Helgarblaðið - 07.02.1992, Síða 24

Helgarblaðið - 07.02.1992, Síða 24
Helgar 24 blaðið Kalli og Kobbi Þögn Moggans Fréttaflutningur Morgunblaðs- ins af niðurstöðum skoðanakönn- unar DV um fylgi stjónmálaflokk- anna hefur valdð athygii manna. DV birti niðurstöðumar á mánu- dag og ljósvakamiðlamir sömuleiðis og dagblöðin strax daginn eftir - nema Mogginn. Það var ekki fyrr en í gær, fimmtudag, sem stærsta blað landsins birti fréttina. Hún var þó ekki á fréttasíðu, eins og halda mætti, heldur falin innanum kvik- myndaauglýsingar. Ef til vill hefur það haft áhrif á fféttamat Mogga að fylgi ríkisstjómarinnar hefiir aldrei mælst minna, né heldur fylgi stjóm- arflokkanna. Bridge Sævar Bjarnason snýr aftur Skákþing Reykjavíkur í ár markar að því leyti tima- mót að skákmenn af „eldri kynslóðinni” taka þátt ■' mótinu í meiri mæli en und- anfarin ár: Sævar Bjarna- son, Júlíus Friðjónsson, Björgvin Víglundsson, Haukur Angantýsson, Ag- úst Ingimundarson, Haukur Hlöðver og Bjarni Magnús- son settu allir svip á skák- mót sem haldin voru fyrir aldarfjórðungi og meira. Hin síðari ár hefur starf- semi Taflfélags Reykjavík- ur fyrst og síðast miðast við ungiingastarfíð, en breyt- ingarnar á skipan skák- þingsins benda til þess að innan stjórn TR heyrist þær raddir, að ekki megi keyra einn þátt starfsem- innar svo að hann bitni á öllum öðrum. Eigi alls fyrir löngu tók stjórn Taflfélags Reykjavíkur þá hrapallegu ákvörðun að draga sig út úr Evrópukeppni skákfélaga, jafnvel þótt sveit félagsins hafl barist um sigur í þeirri keppni síðast. Ef slíkri stefnu yrði haldið áfram þýddi það ekkert annað en útgöngu bestu skákmanna féiagsins. Fyrir síðustu umfcrð vora þrír skákmenn efstir og jafnir: Sævar Bjamason, Haukur Angantýsson og Sigurður Daði Sigfusson, allir með 8 vinninga. I fjórða sæti var Is- firðingurinn Guðmundur Gíslason með 7 1/2 vinning. Síðasta umferð var æsi- spennandi en þá áttust við Sævar Bjamason og Björgvin Víglundsson, Guðmundur Gíslason og Haukur Angan- týsson og Heimir Asgeirsson og Sigurður Daði. Skák Guð- mundar og Hauks lauk til- tölulega fljótt með snaggara- legum sigri Isfirðingsins sem gat gert sér vonir um sigur í mótinu því Sigurður Daði átti afar erfiða stöðu gegn Heimi Asgeirssyni og Björgvin Víg- lundsson var til alls vís gegn Sævari. Heimir jók yfirburði sína jafnt og þétt gegn Sig- urði Daða og átti auðunna stöðu en lenti í miklu tíma- hraki og lék af sér drottning- unni. Þar með var Sigurður Daði búinn að ná 9 vinning- um. Sævar þjarmaði eftir öllum kúnstarinnar reglum að Björgvini, fómaði skiptamun og í framhaldinu vann hann til baka með ríkulegum vöxt- um. Skákin fór í bið og staða Sævars er gjömnnin. Það er því ljóst að Sævar og Sigurð- ur Daði munu tefla 4 skáka einvígi um titilinn. Staða efstu manna þegar nokkmm biðskákum, sem tefldar vom í gærkvöldi, var ólokið: I. Sigurður Daði Sigfússon 9 v. 2. Guðmundur Gíslason 8 1/2 v. 3. Sævar Bjamason 8 v. - og unnin biðskák. 4. Haukur Angantýsson 8 v. 5.-6. Hann- es Hlífar Stefánsson og Björgvin Víglundsson 7 v. og biðskák hvor. 7.-8. Þröstur Ámason og Láms Jóhann- esson 7 v. 9.-12. Halldór G. Einarsson, Júlíus Friðjónsson, Bjami Magnússon og Snorri Karlsson 6 1/2 v. og biðskák hver. Fyrir síðustu áramót sneri Sævar Bjamason aftur til landsins eftir u.þ.b. tveggja ára dvöl í Svíþjóð og virðist engu hafa gleymt. Sævar hef- ur löngum haft gott auga fyrir stöðubaráttu en það hefur staðið frekari frama hans fyrir þrifum hversu oft hann er sleginn skákblindu. I þessu móti var lítið um slíkt og ár- angurinn eftir því. Sigurður Daði Sigfússon er býsna harðskeyttur skákmaður og það má ná langt á hörkunni eins og sigrar hans yfir Hann- esi Hlífari og Heimi í síðustu umferð bera með sér. Guðmundur Gíslason er af- ar sókndjarfur skákmaður eins og sigrar hans yfir Hauki Angantýssyni og Hannesi Hlífari bera með sér. I raun er það hálf undarlegt að hann skuli ckki vera í efsta sæti í mótslok. Taflfélag Reykjavík- ur virðist vcra afskaplega íhaldssamt félag. Þannig er ævafornt kerfi notað við upp- röðun keppcnda á skákþing- inu. Svo undarlega vildi til að Guðmundur tefldi aldrci við Sævar Bjarnason og má kenna um þessu úrelta fyrir- komulagi sem er viðhaft við framkvæmd skákþingsins. En lítum á snaggaralcgan sigur Guðmundar í síðustu umferð. Haukur Angantýsson hafði teflt af miklu öryggi og ekki tapað skák er hann settist að tafli sl. miðvikudagskvöld: II. umferð: Guðmundur Gíslason - Haukur Anagntýsson Hollensk vörn 1. d4 g6 2. c4 f5 3. Rc3 Rf6 4. h4! (Skarplega teflt og um margt dæmigert fyrir Guð- mund.) 4... Bg7 5. Rh3 d6 6. Bg5 h6? (Sennilega er þetta óná- kvæmni því svartur veikir peðstöðu sína meira en góðu hófi gegnir.) 7. Bxf6 Bxf6 8. Rf4 Kf7 10. h5! gS 10. Rg6 (Þessi riddari lamar at- Sævar Bjarnason og Sig- ur&ur Da&i Sigfússon munu a& öllum likindum tefla einvígi um titilinn „Skákmeistari Reykjavik- ur" 1992. hafnafrelsi svarts á kóngs- vængnum.) 10.. . He8 11. e3 e5 12. dxe5 dxe5 13. Db3! c6 14. c5+ Kg7 15. Bc4 Dc7 (Ekki þýðir að teygja sig eftir c5-peðinu: 15... Da5 16. Hdl! Rd7 (ekki 16. .. Dxc5 17. Bf7! Hd8 18. Hxd8 Bxd8 19. Bg8! og vinnur) 17. Dxb7!! Bxb7 18. Hxd7+Be7 19. Rxe7 og svartur er illa beygður.) 16. 0-0 b5? (Þessi Ieikur veikir aðeins stöðu svarts. Bctra er 16... Rd7 og svartur á þokkalega stöðu.) 17. cxb6 axb6 18. Hacl Rd7 (Ekki 18. .. b5 19. Rxb5! cxb5 20. Bd5 Db8 21.Bxa8 Dxa8 22. Hc7+ Rd7 23. Hdl Hd8 24. De6! og vinnur.) 19. Hfdl Rc5 20. Dc2 Hd8 21. Hxd8 Hxd8 22. b4! (Riddarinn á enga fótfestu á c5. Nú opinberast allir veik- leikar svörtu stöðunnar.) 22.. . Ra6 23. Hdl De8 (Vitaskuld ekki 23. .. Rxb4 24. Hxd8 Rxc2 25. Hg8+ Kh7 26. Rf8 mát.) 24. b5! Rc7 25. Hd6 Bb7 (Afleikur í tapaðri stöðu, 25. .. cxb5 er svarað með 26. Rxb5! t.d. 26. .. Rxb5 27. Bxb5 Dxb5 28. Dc7+ og vinnur.) 26. Dxf5 - og Haukur gafst upp. Löglegt peningaspil? Fyrir nokkrum árum var í umræðunni fyrir- huguð hótelbygging Eim- skipaféiagsins á Kveldúlf- slóðinni við Skúiagötu. Sú umræða hefur legið niðri um nokkurt skeið. Ein af hugmyndunum í sam- bandi við hótelrekstur fé- lagsins var að starfrækja „spilavíti", ætiað erjend- um ferðamönnum. Á þeim tíma mátti ekki ræða slík mál opinberlega og má tæpast enn. Hug- myndir ráðamanna í sam- bandi við rekstur „spila- víti“ eru sóttar aftur í fornöld. Flest öll Evrópu- ríkin starfrækja opinbera spilastaði sem reknir eru undir eftirliti og skila umtalsverðum tekjum í ríkissjóð viðkomandi lands. Danir hafa fyrstir þjóða á Norðuriöndum riðið á vaðið og starf- rækja „spi!avíti“ á vegum ferðamálaráðs og ríkis- stjórnar. Ég tel tímabært að vekja upp umræðuna um þessi mál í dag, sérstaklega í ljósi þess að á undanföm- um misserum hefur íjölgað valkostum þeirra sem stunda peningaspil í Reykjavík. Flutt hefur ver- ið til landsins fullkomið „rúllettu“spil, þótt ekki hafi það verið notað til þessa. Einnig hafa sprottið upp staðir í bænum, þar sem menn geta óáreittir stytt sér stundir við þessa iðju. Ég tel þá betra að slíkur staður sé rekinn und- ir eftirliti og verði raun- verulegur valkostur í þeirri ferðamannaflóru sem ís- land framtíðarinnar býður upp á. Hugleiðum málið. Jakob Kristinsson og Pétur Guðjónsson sigruðu á svæðamóti Norðurlands eystra í tvímenningskeppni sem fram fór nýlega. Spil- að var á Dalvik. Röð efstu para varð; Jakob Kristinsson - Pétur Guðjónsson 777 Ásgeir Stefánsson - Her- mann Tómasson 752 Eiríkur Helgason - Jó- hannes Jónsson 741 Reynir Helgason - Magnús Magnússon 720 Alls tóku 34 pör þátt í mótinu. Sigurinn veitti rétt til þátttöku í úrslitum Is- landsmótsins í tvímenn- ingskeppni í vor. Eftir 1. kvöldið (af 8) i aðaltvímenningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur (þátttaka 48 pör) er staða efstu para þessi; Hjördís Eyþórsdóttir - Ás- mundur Pálsson 174 Bjöm Eysteinsson - Magn- ús Ólafsson 148 Bemhard Bogason - Hlyn- urGarðarsson 119 Hermann Lárusson - Ólafúr Lámsson 116 Ómar Jónsson - Guðni Sig- urbjamason 109 Helgi Jónsson - Helgi Sig- urðsson 108 Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 101 Jón S. Gunnlaugsson - Björgvin Víglundsson 88 Aðalsteinn Jónsson, vin- ur okkar á Eskifirði (sem Þjóðviljinn nefndi Alla ríka héma um árið), varð sjö- tugur i síðustu viku. Um leið og umsjónarmaður ámar afmælisbaminu allra heilla á þeim tímamótum, verður hann að koma að smásögu í tengslum við af- mælið. Heimamenn gátu ekki á sér setið og slógu upp tvímenningsmóti í til- efni afmælisins, á laugar- daginn var. Reyðfirðingar áttu hauk í homi á Reykja- víkursvæðinu og bmgðu á það ráð að notfæra sér inn- eignina syðra. Aðalsteinn átti að mæta á tvímenn- ingsmótið og afmælisgjöfin þeirra bridgemanna eystra kom svo með flugvélinni að sunnan. Það var sjálfur Jón Baldursson, nýkrýndur heimsmeistari. Jón settist svo á móti Aðalsteini í upphafi mótsins og saman spiluðu þeir þetta mót. Það er greinilegt að heimamenn hafa auga fyrir frumlegum uppátækjum, á sama hátt og Aðalsteinn hefur um ár- in haft augun opin fyrir ný- sköpun í atvinnulífi sinnar heimabyggðar. Nú mun ljóst að alla vega 5 spilarar héðan taka þátt í Evrópumótinu í para- keppni, sem spilað verður í Ostende í Belgíu í lok mars. Jacqui McGreal, Hermann Lárusson, Hjör- dís Eyþórsdóttir og Jakob Kristinsson taka þátt í sveitakeppninni, en Þorlák- ur Jónsson mun svo spila við Jacqui í tvímennings- keppninni. Dröfn Guð- mundsdóttir og Ásgeir P. Ásbjörnsson hafa dregið til baka umsókn sína. Minnt er á aðaltvímenn- ingskeppni Skagflrðinga sem hefst næsta þriðjudag. Spilaður verður barometer. Skráning er hjá Ólafi í s. 16538. Að lokum ein spilaþraut. Að"lsteinn Jörgensen mun að sögn hafa verið að „vandræðast“ með þetta spil í London á dögunum (Sunday Times-mótinu) og lagt það fyrir Qölda manns. Hamman hristi höfúðið eft- ir skamma yfirlegu og Kar- en McCallum sagði spilið óvinnandi, án aðstoðar frá vöminni. Vildi meira að segja veðja um það. Vilt þú veðja við Karen? ♦ ÁKxx V XXX * ÁKG10 4 xx V ÁKDGxx ♦ — * 98xxx Samningurinn er 6 hjörtu. Út kemur tígulás, sem þú trompar. Þú leggur niður hjartaás og í ljós kemur að vinstri handar andstæðingur þinn (Vestur) liggur með fjórlitinn í hjarta. Austur hendir tígli. Ef þú spilar einhvem tím- ann laufi, kemur í ljós að Vestur á ekkert Iauf. Aust- ur liggur með drottinguna fjórðu á bak við ás/kóng í borði. Er einhver leið að fá 12 slagi í þessu spili? Lausnin er í raun sára- einföld. En líkt og mestu uppgötvanir heimssögunn- ar, sem margar hverjar hafa öðlast tilvist fyrir einbera tilviljun, er málið að koma auga á hana. Þú trompar tígulásinn, tekur hjartað í fjórgang og hendir síðari tíglinum úr borði. Þá kem- ur ás og kóngur í laufi og meira lauf. Sama er hvað Austur gerir. Ef hann drep- ur og spilar tígli, þá ein- faldlega trompum við með síðasta trompinu og hend- um laufatíu úr blindum. Fresti Austur að taka á dö- muna, spilum við einfald- lega meira laufi og eigum alla slagina, sem þá em eft- ir. Við losum okkur við tíg- ulhundinn úr borði (yfir- færum laufavaldið í spil- inu, yfir á tromplitinn). Nokkuð nett spil. Föstudagurinn 7. febrúar

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.