur í trúnni á Jesú Krist og hvorugur trúarhópurinn lít- ur svo á að þeir sem tilheyra hinum séu glataðir guði. En sú var trú manna í þá daga. Þá var til dæmis hver sá sem snerist gegn kaþólsku kirkjunni talinn frávillingur frá sannri trú og það var grafalvarlegt mál. í því öfgafulla andrúmslofti sem lagst hafði yfir Evrópu var sálar- heill manna talin velta á því hvorri kirkjudeildinni þeir fylgdu - ekki að- eins í þessu lífi, heldur og í eilífðinni. Með því að segja Jóni Arasyni beinum orðum að hann myndi Jiljóta að launum himnaríkisvist ef Páll Páfi III væri ekki svo einfalt. Jón væri mun margbrotnari maður en ég hefði áttað mig á, þótt ég teldi mig hafa haft sæmilega þekkingu á íslenskri sögu. Og eins og títt er yfirleitt þeg- ar maður skrifar bækur, þá upp- götvaði ég síðan ennþá hliðar á karlinum þegar ég hófst handa um sjálfa vinnuna." Þetta segir Ólafur Gunnarsson rithöfundur um herra Jón Arason biskup, helstu söguhetju hans í skáldsögunni Öxin og jörðin. Ólafur leggur að vísu áherslu á að bók sín sé skáldsaga og ekki sagnfræðiverk, en kveðst hafa haldið sig eins tryggilega og lögmál skáldskaparins leyfðu innan ramma sagnfræðilegs raunveruleika. Og því þurfti hann að lesa reiðinnar býsn um ævi Jóns hann sýndi staðfestu andspænis frá- villingunum, þá tel ég að páfi hafi nánast fyrirskipað Jóni að fórna líf- inu fyrir trú sína. Það var nefnilega svo að samkvæmt kenningu kirkj- unni gat enginn átt vísa himnaríkis- vist nema sá sem dáið hafði píslar- vættisdauða. Páfi hvatti Jón til að sýna staðfestu allt til dauða og lofaði honum að launum umbun píslar- vættisins. Betra að hafa hann með sér en á móti Og eftirtektarvert er að það er fyrst eftir að hafa fengið þetta bréf frá páfa sem Jón gerist verulega her- skár. Það var hann sem hleypti öllu í bál og brand eftir að Gissur Einars- son dó og það hafa sumir túlkað þannig að hann hafi ímyndað sér að hann gæti ráðið niðurlögum lútersk- unnar, jafnvel þótt hún væri studd af dönsku hervaldi. Eða þá að stór- bolckaskapur Jóns hafi leitt hann í ógöngur vegna ágirndar hans á jörð- um í Bjarnarnesi við Höfn í Horna- firði þar sem hann lenti upp á kant við Skálholtsstól. Vel má vera að Jón hafi gert ein- hverjar vonir og vissulega var hann ekki maður sem lét girnilegar jarðir sér úr greipum ganga. En ég held samt að Jón hafi hafið þessa síðustu herferð sína, vitandi fullvel að hún myndi næstum áreiðanlega enda með píslarvættisdauða - eins og hann leit á málin. Ég álít að hann hafi talið að bréf páfans hafi heimil- að honum að láta hart mæta hörðu og rísa upp gegn danska konungin- um og þeirri ldrkjuskipan sem hann vildi koma á - og í bakhöndinni hafði Jón fyrirheit sjálfs páfans um himnaríkisvist, ef illa færi. Og þar sem Jón var svo sannarlega ekki skyni skroppinn, þá hlýtur hann að hafa gert sér grein íyrir því að mögu- leikar hans á því að sigra lúterskuna á íslandi væru sáralidir. Ég álykta því að Jón Arason hafi gengið vísvitandi til móts við píslar- vættisdauðann." Gunnar segir um persónu bisk- ups að hann hafi augljóslega verið mjög harðskeyttur maður í allri sinni framgöngu. „Ég veit satt að segja ekki hvernig manni kynni að hafa líkað við hann persónulega. En þó er alveg ótvírætt að Jón Arason var maður þeirrar gerðar sem betra er að hafa með sér en á mód.“ Persónutöfrar „Áður en ég hóf að lesa mér markvisst til um Jón biskup, þá hafði ég dálítið óljós- ar hugmyndir um hann. Ég vissi náttúrlega að þetta var stórbrotinn maður sem átti mjög dramat- íska sögu en ég hafði þó ekld gert mér grein fyrir hversu margbrotinn hann var. Ég var eiginlega þeirrar skoð- unar að hann hefði fyrst og fremst látið lffið fyrir trú sína en eftir því sem ég las meira og hugsaði málið, þá varð ég sannfærðari um að málið Ólafur Gunnarsson rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.