Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 9
DV Fréttir LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 9 Umhverfisráðherra ætlar að skipa nefnd til að kanna lausnir í baráttu bænda við svanaflokka sem skemma tún og kornakra. Hún segir lög ekki útiloka skotveiðar á álftum, hins vegar sé ferlið til takmarkaðra veiða langt. Breyta mætti lögunum til að flýta fyrir veiðum. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur samúð með vanda bænda fyrir austan sem berjast við að halda svanaflokkum frá túnum og kornökrum. Bændur telja að svönum hafi fjölgað gífurlega og að þeir fari um eins og engisprettu- sveimur, skiljandi eftir sig sviðna jörð. Kenna þeir meðal annars styrkjum Evrópusambandsins um, en norður-írskir bændur fá borgað fyrir að fóðra svani um veturmánuðina áður en þeir koma til ís- lands að vori. “Ég ferðaðist um allt ísland í sumar og margir nefndu þennan vanda við mig. Ég er sammála því að þetta er áhyggjuefni. Bændur hafa verið í vand- ræðum á þessu svæði," segir Siv. Siv segir að lögin útiloki ekki veiðar á álftum, þar sem ákvæði í lögum um verndun og friðun villtra dýra kveði á um að heimilt sé að aflétta friðun á villtum dýrum ef þau valda tjóni tiltekinn hluta árs. Þar þarf hins vegar fyrst til umsögn Umhverfis- stofnunar og Náttúrufræðistofnunar. „Svanaveiðar eru ekki útilokaðar samkvæmt lögum en það er þungt ferli að mfnu mati. Það hefði verið gott að geta brugðist hratt við þessum vanda. Við höfum rætt hvort við eigum að skoða breytingar á lög- unum þannig að ferlið verði einfaldara, með þeim hætti að undirstofnanir hafi kannski heim- ildir til að bregðast við slíkum vanda,“ segir hún. Náttúrufræðistofnun er á móti því að veiðar á álft verði leyfðar til að stemma stigu við offjölgun. Að mati stofnunarinnar hefur ekki fjölgað verulega í stofninum. Samkvæmt síðustu mælingum árið 2000 telur stofninn um 21 þúsund dýr, en árið 1986 mældust 17 þúsund svanir á landinu. Siv hyggst stofna nefnd um svanavandann í upphafi næsta árs. Meðal hugmynda sem hafa ver- ið ræddar, fyrir utan að skjóta svaninn, er að fara í hreiður álftarinnar og stinga gati á eggin sem eru eins konar fóstureyðingar. Þá hefur verið rætt um að uppfræða bændur um réttar aðgerðir á vettvangi, til að halda álftinni frá. Ágætlega hefur gefist að strengja band utan um kornakra en álftirnar lenda iðulega utan þeirra og vagga síðan að korninu. Bandið hindrar aðgang. Hins vegar hefur gengið illa að halda fuglunum frá túnum og hafa tilraunir til að skjóta þeim skelk í bringu með hagla- byssum reynst vera skammgóður vermir. jontrausti@dv.is % Friðleifsdóttir Umhverfisráðherrann sem bannaði rjúpuveiðar íhugar nú hvort ekki sé rétt að skjóta svaninn. Siv hyggst stofna nefnd um svanavanda bænda fyriraustan. „Svanaveiðar eru ekki útilokaðar samkvæmt lögum en það erþungt ferliað mínu mati." Gengi dollars lækkaði i gær og hefur aidrei verið jafn lágt gagnvart Evru. Spákaupmenn lækka gengi dollars Gengi dollars hélt áfram að lækka gagnvart evrunni í gær. Evr- an hefur aldrei verið jafn sterk gagnvart dollar en hún kostaði um 1,2 dollara á gjaldeyrismörkuðum fyrir helgi. Erlendir fjölmiðlar segja að auðkýfingurinn George Soros veðji á að dollarinn muni falla enn frekar en aðrir spákaupmenn fylgj- ast vel með hvað verður af honum þar sem þeim er í fersku minni hversu mikið hann efnaðist á því að fella pundið 1993. Fall dollarans á sér stað þrátt fyrir að jákvæðar fréttir berast af bandarísku efnahagslífi. Spákaup- menn horfa fyrst og fremst á hinn mikla óhagstæða viðskiptajöfnuð Bandaríkjanna við umheiminn en hann stefnir í að verða um 5% af þjóðarframleiðslunni á þessu ári. Þetta þýðir að bandarískir neytend- ur þurfa að fá lánað frá umheimin- um til þess að fjármagna neysluna. Efasemdir um getu Bandaríkjanna til þess að fjármagna hallann gerir það að að verkum að tiltrú manna á dollaranum minnkar. Ótryggt ástand í heimsmálum, auk hins mikla fjárlagahalla í Bandaríkjun- um, hefur einnig néikvæð áhrif. Mörg fjármálafyrirtæki telja að dollarinn eigi eftir að lækka enn meira gagnvart evrunni. Merill- Lynch telur að dollarinn eigi eftir að falla niður 1,33 evrur fyrir lok næsta árs. Þrátt fyrir að evran hafi verið að sækja í sig veðrið á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum telja sérfræð- ingar að hækkun hennar gagnvart dollara sé fyrst og fremst endur- speglun á veikleikum í bandarísku efnahagslífi en ekki merki um styrk evrópskra hagkerfa. Glæsileg og vönduð frístundarhús Fallegu og hlýju Frístundarhúsin frá okkur eru réttu húsin við íslenskar aðstæður, reiknaðu dæmið til enda. Hugsaðu um kyndingarkostnað og viðhald, þú byggir væntalega ekki nema einu sinni slíkt hús. Lagfærum og byggjum við eldri hús, hentar vel þeim sem eiga hús í næsta nágrenni við okkur. Borgarhus ehf. Grímsnesi Símar. 894-3555 og 486-4418 • Vefsíða www.borgarhus.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.