Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 12
72 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Vöruskipta- jöfnuður lakari Vöruskipti í október voru óhagstæð íslending- um um 2,8 milljarða króna, sem er mikill munur frá sama tíma 2002 þegar þau voru hagstæð um 1,9 millj- arða króna. Þetta kemur fram á vef Hagstofu ís- lands. í mánuðinum voru flutt- ar út vörur fyrir 15,8 millj- arða króna en inn fyrir 18,6 milljarða. Hallinn á þessu ári er því orðinn 14,3 milljarðar og vöruskiptajöfnuðurinn því orðinn 26,5 milljörðum lakari en á sama tíma í fyrra. Mest aukning varð í inn- flutningi á fjárfestingarvör- um, fólksbflum, flutninga- tækjum og neysluvörum. Batamerki í Japan Merki eru um að jap- anska hagkerfið sé að rétta úr kútnum eftir fjögurra ára stöðnunartímabil. Seðla- bankinn tilkynnti í gær að verðlag hefði aukist um 0,1% í október og að eftir- spurn á fasteignamarkaði hafi aukist. Þetta eru mikil- væg batamerki fyrir hag- kerfið sem hefur meira og minna verið í kreppu í rúman áratug. Þrátt fyrir þessar tölur vara sérfæð- inga við of mikilli bjartsýni þar að verðhækkanir kunna að einhverju leiti skýrast af lélegri eftirspurn, skatta- hækkunum og auknri þátt- töku sjúklinga í heilbrigðis- kostnaði. Bannað að sitja á hnéi Jóla gamla Yfirvöld í bæjarfélagi á Nýja Sjálandi hafa bannað börnum að setjast á hné Jólasveinsins. Eitthvað hef- ur verið um að fullorðið fólk hafi verið að kvarta yfir fjölþreifnum jólasveinum. Er þetta því gert af öryggis- ástæðum og til þess að forðast að Jóli lendi í ein- hverjum vandræðamálum. í stað þess að setjast á hnéið verður börnunum gert að setjast á stól sem verður við hlið Jólasveins- ins og þar geta þau sagt honum hvað þau óski sér í jólagjöf. íbúar í bænum hafa brugðist reiðir við þessu banni og telja að pólitískur rétttrúnaður stýri gerðum bæjaryfirvalda. Eigandi þýsks svínaflutningabíls, sem í sumar var með ólöglegum hætti fluttur notaður tíl landsins, freistar þess enn að fá leyfi fyrir bílnum. Nú vill hann semja um að halda hálfum bílnum í landinu. Gripaflutnlngabfllnn í Sundahöfn Rúmur ársfjórð- ungur er liðinn frá þvíþessi þýski svlnaflutningabill var fluttur I leyfisleysi til landsins. Yfirdýralæknir ótt- ast svínapestir en eigandinn biður landbúnaðarráðu- neytið að endurskoða synjun á innflutningi. Eigandi notaðs gripaflutningabfls sem flutt- ur var ólöglega til landsins frá Þýskalandi í sum- arlok reynir enn að fá landbúnaðarráðuneytið til að breyta synjun sinni á því að bflinn verði tekinn í notkun hérlendis. Bflinn var fluttur til fslands í ágúst án þess að uppfyllt væru skilyrði yfirdýralæknis um að full- trúi Jrans færi utan til að fylgjast með því þegar bílinn yrði sótthreinsaður. Þar ytra hafði bíllinn verið notaðar í svínaflutninga. í Þýskalandi eru ýmsir skæðir sjúkdómar í svínum sem ekki þekkjast á Islandi. Gripaflutningabflinn hefur staðið á tollsvæð- inu í Sundahöfn frá því í sumar. Fulltrúar yfir- dýralæknis skoðuðu bflinn í haust. I kjölfarið hafnaði landbúnaðarráðuneytið innflutnings- leyflnu. Það var bílasali í Hafnarftrði sem flutti bflinn til landsins fyrir kaupanda í Borgarfirði. Hann fer nú enn fram á að verða veitt innflutnings- leyfi. Að þessu sinni mun eigandinn hafa lagt til að aðeins verði veitt leyfi fýrir gripahúsinu sem verði sótthreinsað í Sundahöfn. Bflnum sjálfum verði fargað eða hann fluttur úr landi. Galli þykir á þessari tillögu að það er einmitt í sjálfu gripahúsinu sem líklegast er að smit sé að finna. Eins þykir það ókostur að engin rotþró sem gæti tekið við skítnum úr bflnummun vera til staðar við Sundahöfn . í Þýskalandi eru ýmsir skæðir sjúkdómar í svínum sem ekki þekkjast á íslandi. „Ef yfirdýralæknir synjar bílnum um innflutning eru hendur ráðherrans bundnar af því. Ef yfirdýralæknir heimilar hins vegar innflutninginn getur ráðherra tekið ákvörðun á eigin forsendum um það hvort hann gefur leyfi fyrir bílnum eða ekki,“ segir Ólafur Friðriksson hjá landbúnaðarráðuneytinu. gar@dv.is Ljósmyndarar sem eltu Díönu sýknaðir Dómstóll í París sýknaði í gær þrjá ljósmyndara sem tóku myndir af Díönu heitinni prinsessu af Wales og ástmanni hennar Dodi A1 Faeyd að kvöldi 31. ágúst 1997. Díana og Dodi létust í bílslysi í undirgöngum í París sama kvöld ásamt bflstjóra sín- um Henry Paul. Ljósmyndurunum Jacques Langevin, Christian Martinez og Eric Chassery var gefíð að sök að hafa rofið friðhelgi einka- lífs prinsessunnar umrætt kvöld. Ljósmyndararnir voru í hópi fleiri ljósmyndara sem eltu parið í París. Mohammed Al-Faeyd, faðir Dod- is, kærði ljósmyndarana og sagði þá ekld hafa haft neinn rétt til ljós- myndatöku kvöldið afdrifaríka. Lögmenn Al-Faeyds hafa ftmm daga til að áfrýja úrskurði dómar- ans. Að sögn BBC fréttastofunnar tók það dómarann minna en 30 sek- úndur að komast að niðurstöðu. Ljósmyndararnir voru ekki við- staddir dómsuppkvaðninguna en lögmaður eins þeirra kvaðst ánægð- ur með dóminn og hann væri til þess fallinn að styðja frelsi fjölmiðl- anna. Þremenningarnir sem voru sýkn- aðir voru upphaflega í hópi níu ljós- myndara sem sættu rannsókn vegna gruns um manndráp. Málið var fellt niður áður en kom til kasta dóm- stóla. Lögmenn ljósmyndaranna sögðu fyrir réttin að Díana og Dodi hefðu oftar en ekki gefið til kynna hvar þau væru stödd, svo ljósmyndarar gætu komið á staðinn. Þá bentu lögmenn- irnir á að myndir þremenninganna ffá umræddu kvöldi hefðu aldrei birst opinberlega. A1 Faeyed mun hafa farið fram á að ljósmyndararnir yrði í það minnsta sektaðir - þótt ekki væri um nema eina Evru. Dóm- ari féllst ekki á það. arndis@dy.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.