Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 28
28 LAIGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fókus XJV Ofmetin fyrir- brigði Bankastjórarnir Gróðinn er víst mest vegna geng- isins og okur- vaxta. '68 kynslóðin Hefur ekki bætt neinu við í 30 ár. Hljómar eru meira að segja með kombakk. íslensk náttúra Þeir einu sem koma og skoða eru blankir þýskir túristar og ítalskir glæpamenn. Kynþokki íslenskra kvenna Eva María er sjónvarps- stjarna fs- lands og lítur út eins og systir ein- hvers. I besta falli lang- ar mann tU að borða með henni eða jafnvel elda fyrir hana. Alþingi Missti völdin þegar bank- arnir voru seldir. Það þykir fínna að eiga söluturn en vera þingmaður. Vinir Davíðs Davíð á bara tvo vini eins og staðan er í dag. Mörður Árnason er umtalaður sem sterkasti maðurinn í ræktinni sinni. Landkynningar- gildi íslenskra poppara Hvað segja Björk, Sigur Rós og múm útlendingum um íslend- inga? Erum við yfir höf- uð eins og þetta fólk? Vændis- frumvarp- ið Skiptir örfáa íslendinga máli þótt stjórnmála- fólk kynni þetta sem prinsippmál. íslensk knattspyrna Dottnir niður í fjórða styrk- leikahóp hvað lands- liðið varðar og íslensku félagsliðin eru alltaf með allt niður um sig í Evrópukeppn- inni. Hvað halda þessir menn að þeir séu? Veröleikar fólks ráða því sjaldnast hvort það nær langt í lífinu eða nýtur athygli og trausts samferðamanna sinna. Og þótt metnaður geti dregið fólk langt, dugar hann ekki til einn og sér. Oft virðist tilviljun ein ráða því á hvaða bási fólk lendir; stund- um löngun okkar hinna til að hafa einhvern á þessum bási. Allt í einu og upp úr þurru teygjum við okkur niður í mannhafið og hefjum einhvern meðaljóninn upp á stall þar sem hann hangir þar til við fáum leið á honum. Stundum vex fólk með hlut- verki sínu, stundum kiknar það undan því en oftast reynir það að láta á engu bera og vonar að enginn átti sig á að það er vitlaust fólk á vitlausum stað. Hallgrímur Helgason Höfundur fslands hlýtur bara að vera rangnefni á mann sem helmingur þjóð- arinnar telur hafa migið yfir gröf þjóð- skáldsins á meðan hinn helmingurinn telur hann hafa svipt hulunni af loddara sem fékk nóbelsverðlaunin bara af því að hann þótti hlut- lausasti kommi þess tíma. Hallgrímur hefur aldrei gert neitt sem þjóðin fflaði, þannig séð. Almenningur hafnaði 101 Reykjavík þótt ungt fólk flykktist í bíó til að sjá Victoriu Abril berrassaða. Leikritin hans hafa vakið almenna óánægju og þegar hann hitti naglann á höfuðið með alræmdri grein um Bláu höndina dró hann strax í land og er mættur til leiks sem voðalega mjúkur maður sem reynir að kalla fram tár fyrir framan þau 68% þjóðarinnar sem vilja Ólaf Ragn- ar áfram sem forseta og horfa á Spaugstofuna á laugardagskvöldum í stað þess að detta í það. Sigurjón Kjartansson Það þarf ekki háa greindarvísitölu til að sjá að Jón Gnarr var í raun og veru Tvíhöfði. Efasemdafólk stilli á Zombie. Mörður Árnason Hann er fímmtugur maðurinn, nýkominn með bflpróf og rétt skriðinn á þing. Auðvitað hægt að hrósa honum íyrir þrautseigjuna en ekki er hann líklegur til áhrifa íýrst er árangur áratuga starfs á hinum pólitíska vett- vangi. Velgengni Ólafs má rekja til þess mis- skilnings að úr því að honum gengur svo vel sem forstjóri stórfyrirtækis hljóti að vera eitthvað f hann spunnið. Sem er Ólafur Jóhann á“kagáfu' Ólafsson segja að af því að Jó- hanna Sigurðardóttir er ljóshærð þá hljóti hún að geta orðið fegurðardrottning eða af því að Jón Stein- ar er svo gáfaður þá hljóti hann alltaf að segja satt. legt og að Karl Sigurbjörnsson Prestamir kusu hann af því að þeir þráðu aftur biskupstíð pabba hans. Þjóðin skilur ekki orð af því sem hann segir og telur að líklega hefði verið best að fá Kára Stefánsson til að klóna Sigurbjörn, biskupinn sem hún elskaði. Karl hefur hvorki sannfæringarkraft né þrek í baráttu gegn efnishyggjunni, neyslunni, upplausn ijölskyldunnar, fýilirí- inu, syndunum og tilgangsleysinu og hefur því leiðst út í hryðjuverkastarfsemi á Ströndum í þeirri von að ná að fella þar þjóðlega galdramenn. Karl hefði aldrei átt að verða prestur. Agúst Einarsson Þegar prófessor í hag- fræði við viðskiptadeild Háskóla íslands þarf að fara í mál vegna þess að hann kann ekki að meta verðgildi fyrirtækis sem hann kaupir hlut í fyrir 100 milljónir er eitthvað mikið að. En Ágúst keypti hlut í Frjálsri fjölmiðlun á sínum tíma og var svo vitlaus að athuga ekki áður hvers virði fyrirtækið var. Og svo er hann kennari við Háskóla Is- lands. Guð hjálpi okkur öllum! Ofmetnir fyrst og fremst af sjálfum sér Hannes Hólmsteinn Gissurarson í raun er Hannes óþarfur eftir að skoðanabræður hans komust til valda í þessu landi. Þess vegna einbeitir hann sér að bókaskrifum. Ætti í raun bara að helga sig skriftum - þar til Davíð fer að skrifa. Við kunnum líka ræður Hannesar utanbókar og þurfum ekki á honum að halda lengur. Björn Bjarnason Gekk bærilega í menntamálaráðuneytinu og í nýju ráðuneyti réð hann son Davíðs sem aðstoðarmann. Ör- ugglega af því að hann lítur á sig sem lögbundinn arf- taka. Sem hlýtur að vera ofmat á stöðu manns sem tókst ekki að hrifsa til sín borgina af meirihluta sem virtist með allt niðrum sig. Stefán Jón Hafstein Samstarfsfólkið hrekst frá honum um leið og það byrjar að vinna með honum. Enda er Stefán Jón fyrst og fremst til fyrir sjálfan sig. Sem væri í lagi ef innra með honum byggi ekki hæfileikalaus og stefnulaus maður. Snæbjörn Arngrímsson Bókaútgefandi litla mannsins sem ædar að færa út kvíarnar og hefur opnað útibú í Danmörku. Er nema von að fólk spyrji sig hvað hann ætli eiginlega að flytja yfir hafið. Þessa blessuðu höfunda sína sem honum tekst ekki einu sinni að selja fslendingum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.