Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 12
12
Dagbla&ið. Mánudagur 15. desember 1975.
WBIAÐIÐ
frfálst, úháð dagblað
Ctgefandi: Dagblaöiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
íþróttir: Haliur Simonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingóifsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
'Pétursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrfmur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guömannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
l.jósmyndir: Bjarnieifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Ilalldórsson
Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Röðin komin að rikissjóði
Launþegar og atvinnureksturinn i /55
landinu hafa borið byrðarnar af áföll-
um ársins, sem nú er senn liðið. Átta
prósent samdráttur þjóðartekna
hefur að fullu komið niður á þessum
þáttum þjóðlifsins. Og þar á ofan
hafa þeir orðið að kosta sjúklega ———'
óráðsiðu rikisvaldsins, sem hefur velt sér i vellyst-
ingum praktuglega á þessum samdráttartimum.
Þjóðhagsstofnunin hefur nýlega sýnt þessi hlut-
föll á mjög ljósan hátt. Hún áætlar, að á þessu ári
muni einkaneyzlan minnka um 11% og fjárfesting
atvinnuveganna um 16%. Jafnframt áætlar hún, að
rikisreksturinn muni aukast um 2% og fjárfesting
rikisins um heil 19%.
Þessar tölur fela i sér þungan áfellisdóm yfir for-
sætisráðherra, fjármálaráðherra, rikisstjórninni
allri, þingflokkum hennar og alþingisliðinu öllu.
Rikisstjórnin átti frumkvæðið með hrikalegu
fjárlagafrumvarpi, sem þingmenn smurðu siðan á
útgjöldum i nær algeru skeytingarleysi.
Þjóðhagsstofnunin spáir þvi, að þjóðartekjumar
muni enn minnka á næsta ári og þá um eitt prósent.
Spurningin er nú sú, hvernig þessar tekjur eigi að
skiptast milli meginþátta þjóðarbúskaparins. Það
er eðlileg krafa launþega og atvinnurekstrar, að sá
aðili, sem slapp við byrðarnar á þessu ári, taki við
þeim á næsta ári. Þessi aðili er rikisvaldið.
Það er að visu erfitt að snúa á aðeins einu ári ofan
af hamslausri rikiseyðslu þessa árs. Skynsamlegt
væri að ná þeim áfanga i tveimur skrefum. Á næsta
ári mætti til dæmis minnka rikisreksturinn um 2%
og framkvæmdir rikisins um 16%. Með þeim hætti
mundi rikið rifa seglin að sama marki á næsta ári,
og það hefur aukið þau á þessu ári.
Árið 1977 mætti svo stiga skrefið til fulls með þvi
að draga úr rekstri og framkvæmdum rikisins að
hlutfallslega sama marki og þjóðartekjumar
minnka á árabilinu 1975—1977. Þá loksins væri þvi
marki náð, að rikið hefði tekið til jafns við aðra þátt
i samdrætti þessara ára.
Með þessum hætti mundi rikisstjórnin og þing-
flokkar hennar bæta fyrir sinar eigin misgerðir. En
þá er alveg eftir að lækna þjóðarbúið af misgerðum
næstu rikisstjórnar á undan og hennar þingflokka.
Sú rikisstjórn var jafn óskammfeilin i óráðsiunni og
núverandi stjóm er. Samanlagt hafa þessar tvær
rikisstjórnir búið til efnahagsvandræði þjóðarinnar
Ef þvi ráði væri fylgt að minnka rikisreksturinn
um 2% og rikisframkvæmdimar um 16% á næsta
ári, væri unnt að halda óbreyttri fjárfestingu i at-
vinnuvegunum og bæta nokkuð lifskjör launþega,
liklega um 3-4% að raunverulegu verðgildi.
En þvi miður hefur rikisstjómin ekki treyst sér til
að rifa segl rikisins. Hún hefur lagt fram of hátt
frumvarp til fjárlaga næsta árs. Og ekki lækkar
frumvarpið i meðförum alþingis, ef við þekkjum
þingmenn okkar rétt.
Þótt frumvarpið verði að lögum með óbreyttum
tölum, felur það i sér, að einkaneyzlan, það er lifs-
kjör almennings, getur ekkert batnað á árinu. Það
felur einnig i sér, að fjárfesting atvinnuveganna
verður enn að minnka um 14% á næsta ári. Allt er
þetta samkvæmt spám Þjóðhagsstofnunar.
Það blæs þvi ekki byrlega i æðstu sölum.
Tengsl bandarísku
verkalýðshreyfíngar-
innar og mafíunnar
Verkalýðssambandið
Teamsters, sem hefur innan vé-
banda sinna flutningabilstjóra,
starfsmenn i vöruhúsum og
fleiri tengda starfshópa, er
stærsta auðugasta og valda-
mesta verkalýðssamband
Bandarikjanna. Félagar eru
rúmlega tvær milljónir. Sam-
bandið berst og vinfengist þar
og þegar þvi sýnist. Leiðtogar
þess eru i nánu vinfengi við
Nixon, fyrrum forseta, sem i
forsetatið sinni bauð þeim til
Hvita hússins I sárabætur fyrir
að sambandið var rekið Ur
heildarsamtökum bandariskra
verkalýðsfélaga, AFL-CIO.
Fyrrum forseta sambandsins,
Jimmy Hoffa, hefur verið sakn-
að i rúma þrjá mán. og er nú
talinn látinn. Það hefur gert nú-
verandi forseta, Frank
Fitzimmons, kleift að njóta
valda sinna og aðstöðu án nokk-
urrar meiriháttar andstöðu.
Opinber rannsókn og uppljóstr-
anir um spillingu innan sam-
bandsins 1957 er að verða þoku-
kennd minning.
En sagan getur verið að end-
urtaka sig. Rannsóknarnefndir
Atvinnumálaráðuneytisins
bandariska, alrikislögreglunnar
FBIogskattaeftirlitsins hafa nú
um þriggja mánaða skeið kann-
að fjármálaleg umsvif sam-
bandsins — sérstaklega þá hlið,
sem snýr að undirheimum
Bandarikjanna: Mafiunni.
Fitzimmons sjálfur hefur verið
harðlega gagnrýndur fyrir per-
sónuleg og atvinnuleg tengsl við
Mafiuforingja og stjórn hans á
gífurlegum sjóðum sambands-
ins, m.a. llfeyrissjóði þess, sem
nemur 1.3 milljörðum Banda-
rikjadala, eða rúmlega 230
milljörðum isl. kr. I Detroit, þar
sem Hoffa hvarf i sumar, hóf
sonur hans, James P., tilraunir
til að ná aftur stjórn sambands-
ins i hendur fjölskyldunnar. Og
i Washington skýrði öldunga-
deildarþingmaðurinn Robert
Griffin frá Michigan frá þvi, að
hann myndi á þingi bera fram
tillögu um að ný opinber rann-
sókn yrði hafin á starfsemi
sambandsins. „Ég held að það
sé svo sannarlega kominn timi
til að gera slika rannsókn,”
sagði Griffin. Hann bætti þvi
við, að ef Mafían hefði i raun og
veru itök I sambandinu, þá væri
vert að vita ,,i hvaða mæli Mafi-
an stjómar efnahagslifi lands-
ins.”
Bandariska fréttaritið News-
week fól einum blaðamanna
sinna að kanna hvað væri að
gerast I Teamsters-samband-
inu. Hann skrifaði siðan grein,
þar sem hann sagði blákalt, að
tök Mafiunnar á sambandinu og
fjármálum þess væru jafn sterk
og þau voru er rannsóknin var
gerð fyrir átján árum.
Fitzimmons hefur falið daglega
stjórn sambandsins i hendur
gjaldkera þess, Murray (Dusty)
Miller, en flýgur sjálfur lands-
homa á milli i einni af einkaþot-
um sambandsins. Stefna sam-
bandsins er yfirleitt ekki mótuð
af Fitzimmons, heldur William
(Bill) Presser, haröskeyttum
náunga frá Cleveland, sem
löngum hefur verið í tengslum
við undirheima Bandarikjanna
og hefur verið dæmdur fyrir
grófa misnotkun á 590 þúsund
Bandarikjadölum úr sjóðum
sambandsins. Helzti ráðgjafi
Fitzimmons um heppilégár
fjárfestingar á sambandspen-
ingunum er Allen Dorfman, sem
áður var ráðgjafi lifeyrissjóðs
sambandsins. Hann varð að
hætta þvi starfi þegar upp
komst 1972, að hann hefði þegið
55 þúsund dali i mútur frá eig-
anda vefnaðarverksmiðju, sem
vildi fá hálfa aðra milljón doll-
ara að láni Ur sjóðnum.
Rannsókn hins opinbera i
Bandarlkjunum beinist fyrst og
fremst að lifeyrissjóðnum og
notkun hans. Fé sjóðsins kemur
frá félögum, sem hver um sig
borgar vikulega 22 dali (tæpl.
3500 kr.) af launum sinum i
hann. Arum saman — fyrst með
vitund og vilja Hoffa og nú
Fitzimmons — hefur þessi sjóð-
ur verið notaður til að styðja
fjárfestingar Mafiuforingja og
annarra góðra vina. Nærri 60
milljón dalir (rúmlega 10
miljarðar islenzkra króna) hafa
verið notaðir til að byggja
glæsilegt og iburðarmikið
sveitasetur, Rancho La Costa
nærri San Diego i Kalforniu,
sem að hluta til er stjórnað af
fyrrum bruggara og fjárhættu-
spilara, Morris (Moe) Dalitz og
Allan Roe, sem viðurkennt hef-
ur á sig verðbréfabrask.
Þar i nágrenninu býr
Fitzimmons sjálfur i glæsilegri
höll, sem talin er hafa kostað að
minnsta kosti 250 þúsund dali,
eða rúmlega 42 milljónir króna.
Mestum peningum um þessar
mundir er þó varið til fjárfest-
inga i Las Vegas og uppáhalds-
fjárfestingamaðurinn er dular-
fullur lögfræðingur, Allen Glick
að nafni. Glick býr i stranglega
vörðu stórhýsi i La Jolla i Kali-
fomiu, sem nágrannarnir kalla
„virkið”. Börn hans fá ekki að
leika sér með börnum nágrann-
anna. Hann hefur fengið að láni
úr lifeyrissjóði sambandsins
smávægilegar 160 milljónir
Bandarikjadala, eða rúmlega 27
milljarða islenzkra króna. Hann
hefur hagnazt verulega á
tengslum sinum við sambandið
og sjóöinn og fengið þar mikil
lán með hlægilega litlum vöxt-
um.
HIN NÝJA
STÉTT HEIMTAR
KROSSFESTINGU
Hin mikla krossferö peninga-
afla þjóöfélagsins gegn Guðna
Þórðarsyni og fyrirtækjum hans
vekur margar spurningar. Hvaö
er hér á seyði? Er Guðni virki:
lega siöasti þrepskjöldurinn
fyrir alræði Arnarnesaðalsins i
ferðamálum okkar, segja sum-
ir. Og var þessi lélega sviðsetn-
ing i Alþýðubankanum bara
gerð til að koma höggi á and-
stæðing — mann, sem ekki vildi
semja við Arnarnesaðalinn.
Talaðu ijósar maður: Arnar-
nesaðallinn Hvað er það? Sam-
nefnari fyrir einstaklinga er
eiga hús upp á 40-60 millj.,
snekkju upp á 20 millj. bila og
flugvélar til eigin afnota. Aðrar
eignir hér og þar um landið og
kannski viöar fyrir hundruð
milljóna. Sem sagt menn, sem
einu sinni trúðu á mátt sinn og
megin, vildu láta verkin tala,
söfnuðu auði. En ný þróun i at-
vinnu- og stjórnmálum hefur
kennt þessu fólki að dugnaður
og ráðvendni er óþarfi i nútima-
þjóðfélagi. Hin nýja stétt, sem
situr i krafti peninga, sem bæði
ég og þú hafa rétt þvi, trúir á
valdið og vill láta það eitt tala.
Hver sá, sem ekki beygir sig i
duftið og viðurkennir alræðið,
skal þurrkaður út af taflborð-
inu. Nefndu dæmi:
Vitað er að rikisábyrgð sú til
Flugleiða i fyrra, hins samein-
aða flugfélags Loftleiða og