Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 38
38 LAUQARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 Sport DV íslandsmeistarar Hauka eiga erfiðan leik fyrir höndum á morgun er þeir mæta Vardar Skopje á einum erfiðasta velli Evrópu. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, spáir i leikinn fyrir DV Sport. varaman íslandsmeistarar Hauka í handknattleik leika sínn síðasta leik í riðlakeppni meistaradeildarinnar á sunnudag er þeir mæta liði Vardar í Skopje. Fyrir fram var búist við því að leikurinn myndi skera úr imx það hvort liðið næði þriðja sæti í riðlinum og tryggja sér þar með rétt til þátttöku í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa. Sú varð nú aldeilis ekki ratmin því stórkostlegur leikur Haukanna í Barcelona tnn síðustu helgi, þar sem þeir náðu jafntefli, gerði það að verkum að þeir tryggðu sér þriðja sætið í riðlinum og þar með réttinn til að mæta franska liðinu Creteil í Evrópukeppni bikarhafa. Það hefur verið mikið álag á Haukum undanfarið en þeir voru vart lentir eftir frægðarförina til Barcelona er þeir mættu Blikum í RE/MAX-deildinni. Lítil hvíld var í boði eftir þann leik því þeir flugu strax um morguninn út aftur þar sem tók við langt og strembið ferðalag til Makedóníu. Er heim kemur tekur við erfiður leikur gegn ÍR RE/MAX-deildinni á miðvikudagskvöld. Svo bíður þeirra stutt ferðalag á föstudag er þeir mæta Selfyssingum. henry@dv.is Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, þekkir orðið vel til Haukaliðsins þar sem hann hefur mætt liðinu tvisvar undanfarið í meistara-deildinni. Heimaleikinn unnu lærisveinar Alfreðs næsta örugglega en lentu svo í bullandi vandræðum er þeir komu á Ásvelli. Þar stóðu Haukarnir í þeim allan leikinn en góður endasprettur þýska liðsins tryggði þeim sigur. DV Sport setti sig í samband við Alfreð og ræddi við hann um leik Hauka og Magdeburg á Ásvöllum og fékk hann í kjölfarið til þess að meta Haukaliðið og spá í leikinn í Skopje á sunnudag. „Við máttum hafa mikið fyrir sigrinum á Ásvöllum. Haukarnir spiluðu mjög góðan sóknarleik gegn okkur og strákarnir mínir voru á sama tíma að gera nákvæmlega það sem ég var búinn að biðja þá um að gera ekki. Við hleyptum Pauzuolis - sem hafði ekki leikið vel í leikjunum á undan - mjög mikið inn í leikinn. Hann er engu að síður ágætis skytta og við gerðum þau mistök að hleypa honum í gjafafæri hvað eftir annað á miðjunni. Þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og fyrir vikið byggðum við hann upp og hann fékk aukið sjálfstraust. Varnarleikurinn hjá okkur í þeim leik var fyrir neðan allar hellur. Ég var langt frá því að vera ánægður með vörnina því hún var skelfileg. Fyrir utan Fúsa voru varnar-mennirnir mínir skelfilegir," sagði Alfreð en hann var samt ekki á því að Haukarnir hefðu náð að koma honum á óvart. Haukarnir sterkir í sókn „Nei, alls ekki. Ég vissi að á góðum degi gætu þeir spilað slíkan bolta. Annað atriði hjá okkur var að skjóta Birki Ivar ekki í stuð en hann var mjög góður í þessum leik og varði mikið úr dauðafærum. Vörnin var samt örugg- lega ekki upp á sitt besta hjá þeim gegn okkur. Vandamálið hjá okkur í þeim leik var að alltof margir af mínum mönnum spiluðu illa.“ Alfreð var hrifinn af sóknarleik Haukanna í þessum leikjum og telur sóknina vera þeirra helsta styrkleika. „Haukarnir hafa verið að sýna það að þeir geta leikið alveg ágætis sóknarbolta. Þegar varnirnar gefa þeim færi á að leika sinn bolta eru þeir verulega skæðir. Þetta er ágætis lið. Þeir spila skynsamlega sókn og taka sér góðan tíma í stað þess að losa of snemma," sagði Alfreð og bætti við að liðið væri ekki í nægilega góðum málum ef Pauzuolis næði sér ekki á strik. „Það er í raun ekki mikið um skyttur ef hann skorar ekki. Þá geta andstæðingarnir spilað mun þéttari 6/0 vörn á Haukana." Hrækt á leikmenn Heimavöllur Vardar er einn sá alræmdasti í Evrópu en þar komast áhorfendur upp með að ótrúlegustu hluti. Leikmenn mega þola það sé hrækt á þá í tíma og ótíma, ásamt því að alls kyns aðskotahlutum er iðulega fleygt inn á völlinn. Svo eiga þeir engan Þorgrím Þráinsson í Makedóníu og starfsmenn íþróttahússins kippa sér ekki mikið upp við það þótt meirihluti áhorfenda strompreyki meðan á leik stendur. Margir hafa líkt því við helvfti að leika þarna og því má fastlega búast við að róður Hauka verði þungur. All'reð segir að þrátt fyrir aðstæður eigi Haukarnir alveg möguleika á að ná hagstæðum úrslitum. „Ef Haukarnir ætla sér að ná góðum úrslitum úr leiknum verða þeir að leika jafn vel og þeir gerðu gegn okkur á Ásvöllum - og hugsanlega betur. Þeir verða líka að gera sér grein fyrir því að það verður allt á móti þeim í leiknum. Ef þeir standast pressuna og hávaðann í hús-inu eiga þeir alveg að geta náð sigri. Á góðum degi eru þeir ekki með síðra lið en Makedónarnir. Því má samt ekki gleyma að þetta gríðarlega erfiður völlur heim að sækja. Það er öllu lauslega fleygt af áhorfendabekkj- unum; sígarettustubb um, mynt og fleira. Svo eru áhorfendur óhræddir við að hrækja á báða bóga. Sem betur fer er þó búið að byggja yfir varamannabekkinn þannig að leikmenn þurfa ekki að sitja þar lengur með regnhlíf," sagði Alfreð og hló dátt. Haukarnir eiga fullt erindi í keppnina Akureyringurinn sterki er á því að Haukarnir eigi fullt erindi í slfka keppni og hann segir það mikilvægt fyrir íslenska boltann að eiga lið í Evrópukeppni. „Þeir eiga tvímælalaust erindi í þessa keppni og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að taka þátt í þessari keppni og örugglega gaman fyrir leikmennina sem fá mikla reynslu sem kemur þeim bara til góða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.