Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAQUR 29. NÓVEMBER 2003 Sport DV Strachan fer ekki fet Nú er orðið ljóst að Gordon Strachan, knatt- spyrnustjóri Southampton, sem hefur þráfaldlega verið orðaður við knattspyrnu- stjórastöðuna hjá Leeds, fer ekki fet. Strachan sagði við fjölmiðlamenn í gær að hann myndi halda áfram hjá Southampton og að annað hefði aldrei staðið til. Sven Göran ósáttur Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Eng- lendinga, er ekki sáttur við að enska knattspymu- sambandið hafi lekið út þeim fréttum til fjölmiðla að það hafi boðið honum nýjan samning. Sambandið vill framlengja samning hans tii 2008 en Eriksson á að hafa sagt að hann hafi lítinn áhuga á því að semja um áframhald í gegnum fjölmiðla þótt hann hafi áhuga á að framlengja samninginn. Nordegren játastíiger Elin Nordegren, hin sænska unnusta bandaríska kylfingsins Tiger Woods, hefur sagt já við bónorði kappans samkvæmt fréttum frá sænska blaðinu Expressen. Woods og Nordegren, sem hafa verið saman í tvö ár, voru í Suður-Afríku að hvíla lúin bein eftir Forseta- bikarinn og á Woods að hafa borið upp bónorðið þar. Brúðkaupið mun verða haldið í Svíþjóð samkvæmt Expressen en ekki er komin endanleg dagsetning. Nýtt blað um körfuboltann KKÍ hefur gefið út blaðið * Körfuboltann 2003-2004. Um er að ræða 80 síðna glæsilegt blað sem er allt í lit. Ritstjóri blaðsins er Tómas GunnarViðarsson og um umbrot og útht sá Eggert Baldvinsson. í tímaritinu eru viðtöl við Jón Arnór Stefánsson og Donnie Nelson, yfirmann körfuboltamála hjá Dallas. Kennir þar margra grasa. Enn fremur er umfjöllun um liðin í Intersport- deildinni og í 1. deild kvenna ásamt fjölda greina og viðtala við leikmenn og dómara. Blaðinu verður dreift fWtt í öUum versl- unum Nóatúns og í Intersport nú um helgina. Hamarsmönnum er aldrei spáð góðu gengi á haustin en Hvergerðingar finna alltaf leiðir til að setja sitt mark á úrvalsdeildina í körfubolta. Hamar er þannig eina félagið sem hefur alltaf komist í úrslitakeppnina. DV heyrði í þjálfaranum Pétri Ingvarssyni eftir fimm sigra liðsins í síðustu sex leikjum í Intersport-deildinni. Hugmyndafræði Péturs Ingvarssonar, þjálfara Hamars úr Hveragerði, hefur alltaf verið einföld en undir hans stjóm hefur Hamar úr Hveragerði verið eitt af átta bestu körfuboltaliðum landsins síðustu Qögur ár og er eina liðið í sögu úrvalsdeildar karla sem hefur alitaf komist í úrslitakeppnina. „Ég veit að við getum ekki unnið leiki með því að skora 120 stig en ef við náðum að hægja nógu mikið á leikjunum aukast lfkurnar á sigri okkar. Við erum hvorki með breidd né sóknarþunga til að standast hraða leiki en mínir menn geta aftur á móti spilað vörn í 40 mínútur og slysast til að setja niður eitt til tvö skot í hverjum leikhluta. Sóknarleikur okkar er búinn að vera sá sami í öll þessi ár. Þetta er svona þolinmóður sóknarleikur sem byggist á því að hægja á leiknum. Þetta er ekkert TJNOASTÓLL-HAMAR 78 - 81 (45-36) Gangurteiksins: 0-2,4-4,4-8,20-13, 22-15, 22-21, (24-21), 29-21, 37-29, 41-36, (45-36), 45-38, 52-45, 58-55, (66-55), 68-55, 71-59, 76-67, 76-77, 78-77, 78-81. Stig skoruð íkös: Stoðsendingar HAMAR Stig skoruö 1 :jKösO Stoðsendingar Nick Boyd 17 3 Chris Dade 23 6 Clifton Cook 15(3) 1 Lárus Jónsson 19(5) 11 Adrian Parks 14 2 Faheem Nelson 17 0 Kristinn Friðríksson 11(2) 1 Svavar Pálsson 11( 8) 3 Helgi Viggósson 10 1 Marvin Valdimarsson 8 1 Axel Kárason 4(6) 2 Hallgrímur Brynjólfsson 3(1) 3 Friðrik Hreinsson 4(0) 3 Óli Barðdal 3(2) 4 SAMANI ÍURÐUR Tindastóll Hamar Tindastóll Hamar 39(15) Fráköst (sókn) 36(12) 1 Varin skot 3 Boyd 17 - Nelson 10, Dade 9 Óll 1 - Nelson 3 17 Stoðsendingar 24 16 Tapaðir boltar 17 Öli 4 — Lárus 11, Dade6 26/4(15%) 3ja stiga skot 9/3 (33%) 9 Stolnir boltar 15 20/14(70%) Vltanýtlng 13/8(62%) Cook 4 - Dade 4, Hallgrlmur 3, Lárus 3 16 Villur fengnar 13 leyndarmál og bara leikur sem við erum að reyna að ná að spila," segir Pétur sem stjómaði Hamars- mönnum til sigurs á Tindastóli á Sauðárkróki í fyrrakvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex deildarleikum og sá 46. í 96 úrvalsdeildarleikjum undir hans stjóm. Fjórir af þessum 5 sigmm í vetur hafa verið með 4 stigum eða minna og það er ljóst að menn klára að jafha leiki í Hveragerði. „Þessi síðasti leikur sýndi það enn frekar að menn em ekki þekktir fyrir að gefast upp héma í Hveragerði. Okkur hefur ekki gengið vel á útivelli í gegnum tíðina en það er að breytast því okkur hefur gengið ágætíega utan Hveragerðis núna í vetur,“ segir Pétur um sigurinn á Króknum. Hamar var níu stigum undir þegar þrjár mínútur vom eftir en vann lokamínútumar 14-2 og leikinn þar með 78-81. Hörkuvörn án þess að brjóta „Við emm að koma ágætíega undirbúnir fyrir þetta tímabil en mesti munurinn á þessu Hamarsliði og þeim sem ég hef verið með áður er að þetta lið er að spila hörku vörn án þess að bijóta. Varnarleikurinn sem við spilum án þess að brjóta er lykillinn að því að við höfum náð þessum árangri. Við höfðum alltaf verið miklir villu-menn en það er ekki lengur. Þetta hefur kannski eitthvað með það að gera að ég er hættur að spila eins mikið með,“ segir Pétur sem á alltaf auðvelt með að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum. Pétur hefur tekið mun minni þátt í leikjum Hamars í vetur, hefur aðeins verið inná samtals 88 mínútur í deildarleikjunum átta og kom þannig ekkert við sögu í sigrinum á Króknum. Jafngóður tími og hver annar „Ég veit að ég get ekki spilað endalaust og þetta er alveg jafngóður tími og hver annar til að hætta að spila. Við erum ekki með mikla breidd en ég er í þessu til að vinna körfuboltaleiki og ég plata engan með því að ætía að fara að vinna eitthvað á breidd. Ég er með sjö til átta ágætis leikmenn og notaði sex á Króknum. Það hefði örugglega verið hægt að skammast út í mig ef við hefðum tapað. Ég hef samt engar áhyggjur af því. Ef þeir vilja ekki hafa þetta eins og ég þá verða þeir að gera eitthvað annað,“ segir Pétur sem er maður með ákveðnar skoðanir á hlutnum, innan sem utan vallar. Hann verður ekkert hissa þótt liði hans sé aldrei spáð góðu gengi á haustin. „Allar spár eru gerðar þannig að menn líta á hæfileikana sem eru fyrir hendi hjá hverju liði. Við erum ekki hæfileikaríkt lið en á meðan menn eru að gefa sig 100% í þetta eru hæfileikamir ekki eins mikilvægir," segir Pétur en Hamar hefur aldrei verið spáð inn í úrslitakeppnina í spá fyrirliða og forráðamanna. „Það er aðeins 1/3 búinn að mótinu og það er því nóg eftir. Það þarf svo h'tið til að breyta hlutunum eins og sást í fyrra þegar við fómm í Borgames þegar þrír leikir vom eftir og vomm fallnir ef töpuðum," sagði Pétur en Hamar vann þrjá síðustu leikina og komst á ótrúlegan hátt inn í úrslitakeppnina. w „Við erum komnit með hörku reynslu og búnir að spila saman í sama sóknarleik og sama vamarleik í nokkur ár. Við eigum trygga áhorfendur sem styðja vel við bakið á okkur. Það er sama hvemig gengur, þetta fólk kemur á leikina okkar og gerir sér glaðan dag og það skiptir okkur miklu máh,“ KFÍ-ÍR 91-84(46-45) Gangur leiksins: 2-0,2-7,10-9,17-13,21-17, (26-24), 28-24, 32-30, 32-36, 37-41,42-41, (46-45), 46-47, 57-53, 5]-56, 59-62, (67-64), 70-66, 76-66,88-79, 91-84. Dómarar: '■/ujrnimdiir ÍVIiíi Hi?rbrtrtr.ý.i;n ca: Aðnlsreinn Hjiirr.ti 'ion Adam Spanich, KFl 37 Jeb Ivey, KFl 29 Darko Ristic, KFl 26 KFÍ ÍR Stig skoruð(Fiákðst) Stoðsendlngar Adam Spanich 34 4 Stig skoruð(F'ákösl) Stoðsendingar Eugene Christopher 18 1 DarkoRistic 22(13) 2 Kevin Grandberg 16(8) 2 Jeblvey 16(7) 10 Ómar Sævarsson 14,(2 Sigurbjörn Einarsson 7(3) 1 Eirlkurönundarson 11(2) 1 Pétur M. Sigurösson 4 4 Ólafur J. Sigurðsson 8 3 Lúðvik Bjarnason 4(2 0 Ólafur Þórisson 7(2! 2 Baldur Jónasson 4 0 Ásgeir Hlöðversson 4 , 1 Ryan Leier 3(1) 3 Fannar Helgason 2(4, 0 Geir Þorvaldsson 1 (0) 0 SAMANBURÐUR KFl fR KFf fR 30(3) Fráköst (sókn) 38(15) 1 Varin skot 2 Ristic 13 - Kevin 8, Ómar 7, Ásgeir 7 21 Stoðsandingar 15 Spanich 1 - Christopher 1, Grandberg 1 14 Tapaðir boltar 13 Ivey 10 - Ólafur S. 3, Leier 3 25/11 (44%) 3ja stlga skot 16/4(25%) 4 Stolnir boltar 12 20/10(50%) Vftanýting 25/16(64%) Pétur 2, Spanich 2 - Christopher 4 20 Vlllur fengnar 24 Gangur leiksins: 0-2,4-2,6-10,12-12,12-19, (14-25), 16-25,16-31,23-33, 27-37, (31-43), 35-47, 43-47, 43-56,49-56, (52-57), 54-57, 62-62, 73-72, 75-75, 78-77, 80-77. Stig skoruð(Fráktíst) Stoðsendingar 3 1 1 0 0 1 CAI SAÍ fSSBSBmSOSWmi Snæfell 33(13) Fráköst (sókn) 30(8) Whitmore 12 -Virijevic 14 6 Stoðsendingar Dickerson 3 - Pálmi 4 12 Stolnir boltar Dickerson 3 - Virijevic 3, Pálmi 3 Mirko Virijevic, Breiðabliki 29 Dondrell Whitmore, Snæfelli 25 Cedrick Holmes, Breiðabliki 21 Corey Dlckerson 27(5V Dondrell Whitmore 18(12) Hlynur Bæringsson 16 Sigurður Þorvaldsson 12(7).1 Hafþór Gunnarsson ó:ov i LýðurVignisson 1(1) Stig skoruð(Prákost) Stoösendingar Mlrko Virijevic 23 0 Cedrick Holmes 22ia: 2 Pálmi Freyr Slgurgeirsson 14 t 4 Loftur Einarsson 10(2) 0 JónasÖlason 6 i 1 Þórarinn Andrésson 2 1 0 Jóhannes Hauksson 0 3 1 8 10 Breiðablik Varln skot 4 Sigurður2-Holmes4 13 Tapaðlr boltar 19 19/3(16%) 3ja stiga skot 15/7(47%) 28/15(54%) Vltanýting 15/10(67%) 9 Villur fengnar 18 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.