Dagblaðið - 15.12.1975, Page 4

Dagblaðið - 15.12.1975, Page 4
Dagblaðið. Mánudagur 15. desember 1975. PÓLITÍK f ÍÞRÓTTAHREYFINGUNNI — lesandi skrifar vegna greinar Halls Símonarsonar um „manninn með þingmanninn í maganum" PÓLiTÍSK ÓLYKT í ÍÞRÓTTAHREYFINGUNNi Gestur Kristinsson, Hafnarfirði skrifar: „Tilefni þessa bréfs mins er grein sú er birtist á iþróttasiöu Dagblaðsins þann 11. desember undir fyrirsögninni „Pólitisk ó- lyktiiþróttahreyfingunni”og er skrifuð af Halli Simonarsyni. Hallur ræðst af talsverðri hörkugegn Alfreð Þorsteinssyni ogsakarhann um að draga póli- tiskar deilur inn i iþróttahreyf- inguna. En hvað gerir þú ekki sjálfur, Hallur? Jú, á iþróttasiöu þinni birtir þú pólitiska grein en þykist á sömu stundu geta sett o‘ni við aðra fyrir sama hlut. Það er vitað — að mönnum sýndist sitt hverjum um þessar 200 þúsund krónur sem Ellert fékk greiddar. vonandi verður aldrei svo að fólk hafi ekki mis- jafnar skoðanir. Ellert hlaut traustsyfirlýs- ingu og nýtur fyllsta trausts svo sem af atkvæðagreiðslunni má sjá. En svo virðist sem enginn megi hafa neitt á móti Ellert. Að sjálfsögöu er enginn yfir gagnrýni hafinn —- en greinar sem þfn eiga ekki heima á i- þróttaslöu. Það kemur mér svolitið spánskt fyrir sjónir að þú, Hall- ur, skulir vera að svara fyrir Ellert. Ætla hefði mátt að Ellert hefði getað svarað fyrir sjálfan sig — pilturinn sá.” SLÍTUM STJÓRNMÁLA- SAMBANDI - Qrsöqn úr Nato! Óánægður hringdi: „Framferði Breta á íslands- miðum hefur alltaf verið til há- borinnar skammar — en siðustu atburðir i mynni Seyðisfjarðar taka út yfir allan þjófabálk. Slikur hroki og ruddaskapur sem „brezka ljónið”, að visu með illa brunnar tennur, sýndi ber að mæta með hörku. Við eigum ekki að láta okkur nægja að mótmæla á hefðbundinn, pólitiskan hátt — heldur miklu ákveðnar. Eins og fram kom i leiðara Dagblaðsins átti Einar Ágústsson að ganga þegar af fundi Nato — einnig á að slita stjórnmálasambandi við Breta svo og eigum við að segja okkur úr „varnarbandalaginu” Nato — sem hefur sýnt sig vera mátt- litið og aðeins tæki i höndum stóru þjóðanna. Við höfum ekk- ert við þessa herra að tala — látum þá sigla sinn sjó.” Hinir stóru i Nato á fundi — kumpánarnir Wilson, Ford, P’Estaing og og Schmidt. * Bílstjórinn tyrfi sórið sjólfur Reiður hringdi: „1 Dagblaðinu i siðustu viku birtist frétt um yfirgengilega ó- virðingu og sjálfsánægju bil- stjóra nokkurs sem leyfði sér að stytta sér leið og stórskemma gróður fyrir vikið. Ég varð svo hneykslaður og bit að ég átti ekki orð. Raunar má segja að þessi yfirgengilega frekja mannsins endurspegli þjóðfé- lagið —þetta stóra ÉG, sem öllu tröllriður. Ég vil þó leyfa bilstjóranum að gera yfirbót — þvi legg ég til að hann bæti þær skemmdir sem hann varð valdur að — sjálfur. Honum verði gert að tyrfa það sár sem hann skyldi eftir sig. Þá mun hann áreiðan- lega ekki verða valdur að sliku aftur.” TREND MILLS gólfteppi Amerisk gæðavara. Verð frá kr. 1900,- til 7500,- í fyrsta sinn á íslandi. Um 200 mismunandi litir og mynzt- ur i RÝA og stigagangateppum. Verið velkomin. SÚÐARVOGUR 4 (IÐNVOGAR) - REYKJAVlK SlMAR: 36630 og 30581 Fiskúrvalið auglýsir. Höfum opnað nýja verzlun að Þverbrekku 8, Kópa- vogi. í frystikistuna: Nýtt fyrir húsmœður Glæný ýsuflök, heilagfíski og smálúða. Mikið úrval af öllum hugsanlegum fisk- tegundum. Ýtrasta hreinlæti, fljótog góð þjónusta. FISKÚRVALIÐ Skaftahlíð 24 FISKÚRVALIÐ i verzluninni Iðufelli FISKÚRVALIÐ Sörlaskjóli 42. Pöntunarsimi 85080 r Urvals k jötvöru r og þjónusta ÁVALLT EITTHVAÐ GOTTÍ MATINN Stiga/i/ið 4ö-47 Sími 35645

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.