Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 16
76 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER2003 Fókus DV Morgunmatur „Ég fer yfirleitt aldrei neitt út að borða á morgnana. Fæ mér bara eitthvað fljótlegt og hollt heima. Myndi sennilega fara eitt- hvert þangað sem ég fengi eitthvað fljót- legt." Hádegisverður „Oftastferégá Subway eða kaupi mér Hlöllabát, nánast alltaf eitt- hvert brauðmeti. Er reyndar farinn að fara mikið á Reykjavík Bagel Company á Lauga- veginum þar sem ég fæ mér góm- sæta beyglu með hinum og þessum áleggstegundum. Þar er mikið úrval af beyglum og allskonar nýbökuðu brauði." Djammið „Það er bara ósköp misjafnt. Fer aðallega eftir stemningu en annars er það bara týpíski hringurinn sem er alltaf tekinn. Þá ferég helstá Sólon, Hverfis- barinn, Felix og Gaukinn en það ræðst bara á því hvernig skapi mað- ur er i. Samt fer ég langoftast í bíó þegar æfingarnar hjá mér eru strangar." Örn Arnarson sund- kappi Italia og Caruso eru uppáhalds veit- ingastaðirnir. Kvöldverður „Veitingastaðirnir Ítalía og Caruso eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar fær maður mjög góða þjónustu og rosa gott að borða. Panta mér helstgóðan pastarétt þegar ég fer á ftalíu og á Caruso fæ ég mér góða, alvöru steik." Eftirlætis verslun „Mjög misjafnt. Fer bara eftir því hverju ég er að leita mér að í hvert skipti. Skemmtilegast finnst mér samt að fara inní GK ef maðurá einhverja peninga og ætlar að kaupa sér eitthvað fallegt. Levi's búðin er líka góð og ég kíki líka alltaf annað slagið inn í Spútnik. Skókaupi ég mér oft- ast í Puma-umboðinu þar sem ég er á samning hjá Speedo og sama fyrirtæk- ið flytur skóna inn." Heilsan „Laugin undan- tekningarlaust. Fer gjarnan í Ár- bæjar- og Laugar- dalslaugina, kíki í pottinn og hef það næs. Ég fer lítið ofaní til að synda þegar ég fer í sund til að slappa af." Á mánudagsmorgun, 1. desem- ber, eru liðin rétt tuttugu ár frá því Rás 2 hóf útsendingar. Mun Ríkisút- varpið rækilega minnast þeirra tíma- móta á næstu dögum og meðal annars verður laugardagsþáttur Gísla Marteins Baldurssonar í Sjón- varpinu sérstaklega helgaður þess- um tímamótum. „Ég tel að Rásin hafi elst vel og tekist að halda sfnu með ágætum. Á þessum tuttugu árum hefur veruleikinn í íslenskri fjölmiðl- un breyst mjög rnikið og stöðvum fjölgað, en Rás 2 hefur samt haldið sinni sérstöðu; sem er að vera útvarp í almannaþjónustu sem leggur áherslu meðal annars á þjóðfélags- umræðu og alla vaxtarsprota í tón- list. Ég tel til dæmis að stuðningur hennar við íslenskar hljómsveitir hafa reynst mörgum þeirra mikil- vægt veganesti," segir Jóhann Hauksson forstöðumaður Rásar 2. Þjóðarsál og svæðisstöðvar Fyrsti stjómandi Rásarinnar var Þorgeir Ástvaldsson og mótaði hann starfsemina í upphafl. Útsendingar- tíminn var þá mjög takmarkaður, það er frá 10 - 12 og 14 - 18 virka daga. Starfsemin efldist síðan í fyll- ingu tímans og mest með dægur- málaútvarpinu sem hófst árið 1987. Það sá um morgunútvarp alla virka daga. Einnig síðdegisþáttinn Dag- skrá, en hluti af henni var hin víð- Forstöðumaðurinn „Ég telað Rásin hafi elst vel og tekist að halda sínu með ágæt- um," segirJóhann Hauksson. fræga Þjóðarsál sem Stefán Jón Haf- stein annaðist. Þar var efnt til kapp- ræðna um þjóðmálin hvern rúm- helgan dag - og tókst þannig til að þættir þessir em enn í minnum hafðir. Að norðan og sunnan Árið 1987 varð Rás 2 einnig sólar- hringsútvarp þannig að segja má að hún hafl þá verið farin að taka á sig þá mynd sem hún hefur enn í dag: Útsending allan sólarhringinn, mikil tónlist og ríkuleg umfjöllun um dæg- urmálin og íþróttir, auk samvinnu við ungt fólk. Þessu til viðbótar hafa komið sífellt öflugri tengsl við svæð- isstöðvar um allt land. Útvarpskonan IngerAnna Aikman við hljómnemann, en hún var umsjónarmaður vinsælla þátta i árdaga Rásar2. Á síðasta ári vom gerðar skipu- lagsbreytingar innan Ríkisútvarps- ins, meðal annars á þann veg að nú em höfuðstöðvar Rásar 2 norður á Akureyri og Jóhann Hauksson var ráðinn forstöðumaður. Á afmælinu verður lögð áhersla á frumkvöðla- starf Rásar 2 sem meðal annars er tónlistarflutningur og samvinna við tónlistarmenn, þjónusta við landið með svæðisútvörpum og ýmsir ung- lingaþættir. Jóhann Hauksson segir að vel hafi tekist til með að samkeyra útsend- ingarnar frá tveimur landshornum; Akureyri og Reykjavík. Allt hafi þetta slípast og starfsmenn jafnt sem les- endur vanist fyrirkomulaginu. Söluhæstu bækurnar Árás á Goðafoss vinsælust Bach á aðventutónleikum í Hallgrímskirkju Útkall - Árás á Goðafoss eftir Óttar Sveinsson er vinsælasta bókin á íslandi um þessar mundir, ef marka má söl- unaíverslununt Hagkaupa síð- ustu vikuna. Ævisaga knatt- Óttar Sveinsson spyrnukappans Höfundur vinsælustu David Beckham ^öLarinnar á Islandi. kemur þar á eftir og þriðja vin- sælasta bókin er ævisaga Lindu Pét- ursdóttur eftir Reyni Traustason. Jólasalan er rétt að fara í gang þannig að listinn gæti breyst nokkuð á næstu vikum. Fleiri íslenskar ævi- sögur eiga örugglega eftir að skríða upp listann, rétt eins og skáldsög- urnar. Útkall - Árás á Goðafoss Óttar Sveinsson David Beckham Engum líl ur Linda - Ijós og skuggar ReynirTraustason Harry Potter og Fönixreglan J.K. Rowling Einhvers konar ég Þráinn Bertelsson Skuldaskil - ævisaga Sverris Hermanns Pálmi Jónasson Bettý Arnaldur Indriðason 110 bestu furðufréttir Sveppi og Simmi Hvað segir þitt hjarta? Heimur spendýranna David Attenborough Ösköpin öll DaVinci lykillinn Dan Brown Strandanornir Kristín Helga Gunnarsdóttir Rauða serían saga mánaðarins Dætur Kína Xinran Artemis Fowl Læsti teningurtnn Höfuðskepnur álfheima Ólafur Gunnar Guðlaugsson Ambáttin Mende Nazer/Damien Lewis Ensku rósirnar Madonna Blóðregn Embla Ýr Bárudóttir/lngólfur Björgvinsson Listinn tekur mið afsöluhæstu bókunum i verslunum Hagkaupa síðustu vikuna. Matreiðslubókum sem fást einungis þar er sleppt. Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu og býður Listvinafélag Hall- grímskirkju upp á flutning á tveimur aðventukantötum eftir Johann Sebastian Bach, fyrst í guðsþjónustu sem hefst.kl. 11 og síðan aftur á tón- leikum kl. 17 og verða þá einnig fluttir þrír orgelforleikir Bachs yfir aðventusálminum „Nú kemur heimsins hjálparráð." Markar þetta upphafið á 22. starfsári Listvinafé- lagsins. Flytjendur eru Schola cantorum og einnig verða fjórir einsöngvarar í kantötunum. Kammersveit leikur undir á meðan þrír af efnilegustu söngvurum þjóðarinnar stíga á stokk. Það eru þau Guðrún Edda Gunnarsdóttir og systkinin Hallveig Rúnarsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson og einnig syngur breski bassasöngv- arinn Alex Ashworth sem hefur vak- ið mikla hrifningu í heimalandi sínu Hörður Áskelsson verður íhlutverki stjórnandans á aðventutónleikunum á morgun upp á síðkastið. Björn Steinar Sól- bergsson leikur einleik á Klais-orgel en stjórnandi er Hörður Áskelsson. -ari@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.