Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Efnin greind í næstu viku Efnin sem voru tekin úr amfetamínverksmiðju í Kópavogi á miðvikudag voru flokkuð í gær. Að sögn Ásgeirs Karlssonar aðstoð- aryfirlögregluþjóns er rann- sókn málsins í fullum gangi. Hann sagði yfir- heyrslur yfir mönnunum tveimur sem sitja í gæslu- varðhaldi hafa haldið áfram í gær. Hvað efnin varðar þá var þeim pakkað í gær og verða þau send í efnagrein- ingu á rannsóknarstofu strax eftir helgina. Ásgeir sagði að óskað yrði eftir flýtimeðferð á rannsóknar- stofunni. Harðlínu- menn vinna á Harðlínuflokkar unnu mjög á í heimaþingkosn- ingum sem fram fóru á Norður-írlandi í gær. End- anlegar tölur lágu ekki fyrir þegar DV fór í prentun. Svo virtist sem Lýðræðis- flokkur sam- bandssinna, undir stjórn Ians Paisleys, hefði fengið að minnsta kosti 24 af 108 sætum heimaþingsins og einnig var útlit fyrir að Sinn Féin, stjórnmálarmur írska lýð- veldishersins, hefði náð 15 þingsætum. Paisley og fé- lagar hans í Lýðræðisflokki sambandssina gaf það sterklega til kynna að flokk- urinn myndi aldrei deila völdum með Sinn Féin. Huntley brenndi líkin Ian Huntley hefur viður- kennt að hafa brennt lík Jessicu Chapman og I lolly Wells í ágúst í fyrra. Hann hefur jafn- framt viður- kennt að hafa brennt föt stúlknanna og flutt lík þeirra út fyrir bæinn So- ham í bifreið sinni. Jessica og Holly voru tíu ára þegar þær létust. Þrátt fyrir þetta neitar Ian Huntley að hafa myrt stúlkurnar. Hryðjuverka- menníhaldi Lögregla á Italíu og í Þýskalandi hefur handtekið þrjá Norður-Afríkubúa sem eru grunaðir um að skrá fólk til að taka þátt í sjálfs- morðsárás- um í frak. Forsprakki hryðju- verkahóps- ins, Ma- hjub Abderr- azak, var handtekinn í Hamborg í gærmorgun. Hinir tveir, Marokkóbúi og Túnismað- ur, voru handsamaðir í Mílanó í fyrradag. Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins er ósammála þeirri ákvörðun fjögurra ráðherra að ekki eigi að færa íbúðalán inn í bankakerfið. Félagsmálaráðherra seg- ist ætla að halda sínu striki. Þegar frumvarp um hækkun ibúðarlána upp í 90% af kaupverði verður lagt fram stefnir í hörð átök innan Sjálfstæðisflokks- ins en meirihluti þingmanna flokksins er ósáttur við að framkvæmdin verði ekki innan bankakerflsins. Ákvörðunina tóku félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra, for- sætisráðherra og fjármálaráðherra en lög- fræðiálit segir að bankaleiðin sé að öllum líkindum ófær vegna ákvæða í EES samn- ingnum um ríkisábyrgðir. Þingmennirnir efast margir hverjir um að svo sé og telja sumir reyndar að ríkisábyrgðin sé óþöif. Þeir eru ekki sáttir með ákvörðunina eins og fram kom hjá fimm þingmönnum flokksins til viðbótar í blaðinu í gær og telja ekki útséð um málið enn. Guðlaugur Þór Þórðarson reiknar með að láta til sín taka þegar málið fer fyrir fé- lagsmálanefnd en hann er varaformaður hennar. „Ég sé enga ástæðu til að byggja upp fleiri opinbera banka. Það var af góðri og gildri ástæðu sem ríkisbankarnir voru einkavæddir." Ásta Möller, sem nú situr á þingi fyrir Davíð Oddsson, er sömu skoð- unar. „Mér finnst það eigi ekki að loka á það að bankarnir taki við þessum lánum, það á frekar að vera á hinn veginn." Sama segir Guðjón Hjörleifsson, sem vill heldur sjá þessi lán hjá bönkunum. „Þetta á ör- ugglega eftir að skapa töluverða umræðu í þinginu. Auðvitað er þetta ekkert óbreyt- anlegt, það er hægt að endurskoða þessa ákvörðun hvenær sem er.“ Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi formaður þingflokksins hafði ekki kynnt sér ákvörðunina. Aðspurð hvort hún væri almennt fylgjandi því að íbúðarlán væru innan bankakerfisins neitaði hún að segja skoðun sína og sagðist vera í fríi. Núver- andi formaður þingflokksins, Einar K. Guð- finnsson, er staddur erlendis og hafði ekki kynnt sér ákvörðunina. „Almennt get ég þó sagt að ég get alveg hugsað mér að stíga skref í þá átt að færa íbúðarlánin til banka- kerfisins en ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá ríkisábyrgð á iánunum." Kjartan Ólafsson, varamaður Árna R. Árnasonar, vill einnig fara varlega í breyt- ingar á kerfinu. „Það er samt sem áður alls ekki hægt að útiloka það ennþá að hús- næðislánakerfið í heild sinni færist til bankanna.'1 Arnbjörg Sveinsdóttir, vara- maður Tómasar Inga Olich, segist hafa trú á að bankarnir geti sinnt þessari þjónustu betur. „En áður en farið verður að ræða þetta við bankana þarf auðvitað að ná jafn- vægi á bankamarkaðnum" segir Arnbjörg og vfsar þar til umræðu um hagnað og hárra vaxta bankanna undanfarið. Raunar hafa margir velt fyrir sér tímasetningunni á þessari ákvörðun og leitt að því getum að hún hafi verið valin með tilliti til þeirrar gríðarlegu gagnrýni sem bankarnir hafa sætt á undanförnum dögum sem gerir þeim ill- mögulegt að setja sig upp á móti þessari ákvörðun. Ekki náðist í fjármálaráð- herra vegna málsins. brynja@dv.is meðí ÞÍ!^D™aSsSstSlisÍSi„í'Ssaf ne‘.“nl ó4na!ffl" a húsnæðismarkaði skuli vera ^8’1 að endurskipuJagning Ibúðalánasjóð." samrænu við markmið um bankana? “masetrung valin vegna neikvæðrar umræðu um til að draga mmXaTvai tamtffaðT3’ ^ ^ Gngin ástæða ar vinnu." °m,ð að ^essum timapunkti í okk- Arns Magnusson, f«3agsmá3atrá<ðhefra Guðlaugur Þór Þórðarson „Sé enga ástæðu til að byggja upp fleiri opin- bera banka." Ásta Möller „Mdekki loka á það að bankarnir taki við þess- umtánum." Guðjón Hjörleifsson „Þetta á örugglega eftir að fá töluverða umræðu í þinginu." Einar K. Guðfinnsson „Vil stiga skrefin iþá átt að færa íbúðatán til bankanna." Kjartan Ólafsson „Ekki hægt að útiloka að húsnæðislánakerfið færist til bankanna.* Arnbjörg Sveinsdóttir „Bankarnir geta sinnt þessari þjónustu bet- ur.“ Sigríður Anna Þórðardóttir Neitar að segja skoðun sina á málinu og segist vera i frii. Fleiri álögur á landsmenn frá stjórnvöldum Dýrasta bensín í heimi vegna laga Alþingis Bensínhækkun er yfirvofandi eft- ir að Alþingi samþykkti, með 22 at- kvæðum gegn 18, að breyta lögum um vörugjald af ökutækjum og bensíni. Þessi ákvörðun mun þýða hækkun á hvern bensínlítra um 3,90 krónur. Verðið á bensínlítra, miðað við fulla þjónustu, mun því fara í 99,90 kr. á mánudaginn kemur. Þar með er íslendingum boðið upp á dýrasta bensín í heiminum. í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðareigenda kemur fram að miðað við yfirlýsingar og loforð stjórnarflokkanna fyrir kosningar sé þetta áfall fyrir þær fjölskyldur í landinu sem eiga og reka bfl. Út- reikningar þeirra benda til að vísi- tala neysluverðs muni hækka unt 0,12% með tilheyrandi hældcunar- áhrifum á aðrar skuldbindingar al- mennings Athygli vekur að 23 þingmenn voru ijarstaddir atkvæðagreiðslu sem fram fór um málið. Aðeins er rúm vika síðan olíufyr- irtækin drógu eitt af öðru hækkanir á bensíni til baka en hækkanirnar kölluðu á hörð viðbrögð. Þær hækk- ■ anir voru upp á eina krónu og hefðu þýtt auknar álögur á bfleigendur um 195 milljónir á ársgrundvelli. í ljósi þessara stærða er einsýnt að álögurnar nema um 57 milljón- um króna í desembermánuði og hundruð milljóna á næsta ári. Isafjörður Bensinlitrinn kostar lika næstum þvi 100 kall fyrir vestan. Enda islenskt bensin dýrast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.