Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAQUR 29. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Einar Lee hefði ekki þurft að missa sjónina. Hann tók ekki lyfin sín við syk- ursýki, þrátt fyrir að vita að það leiddi til blindu. Hann er þakkiátur fyrir reynsluna og segir sjónleysið lærdóm. Einar Lee vaknaði upp blindur á öðru auga í febrúar árið 2000. Á þjóðhátíðardaginn sjálfan, sama ár, þegar jarðskjálft- ar skóku jörðina og hundruð flúðu heimili sín, missti hann sjón á hinu auganu. „Síðan hef ég ekki horft yfir íslenska jörð,“ segir Einar, sem nú er þrjátíu og tveggja ára. Æðarnar sprungu í augum Ein- ars og þau fylltust af blóði vegna þess að hann tók ekki þau lyf sem hann þurfti á að halda við sykur- sýki. „Ég vissi að ég yrði blindur ef ég fylgdist ekki vel með blóð- sykrinum og tæki lyfin reglulega. Þetta er að öllu leyti sjálfum mér að kenna - ekki læknum eða ein- hverjum öðrum - þetta eru mínar eigin misgjörðir,“ segir Einar, nú þremur árum seinna. „Ef ég hefði tekið lyfin væri ég væntanlega ekki í þessari stöðu í dag.“ „Ég veit að það er erfitt íyrir aðra að skilja þetta“, segir Einar. Söguna má rekja aftur til ársins 1986, þegar Einar var 15 ára og greindist með sykursýki. Ég var skammt frá því að detta niður dauður og hefði eflaust gert það ef mér hefði ekki verið komið á spítala. Fyrst gekk þetta vel, ég tók lyfin reglulega, en það er erfitt fyrir 15 ára krakka þegar við hann er sagt að hann megi aldrei aftur borða nammi og ég var hræddur við þessar risastóru sprautur sem mér var sagt að ég þyrfti að sprauta mig með reglulega næstu 50 árin.“ Afneitaði sjúkdómnum Einar gifti sig 23 ára, en sam- bandið gekk illa og endaði með skilnaði ári síðar. „Þá hófst hjá mér einhvers konar afneitun á lífinu, og þar með sjúkdómnum. Ég gaf bara skít í þetta, hugsaði ekkert um fram- tíðina, var mikið á djamminu og hugsaði eiginlega bara um að skemmta mér sem best. Tók einn dag í einu í því að finna út hvað ég gæti gert til að skemmta mér og hugsaði ekkert um afleiðingarnar. Ég fylgdist illa eða ekkert með blóð- sykrinum og lifði í raun eins og ég væri ekki með þennan sjúkdóm. Tók bara lyfin með höppum og glöppum og einhvern veginn - stundum ekk- ert.“ Þetta tók sinn toll af heilsu Einars og fyrir kom að hann féll hreinlega niður. Blóðsykurinn mældist þá 50, en eðlilegt magn er 4-7. Þrátt fyrir það hélt hann sínu striki. „Ég veit ekki hvort það má kalla þetta sjálfseyðingarhvöt. Ég var mjög kærulaus, safnaði miklum skuldum og var hrikalega þunglyndur. Það hefur eflaust spilað inn í,“ segir Ein- ar. I tvö ár lifði hann eins og sjúk- dómurinn væri ekki til. Þáttaskil urðu þegar hann kynntist fyrrver- andi sambýliskonu sinni. „Líf mitt komst í fastari skorður, ég fór að vinna hér og þar, meðal annars hjá Bónusi. og lærði þar mikinn vinnuaga". Þremur árum seinna kom reiðarslagið - afleiðing- ar lífernis hans þessi tvö ár. „Ég er nú algerlega blindur á hægra auga en með 8% sjón á því vinstra." Þessi örlitla sjón senr hann þó hefur er að þakka sjö aðgerðum sem gerðar hafa verið á augunum. „Eftir 4-5 ár verður hún farin líka,“ segir Einar, og reynir að lýsa því fyrir sjáandi manneskju hvernig hann sér. „Það litla sem ég sé er hulið grárri móðu, og ég sé best það sem er í arms- lengd frá mér. I rökkri sé ég alls ekki neitt.“ Blindan er lærdómur „Þegar þetta var orðin staðreynd helltist yfir mig svartnætti. I heilt ár lá ég bara heima og hlustaði á tón- list og hljóðbækur. Það bjargaði mér eiginlega að fara að vinna á vinnu- stofu Blindrafélagsins árið 2001, þar sem ég kynntist fólki og reif mig upp úr þunglyndinu.“ Einar hefur verið öflugur innan Blindrafélagsins. Hann var í at- vinnumálanefnd, stjórn vinnustof- unnar og formaður ungmenna- deildar félagsins. Hann hætti því hann vildi einbeita sér að námi og að komast í starf utan vinnustof- unnar, sem er einhæf pökkun og framleiðsla. „Mér finnst þjóðfélag- ið vera illa upplýst um hvað blindir og sjónskertir geta gert á vinnu- markaðnum. Við þurfum að fá tækifæri til að sanna hvað við get- um.“ Einar hefur sótt um ýmiss konar vinnu, til dæmis tölvuvinnu og símsvörun, en ekki fengið. Hann er enn að leita. „Ég reyni eins og ég get að vera ekki alltaf að pæla í þessari fötlun minni. Ég geri það sem mig langar að gera. Ég er á kafi í golfi, og fólk hreinlega gapir þegar ég segist dútla við að gera við bfla. Laxveiðar eiga líka ákaflega vel við mig og ég stend mig betur þar en félagar mínir. Þeg- ar þeir biðja um kennslu segi ég ein- faldlega við þá að þetta byggist á því að hafa tilfinningu fyrir stönginni, en ekki að stara ofan í vatnið. Mig þyrstir í þekkingu og les mjög mikið. I augnablikinu er ég að lesa heilmik- ið um líf- og lífeðlisfræði. Mér finnst gaman að ræða allt milli himins og jarðar, og vinir mínir kalla mig rök- ræðusjúkling," segir hann og hlær. Hann lítur á blinduna sem lær- dóm. „Lífið byggist allt á því að læra. Þetta er bara einn af lærdómum lífs- ins, og ég sit enn og gapi yfir því sem ég læri á hverjum degi. Ég hef upp- götvað að lífið er svo langt frá því að vera það sem ég hélt að það væri. Þegar ég geng um, til dæmis í Kringlunni, flnnst mér yndislegt að hlusta og sjá ekki neitt. Þá heyri ég í fólki þeytast milli búða til að kaupa nýjustu hlutina og fötin, en það hef- ur runnið svo rækilega upp fyrir mér að allt þetta kapphlaup skiptir ná- kvæmlega engu máli. Það er innri maðurinn, þar er fegurðin. Sjáandi fólk tekur ansi mörgu sem sjálfsögð- um hlut - sem er það alls ekki.“ Lít ekki til baka Það er í raun sami eiginleiki Ein- ars og varð til þess að hann missti sjónina sem hefur komið honum til bjargar og gerir hann að þeirri björtu manneskju sem hann er í dag. Hann horfir einungis fram á við, tekur einn dag í einu og hugsar á hverjum degi um hvað hann geti gert til að líða vel. Þeir sem setja sig í spor hans spyrja hvort hann sé ekki fullur eftirsjár vegna þess sem hann hefur gert sjálfum sér. „Ég er ekki reiður út í sjálfan mig. Þetta er eitthvað sem lífið bauð mér upp á. Ég hef þroskast heilmikið og er ekki sami maðurinn og ég hefði verið ef þetta hefði ekki gerst. Ég er þakklátur fyrir það. Ég lít ekki til baka og hugsa um hvern andskot- ann ég var að pæla. Ég horfi fram á við og gríp þau tækifæri sem mér bjóðast. Stundum er ég dapur, eins og gengur með alla, en ég hef alltof mikið að lifa fyrir; sjálfan mig, vini mína og fjölskyldu. Ef maður ætlar að leggjast í þunglyndi gæti maður alveg eins bara endað þetta líf." brynja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.