Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fréttír DV Depardieu í íslenskri mynd Kvikmyndagerðarmað- urinn Einar Þór Gunn- laugsson, frá Hvilft í ön- undarfirði, hefur fengið franska leikarann Guillaume Depardieu til liðs við sig í kvik- myndinni Grun- samlega venju- legur. Bæjarins besta greindi frá þessu í gær. Guillaume hefur leikið í fjölda kvikmynda en hann er sonur hins vinsæla leik- ara, Gérards Depardieu. I frétt Bæjarins besta segir að umsókn Einars Þórs um styrk vegna myndarinnar hafi verið hafnað við fyrstu úthlutun Kvikmyndamið- stöðvar íslands. í kjölfarið hafi framleiðsla myndar- innar verið flutt út fyrir landsteinana. Leikarar verða valdir í London á næstu vikum og áætlað er að hefja tökur síðla vetrar. Tindabikkja til Nígeríu Mikil vöruþróun hefur orðið fyrir markað íslenskra fiskafurða í Nígeríu og flytja íslendingar nú til landsins um 30 vöruflokka. Meðal nýjunga í útflutningi til Ní- geríu er þurrk- uð tindabikkja, sem Nígeríu- menn hafa keypt af ís- lenskum útflytj- endum síðustu misserin. Tindabikkja er af ætt skötu, en er minni en sú sem ís- lendingar leggja sér kæsta til munns á Þorláksmessu. * Opið í Bláfjöllum Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið almenningi í dag og á morgun frá ki. 12 til 18. Síðustu daga hefur verið unnið að undirbún- ingi fyrir opnun en að sögn Hlyns Skagijörð útiverk- stjóra er langt því frá að allt í sé á kafl fjöllunum. „Við þurfum meiri snjó og erum bjartsýnir á að það snjói meira á næstunni," sagði Hlynur. Björn Ingi Dregið verði úrfátækt i heiminum. „Ég á mér þann draum að dregið verði markvisst úr fá- tækt í heiminum á næstu árum og sérstakiega verði hugað að réttindum kvenna og barna," segir Björn Ingi Hrafnsson, að- stoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Framsókn- arflokksins.„Það er mikil iífs- reynsla að verða vitni að þeirri neyð sem ríkir í þróunarlönd- unum og eftir á virðast sum vandamál hversdagsins hjóm eitt í samanburðinum. Vita- skuld á ég mér einnig þann draum, eins og ailir fjölskyldu- feður, að fjölskyldu minni heils- ist vel til langrar framtíðar og ég öðlist frekari þroska og þrek í lífmu til þess að iáta gott af mérleiða." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra mun hafa talið allt fram á föstudag í síðustu viku að 500 milljónirnar sem á vantar til að efna öryrkjasamkomulagið fengjust inn í fjárlagafrumvarpið. Ráðherranefnd Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímsson- ar, Geirs H. Haarde og Árna Magnússonar sagði hins vegar nei. Formenn vængstífa heilbpigðisráðherra •kki um- ir króna. De»ir H Haarde Fjár- málarrí'Jtineytið er sagt hafo lagt mibd kapp á að frarrlrín til n.-rkkunar lif- Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ásamt Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Árna Magnússyni fé- lagsmálaráðherra tóku sameiginlega þá ákvörðun að heilbrigðisráðuneytið fengi ekki þær 500 millj- ónir króna sem vantar til að efna samkomulagið við öryrkja. Ráðherrarnir fjórir sátu saman í sérstakri ráð- herranefnd sem vakir yfir fjárlagafrumvarpi næsta árs með tilliti tii þess að ráðuneytin haldi sig inn- an tiltekins ramma þannig að fjárlög fari ekki úr böndum. Fjármálaráðuneytið mun við vinnslu málsins hafa lagt áherslu á að niðurstöðutalan í fjárlaga- frumvarpinu yrði ekki umfram þann eina milljarð króna sem Jón Kristjánsson fékk samþykktan í ríkisstjórn. Framsóknarráðherrarnir Halldór og Árni settu málið ekki á oddinn og óskir Jóns Krist- jánssonar þurftu því að víkja. Ekki stuðningur formanns Samkvæmt heimildum DV lá fyrir strax við handsölun öryrkjasamkomu- lagsins 25. mars að lág- markskostnaður yrði 1200 milljónir króna á ársgrundvelli. Engu að síður lagði Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þá tillögu fýrir ríkisstjórn- ina að aðeins rúmum 1000 milljónum yrði varið til verkefnisins á næsta ári. Jón mun hafa talið að sú upphæð yrði leiðrétt þegar endanlegar niðurstöð- ur lægju fyrir. Þessarar skoðunar er Jón sagður hafa verið al- veg þar til föstudaginn 21. nóvember. Þá var ljóst að fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni hugð- ust ekki þrýsta á um þær 500 milljónir kxóna sem á vantar til að uppfylla öryrkjasamkomulagið. Lokatilraun á síðustu stundu Að kvöldi þessa föstudags fyrir rúmri viku gekk fjárlaganefnd Alþingis frá fjárlagafrumvarpinu til annairar umræðu sem fór síðan fram á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Áður en umræðan hófst mun hafa verið gerð árangurslaus tilraun til að fá 500 milljónirnar í gegn. Fyrirstaða var í báðum stjórnarflokkunum. Ekkert formlegt liggur fyrir um það að ríkis- stjórnin muni nokkru sinni að fullu efna yflrlýs- ingu Jóns Kristjánssonar frá í mars. Eina haldreipið sem öryrkjar hafa í því sam- bandi eru orð Jóns sjálfs um að hann HKilJ Framsóknarráðherrarnir Hall~ dór og Árni settu málið ekki á oádinn og óskirJóns Krist- jánssonar þurftu því að víkja. stefni að því af kappi. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra hefur til að mynda sagt að samkomulagið sé þegar uppfyllt með 1000 milljónunum. Vitað fyrir kosningar Sagt hefur verið að það hafl komið í ljós í haust að kosta myndi 1500 milljónir á ári að efna ör- yrkjayfirlýsinguna. Hið rétta er að strax í apríl, talsvert fyrir alþingiskosningarnar 10. maí, var komið á daginn að kostnaðurinn yrði þessar 1500 milljónir. Þessi upphæð var síðan staðfest af sér- stakxi nefnd sem kom að málinu í ágúst. Eftir að samkomulagið var gert í mars varð það að heiðursmannasamkomulagi að Örykjabanda- lagið héldi sig til hlés í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosn- ingarnar 10. maí. gar@dv.is H rt 11 rJór Áigrirnsson a " ' : 'aðherrann studcJi r, •"/ arigðisráðh^rra : ' / giimunni við rríð DíjviÖ Oddsson Jón Kristjánsson Hélt fram á síðustu stundu að hann e-'’nqi meira fé. Arnj Magnusson Fe- iag s rr, o laráðh erra s tuddi ekki kröfur heilbrigðis- ráðherra vegno öryrkja samkomuhasins. Sér Lalli tvöfalt? Svarthöfði hrökk í kút þegar hann staulaðist á fætur rétt fyrir hádegi í gær og kom sér út í sjoppu til að kaupa sér bland í poka. Af for- síðu DV blasti við honum mynd af skuggalegum manni sem virtist vera að fýra upp í pípu og þótt stír- urnar væru enn í augum Svart- höfða fékk hann ekki betur séð en að þarna væri á ferð sjálfur Lalli Johns, einhver umtalaðasti glæpon landsins bæði fyrr og síðar. Hvað í ósköpunum var Lalli Johns að gera á forsíðu blaðsins? Svarthöfði lét hringla í vösum sínum og fann þar að lokum nógu mikið klink til að geta fest kaup á blaðinu og síðan sökkti hann sér niður í rannsóknir á skrifum blaðsins um Lalla. Og Svarthöfða varð ekki um sel. í ljós kom að blaðið hafði verið að skrifa um manneklu í lögreglunni í Reykjavík og nú var Lalli dreginn fram úr skúmaskoti sínu til að gefa lesendum blaðsins sjónarhorn und- irheimamannsins á málið. Og skemmst er frá því að segja að Lalli sagði félaga sína kætast mjög yfir lögregluleysinu í borginni, en það skrýtna var að hann viðurkenndi að hafa ekki haft hugmynd um hversu mannfá lögreglan væri íyrr en blað- ið fór að skrifa um það. Raunar sagði Lalli fullum fetum að hann hefði haldið að löggur í Reykjavík væru helmingi fleiri en raunin er á. Eitthvað fannst Svarthöfða brogað við heimavinnu smáglæpa- manna í undirheimum ef þeir hafa ekki nokkurn veginn á hreinu hversu margir lögregluþjónar eru í henni Réykjavík. Nú er það að vísu svo að sumir smákrimmarnir sækj- ast eftir því að vera í ástandi sem stundum er sagt valda því að menn sjái tvöfalt, og það var raunar eina skýringin á því að Lalli og félagar hans töldu löggur vera svona miklu fleiri en þær eru í raun. Nema pappalöggurnar hennar Sólveigar Pétursdóttur séu ein- hvers staðar enn á kreiki í undir- heimum? Svaithöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.