Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 15
ALLIR URÐU UNDRANDI — þegar Liz neitaði að taka við demantshring Dagblaðið. Miðvikudagur 17. desember 1975. Hringurinn umtalaði sem sést vel á litlu myndinni i horninu á trú- lega eftir að bjarga mörgum mannslifum — stóri steinninn er bleik- ur demant en I kring eru Iitlir bláhvitir demantar. hún hugsi til þess með skelfingu hvernig fer fyrir fólki sem veik- ist á þeim stöðum sem ekki er hægt að fá læknishjálp. — — Það eru ekki margir hér um slóðir sem eru svo lánsamir að hafa efni á að taka leiguflug- vél með lækna þótt þeir þurfi á hjálp að halda, segir hún. — Hvað veíður um þá? beir deyja drottni sinum. Þetta er ástæðan fyrir þvi að Liz vildi ekki taka við morgun- gjöfinni og ætlar að nota and- virði hennar til þess að byggja sjúkrahús i Afriku. — Það hefði verið dásamlegt að eiga hringinn, sagði Liz — hann er afar fallegur. Ég elska Richard fyrir þessa gjöf en hann þarf ekki lengur að láta allt eftir mér. Hann þarf einungis að elska mig. Við höfum rætt málið fram og aftur og orðið sammála um pð nota peningana til þess að byg'gja sjúkrahús i Afriku. Þar er brýn þörf fyrir það — og ég þarf svo sannarlega ekki á nýj- um hring að halda. Burtonhjónin héldu upp á fimmtiu ára afmæli Richards á Dorchester hótelinu i London þar sem þau sögðu frá fyrirætl- an sinni. — Ég ætla einu sinni að gefa manni minum afmælisgjöf sem talandi er um, sagöi Liz. Hún var mjög glæsileg i nýjum módelkjól frá Paris sem hún fékk sendan flugleiðis fyrir af- mælisveizluna. . Burton var enn hálf ræfilsleg- ur eftir öll veikindin en mjög hamingjusamur og eins og kom- ið hefur fram smakkaði hann ekkert sterkara en mjólk og skálaði við gestina sem drukku kampavin. Þessi margumtalaði hringur var með 25 karata bleikum de- matni með umgjörð af smærri bláhvitum demöntum. Allir vita um ást Elizabetar á eðalstein- unum svo vini hennar rak i rogastanz þegar hún afþakkaði gripinn. Burtonhjónin urðu heilluð af óspilltri og ómegnaðri náttúru Afriku og hafa nú ákveðið að láta byggja sér „kofa”, skammt frá hinum fyrirhugaða spitala. A „kofinn” að falla inn i um- hverfið, hann verður að visu stærri en hinir „kofarnir”, með loftkælingu og öðrum nútima- þægindum en stráþak skal hann hafa. Arkitekt i Jóhannesarborg vinnur nú að teikningum húss- ins. Læknarnir sem komu Richard til bjargar hafa sagt að raun- verulega hafi veikindin ekki verið svo alvarleg en einungis lagzt þungt á Burton vegna þess hve hann var illa fyrirkallaður eftir langvarandi drykkjuskap. Að auki gleymdi hann að taka með sér „malariu-töflurnar” sinar þegar þau hjón fóru til Botswana. Vegna alls þessa fékk hann mjög mikinn hita og var nærri dáinn, Liz til mikillar skelfingar. Þetta hefur haft þau áhrif á Burton að hann er steinhættur að reykja og drekka og hugsar um það eitt að koma sér aftur á strik. Hann hefur fengið hlut- verk i leikriti sem sett verður á svið á Broadway. Liz leikur i kvikmynd er nefnist „A little night music” ásamt Bette Davis. — Eftir að þeirri kvik- myndatöku lýkur áforma þau hjón að leika saman i nýrri mynd. Skömmu eftir að Elizabet Taylor og Richard Burton voru aftur gengin i það heilaga i september s.l. gaf hann henni forkunnarfinan demantshring sem kostaði milljón Banda- rikjadali (um 170millj. isl. kr.). Elizabet kom þá öllum á óvart og vildi ekki eiga hringinn. Sagðist heldur vilja verja pen- ingunum til þess að byggja sjúkrahús i svörtustu Afriku. Astæðan fyrir þessu göfug- lyndi Elizabetar var að hún hafði nærri misst sinn heittelsk- aða eiginmann er Burton veikt- ist af malarfu og engin tök á að ná i lækni á staðnum. Richard varð heiftarlega veikur af malariu og Liz vakti yfir honum i 36 klukkustundir, Talið er að hún hafi haldið i hon- um lifi þar til læknishjálp barst. Elisabet fékk leiguflugvél frá Jóhannesarborg til þess að flytja þrjá lækna og lyf til þorpsins Chobee i Botswana- landi þar sem þau hjón eyddu hveitibrauðsdögunum. Elizabet hefur siðar sagt að Kjóllinn sem Liz var í á afmæli eiginmannsins var franskur módel- kjóll. Ekki vantar hana demantana um hálsinn en dökki steinninn i miðjunni er safir. Er þetta ein af gjöfunum frá Richard. Hann virð- ist ósköp gugginn og tekinn i andliti. hefst í kvöld kl. 20,30 í íþróttahúsinu í Laugardal Komið og sjóið spennandi keppni Júdófélag Reykjavíkur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.