Dagblaðið - 15.12.1975, Page 19
Dagblaðiö. Mánudagur 15. desember 1975,
19
Bækurnar frá
Almenna bókafélaginu
Bjarni Benediktsson:
Land og lýðveldi
III. bindi
Með þessu bindi er lokið merku rit-
gerðasafni, sem ugglaust verður
mönnum því dýrmætara, sem lengra
liður, bæði sem einstakt heimildarrit
og verðug minning um einn ágætasta
son íslands á þessari öld.
Verð m/sölusk. kr. 3.360.-
öll þrjú bindin
m/sölusk. kr. 5.520.-
Guðmundur Daníelsson:
Óratóría 74
Saga úr sjúkrahúsi með skopteikning-
um Halldórs Péturssonar.
Höfundur bregður skoplegu Ijósi á
harðvítugtog tvísýnt stríð upp á líf og
dauða við menn og máttarvöld, og
hvernig honum tekst að lifa af heila
þjóðhátíð tvennar kosningar og tvo
holskurði á einu og sama sumrinu.
Verð m/sölusk. kr. 2.640,-
Guðmundur Hagalín:
Segið nú amen
séra Pétur
Nýstárleg og áhrifamikil skáldsaga
um hvernig mannleg náttúra, fjár-
hyggjaog kynkvöt búa mönnum örlög.
Aðalpersóna sögunnar hin glæsilega
og geðrika Herborg Bjarnadóttir er
einhver eftirminnilegasta kvenlýsing
Hagalins.
Verð m/sölusk. kr. 2.640.-
Kristmann Guðmundsson::
Stjörnuskipið
GEIMFERÐASAGA
Vísindaskáldskapur hefur rutt sér
mjög til rúms á bókmenntasviðinu og
hlotið almennar vinsældir. Þessi nýja
saga er spennandi og ákaflega fjör-
lega rituð um lífið á hinum ólikustu
stöðum í himingeimnum.
Verð m/sölusk. kr. 2.400.-
Jóhanna Þráinsdóttir
Útrás
Jóhanna Þrdinsdóttir:
Útrós
Útrás er fyrsta frumsamda bók
höf undar, en áður hef ur hún birt smá-
sögur í tímaritum.
Skáldsagan útrás er raunsæ og
hispurslaus lýsing á lífi ungrar ekkju,
sem missir mann sinn af slysförum,
eftir hjónaband, sem byggzt hefur á
gagnkvæmri blekkingu. í beyskju
sinni og ráðleysi varpar hún sér út í
hringiðu skemmtanalífsins og kemst
þá í kynni við ýmsar dekkri hliðar lífs-
ins, fyrst hér heima og síðan i Banda-
rikjunum.
Sagan er gáskafull og bráðskemmti-
leg en um leið umbúðalaus lýsing, sem
ber í senn svip af þjóðfélagsádeilu,
ástarsögu og djörfum bókmenntum.
Verð m/sölusk. 2.520.-
Jorge Luis Borges:
Suðrið
Smásagnasafn, valið og þýtt hefur
Guðbergur Bergsson. Sögurnar eru
sprottnar úr suðuramerískum jarð-
vegi en eiga erindi við fólk hvar í
heiminum sem er. Borges er í hópi
virtustu skálda sem nú eru uppi og
mikill aðdáandi forníslenzkra bók-
mennta.
Verð m/sölusk. kr. 2.280.-
Dusko Popov:
Njósnari nasista
í þjónustu breta
Bókin lýsir einstæðum njósnaferli
höfundar. Þjóðverjar töldu hann fær-
asta njósnara sinn en í reynd njósnaði
hann fyrir breta og lifði í stöðugri lífs-
hættu. Hann varaði við árásinni á
Pearl Harbor löngu áður en hún var
gerð en FBI trúði honum ekki. Popov
var mikill gleðimaður og fyllyrt er, að
hann sé fyrirmyndin af James Bond.
Verð m/sölusk. kr. 2.280.-
Michael AAooney:
Hindenburgslysið
Hindenburgloftfarið var tákn um mátt
og megin nasismans — þar til
sprengingin mikla varð 6. maí 1937 við
Lakehurst í Bandarik j unum og
Hindenburg brann til ösku og 36 manns
fórust í augsýn hjálparvana áhorf-
enda.
Hvað gerðist? Var það skemmdar-
verk. Þessum spurningum og mörgum
fleirf svarar þessi spennandi bók.
Verð m/sölusk. kr. 2.280.-
Hiltgunt Zassenhaus:
Menn og múrar
Þýðandi Tómas Guðmundsson.
Heillandi frásögn um fórnfýsi og
hetjulund ungrar stúlku í síðustu
heimsstyrjöld. Hún var kölluð engill
fanganna og hér rekur hún minningar
sinar frá þessum örlagaríku árum,
sem hverjum lesanda hljóta að verða
ógleymanlegar.
Verð m/sölusk. kr. 2.640.-
ALMENNA
BÓKAFÉLAGIÐ
Austurstræti 18 — Bolholti 6