Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Bobby Joe myrti vændiskonur á sunnudögum. Átta konur í Tampa á Flórída lágu valnum eftir margra mánaða níðingsverk. Ein slapp og það var hún sem kom upp um hann. „Það er ákveðið mynstur hérna," sagði rannsóknarlögreglumaðurinn sem var að rannsaka röð morða þar sem ungar konur höfðu verið myrtar eftir að þeim var nauðgað. „Við höf- um fundið öll líkin á sunnudegi. Konurnar eru allar frá Tampa og lík- in hafa öll fundist í grennd við borg- ina. Það virðist sem hér sé geðsjúkur morðingi á ferðinni," sagði hann. Það voru fleiri teikn um að morðing- inn ynni eftir ákveðnum kerfi; að minnsta kosti nokkur morðanna voru framin þegar tungl var fullt. Eftir að morðinginn náðist sagði hann: „Ég vissi að ég var veikur en ég réð ekki við mig. Enn í dag verð ég brjálaður á fullu tungli. Þetta á ekki bara við um mig heldur marga aðra sem eru hérna á dauðadeildinni." Óhug sló á íbúa Tampa á Flórída þegar rannsókn morðsins á Peggy Long hófst sunnudaginn 13. maí 1984. Peggy, sem var víetnömsk að uppruna og táningur að aldri, fannst illa útleikin við hraðbraut 75 sem liggur út úr Tampa. Peggy hafði unnið sem dansari á næturklúbbi. Hún var nakin og bundin á höndum og fótum. Henni hafði verið mis- þyrmt og nauðgað. Ekki leið langur tími þar til næsta fórnarlamb fannst. Michelle Denise Simms, 22 ára nuddari, ók sem leið Sérstæð sakamál lá til Tampa laugardaginn 26. maí. Með í för var ung vændiskona, vin- kona Michelle. Daginn eftir, á sunnudegi, fannst lík Michelle í skógi fyrir utan Tampa. Engir sjón- arvottar voru að ódæðinu en lög- reglumenn sáu fljótt að Michelle hafði verið stungin með hnífi og henni hafði verið nauðgað. Hún var nakin. Sunnudagar voru morðdagar Lögreglumenn voru engu nær um morðin tvö og engar vísbendingar bárust um hvers vegna stúlkurnar tvær hlutu þessi skelfilegu örlög. Fjórum vikum sfðar kom annað reið- arslag. Þá fannst lík Elizabeth Lou- denbach, 22 ára, um 20 kflómetra frá Tampa. Eins og hin fórnarlömbin var hún nakin og hafði verið skotin í höf- uðið. Þetta var einnig á sunndegi. Næstu fimmtán sunnudaga gerð- Reiðhjólið Lisa McVey var að hjóla heim úr vinnu þegar hún varð á vegi morðingjans. Leitarmenn fundu hjólið hennar. Fyrsta fórnar- Annað fórnar- lambið PeggyLong lambið Hitti morð- var misþyrmt og ingjann á leiðinni til henni nauðgað. Tampa. Þriðja fórnarlamb- ið Elizabeth Louden- bach var skotin i höf- uðið á sunnudegi. Fjórða fórnar- lambið Chanel Williams fannst nak- in og illa útleikin. ist ekki neitt og lögreglumenn stóðu í þeirri trú að morðöldunni væri lokið. Því miður varð þeim ekki að von sinni því á fyrsta sunnudegi október- mánaðar fannst lík Chanel Devon Williams. Hún var aðeins 18 ára og hafði verið skotin til bana. Hún var nakin eins og hin fórnarlömbin. Viku seinna fannst fimmta fórn- arlambið, Karen Beth Dinsfriend. Hún var ekki nakin eins og hin fórn- arlömbin en henni hafði verið mis- þyrmt illa. Lögregla hafði nú komist að því að ungu konurnar fimm áttu það sameiginiegt að hafa selt líkama sinn og allar voru þær háðar eitur- lyfjum. Morðinginn var hvergi hættur en sunnudagsmynstrið var rofið í lok október þegar lík Kimberley Kyle Hopps, 22 ára vændiskonu, fannst illa údeikið í skurði við þjóðveg 301. Hún hafi verið kyrkt. Lisa slapp Vatnaskil urðu í málinu viku seinna. Á laugardegi hófu ættingjar og vinir Lisu McVey að leita hennar. Lisa hafði verið við störf á kleinuhringja- stað í Tampa um morguninn. Upp úr hádegi hringdi hún til foreldra sinna og sagðist vera að leggja af stað heim. Hún kom hins vegar ekki. Umfangs- mikil leit hófst skömmu síðar og ekki leist mönnum á blikuna þegar reið- hjól Lisu fannst á þeirri leið sem hún var vön að hjóla heim. Fjölskylda Lisu var frávita af áhyggjum þegar Lisa birtist skyndi- lega. Hún hafði sögu að segja. Lisa sagðist hafa verið að hjóla heim þegar maður skaust út úr sendibfl og greip í hönd hennar þannig að hún datt af hjólinu. „Ef þú öskrar, þá drep ég þig,“ sagði maðurinn við hana. Hann ógn- aði henni með skrúfjárni og neyddi „Ég vissi að égvar veikur en ég réð ekki við mig. Enn í dag verð ég brjálaður í fullu tungli."sagði BobbyJoe. hana inn í sendibflinn þar sem hann batt hana á höndum og fótum. Síðan batt hann fyrir augun á henni og rot- aði hana. Lisa segir hann hafa ekið að heimili sínu og dregið sig inn í íbúð- ina. „Hann sagði að sér líkaði vel við mig og að hann væri nógu gamall til að vera pabbi minn,“ sagði Lisa við lögregluna. „Sagði hann þér af hverju hann væri að þessu? spurði lögreglan. „Hann sagðist vera búinn að fá nóg af yfirgangi kvenna og þetta væri hefnd fyrir allt sem konur hefðu gert hon- um.“ Eftir að hafa nauðgað Lisu ók mað- urinn henni á afvikinn stað og leyfði henni að fara leiðar sinnar. Vildi láta ná sér? Lögreglan þóttist nú komin á sporið og vonaði að fórnarlömbin yrðu ekki fleiri fyrst Lisu hafði verið sleppt. Þeim varð ekki að ósk sinni því tvær konur áttu eftir að finnast. Lík þeirra voru illa údeikin. Lýsingar Lísu á árásarmanninum og bflnum urðu lögreglu mikil hjálp og skömmu síðar hófu lögreglumenn að fylgjast með Robert J. Long sem gekk undir nafninu Bobby Joe. Útíit hans þótti koma heim og saman við lýsingar Lisu. Hann var atvinnulaus röntgentæknir og ók um á bfl sem svipaði mjög til lýsingar Lisu. Hann hafði verið dæmdur fyrir líkamsárás á yngri árum. Hann var handtekinn 16. nóvember. Bobby Joe viður- kenndi við yfirheyrslur að hafa ban- að átta konum og benti lögreglu á lík tveggja kvenna sem ekki höfðu fundist. Bobby Joe var dæmdur til dauða fýrirmorðin í júlí 1986. Hann dvelur enn á dauðadeild á Flórída og eyðir miklum tíma í ritstörf. Hann áfrýjaði dómnum en málið hefur enn ekki verið tekið fyrir. Margfaldur morðingi og kynferðis- brotamaður Hann kallaði sig BobbyJoe. Morðin voru hefnd vegna þess að honum fannst konur valta yfir sig. Sjálfur segir Bobby Joe vandræði sín hafa hafist þegar hann var ellefu ára. Þá fékk hann hormónasjúkdóm sem varð til þess að honum uxu bijóst. Skurðaðgerðir fylgdu í kjölfarið og ástand Bobbys batnaði lítillega. Sjúk- dómurinn hvarf þó ekki og segist Bobby Joe alltaf hafa fúndið til óróa undir fullu tungli. Hann lenti síðan í alvarlegu mótorhjólaslysi þegar hann var sautján ára og segir fjölskyldan hann hafa breyst mjög við það. Kyn- lífslöngun hans magnaðist og hann segist sjálfur hafa girnst allar konur sem urðu á vegi hans. Hvers vegna hann slepptí Lisu var mönnum ráð- gáta en Bobby Joe hafði svar á reiðum höndum: „Hún var eina konan sem ég þurfti að taka með valdi - hinar komu sjálfviljugar þegar ég kallaði til þeirra.“ Hann segist líka hafa vitað að Lisa myndi fara til lögreglunnar. „Ég vissi að þá var bara tímaspursmál hvenær lögreglan næði mér,“ segir Bobby Joe. arndis@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.