Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 43
r- Raunasaga Snjókast þingmanna Fyrstu dagar mínir í blaða- mennsku og ég fæ það verkefni að koma þingheimi úr þingsöl- um og út í snjókast. Sem hljómar kannski ekkert svo galið, en að fá þing- menn í snjókast er ekk- ert grín. Mér skilst að ef einhver svona snilldar- hugmynd sé fram- kvæmd hljóti viðkom- andi mikinn heiður. Sérstaklega á svona ungu og fersku blaði. Svo ég lít á þetta sem soldinn prófstein. Mitt Henný fyrsta verkefni. En kemst fljótlega að því að þetta er eins og að reyna að fá páfann til að dansa strippdans í 'beinni útsendingu. Flestir þingmenn virðast vera of mikið niðri á jörðinni til þess að geta sprellað aðeins upp á gamanið. Og eftir fyrstu símtöl mín inn á Alþingi ákvað ég að fá bara unga þingmenn í snjókast. Flestir tóku mér auðvitað vel, enda ekki við öðru að búast við af fólki sem er með umboð frá almenn- ingi öllum til að þjóna okkur. Þetta voru skemmtileg samtöl og ungu þingmennirnir sögðu til dæmis: „Ó, þá verð ég sko að koma með húfu!“ og „Æðisleg hugmynd, maður er nú svoddan barn í sér.“ eða „Já, það verður nú gaman að kaffæra stjórn- ina.“ Svo ég mælti mér mót við þetta unga og fallega fólk. En þegar á hólminn var komið mætti næstum því enginn. Þingmenn eru greinilega „ali talk, no walk“. Við stóðum þarna tvö, ég og Hari ljósmyndari, og þeir einu sem mættu voru Birgir Ár- mannsson Sjálfstæðisflokksmaður og Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylk- Þingmenn eru greinilega „all * talk, no walk". ingarmaður. Ég hafði boðað sex. Þrjá úr stjórnarflokkunum og þrjá úr stjórnarandstöðu. Og fékk tvo. Þeir sem mættu ekki voru Sigurður Kári Kristjánsson, Katrín Júlíusdóttir, Kol- brún Halldórsdóttir og Bjarni Bene- diktsson. Ég ætla rétt að vona að þau hafi góða afsökun en mér er samt al- veg sama. Því ekkert þeirra hafði fyrir því að hringja og afboða. Svo ég veit 4.. liverja ég mun strika út í næstu kosn- ingum. ■ SPÁMAÐUR.IS 0V Fókus LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 43 W VatfíSb&m (20. þn.-W.febr.) \\ ------------------------------------- Fólk fætt undir stjörnu vatns- berans leggur sig fram af alhug þegar vinátta er annars vegar, í lok nóvember, þar sem heiðarleiki ræður ríkjum. Þér er ráðlagt að vera ekki eigingjarn/eigin- gjörn á ástúð annarra. FiSkam (19. febr.-20.mars) Fylgdu enn frekar þinni innri rödd sem knýr þig stöðugt til dáða. Ekki hika við að finna þér nýjar ögranir og efldu skopskyn þitt með bjartsýnina að vopni. W’!ÚXmm(21.mars-l9.april) Ef þú tapar ekki orku, styrk og vilja til að framkvæma ættir þú fyrir alla muni að halda áfram að rétta öðrum hjálparhönd. Ef þú hefur hins vegar hafið verkefni eða jafnvel nám, sem virðist breyta aðstæðum þínum tölu- vert, ættir þú að skipuleggja tíma þinn mjög vandlega. NaUtÍð (20. apríl-20. maí) Einhver sem tengist þér virðist ekki veita þér þá ást og hlýju sem þú þarfnast, af einhverjum ástæðum. Ekki bíða eftir að aðrir í kringum þig fram- kvæmi fyrir þig hlutina. Tvíburamirf/;. maí-21.júnl) Þú ert án efa fædd/ur hugsuð- ur og gerir þitt besta svo að öllum í kringum þig líði vel. Gleymdu ekki eigin draumum og reyndu að halda fast í heiðarleikann næstu vikur. Krabbinnf22.yiýn/-22./ú//ý___________ Um þessar mundir ættir þú að leggja áherslu á léttlyndi innra með þér. Þú býrð yfir óbilandi drifkrafti, gleymdu því eigi þegar líða tekur á hátíðarnar fram undan. LjÓnÍð (21.júli-22. ágúst) Þér er ráðlagt að halda fast í viljastyrk þinn varðandi mál sem á hug þinn allan þessa dagana. Hvorki leyfa öðrum að ákveða hvert þú stefnir í framtíðinni, ef þú stendur í dag frammi fyrir ákvörðun, né dreifa kröftum þínum að óþörfu um þessar mundir. Meyjan (21. ágúst-22. sept.) Þú sækist eftir velþóknun í fari manneskjunnar sem þú unnir eða ert í nánu sambandi við. Um þessar mundir hefur þú án efa djúpstæða þörf fyrir ást og væntumþykju, eða réttara sagt inni- lega nálægð. o Vogin (23.sept.-23.okt.) Ekki vænta þess að vinir þínir eða fjölskyldumeðlimir hafi sama smekk og þú þegar kemur að áherslum tilver- unnar. Jákvæð reynsla erfram undan og engin ástæða til þess af þinni hálfu að gera nákvæma og óhagganlega áætlun varðandi framhaldið. Sporðdrekinn /™j Hreinsaðu hugann með því að hugleiða stutta stund daglega en lærðu að elska með því að elska að sama skapi hérna. Finndu lykilinn að sérkenn- um þínum með því að skoða sjálfið enn betur en þú hefur gefið þér til tíma fyrir undanfarið. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Gleði og stolt einkennir stjörnu þína af einhverjum ástæðum hérna, sem er sannarlega jákvætt þegar stjarna bogmanns er annars vegar en hér kemur einnig fram að þú ert fær um að blanda saman innsæi og raun- sæi og ættir að tileinka þér þann eigin- leika framvegis. Steingeitin (22.des.-19.janj -J' Reyndu eftir fremsta megni að forðast óþarfa áhyggjur sem kunna að hvíla á herðum þínum þessa dagana. Ekki ásaka sjáifið ef hindranir verða á vegi þínum og trúðu á það statt og stöðugt. Sigurlaug Didda Jónsdóttir Sigurlaug (Didda) Jónsdóttir skáld er 39 ára í dag. „Henni er ráðlagt að ganga inn í hið óþekkta af frjálsum vilja sem sýnir hverja stund lífs hennar sem áhugavert ævintýri þar sem hún leikur að- alhlutverkið af alúð. Óvissa framtíðar er já- kvæð því hið þekkta sýniraðeinsfortið konunnar," segir í stjörnuspá hennar. 4 ferðir dregnar út á dag á Töfrastundum VISA Þú gætir hitt á Töfrastund þegar þú notar VISA Heppnir VISA-korthafar sem greiða með VISA-kreditkorti og hitta á Töfrastund vinna flugferð fyrir tvo með til Evrópu. Það eina sem korthafar þurfa að gera er að nota VISA-kreditkortið þegar þeir versla og eiga þá möguleika á að verða dregnir út. Dregið er úr færslum þannig að því oftar sem þeir nota kortið því meiri möguleikar eru á vinningi. Dregnar verða út 100 Töfrastundir á tímabilinu 1.-24. desember eða að jafnaði fjórar á dag. Hringt verður f vinningshafa og nöfn þeirra birt á www.visa.is. VISA ísland - Greiðslumiðlun hf. Álfabakka 16 109 Reykjavlk Sfmi 525 2000 Fax 525 2020 visa@visa.is www.visa.is Hvert sem leiðin liggur VISA UM ALLA FRAMTIÐ VISA Stjörnuspá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.