Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 7
DagblaOið. Fimmtudagur 25. september 1975. 7 Erlendar fréttir STAL 1000 RIFFLUM Vinstrisinnaður herforingi i portúgalska hernum viður-j kenndi í gærkvöldi að vera ábyrgur fyrir kærðum þjófnaði á meira en 1000 rifflum. Segis* hermaðurinn hafa komið vopn unum í hendur „byltingarsinn- aðra verkamanna”. 1 útvarpsviðtali sagðist Alvaro Fernandes, höfuðsmað- ur, sem er áhrifamikill innan Copcon, öryggisþjónustu rfkis- ins, hafa stolið rifflunum fyrr i þessum mánuði. Eru þeir portú galskir af gerðinni G-3. Varnar- bandalag Suðaustur Asíu SEATO-ráðið ákvað í gærkvöldi að leggja varn- arbandalagið niður „með tilliti til breyttra að- stæðna". Átta þjóðir eru í varnarbandalaginu (SA- Asía). Aðalritara samtak- anna, Sunthorn Hungla- doram frá Thaílandi, var falið að undirbúa ná- kvæma áætlun til að leysa upp bandalagið sam- kvæmt öllum reglum og fyrirmyndum. Ráðið lét þess þó getið í samþykkt sinni, að mörg verkefni SEATO væru SIATO horfíð á fund feðra sinna svo mikils virði, að betur færi að halda þeim áf ram undir nýrri stjórn, jafn- vel með sérsamningum ríkja á milli. Helzt er um að ræða tækni- og efna- hagsaðstoð. Upplausn bandalagsins var tilkynnt í yf irlýsingu, sem gefin var út eftir fund, sem haldinn var í höfuðstöðvum banda- rísku sendinefndarinnar hjá SÞ. Henry Kissinger var viðstaddur fundinn. Fundarstjóri var utan- ríkisráðherra Chatachai Choonhavan. Utanríkisráðherrar Ástralíu og Nýja Sjálands voru einnig viðstaddir fundinn auk fulltrúa ut- anríkisráðherra Filipps- eyja og Bretlands. Frakkland og Pakistan hafa ekki tekið þátt í fundum SEATO um all- langt skeið. Fundur ráðs- ins i gær var hinn 20. í röðinni. Fundir þessir hafa yf irleitt verið haldn- ir þegar utanríkisráð- herrarnir hafa komið til New York til allsherjar- þings SÞ. Lok stríðsins í Indókína hafa aðallega orðið til að draga úr mikilvægi bandalagsins. Það var stofnað 1955 að undirlagi Bandaríkjanna til að draga úr hættu kommún- ismans. Bandalagsríkin voru á sínum tíma sam- mála um að hafa samráð sín í milli um mögulegar aðgerðir á hættutimum. Bretland og Frakkland hafa lítinn þátt tekið í störfum SEATO og Frakkland og Pakistan hafa fyrir löngu kallað heim allar hersveitir sín- ar í sameiginlegum her bandalagsins. ÞÝZKALANDSVANDAMÁLIÐ HEFUR VERIÐ LEYST — segir utanríkisráðherra A-Þýzkalands Austur-þýzki utanríkis- ráðherrann Oskar Fischer sagði á þingi SÞ í gær- kvöldi, að hið „svokallaða Þýzkalandsvandamál" hef ði verið leyst með þróun tveggja aðskilinna þýzkra ríkja með mismunandi þjóðskipulag. Hver sem neitar þessari sagnfræði- legu staðreynd, sagði utan- rikisráðherrann, er ógnun við friðinn og öryggið. Fischer sagði Austur- Þjóðverja hafa notað full- veldisrétt sinn til að á- kvarða sitt eigið þjóðskipu- lag og þeir hefðu kosið sósíalisma. Af þeirri braut yrði ekki snúið. Austur- Þjóðverjar vissu einnig, að íbúar annarra landa væru einlæglega áhugasamir um gagnkvæm gagnleg sam- skipti landa og þar af leið- andi um að viðhalda og styrkja friðinn, sagði hann. Utanríkisráðherrann fullvissaði allsherjarþing- ið um samstarfsvilja lands síns „hvenær sem kemur að framlagi SÞ til að styrkja heimsfriðinn, til að draga úr vígbúnaði og til samstarfs þjóða heimsins um sameiginlega hags- muni." Berlinarmúrinn: „Vandamáliö leyst meö skiptingu landanna,” segir utanrikisráöherra A-Þýzkalands. En hvert var vandamáliö? Sameinaö Þýzkaland? Brezkur þingmaður vill 200 mílna landhelgi Brezki þingmaðurinn David Mudd frá Falmouth sagði i gær- kvöldi, að hann myndi krefjast útfærslu brezku landhelginnar úr 12 í 50 milur. Mudd, sem er þingmaður Ihaldsflokksins, sagði þetta i um- ræðum sem urðu vegna áreksturs búlgarska togarans Kaprela (2200 tonn) og brezka strandgæzlu- skipsins Somersetbrook (1596 tonn) 17 milur suður af ströndum Bretlands. Bæði skipin hafa ver- iað dregin i höfn i Falmouth. Brezkir fiskimenn hafa kvartað sáran yfir þvi að undanförnu, að austur-evrópskir togarar séu að- sópsrtiiklir á vesturmiðum Bret- lands. Mudd sagðist æUa að benda á, að áreksturinn sannaði brýna þörf fyrir 50 milna landhelgi. Nýr gjald- miðill f S-Víetnam Verðlausir gamlir „piastr- ar”, gjaldmiðill S-Vietnam, flutu 1 gær eftir holræsum Sai- gon-borgar um leið og hin nýju stjórnvöld i landinu luku við að skipta algjörlega um gengi. Tók það tvo daga. Seðlarnir, sem flutu i hol- ræsunum, eru liklega komnir frá svartamarkaðsbröskurum og spákaupmönnum, sem orð- ið hafa hræddir við að nást með peninga frá Thieu-timan- um. Með útgáfu nýrra piastra er gamli gjaldmiðillinn bann- aður. í yfirlýsingu frá yfirvöldun- um sagði, að gjaldmiðils- breytingin hefði gengið vel. Einn nýr piastri er jafnvirði 500 gamalla piastra. Nýtt gengi, tekur gildi á mánudag- inn, og verður þá hver nýr piastri jafnvirði 54 islenzkra króna. Aðskilnaðarsinnum á Bougainville miðar hœgt Aðskilnaðarsinnar á Bougain- ville hótuðu i gær að hertaka nokkrar mikilvægar herstöðvar stjórnar Papúa Nýju-Gineu á eynni á næstu þremur vikum. Fyrsta tilraun þeirra i þá átt — i Boku á SV-hluta eyjunnar — virð- ist hafa mistekizt. Talsmaður stjórnar Papúa Nýju Gineu á Bougainville sagð- ist vera þeirrar skoðunar, að skjót viðbrögð lögreglu hefðu komið i veg fyrir að uppreisnar- mönnunum tækist fyrirtætlun sín. Herstöðin í Boku er mjög mikil- væg fyrir aðskilnaðarsinnana, sem vilja sjálfstæði Bougainville frá nýja lýðveldinu Papúa Nýju Gíneu. Um 200 aðskilnaðarsinnar tóku þátt i vopnaskakinu i gær. Að sögn talsmanns rikisstjórn- arinnar munu um 50 lögreglu- menn hafa bælt niður uppreisnar- tilraunina i Boku. Stjórnmálasamband ísraels og Sovét skammt undan Utanrikisráðherrar Israels og Sovétrikjanna héldu með sér fund i aðalstöðvum Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Stóð fund- urinn i þrjár klukkustundir. Sovétrikin og tsrael hafa ekki haldið uppi stjórnmálatenglsum siðan i sex daga striðinu 1967. Fundurinn var haldinn að frumkvæöi Israels og var um- ræöuefniö ýmsar hliðar á ástand- inu fyrir Miðjarðarhafsbotni, að sögn talsmanns israelsku sendi- nefndarinnar. Yigal Allon, utanrikisráðherra Israels, og Andrei Gromyko, ut- anrikisráðherra Sovétrikjanna, eru báðir I New York til að sitja allsherjarþing SÞ. Utanrikisráðherrar landanna hittust siðast fyrir nærri tveimur árum, þegar Abba Eban, þáver- andi utanrikisráðherra Israels, og Gromyko voru á friðarráð- stefnu i Genf. Andrei Gromyko, utanrikisráö- Yigal Allon, herra Sovetrikjanna. tsraeis. utanrikisráöherra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.