Helgarblaðið - 07.02.1992, Síða 7

Helgarblaðið - 07.02.1992, Síða 7
Helgar 1 blaðið Of snemmt að gagnrýna Þorkell Helgason, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, sagði að of snemmt væri að gagnrýna niðurskurðinn þar eð hann lægi ekki endan- lega fyrir. Ekki væri búið að ákveða hvað gert yrði við safnliðinn svo kallaða, þ.e. þær 500 miljónir sem greiða á til baka af flata nið- urskurðinum. Hann sagði að ráðuneytið væri að fara yfir spamaðarhugmyndir spitalanna og að þar kæmi margt ágætt í ljós. Þorkell viðurkenndi að sumar tillögur fælu í sér samdrátt í bækl- unarlækningum, en þá væri ekki gert ráð fyrir peningum úr saín- liðnum. „Við vitum að þessi hætta er fyrir hendi en auðvitað förum við þannig í gegnum þetta að fyrst tökum við spamaðarleiðimar sem ekki leiða til skerðingar á þjón- ustu,“ sagði Þorkell. „Það er auð- vitað ekki skynsamlegt að spara eyrinn núna og kasta krónunni á næsta ári,“ sagði Þorkell um þann kostnað sem hlýst af því að spara bæklunarlækningar og endurhæf- ingu. Hann sagði að ekki væri víst hvort safnliðurinn dygði til þess að ekki þyrfti að koma til niðurskurð- ar á þjónustu. Það yrði bara að koma i ljós. Hann viðurkenndi líka að sú hætta væri fyrir hendi að spítalar reyndu að auka sértekjur sinar, sem aftur myndi auka kostnað Tryggingastofnunar. Þó benti hann á að slíkt gæti fækkað innlögnum og sparað þjóðfélaginu á þann hátt. „Við gemm okkur grein íyrir þessu, en stofnunum hættir nú líka til að mála skrattann á vegginn," sagði Þorkell. Ráðuneytið ætlar sér tíma til 15. febrúar til að fara yfir tillögur spít- um króna sem átti að veija til sam- alanna og til að útdeila 500 miljón- einingar Landakots og Borgarspít- unum og einnig þeim 250 miljón- ala. Það mál er alveg ófrágengið. skipulagslaust ur á einum stað í heilbrigðiskerfinu veldur oflast auknum kostnaði ann- arsstaðar og því er spamaður oft enginn ef á heildina er litið,“ segir í yfirlýsingunni. Þorvaldur Veigar sagðist líta það mjög alvarlegum augum að til stæði að draga úr bækl- unaraðgerðum og endurhæfingu - en hvorttveggja spararþjóðfélaginu fé samkvæmt fjölda rannsókna. Vandi spítalanna er hinsvegar sá að velja verður á milli þess að skera niður þessa þjónustu eða bráðaþjón- ustuna. Minni endurhæfing Dæmi um spamað sem verður dýrari þegar til lengri tíma er litið er niðurkurðurinn og breytingamar á Grensásdeild Borgarspítalans. Grensás er endurhæfmgardeild og ásamt bæklunardeildum spítalanna liggur hún best við spamaði. Það er hinsvegar dýrara fyrir þjóðfélagið í heild sinni því skjótur bati þessara sjúklinga sparar þjóðfélaginu miklar fúlgur. A Grensásdeild em 60 rúm. Nú stendur til að flytja 19 sjúklinga af Heilsuvemdarstöðinni þangað og síðan að flytja sjúklinga af Hvíta- bandinu á Heilsuvemdarstöðina. Hvítabandið nýtist síðan Geðdeild- inni sem sparar sér dýrt leiguhús- næði. Þannig sparast eitt útibú og kemur það fram sem spamaður Borgarspítalans í ár. Áhrifin em margvísleg og benti Sigrún Knúts- dóttir, formaður starfmannaráðs Borgarspítalans, á að á undanföm- um ámm heföi Heilsuvemdarstöð- inni verið breytt á þann veg að hún líktist meira heimili en sjúkrastofn- un, enda mest langlegusjúklingar þar. Margir þeirra sjúklinga þurfa að færa sig um set á miklu sjúkralegri stofnanir, fólk sem bjóst við að ljúka ævidögum sínum á Heilsuvemdar- stöðinni. Þetta er ekki skemmtileg spamað- arleið en öllu alvarlegra er það með Grensásdeildina. „Það stendur sem sagt til að minnka deildina um þriðjung," sagði Einar Már Valdimarsson, taugasér- ffæðingur á Grensásdeild. „Við skiljum ekki með nokkm móti að það sé spamaður að því að hálflania Grensásdeildina. Okkur virðist þetta brjóta gjörsamlega í bága við mark- miðið sem á að vera spamaður í heilbrigðiskerfinu. Eg held að end- anleg niðurstaða verði sú að Borgar- spítalinn framleiði fleiri hjúkmnar- sjúklinga. Þannig að það er enginn spamaður í þessu fyrir þjóðfélagið. Þvert á móti tapar þjóðfélagið á þessu. Okkur er þetta algerlega óskiljanlegt og það hefur enginn ffá þessari deild verið haföur með í ráð- um. Það má vera ljóst að spara megi í krónum fyrir Borgarspítalann með því að skera niður starfsemi og fækka deildum, en þjóðfélagið spar- ar ekkert á því. Spítalinn myndi spara langmest með því að loka al- veg og fá í staðinn eignarhlut í Is- lenskum aðalverktökum," sagði Ein- ar Már. Lengri legutími Hann sagði að flestir á deildinni væm heilablóðfallssjúklingar, þá sjúklingar sem orðið heföu fyrir slysi eða skaða á heila eða tauga- kerfi og loks þeir sem kæmu í end- urhæfmgu eftir ýmisskonar beinbrot. Einar Már sagði að sýnt heföi verið ótvírætt fram á það með rannsókn- um að batahorfur þessara sjúklinga yltu á því að þeir fengju virka og al- hliða endurhæfingu, helst strax á fyrsta degi. Hann benti á að á Grens- ásdeildinni væri sérhæföur hópur fólks sem fylgdist með sjúklingum frá því þeir kæmu á bráðavakt á Borgarspítalanum og þangað til eflir að þeir væm famir heim. Heilablóð- fallssjúklingar þurfa ofl iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og talþjálfun og því fyrr sem hafist er handa því betri verður árangurinn og því betri sem árangurinn verður því minni kostn- aður fyrir þjóðfélagið. Margir sjúk- linganna verða aftur nýtir þjóðfé- lagsþegnar. Einar Már sagði að ef þrengt yrði að deildinni væri ljóst að ekki yrði hægt að flytja þessa sjúklinga strax af slysadeild upp á Grensásdeild. Því myndi hópur þeirra safnast sam- an á langlegudeildinni á Borgarspít- alanum án þess að fá eins virka end- urhæfingu. Þannig myndu þessar spamaðaraðgerðir ekki stytta legu- tímann á spítalanum, auk þess sem batahorfur sjúklinganna versnuðu og kostnaður þjóðfélagsins ykist. Borg- arspítalinn gæti hinsvegar sparað nokkrar krónur í ár - enda væri hon- um skylt að gera það. Alþingi heföi þegar samþykkt fjárlög. Tilfærslur innan ríkisins Önnur leið sem verður farin til að ná fram spamaði er að auka sértekj- ur. Þannig ætlar Borgarspítalinn til dæmis að ráða tvo sjúkraþjálfara sem munu taka fólk utan úr bæ í þjálfun og greiðslur Tryggingastofn- unar fyrir það munu renna til spítal- ans. Spamaðurþjóðfélagsins af þessu verður enginn. í heild ætlar Borgarspítalinn að auka tekjur sínar um tæpar 30 miljónir króna á þenn- an hátt og fækka þannig 200 miljón- unum sem spítalanum er gert að spara. Með þessu gætu til dæmis biðlist- ar í sjúkraþjálfun styst. En á meðan myndu biðlistamir lengjast á bækl- unardeildinni, svo dæmi sé tekið. Þetta lýsir því hvemig flati niður- skurðurinn leiðir til þess að hver reynir að bjarga sér. Sjúkrahús úti á landi munu senda sjúklinga í aukn- um mæli til stóm spítalanna í Reykjavík. Þó sagði Þorkell að spít- alinn á Siglufirði segðist geta sparað án þess að senda fólk suður. Reykja- víkursjúkrahúsin reyna að hagræða, til dæmis með því að fá auknar tekj- ur ffá Tryggingastofnun ríkisins. Endastöðin er svo Landspítalinn, en þar hafa enn ekki verið teknar ákvarðanir um hvemig eigi að mæta niðurskurðinum. Búið er að ákveða almennan niðurskurð sem á að skila 100 miljónum þó að Þorvaldur Veigar telji erfitt að ná þetta miklum spamaði. Þá em eftir 300 miljónir króna. Stjómamefnd Ríkisspitala telur sig ekki geta tekið ákvörðun fyrr en búið er að ganga ffá því hvað verður um bráðaþjónustu Landa- kotsspítala sem leggja á niður. Þorvaldur Veigar sagði að Land- G. Pétur Matthíasson skrifar spítalinn gæti ekki tekið við þessu án aukinnar fjárveitingar og sama sagði Sigríður Snæbjömsdóttir hjúkrunarforstjóri um Borgarspítal- ann. Hún sagði að eflaust væri hægt að spara með því að sameina bráða- þjónustuna en að það yrði ekki gert nema til kæmi fjámiagn til að auka starfsemina á Borgarspítalanum. Hún benti á að nú væri hvert rúm skipað, auk þess sem búið væri að koma upp aukagjörgæslu á öðmm deildum spítalans. Þá vantaði tæki og tól til að hægt væri að sinna auk- inni bráðaþjónustu. Aukafjárveiting til spítalanna vegna þess hlýtur að mirmka spamaðinn af því að skera Landakotsspítalann niður um 38 prósent. Sigríður sagði að í sjúkrahúsmál- um væri erfitt að vera að hugsa ein- ungis vikur eða mánuði ffam í tím- ann. Líftími ríkisstjóma væri auk þess of stuttur. „Það verður að hugsa að minnsta kosti fimm ár fram í tím- ann,“ sagði hún. Hagræðingu tekur nokkuð langan tíma að ná fram. Sigríður sagði að nú væri reynt að herða sultarólina sem ffekast mætti, til dæmis með því að gera starfsfólk meðvitaðra um kostnað, reyna að nýta fólkið á sem bestan hátt, taka upp breytta þjónustu með til dæmis fimm daga deildum. Þá sagði hún að reynt væri að fara þá leið að skipuleggja vem sjúklings á spítalanum þannig að sem minnst yrði um dauðan tíma. „Þetta hefur leitt til mikils spamaðar víða erlendis,“ sagði Sigriður. Hún taldi hinsvegar, likt og flestir aðrir sem Helgarblaðið ræddi við, að þessi spamaður yrði ekki tímabund- inn einsog ráðamenn heföu á orði. „Það verður örugglega klipið meira af okkur en mögulegt er áffam," sagði Sigríður. Hún taldi vænlegra að fara aðrar spamaðarleiðir, svo sem að auka heimahjúkrun sem gæti stytt legutímann á sjúkrahúsunum. Þorvaldur Veigar benti hinsvegar á að hagræðing heföi átt sér stað hin síðustu ár sem heföi leitt til styttri legutíma hvers sjúklings. Kosmaður heföi hinsvegar aukist vegna þess að spítalamir sinntu fleiri verkefnum, til dæmis hjartaaðgerðum. í þeim aðgerðum er fólginn spamaður fyrir þjóðfélagið því það er ódýrara að gera þær hér á landi en að senda fólk til útlanda. Auk þess benti hann á að við hagræðingu á Landspítalanum ykist kostnaðurinn. Vegna þess að í hagræðingu felst að legutíminn er styttur og spítalinn ræður þannig við fleiri sjúklinga en ella, og hann bætti því við að fyrstu dagamir væm dýr- astir. Sjúklingamir á spítölunum em þar af leiðandi veikari en áður og þurfa meiri þjónustu og dýrari, sagði Sigrún. Þannig að því hagkvæmari sem spítalinn er, því dýrari verður hann sjálfur þótt kostnaður þjóðfé- lagsins minnki fyrir vikið. Heilsugæslan Heilbrigðisráðuneytinu hefur ver- ið gert að spara á fjórða miljarð króna í ár með flata niðurskurðinum og öllu. Þar í er til dæmis lyfjakostn- aðurinn sem frægur er orðinn. A sjúkrahúsunum er um að ræða flatan niðurskurð upp á 700 miljónir króna, auk um 400 miljóna króna niðurskurðar á Landakoti, og niður- skurðar á St. Jósefsspítala og fleiri spítölum út á landi. I spamaðarskyni var lagt á 600 króna gjald fyrir heimsókn á heilsu- gæslustöð, auk hækkunar á ýmsum öðmm gjöldum. Katrín Fjeldsted er læknir á Heilsugæslustöðinni í Foss- vogi. Hún var ekki viss um að þetta myndi leiða til nokkurs spamaðar. Hún benti á að heilsugæslustöðin þyrfti að verða sér úti um sjóðvél og beina línu við greiðslukortafyrirtæk- in. Þetta þýddi mjög aukna vinnu hjá ritumnum og væri þröngt fyrir. Þá sagði hún að þessi breyting hlyti að kalla á endurskoðun á launum rit- aranna sem nú ynnu líkt og gjaldker- ar án þess að fá greitt gjaldkerakaup. Auk þess bjóst hún ekki við að það væri hægt að bjóða ritumnum upp á svona mikið vinnuálaga nema í stuttan tíuma. Þótt nú gilti ráðninga- bann hlyti að koma að því að bæta þyrfti við stöðum. Þá væri spamað- urinn af því að taka upp þetta gjald orðinn hæpinn. Katrín benti einnig á í því sam- bandi að ekki ætti að ráða afleys- ingalækna, sem þýddi að ef til vill 300 læknisheimsóknir þyrffu að dreifast á hina læknana. Þeir gætu ekki tekið við öllu þannig að einhver hópur færi til sérffæðinga sem væri dýrara, og sumir létu vera að koma. Þá tapaði stöðin gjöldunum sem ættu að renna í reksturinn, þannig að heildartapið gæti orðið jaftimikið og laun afleysingalæknis. ,JÉg er mest hissa á því að fólk skuli ekki bera sig verr út afþessu,“ sagði Katrín sem taldi ekki að heim- sóknum heföi fækkað. Hinsvegar gerir gjaldið henni erfiðara fyrir sem lækni því henni finnst læknisftæði- lega rétt að biðja fólk að koma aftur og láta athuga sig en það kostar þá aukagjald. Líklegt er að fólk spari það við sig, en þá gætu veikindi ef til vill tekið sig upp aftur og orðið þjóðfélaginu dýrari. Starfsfólkið Sigrún Knútsdóttir sagði að spam- aðurinn fæli ekki annað í sér en til- færslu fjármuna og þannig væri þjóðhagslegur spamaður enginn. Hinsvegar heföu fulltrúar starfsfólks í stjóm Borgarspítalans samþykkt spamaðarhugmyndimar vegna þess að það gæti ekki hlaupist undan ábyrgðinni og heföi því reynt að hafa sín áhrif til þess að niðurskurð- urinn yrði sem sársaukaminnstur. Hún sagði að þetta yrði verulegur skellur fyrir starfsfólk sem yrði af launum, auk þess sem álagið ykist. Hún sagði að það væri rangt að allt starfsfólk spítalans heföi boðist til að taka á sig kjaraskerðingu. Nokkr- ir sérfræðingar heföu verið tilbúnir til þess en þeir heföu flestir aðra tekjumöguleika á stofum úti í bæ. Hún taldi heldur ekki að um skammtímalausnir væri að ræða og taldi að með skerðingu á bæklunar- og endurhæflngardeildum væri farið mörg ár aftur í tímann. Þá heföi nið- urskurðuri.in þau áhrif að ekki væri hægt að kaupa tæki sem kostuðu að visu mikið í upphafi en spömðu peninga þegar til lengri tíma væri litið. Hún nefndi sem dæmi tæki til smásjáraðgerða vegna bijóskloss og tæki til að vinna á gallsteinum. Niðurstöðuna sagði hún vera þá að starfsfólk væri uggandi um sjálfl sig, uggandi um að það yrði að veita minni þjónustu og verri vegna auk- ins álags. Það er greinilega álit þeirra sem vinna innan sjúkrastofnana að niður- skurðurinn verði lítill sem enginn þegar upp er staðið. Hann muni valda kostnaði í sumum tilvikum og teQa fyrir bata sjúklinga í öðrum, auk þess sem hann sé skref aflur- ábak út frá læknisfræðilegu sjónar- miði. Föstudagurinn 7. febrúar

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.