Helgarblaðið - 07.02.1992, Page 8
Helgar 8
blaðið
Kynþátta-
hatur vex í Svíþjóð
Innflytjendur í Svíþjóð hafa
að undanfornu orðið fyrir
miklu aðkasti, árásum og jafn-
vel morðtilraunum upp á síð-
kastið.
Á annan tug morðtilrauna hafa
verið gerðar í Stokkhólmi og ná-
grenni þar sem fómarlömbin em
þeldökkir innflytjendur.
Lögrelgan hefúr komist að því
að í fimm tilfellum hið minnsta
hafi sama eða sams konar skot-
vopn verið notað og benda líkur
til þess að um einn tilræðismann
sé að ræða, eða lítinn hóp manna
sem nota sama vopnið. Rann-
sókn lögreglunnar beinist eink-
um að ofstækisfullum hægri-
samtökum og hópum sem berj-
ast sérstaklega gegn innflytjend-
um.
Á sama tíma og kynþáttahatur
vex með sífellt meira ofbeldi
fjölgar einnig mótmælagöngum
þeirra sem vilja veija innflytj-
enduma. Þeir kreQast þess að
stjómvöld grípi til aðgerða til að
tryggja öryggi innflytjenda og
þyngi viðurlög við ofbeldisverk-
um.
Hundrub Svía hafa ab undanförnu mótmælt vaxandi of-
beldi i garö innfiytjenda.
/
Ukraína
breytir ekki
klukkunni
Talsvert hefur verið um það síðan Sam-
veldi sjálfstæðra ríkja var stofnað á rústum
Sovétríkjanna að Úkraína og Rússland hafl
verið með hálfgert hnútukast hvort í annað,
svona til að sýna sjálfstæði sitt.
Um daginn neitaði Úkraína að fylgja fordæmi
Rússa og flýta klukkunni um eina klukkustund.
Það leiddi hins vegar til mikillar ringulreiðar,
a.m.k. á flugvöllum, því farþegamir reiknuðu
með því að Moskvu-tíminn gilti, enda er miðað
við hann í farseðlunum.
Sjálfstæðisbröltið hefiir sumsé ýmsa fylgi-
kvilla.
Bölmódur í banda-
rísku efnahagslifi
„ Sjúklegt ofstæki í efna-
hagsmálum er orðið að
vana í Bandaríkjunum. Und-
anfarin 20 ár hafa Banda-
ríkin horft á önnur ríki, að-
allega Japan, nálgast for-
ystu þeirra í lífskjörum og
kvartað mestallan tímann. “
Bandaríkjamenn hafa um
þessar mundir miklar
áhyggjur af ástandi efha-
hagsmála vestur þar.
Stjórnvöld draga upp ákaf-
lega dökka mynd af
ástandinu og búa þjóðina
undir þrengingar.
Vandinn sem George Bush for-
seti og stjóm hans standa frammi
fyrir er vissulega mikill og ekki
bætir úr skák að í nóvemberbyijun
fara fram forsetakosníngar í land-
inu. Forsetanum er því mikið í
mun að grípa til skjótvirkra ráð-
stafana og að fá fólk til að trúa því
að tíðin fari brátt batnandi.
íslensk fyrirmynd?
Það er eins og maður hafi ein-
hvem tímann heyrt bölmóðinn áð-
ur sem nú ríður yfir í bandarísku
samfélagi. Ekki ósvipaður áróður
hefúr dunið á eyrum okkar Islend-
inga um nokkurra mánaða skeið,
eða allt frá því að stjómarskipli
fóm fram hér síðastliðið vor.
Söngurinn um erfitt árferði og
Árni Þór Sigurösson
skrifar
nauðsyn róttækra aðgerða í efna-
hagsmálum er oft sunginn til að
skapa betri sóknarfæri, skapa betri
stöðu gagnvart gagnrýninni.
Stjómvöld hvar sem er í heiminum
nota iðulega þetta ráð til að búa
þjóð sína undir áföll og erfiðleika,
telja úr henni allan kjark þannig að
þau geti síðan óáreitt farið sínu
fram. Þetta er okkur ekkert nýtt.
Nú er að vísu margt rétt um erf-
iðleikana í bandarísku efnahagslífi.
Þó er það svo að margir sæmilega
virtir aðilar vilja gera minna úr erf-
iðleikunum en stjómvöld. Þannig
fjallar breska vikuritið The Econ-
omist nýlega um sjúklega ofstæk-
ishyggju Bandaríkjamanna undir
titlinum „Sam, Sam, the paranoid
man“. Þar er sú skoðun sett fram
og rökstudd að vandinn í banda-
rísku efnahagslífi sé í raun ekki
eins mikill og af er látið og ef til
vill aðeins sá að þjóðina vantar
leiðtoga.
Ræðu, sem Bush hélt þjóð sinni
fyrir skemmstu og átti einvörð-
ungu að fjalla um innanríkismál,
var beðið með mikilli eftirvænt-
ingu. Almennt var búist við að
hann myndi þar kynna ítarlega
efnahagsáætlun en það fór á annan
veg. Flestir fréttaskýrendur eru
sammála um að ræðan hafi verið
ótrúlega innihaldsrýr og fæstir orð-
ið nokkm nær um við hveiju mætti
búast.
I leiðara The Economist segir
m.a.: „Sjúklegt ofstæki í efnahags-
málum er orðið að vana í Banda-
ríkjunum. Undanfarin 20 ár hafa
Bandaríkin horfi á önnur ríki, aðal-
lega Japan, nálgast forystu þeirra í
lífskjörum og kvartað mestallan
timann.“ Tímaritið heldurþví fram
að undanfama mánuði hafi óttinn
við ástandið í efnahagsmálum og
kannski sérstaklega við uppgang
annarra ríkja, verið að ágerast og
að kröfumar um að eitthvað verði
aðhafst muni e.t.v. að þessu sinni
leiða til þess að eitthvað verði gert
- „og að öllum líkum verður það
afturkippur“ segir þar.
Efnahagsbatinn
augljós
Neyðarpakki í ríkisfjármálum til
að hleypa nýju blóði í efnahagslíf-
ið, staðfastari stefna í viðskipta-
málum, einkum gagnvart Japan, og
nýjar leiðir til að byggja upp iðn-
aðinn eru meðal atriða sem búast
má við að gripið verði til. „Þessi
og önnur falsúrræði em ekki ein-
göngu eitthvað sem þrýstihópar í
Washington hafa komið fram með.
í ársbyrjun 1992 em ógnvænlegar
líkur á að þau verði reynd. Þess
vegna er mikilvægt fyrir Bandarík-
in að skoða gaumgæfilega raun-
vemlegan styrk og veikleika efna-
hagslífsins og hugsa vandlega um
rétt markmið í stjórn efnahags-
mála,“ segir The Economist. Þetta
eru nokkuð þung orð en sennilega
öll í tíma töluð. Það er bent á að
margvísleg teikn séu á Iofii um að
efnahagslægðinni sé lokið eða
senn að ljúka, það sjái að minnsta
kosti þeir sem vilja. I þvi efni megi
vitna til nýlegra talna um bygg-
ingaframkvæmdir, verðlag á hluta-
bréfamarkaði, framboð á pening-
um, spamað og margar fleiri mik-
ilvægar vísbendingar. Ennfremur
megi benda á að dollarinn sé nú að
jafna sig og það eitt sé merki um
að íjármagnsmarkaðurinn hafi þef-
að uppi efnahagsbatann.
Þingið og forsetaembættið munu
nú vera að undirbúa að leggja á
hilluna áform um að örva efna-
hags- og atvinnuiífið með skatta-
lækkunum og aukningu opinberra
útgjalda en slík stefnubreyting
hlýtur að þurfa marga mánuði til
að ná tilætluðum áhrifum á fram-
leiðslu og vinnumarkaðinn. Fjár-
iagahallann, sem er á þessu ári
áætlaður 350 miijarðar dollara, átti
að laga með einhveijum svona að-
gerðum en Bush getur með engu
móti hugsað sér að hverfa frá lof-
orðum sínum um að hækka ekki
skatta. Þótt ýmislegt kunni að hafa
farið aflaga í bandarísku efnahags-
lífi standa Bandaríkjamenn að
mörgu leyti vel að vígi. Vandamál-
ið sem glíma þarf við í ríkisfjár-
málum er ekki nauðsynlega fjár-
lagahallinn sem orsakast af efna-
hagslægð eða öðrum slíkum
skammtímaþáttum. Það er hinn
viðvarandi halli, sem er aðeins lít-
ill hluti þessara 350 miljarða, sem
brýnt er að taka á. Utflutnings-
framleiðsla Bandaríkjanna hefur
tvöfaldast á síðustu 5 árum. Ut-
flutningur annarra iðnríkja hefur á
sama tíma aukist um fjórðung.
Þannig hefur hlutur Bandaríkjanna
í heildarútflutningsframleiðslu
OECD-ríkja aukist úr 14% árið
1987 í 18% á síðasta ári. Lækkun
dollarans, frá miðjum síðasta ára-
tug, hefúr að sjálfsögðu hjálpað til
en einnig sú staðreynd að fram-
leiðni í bandarísku efnahagslífi er
ein sú mesta sem þekkist. I heild-
ina tekið er ffamleiðni tvisvar
sinnum meiri í Bandaríkjunum en
Japan. Þessum staðreyndum er að
sönnu ofi mætt með þeim rökum
að Japanir og ýmsar aðrar Asíu-
þjóðir nálgist Bandaríkin óðfluga.
Það er út af fyrir sig rétt - en
hveiju skiptir það? Er ekki eins
líklegt að það muni ffekar örva
bandarískt efnahagslíf og Ieiða til
ódýrari framleiðslu þar, neytend-
um til hagsbóta?
Vanmóttur
og getuleysi
The Economist bendir á að ein
af megin hindrunum í efnahagslíf-
inu sé vanmáttur stjómvalda til að
hemja lántökur. Með því að flýta
sér um of með óþörfúm skamm-
tímaaðgerðum sé hætt við að lang-
tímavandinn aukist. Einkennilega
eyðslusöm heilbrigðisþjónusta,
réttarreglur sem í raun virka sem
þung skattbyrði á atvinnulífinu og
menntakerfi sem skilar alltof
mörgum bömum óvinnufærum út
á vinnumarkaðinn. Þetta em verk-
efni sem stjómmálamenn þurfa að
takast á við. Timaritið segir að
tvær bestu leiðimar til að örva fjár-
festingar séu að ná tökum á fjár-
lagahallanum og lækka verðbólgu.
Hins vegar telji bæði þingið og
forsetaembættið að fyrra markið
hafi óhagstæð áhrif á framleiðsl-
una og það seinna sé óraunhæft.
The Economist endar frásögnina af
efnahagsmálum í Bandaríkjunum
með þessum orðum: „Bandaríkin
þurfa nú á að halda forseta sem
getur bmgðist af stillingu við hin-
um misskilda dmnga með tillögum
sem skila hagvexti til lengri tíma
litið. í staðinn hafa þau herra
Bush, sem hefúr hörfað í óðagoti
og gerir hlutina verri en þeir em.“
Enda er það að koma æ betur í
ljós að þeir stjómmálamenn sem
eitthvað geta í Bandaríkjunum em
afskrifaðir vegna þess að þeir hafa
einhvem tíma verið í slagtogi við
kvenmann. Hinir sem em nógu
miklir ræflar til að hafa aldrei að-
hafst neitt komast hins vegar áfram
- og passa síðan upp á að stjóm-
málaumræðan snúist ekki um al-
vöm stjómmál heldur einhverja af-
þreyingu sem engu máli skiptir.
George Bush getur hlaupiö sér til heilsubótar. En getur hann not-
ab efnahagsbatann i Bandarikjunum sér til framdráttar e&a ætlar
hann a& láta allt reka á reiáanum?
Föstudagurinn 7. febrúar