Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 25
24 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fókus DV DV Fókus LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 25 Gísli Örn Garðarsson er hin fullkomna blanda af von- lausum rómantíker og raunsæismanni. Blanda sem get- ur ekki klikkað - og gerir það að verkum að stóru plönin hans ganga upp með glæsibrag. Óþolandi mynd- arlegur, óþreytandi athafnaskáld. Og Broadway bíður. Hann var bara unglingur þegar hann stofnaði fyrsta fyrirtækið. Síðan þá hefur hann komið á koppinn ótal verk- efnum og fyrirtækjum, leiksýningum, tónleikum og svona mætti lengi telja. Rómeó og Júlía unnu leiksigra í London og eftirþað hefur leiðin bara legið upp á við. Nú býðst Rómeó og Júlíu að fara á fjalirnar á Broadway, kvikmyndafyrirtækið Miramax hefur rætt við Gísla og hann er með öfluga umboðsmenn á sínum snærum. Gísli Örn Garðarsson uppgötvaði að auðvitað væri hægt að fá meira fyrir að slá gras heldur en þær 150 krónur á tímann sem Reykjavíkurborg greiddi í unglingaviimunni. Hann stofnaði eigið fyiirtæki og sló garða fyrir fólk fjögur sumur í röð - og græddi ömgglega 20 sinnmn meira en krakkamir í unglingavinnunni. Þetta hefur verið rauði þráðurinn hjá honum sfðan - að Finna aðra leið, óheföbundna leið, betri leið - og ekk- ert verkefni er of stórt. Skyis tlie limit. FJ'tir að hafa æft fimleika í mörg ár liafði hann ekki hugmynd um að hann hefði áhuga á leiklist; fyrr en liann læddist inn í lítið stúdentaleUc- hús í Ösló þar sem hann var við nám. Þá varð ekki aftur snúið. ALlt í einu var hann hættur að einbeita sér að náminu og kominn á kaf í leiklist. „Eftir síðustu sýninguna hjá stúdentaleikhúsinu var einíiver tómleild f mér. Svo ég ákvað að setja bara sjálfur upp sýningu, og framleiddi og lék sjálfur f As you like it, eftir Shakespeare. Stuttu seinna hitti ég gamla, út- brunna Eurovisionöstjörnu á bar í Ósló, sem hafði veriö í Rocky Horror fyrir næstmn þrjátíu árum. Hann var að býsnast yfir því liversu langt væri síðan Rock>' Horror var sett upp, svo ég ákvað að drlfa í því. Ég ætl- aði að leika sjáifur, en verkefnið óx svo rosalega að ég endaði með að framleiða bara sýninguna en vinur minn, Siggi Kaiser, gerði leikmynd- ina." Miiljón póstkort, bar og leikhús Þeim fannst ekkert ómögulegt, vinunum Gísla og Sigga sem kornu svo til íslands skömmu seirma, fullir af hugmyndum. Þeir vildu gefa út blað, setja upp leiksýningar, en enduðu með því að setja upp bítlatónleika með Sinfóníuhljómsveit íslands. „Það var þá sem póstkortapælingin byrjaði. Við seldum auglýsingar á póstkort sem var dreift frftt mn alla borg. Þetta gekk framar vonum - við náðum að prenta miUjónasta póstkortið áðm en við seldum fyrirtækið nokkrum árum seinna." Stuttu síðar var Gísli kominn inn í Leikslistar- skólann ásamt konu sinni, Nínu Dögg Filippusdóttur. Eins og það væri ekki nóg ákvað hann að stofna kaffihús um leið. „Þetta var svona gamall rómantískur draumm minn og Bjöms Hlyns, bekkjarbróðm míns, að eiga kaffihús - sáum stemninguna algerlega í rósrauðum bjarma. Við mðum partnerar í Hverfisbamum og þetta gekk mjög vel, en var hörkupúl. Við vorum öll kvöld að leggja parket, smíða, mála og ég veit ekki hvað, um leið og skólinn var á fullu. Ef maðm hugsaði alLtaf hlutina til enda væri lieilmargt sem maðm myndi hrein- lega ekki nenna." Hverfisbarinn hitti beint í mark og varð strax vinsælasti barinn í Reykjavík, með fullt út úr dyrum öll kvöld. Ari síðar seldu félagamir bar- inn. Póstkortafyrirtækið hélt þó áfram og ágóðann nýttu félagamir til að setja upp leikrit. Gísli hefrn óhefðbundnar hugmyndir um leikhús og áhuga á að gera tilraunir með leikhúsformið, færa það út. Þeir settu upp Hróa hött í Húsdýragarðinum og leikrit sem flutt var í strætisvagni sem keyrði um borgina á rneðan. Vesturport verður til Leiklistarskólabekkurinn var náiim hópm með svipaðar hugmyndir um leikliús og Iangaði að halda áfram að vinna saman eftir nám. Þau leigöu sér gamlím skúr á Vesturgötu 18 og opnuðu leikhús, eins og ekk- ert væri. Hver og eiim greiddi simt liluta af leigmmi, og þama var kornið tækiiæri til að skapa hvað sem hugurirm stóð til. Alls vom fiimn sýning- ar settar upp í nafni Vesturports og tveimm þeirra leikstýrði Gísli. Sú síð- ari var Rómeó og Júlía, í samstarfi við Borgarleikliúsið, sirkussýningin fræga sem afrekaði það að verða flutt til London. ,Á sama tíma keyptum við gamla Nýlistasafnið. Ég veit ekki hvað er að mamú! Aftm var það rómantíkin sem tók völdin. Við sátmt fyrir okk- ur stórar, flottar stúdíóíbúðir, réðumst á innviði með sleggju og hömuð- umst með hana vikurn saman. Þetta átti bara að taka tvo mánuði. Nú, riimu ári seiima, erum við nýbúin að fá fokheldnivottorð. Þetta stoppar allt á skriffinnskunni. Embætti byggingarfulltrúa er flóknasta apparat í lieimi. Það var alltaf eittlivað nýtt sem \áð þurftmn að gera til að fá þetta vottorð." Leiksigrar í London Blaðamaðm DV veit að sá árangur að koma Rómeó og Júlíu á fjalim- ar í Young Vic er engin tilviljun, heldm árangur þrotlausrar vinnu og uppskera mikils erfiðis. Þátttakendm í sýningunni höfðu tröllatrú á heirni og ýttu snjóboltanum á undan sér þar til hann tók völdin sjálfm, varð risastór og fór að rúllaá ógnarhraða. Mjög oft leit út fyrir að verkefit- ið myndi ekki ganga upp vegna risavandamála sem aðallega tengdust peningum. Og nú þegar þeir sigrar eru að baki er stefnan tekin enn hærra. Broadway bíður Nú er verið að skoða sali í West End til að setja upp Rómeó og Júlíu. Mögulega verðm ldassískt leilchús fýrir valinu, en Gísli segir vandamálið við West End það að flest leikhúsin eru friðuð, ekki má negla einn nagla í veggina til að koma upp þeim nauðsynlega búnaði sem þarf fyrir sýn- ingu sem í raun gerist f loftinu. Málin ættu væntanlega að skýrast á næsm dögum og góðar fféttir að berast frá leikhópnum í London. Þá eru nolckrar leiklistarhátíðir í skoðun, meðal annars hefúr komið boð frá Ástralíu. í New York eru lúns vegar þrír alvörugefnir fr amleiðendm sem vilja fá sýninguna. Einn þeirra vill hana á Broadway, annar er með off -Broad- way í huga, þriðji vill setja sýninguna upp í skemmu. „Nú þurfum við bara að finna út hvar sýningin passar best. Er það í skemmunni eða flotta leikhúsinu á Broadway? Og er það raunhæft? Það er greinilega mikil alvara á bak við þetta í New York. Það er líka mögu- leiki á ffamhaldi í London en við þurfum að hafa meira fyrir því.“ Fari sýningin tii New York er gert ráð fyrir sama eða svipuðum leikara- hóp, allt eftir því hvemig verkefnisstaða og áhugi hvers og eins verðm þegar þar að kemm. Aðalhlutverkin verða áffam í höndum Gfsla og Nínu. Miramax sýnir áhuga Gísli er hógvær, en blaðamaður hefur spmst fyrir og veit að það er rnjög mikill áhugi á sýningunni iiman leiklrúsgeirans, ekki síst á aðalleik- urunum sjálfunr og leikstjóranunr. Nokkrir mnboðsmenn hafa haft sam- band við leikara sýningarinnar og viljað fá þá á sín snæri. Gísli og Nína Dögg eru þegar konrin nreð umboðsmann og Gísli hefm náð þeim ár- angri að hafa að auki umboðsmann senr leikstjóri, sem býðst ekki hverj- um senr er. „Það kom bara kona og spmði hvort hún mætti vera umboðsmaður- inn nriirn. Ég spmði leiklrússtjórann í Young Vic hver hún væri og hann bara krossaði sig og sagði að hún væri eingöngu með toppfólk. Hún er til dænris með Harold Pinter. Aimars eru umboðsmenn leikstjóra meira í samningagerð en beint að fiska verkefni eins og leikaraumboðsménn- imir.“ DV hafði enn frenrm borist til eyma að kvikmyndaframleiðandinn Miramax hefði áhuga á Gísla og boðað hann á siim fund. Gfsli fer undan í flæmingi, feiminn við að segja sögm af hugsanlegu meiki fslendings í útlöndum. „Hva, jú ... Miramax kallaði núg á ófomrlegan fund um lífið og list- iira." Og meira fékkst haim ekki til að segja mn það. Rónreó og Júlía hafa átt hug hans allan í rúmlega ár. „Það væri nú gaman að fara að snúa sér að einlrverri annarri sýningu, en það væri svo mikil s\'ird að fylgja þessu verkefrú ekki eftir alla leið; það er ekki á hverjum degi senr maðm er nreð sýrúngu sem svona margir hafa áhuga á.“ Ekkert er ómögulegt Það er ýmislegt í fari Gísla sem nrinrúr á Einar Benediktsson. Hann hefúr sterka útgeislun og rtúkinn sannfæringarkraft, er óþolandi mynd- arlegm og virðist óalandi og óferjandi athafnaskáld. Alltaf með stór plön á prjónunum, ræðst í verkefirin í rómantíkmkasti, en um leið með blöndu af raunsæi sem skilar honum upp á hæstu tinda. „Já, það er kannski rétt hjá þér. En þetta er um leið besta leiðin til að tryggja áframhaldandi verkefiiri - að gera þau bara sjálfm. Stundum hugsa ég um hve það væri þægilegt að vera bara í venjulegri vinnu. Að- almálið er auðvitað að þetta er svo gaman og gefandi. Eg er drifinn áfram af því að segja sögu og ég vil segja hana á ákveðinn hátt. Draumurinn er að vera f eins góðu vinnuumhverfi og hægt er tíl að gera þetta. Svo um leið og verkefnið er búið hugsar maðm: Vá hvað þetta var gaman, hvað eigum við að gera næst? Svo er maðm enn þá ungm og bamlaus. Það er betra að fylgja draumnum meðan maðm getm, frekar en að sitja eftir 20 ár og hugsa um allt sem maðm hefði getað gert. Þegar maðm hugsar um það þá er það bara maðm sjálfúr sem stoppar mann.“ Viiúr og kunningjar Gísla lýsa honum sem gulli af manni; kraftmikl- um, en um leið afslöppuðum og rólegum, dreymandi en samt strategísk- um . í raun hin fullkomna blanda af vonlausum rómantíker og raunsæ- ismanni. Blanda sem getm ekki klikkað. Og Broadway bíðm. brynja@dv.is i „Það er betra að fylgja draumnum meðan maður getur, frekar en að sitja eftir 20 ár og hugsa um allt sem maður hefði getað gert. Þegar maður hugsar um það þá er það bara maður sjálfur sem stoppar mann." jfsffpir <*•-= i ;......: fcv • rf DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.