Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 2
2 /* Daghlaðift. Miðvikudagur 17. desember 1975. GREITT FYRIR FLUGFERÐ SEM ALDREI VAR FARIN' Magnús Gislason skrifar: „Þér verðið að greiða flug- ferðina frá Frankfurt til Kaup- mannahafnar,” sagði ljóshærða stúlkan i farmiðaafgreiðslu Flugleiða i Kaupmannahöfn þegar ég kom þangað til að fá farseðli minum vixlað — skráð- an frá Kaupmannahöfn i stað Luxemborgar, til Reykjavikur. „Upphæðin sem yður ber að greiða nemur 7400 krónum. Þér megið borga með ávisun, bætti hún við, rétt eins og hún sæi það á mér að skotsilfur mitt væri i minna lagi. „Ég átta mig ekki fyllilega,” svaraði ég, „en má ég spyrja, — er þetta munurinn á fargjaldinu frá Luxemburg og Kaupmanna- höfn til Reykjavikur?” „Nei, alls ekki, þetta eru regl- urnarogégvarað segja yður að þetta væri upphæðin fyrir flug- leiðina Frankfurt — Kaup- mannahöfn, skiljið þér það ekki?” svaraði hún full vand- lætingar á einfeldni minni. Ég varð að játa að það var með öllu ofvaxið minum skiln- ingi hvernig hægt væri að láta mig borga flugferð sem ég fór alls ekki og hafði aldrei pantað, bara af þvi að ég lét „umbóka” farseðil minn i Kaupmanna- höfn?? Til nánari skýringar vil ég geta þess að i upphafi ferðar frá Verður Keflavikurflugvelli lá ekki ljóst fyrir hvort ég kæmi frá Paris gegnum Luxemburg eða Kaup- mannahöfn. Til að hafa vaðið fyrir neðan mig spurðistég fyrir um það á Keflavikurflugvelli hvort nokkuð væri til fyrirstöðu að fara hvora leiðina sem ég heldur kysi heim, Khöfn eða Lux. Hins sama spurði ég einnig á Flugleiðaskrifstofunni i Paris og fékk sömu svör, að athuguðu máli. A hvorugum staðnum var á það minnzt að mér bæri skylda til að greiða flugferð frá Frankf. til Khafnar, færi ég þá leiðina heim. Svo sannarlega hefði ég þá heldur kosið að fljúga þá leið, ef mér hefði verið ljóst að ég yrði að borga hvort eð var. „Séu útreikningar yðar réttir, frönken, er fyrirsjáanlegt, að bið verður á heimferð minni, nema með góðra manna hjálp, en mér finnst reglur sem þessar fjárplógsstarfsemi af grófara tagi,” talaði ég til stúlkunnar sem fletti smáletruðum doð- ranti i sifellu. „Ég get svo sem endurreikn- aðþetta fyrstþér efizt,” svaraði hún snúðugt og hamraði siðan nokkrum sinnum með fingrun- um á reiknivélina. Ekki virtist ljóskan alls kost- ar ánægð með útkomuna. Hamraði aftur og starði á töl- urnar sem upp komu. Siðan gaut hún augunum flóttalega til min. ,,Ég biðst afsökunar — þetta verða aðeins 3300 krónur, — þér megið borga með ávis- un.” Fyrir mig gilti einu þótt hún itrekaði ávisunargreiðsluna. Slikt blað gat ég ekki töfrað úr vösum minum. Hins vegar átti ég kunningja i borginni sem hljóp undir bagga. Klukkustund siðargatég þvileystút farseðil- inn, með blandaðri mynt og hnekkt „útlegðardómi” ljósk- unnar yfir mér. En þótt ég hefði lækkað út- gjöld min með þvi að gerast svo djarfur að efast um óskeikulleik starfsstúlkunnar i upphafi gat ég ekki á mér setið að inna hana eftir þvi um leið og ég fékk far- seðilinn aftur i hendur fyrir hvað ég hefð'i greitt 3300 krón- urnar — eða öllu heldur jafn- virði þeirra. „Flugferðina frá Frankfurt til Kaupmannahafnar,” svaraði hún stutt i spuna. Svei mér þá ef ég var ekki far- inn að trúa þvi að ég hefði i raun og veru flogið þessa leið, i stað þess að skrölta daglangt i jám- brautarlest, þegar ég yfirgaf Flugleiðaskrifstofuna i Kaup- mannahöfn. Eftir að heim kom sneri ég mér til farmiðasölunnar á Keflavikurflugvelli og sagði farir minar ekki sléttar. Þar voru mér veitt þau svör að ó- hugsandi væri að mér bæri að greiða „Frankfurt-ferðina”, en miðinn skyldi tekinn i endur- skoðun — og þá fengist væntan- lega svar við þvi fyrir hvað ég hefði greitt 3300 krónurnar. En endurskoðunardeildin hefur ekkert látið i sér heyra i þennan heila mánuð sem siðan er liðinn svo eitthvað vefst svarið fyrir þeim. En þar sem Flugleiðir eru eina flugfélagið og nánast eina fyrirtækið sem annast farþegaflutninga i áætl- unarflugi til og frá Islandi finnst mér rétt, úr þvi sem komið er, að óska eftir svari Flugleiða i þessum dálki öðrum til upplýs- inga — eða viðvörunar, sem með þeim þurfa — og verða að ferðast meðan annarra kosta er ekki völ.” okkur meinaður aðgangur? Nemendur úr Vighólaskóla komu aö máli viö blaöiö: bærilegs náms i einhverri ann- arri stofnun — þannig að nem- endur þurfi ekki að hverfa frá námi vegna þessa. Annars er þetta mál I höndum ráðuneytis og er enn i athugun. En sem sagt — þessi leið er liklegast að farin verði.” „Nemendur i framhaldsdeild- um Vighólaskóla i Kópavogi hafa hey rt á skotspónum að loka eigi aðfararnámi við Kennara- háskóla Islands nemendum sem koma úr framhaldsdeildum. Eðlilega höfum við miklar á- hyggjur af þessu ef loka á deild- um fyrirvaralaust. Einhverjir ncmenda hafa áhuga á að halda áfram námi við Kennarahá- skóla tslands að námi loknu i framhaldsdeildum. Til að taka af allan efa úm þetta viljum við fá skýr og af- dráttarlaus svör frá forráða- mönnum Kennaraháskóla ts- lands.” Dagblaðið sneri sér til Bald- urs Jónssonar, rektors Kenn- araháskólans, og spurði hann hvað hæft væri f þessu. „Hér i Kennaraháskólanum höfum við rétt einu sinni við mikil þrengsli að búa. Nemend- um i aðfararnámi hefur fjölgað verulega — svo mikið að eitt- hvaðverður að gera. Þvi hefur komið til tals að stofna til sam- ÍlílSllIIEBB ÍílliPPIIfH Kennaraháskóli tslands ÉG ER ENGINN „GRAFFITI TÖFFARI" lleimir B. Vilhjálmsson skrifar: „Háttvirt lögregla i Kópavogi fer á kostum i mannskemmandi ummælum sinum sem birtust i Dagblaðinu föstudaginn 12.12. Þar fjalla skrif hennar um „graffiti-töffara” sem hún segir aðsé að striða sér. Þetta minnir mig á litlu börnin sem kaila: mamma, hann er að striða mér! Þetta umrædda kvöld var ég að rúnta i Kópavogi en ekki að elta lögreglumenn. Siðan ætlaði ég að bregða mér i bæinn en varð þá var við gangtruflanir i biln- um sem stöfuðu af raka, sem siðar kom I ljós. Sneri ég þá við i Kópavog en varð að stoppa við útskot á Kringlumýrarbraut. Þetta útskot er ekki merkt og þvi siður merkt sem einkabila- stæði lögreglunnar. Þá var lög- reglan hvergi sjáanleg en þegar ég var að starta bilnum i gang birtist lögreglubill hinum megin við eyjuna á leið i bæinn. Ég ók af stað en fór fremur rólega, var á hraðanum 20-30 km, og að sjálfsögðu ók ég á hægri akrein. Lögreglumennirnir birtast þá allt i einu á eftir mér svo þeir virðast hafa gefið hressilega i. Ég reyndi ekki að hindra þá i að komast fram úr, enda virtust þeir ekki vilja það, fyrr en þeir skyndilega gáfu i fram hjá mér og þverbeygðu fyrir mig. Snar- aðist annar þeirra út úr bilnum, reif upp hjá mér dyrnar og bað mig að aka upp á Lögreglustöð, sem ég gerði. Þegar þangað var komið 'var mér visað inn á einhverja skrif- stofu og sagt að setjast. Þegar ég var setztur upphóf lögreglu- maðurinn svivirðingar sem að sjálfsögðu beindust gegn mér. Spurði ég manninn hvort hann vildi endurtaka þessi gifuryrði i eyru farþega minna og einnig segja mér hvað ég hefði brotið af mér, hann neitaði fyrri spurningunni og svaraði ekki þeirri siðari. Hann bað þess i stað að fá að skoða bilinn minn sem ég neit- aði vegna framkomu manns- ins. Heimtaði hann þá lyklana en þeir voru i bilnum sem ég sagði honum. Er ég ætlaði að fara að sækja lyklana greip lög- regluþjónn i mig og ýtti mér ó- mjúklega upp að vegg en hinn hljóp út I bil og reif lyklana úr svissinum af slikri lögreglu- mannslegri umhyggju að inn- volsið úr svissinum fylgdi með. Bað ég þá um að fá að hringja en var neitaö. Ég vil taka það fram að gefnu tilefni að ég hef aldrei að til- efnislausu ekið upp að lögreglu- stöð og þvi siður kringum hana. Við skoðun fann skoðunarmaður að ýmsu en aðeins fernt af þvi stóðst og það var að númera- ljósapera var sprungin, park- ljósapera hægra megin að framan var sprungin, rúðuupp- halari fastur og örlitið slit i hurðarlöm.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.