Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 3 Hreindýr í gettóum Spurning dagsins Hvernig fagnar þú aðventunni? Erum við vond við útlendinga eða erum við mild að því gefnu að fólk uppfylli viss skilyrði, eins og Út- lendingastofnun heldur fram? Ætli mannúðarsamtök séu með rétt- mæta gagnrýni á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttamanna, eða láta þau bara svona af því að þau hafa ekki kynnt sér raunverulegar að- stæður? Ég veit það ekki. Mér skilst að við séum hér um bil ófáanleg til að veita fólki pólitískt hæli, en það komi fyrir að við veitum þeim tímabundið dvalarleyfl, oftast til eins árs, af mannúðarástæðum. Annað hvort er þessi stefna til kom- in af sparnaði eða ótta við að við fáum skriðuna yfir okkur ef við erum of mild. Ég hef raunar heyrt slúðrað um það að tímabundnu dvalarleyfin vilji oft framlengjast hraustlega, þannig að í raun sé verið að hleypa fólki inn í landið með því skilyrði að það bjargi sér sjálft (atvinnulaust, húsnæðislaust, peningalaust og án sjúkratryggingar) og undir fölsku flaggi þannig að við getum áfram haft orð á okkur fyrir að vera ströng við útlendinga. Farðu heim til Fjarskanistan! Síðan má rífast urn það hvort við hleypum svona fáum inn af því að sáttmálarnir séu túlkaðir of þröngt, eða af því að við búum lengst úti í rassgati og það nenni enginn að koma hingað nema fólk sem búið er að henda út alls staðar annars stað- ar. (Ég man að þegar fréttaflutning- urinn um Shengen-samkomulagið stóð sem hæst var alltaf verið að tala um óæskilega einstaklinga í fréttun- um og í hvert sinn var eins og snúið væri upp á nefið á manni. Óæskileg- ir einstaklingar, hvað er það? Getur kannski verið að ég hafi verið óæski- leg öll þessi ár, alveg án þess að vita af því?) Um ástarbréf afreksmanna Páll Guðmundsson skrifar: Ég býð spenntur eftir að lesa bók Hannesar Hólmsteins um nóbelsskáldið okkar. Megi prófessorinn hafa heila þökk fyrir að ráðast í þetía stórvirki; að skrifa gagn- rýna sögu um líf og starf manns sem mótaði viðhorf og skoðanir þjóðarinnar í svo ríkum mæli á 20. öldinni - og gerir raunar enn. Verk og ævi slíkra manna getur aldrei verið einkamál af- komenda. Hall- dór Laxness varð af verkum sínum opinbér per- sóna - og um slíka menn geta engar launhelgar ríkt. Lesendur Hins vegar er ekki nýtt að deiiur spretti um birtingarrétt á einkabréf- um íslenskra afreksmanna. Fyrir um aldarfjóröungi kom út bókin Bréf til Sólu. Þar gaf Indriði G. Þorsteinsson út í einni bók gömul ástarbréf, ættuð frá Þórbergi Þórðarsyni. Af þessari bók spruttu miklar deilur - sem síð- an hjöðnuðu fljótt. Kannski vegna þess að þau sýndu mennska hlið á Þórbergi; sögðu frá ástinni sem var svo sterkt afl í lífi hans líkt og okkar allra. Sögur afreksmanna eins og Lax- ness og Þórbergs eiga að vera eign þjóðarinnar. Og þeir sem berjast gegn slíku hafa lagt í hólmgöngur við ofurefli, sem vísast er tapað stríð. Guðrún Eva Mínervudóttir bendir á nýja merkingu orðsins hreindýr. Kiallari Útlendingastofnun segir líka að fsland sé opnasta land í Evrópu af því að við flytjum inn vinnuafl. Oft kengmenntað fólk sem er sett í að búa til hrásalat. Svakalega erum við góð. Flytjum inn fólk sem er til í að vinna skítverkin á skítakaupi og það er síðan þrælar vinnuveitandans. Sagaðirðu af þér þumalfingurinn í verksmiðjunni? Leiðinlegt fyrir þig, kallinn minn. Drífðu þig á sjúícra- húsið og farðu síðan bara heim. Já, heirn til Fjarskanistan, eða hvaðan sem þú kernur. Leigubílstjórar hafa þungar áhyggjur af útlendingum Én hvað segir fólkið í landinu? Mér finnst ég varla geta stigið upp í leigubíl um þessar mundir án þess að leigubílstjórinn fari að tala um útlendingavandamálið. Það sé of mikið af þeim og þeir séu of skrítnir á litinp. Svo hef ég líka rekist á glæ- nýja notkun á orðinu hreindýr. Hreindýr? Já, þessar litlu, gulu sem eru alltaf að gera hreint. Hreindýr eru sem sagt útlendingarnir sem vinna skítverkin. Cleaning animals. Erum við ekki sniðug? Samt getum við líka verið indæl. Þegar það koma myndir í blöðunum af bágstöddum fjölskyldum sem á annað hvort að vísa úr landi eða leyfa þeim að skrimta hérna upp á að vera ekki með neitt vesen, streyma kleinur og ullarhosur úr öll- um áttum. Það er auðvitað skiljanlegt að við séum nervus. Við erum ekki vön framandi andlitum. Ég held ég hafi Bogi sjálfur Getur hann ekki snúið aftur til Flugleiða? Boga til Flugleiða Vigfús skrifar: Það er merkileg þessi ritskoðun hjá RÚV gegn Speglinum; nú á að ritskoða þáttinn vegna þess að út- varpsstjóra er illa við gagnrýni á stefnu Bandaríkjanna sem stundum hefur réttilega komið fram í þessurn besta fréttaskýringarþætti sem í boði er í útvarpi. Það má ekki styggja vin hans, kúrekann í Hvíta húsinu, sem fer fram af einskærri grimmd og heimsku í heimsmálum. Þess má geta að vinur Markúsar, Halldórs og Davíðs, G.W. Bush, er að „kenna" öðrum á lýðræðið en var sjálfur kos- inn af minnihluta landa sinna og með góðri hjáp bróður síns á Flór- ída. Ég verð að segja það með Alfreð Þorsteinssyni að það er hálfömur- legt að horfa upp á hvernig einn flokkur er að leggja undir sig þessa annars góðu stofnun, sem við erum öll skylduáskrifendur að. Sjálfstæð- isfólkið og Heimdeflingarnir eru mjög hlutdræg í umfjöllun sinni og sýna oft mjög óvönduð vinnubrögð - ég held að óþarfi sé að nefna öU nöfnin. Getur Bogi ekki aftur farið til vina sinna lijá hinu „samkeppnis- sinnaða" fyrirtæki Flugleiðum - sem raunar er hætt að heita íslensku nafni? Auk þess þarf að leggja niður örugglega verið búin að eiga nokkur afmæli áður en ég sá svertingja af holdi og blóði í fyrsta skipti. Fram að því hafði ég aðallega haft kynni af þeim utan á kápu bókarinnar Blá- menn og vUlidýr. Nervusheitin hafa samt sjaldan verið jafn sýnileg og hér um árið þegar fyrsta sígaunafjöl- skyldan hætti sér til fslands. Þau komu með Norrænu, ef ég man rétt, lögðu húsbílunum í Laugardalnum og sfðan varð allt vitlaust. Það var eins og kakkalakki hefði fundist á skurðstofu. Börnin hlógu framan í myndavélarnar, höfðu aldrei fyrr vakið athygli heillar þjóðar. The Very lcelandic Way Nei, auðvitað erum við ekkert verri en aðrir, en kannski er kominn tími til að við sættum okkur við að við erum að verða alvöru samfélag með alls konar fólki, að við þurfum að hleypa hingað útlendingum, þótt einhverjir þeirra séu mögulega með kakkalakka í farangrinum, og að kannski ættum við að vanda verkið. Ekki að láta allt danka the very Icelandic way án þess að undirbúa nokkuð en ætla síðan að redda því á síðustu stundu. Við erum til dæmis á góðri leið með að búa til gettó í Breiðholtinu og þar eru sérstaklega viðkvæmir unglingarnir sem komast aldrei almennilega inn í skólakerfið, fá síðan hvergi vinnu og eru eigin- lega í sömu hættu og sprautufíklar að verða undir í samfélaginu. Og um síðustu áramót voru sett lög um að allir þyrftu að hafa að baki að minnsta kosti 150 stundir í ís- lenskukennslu til að eiga séns í ótímabundið dvalarleyfi (græna kortið). En hvað ef þú býrð á Pat- reksfirði og þar er enginn kennari? Og hvað er átt við með stund? Kennslustund? Klukkustund? Ég vona bara að útlendingarnir séu orðnir nógu góðir í íslensku til að átta sig á muninum. stöðu útvarpsstjóra svo að Markús geti einbeitt sér að sínum hægri skrifum íVesturbæjarblaðið. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fullur eftirvæntingar "Með eftirvæntingu, vegna þess sem koma skal. Hans sem er Orðið sem varð hold og bjó með okkur, fullur náðar og sannleika. Þess vegna er ástæða til að vera fullur eftirvæntingar." Sigurbjörn Þorkelsson, framkv.stj. Laugarneskirkju. “Ég ætla að setja jólatréð upp um helg- ina og skreyta allt heimilð, bæði hætt og lágt. Síðan að fyllast jólagleði i hjarta og vera þannig allan desembermánuð." Lilja Bjarnadóttir, kaupmaður. "Með gleði og brosi. Annas ætla ég að sitja um helgina á fundi slysa- varnarfélags- ins norður á Akureyri og hluti afjóla- gleðinni er að menn passi sig á að aka ekki eftir jólaglöggina." Reynir Arnórsson, Djúpavogi. "Aðventunni fanga ég með því að fara í fjölskylduboð; með gleði í hjarta og brosi á vör." Magnús Einarsson, fasteignasali. "Með kossum. Ég ætla að kyssa manninn minn aðventu- kossinum sem er miklum mun hlýlegri en kossarí annan tima." Theódóra Sveinbjörnsdóttir, bóndi. Aðventan gengur í garð um helgina - og nú er jólagleðin að hefjast Veqleat ritverk um stórbrotna tíma í sögu þjóðarínnar JPV ÚTGÁFA www.j pv. is TILBOÐSVERÐ TIL AHAMOIA ÖLDIIU ÖLL í EIIUU BIIUDI Saga umbrotamestu tíma lands og þjóðar, sem hefur áður komið út í þremur bindum, hefur nú verið sameinuð í eitt veglegt verk. 1.306 blaðsíður • 5.000 Ijósmyndir „Stórglæsileg ... einkar læsileg. Jón Þ. Þór / MORGUNBLAÐIÐ „Mikiil fróðleikur ... einstaklega vel heppnuð. MORGUNBLAÐIÐ „Stórkostlega skemmtilegt og vandað ritsafn. Jón Svanur Jóhannsson VIDSKIPTABLAÐIÐ VERÐ FRAl.JANUARkr. 12.980 (Leiðbeinandi útsöluverð)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.