Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 24
Opinberir starfsmenn „án heimildar" fá eitthvað Laun fundin „að hluta" Frá umrœðunum um fjárlagafrumvarpið í gœr Fjárveitinganefnd Alþingis ætlar aö finna leiðir tíl að greiða hluta af þeim starfsmönnum laun, sem reyndust við athugun ekki „vera i kerfinu” með rétlu. Við starfsmannatal yfir alla starfsmenn i opinberri þjónustu kom i ljós, að i kerfinu voru um 100manns.sem engin heimild var til staðar, að ráðnir yrðu til hinna umræddu starfa. Ekki er ein króna i fjárlagafrumvarpinu til að standa undir launagreiðslum til þeirra. Jón Árnason (S), formaður fjárveitinganefndar, sagði við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið i gær, að ekki yrði hjá þvi komizt að setja inn við 3. umræðu upp- hæð til að mæta að minnsta kosti hluta af þeim launakostnaði, sem hér um ræðir. Jón sagði, að brýna nauðsyn bæri til að ná sem allra fyrst jöfn- uði i rikisbúskapnum. í ræðu Geirs Gunnarssonar (Ab), tals- manns minnihluta nefndarinnar, kom fram, að rikishallinn yrði fjórir milljarðar i ár. Jón sagði, að til þess að ná þessu marki verði að draga svo sem verða má úr rikisutgjöldum, sem varða opinberan rekstur, og fjárfestingum, sem ekki eru i beinu sambandi viö eða stuðla að aukinni framleiðslu. í fjárlagafrumvarpinu er enn sem fyrr fylgt þeirri stefnu að draga sem mest úr útgjalda- áformum ráðuneyta og rikis- stofnana. Stjórnarandstæðingar voru harðorðir vegna þess hve litill timi er ætlaður til afgreiðslu mála fyrir jólaleyfi. Töluðu margir þeirra i gær. Þeir gagnrýndu hve mikið er enn óafgreitt af málefn- um fjárveitinganefndar. Geir Gunnarsson gagnrýndi, að st jórn- arflokkarnir hygðust skera sem mest niður fjárveitingar til fram- kvæmda og taldi þá hafa lagt á hilluna viðleitni til sparnaðar i rlkisrekstrinum. Af stjórnarandstæðingum töl- uðu auk hans Jón Ármann Héð- insson fA), Karvel Pálmason (Samtökin), Gils Guðmundsson (Ab), Svava Jakobsdóttir (Ab), Ragnar Arnalds (Ab), Garðar Sigurðsson (Ab) og Stefán Jóns- son (Ab). Þá talaði Steingrimur Hermannsson (F) einnig við um- ræðunaigær. —HH RAFMAGNS- FRAMLEIÐSLA LAXÁRVIRKJUNAR VIÐ HÁMARKIÐ — þrátt fyrir grimmdarfrost „Það er allt i bezta gengi hérna hjá okkur. Rafmagns- framleiðslan er nú um tuttugu megawött og fer hæst i 20.8 við beztu aðstæður,” voru svörin sem við fengum frá Laxár- virkjun i morgun. f gærkvöld fór frostið við Laxá i sautján stig. Þetta frost hefur litil áhrif á rafmagns- framleiðsluna, þarsem maður er starfandi uppi við Mývatns- ósa og getur aukið við vatns- magnið ef það minnkar. Áin er að mestu isilögð nema við mestu rastirnar og töluverður snjór að auki, en starfsmenn Laxárvirkjunar kváðu það ekki hafa nein áhrif á vatns- rennslið. Helztu möguleikarn- ir á truflunum yrðu, þegar þiðnaði og áin færi að ryðja sig. —ÁT— KOMNIR UM BORÐ Eftir miklar ýfingar eru fréttamenn komnir um borð i varðskip. Þessir kappar sigldu út með Ægi i gær. Þeir eiga að geta sent fréttir beint frá varð- skipunum, í fyrsta skipti i sögu þorskastriða. Frá vinstri: Mik Magnússon frá brezka ríkisút- varpinu BBC, Sigurður Sigurðs- son og hljóðupptökumaðurinn Runólfur Þorláksson frá is- lenzka rikisútvarpinu. Mynd- iner tekin um borð i Ægi. — ÐB-mynd BP. 14 árekstror í umferðinni í gœr: UNG STÚiKA SLASAÐIST LÍTILLEGA Allharður árekstur varð á mótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar laust fyrir kl. 17 i gær. Lentu þar saman tvær fólksbifreiðar, af Mini og Corj tina-gerð. Mun annarri bif- reiðinni hafa verið ekið yfir gatnamótin á ráuðu ljósi, en ekki er ljóst, hvor þeirra það var. Ung stúlka, ökumaður Mini-bifreiðarinnar, slasaðist litillega og var flutt á Slysa- deildina. Bifreiðarnar eru nokkuð skemmdar. Að sögn lögreglunnar voru 14 smávægilegir árekstrar i umferðinni i gær, enda var viða launhált og færi þvi óöruggt. HP. Allt með kyrrum kjörum í Grímsey í nótt — þó fundust tveir óverulegir jarðskjálf takippir „Það hefur allt vcrið með kyrrum kjörum hérna i nótt, nema hvað menn fundu eina tvo smávægilega kippi,” svaraði Bjarni Magnússon hreppstjóri i Grimsey spurningu Dagblaðs- ins um jarðskjálftana þar. 1 fyrrinótt komu stærstu kipp- irnir og mældust þeir 4.6 og 4.8 stig á Richterkvarða. Fólk varð töluvert hrætt i eyjunni, en skemmdir urðu engar, nema hvað pennaritinn i jarðskjálfta- mælinum skemmdist i bæði skiptin. Bjarni taldi að það væri vegna þess að mælirinn væri ekki stilltur til að taka við svo skörpum kippum. Jarðskjálftamælir kom fyrst i Grimsey i marz sfðastliðnum og stuttu eftir að hann var settur upp fór að bera á jarðskjálfta- kippum. Þó varð hlé á i haust þangað til nú fyrir stuttu. Jarð- skjálftar þessir eru taldir stafa af misgengi nokkra kilómetra norðuraf Grimsey. —AT— BRETAR HARÐIR Á SINNI SÖGU Öry ggisráðið um ásiglinguna Mikill munur var á frásögn- um Islendinga og Breta af at- burðunum fyrir mynni Seyðis- fjarðar, þegar málið kom fyrir öryggisráðið I gær. Bretinn Ivor Richard vék úr forsetastóli, en forseti hefur aðeins einu sinni áður i.sögunni vikið, þegar mál, sém riki hans varða, hafa verið tekin fyrir. I hið eina skipti, sem þaö gerðist áður, átti einnig Breti i hlut, Caradon lávarður, sem vék sæti i umræöum um Ródesiumálið 1968. Ingvi Ingvarsson sendiherra lagði áherzlu á að ásigling hefði gerzt innan óumdeilanlegrar landhelgi Islands. Hann skoraði á Breta að láta af valdbeitingu. Hann sýndi fram á, að íslend- ingar hefðu ekki getað beðið eft- ir niöurstöðum hafréttarráö- stefnunnar. Veiðar Breta þýddu minni veiðar íslendinga. Hann bentiá,að dráttarbátarnir væru hér sem hluti af sjóher Breta. Þeim væri ætlað að hindra, að islenzka landhelgisgæzlan gæti framfyigt Islenzkum lögum. Atburðirnir hefðu verið skerð- ing á fullveldi Islands. Mjög hættulegar aðstæður sköpuðust. ef slikt ofbeldi fengi að viðgangast. Ivor Richard, brezki fulltrú- inn, hélt fast við fyrri frásögn Breta af atburðunum I mynni Seyðisfjarðar. Þór hafi komiö að dráttarbátunum i vari og gefið stöðvunarmerki. Varð- skipsmenn hefðu sagt „Stöðvið eða égskýt” i gegnum taistöð. A dekki Þórs hefði verið, að þvi er Bretum hafi virzt, „uppgöngu- sveit” i striðsbúningi og vopnuð skammbyssum. Þór hafi beygt fyrir Lloydsman með þeim af- leiðingum, að árekstur varð. Þá hafi Þór skotið en ekki hitt. Enn hafi Þór siglt I veg fyrir Lloyds- man og árekstur orðið. Þór hafi þá skotið tveim skotum en bæði hafi geigað. Bretinn lagði áhérzlu á, að varðskipið hafi skotið á óvopnuð skip. Bretar hörmuðu, aö málið kæmi fyrir ráðið. Samkvæmt Haagdómn- um væri útfærslan i 200 mflur ólögleg. Fleiri báöu ekki um orðið, en málið kann að koma aftur fyrir ráðið innan tfðar. —HH Miðvikudagur 17. desember 1975. Slegizt við Óðal — tusk við Cesar Til slagsmála kom i veit- ingasölum Oðals laust fyrir lokun þar i gærkvöldi. Er tekizt hafði verið á innan dyra barst ieikurinn á hag- stæðara svæði við Austur- völl. Þarna áttu hlut að máli þrir Reykvikingar, sem gerðu aðsúg og aðför að utanbæjarmanni, sem var meðal gesta Óðals. Reykvik- ingarnir þrir voru allir hand- teknir og settir i fanga- geymslur. Um miðnættið kom siðan til átaka við Cesar. Þar voru ekki hnefar á lofti en tuskazt duglega og föt rifin. -- . . .. . ASt Barði konu í offorsi Til átaka kom milli karls og konu f húsi við Bergstaða- stræti, sem vel er þekkt i bókum lögreglunnar. Þar réðst maður að konu i hrein- um fantaskap en ekki i þeim tilgangi að berja hana til hlýðni við sig. Lögreglan kom á vettvang og skakkaði leikinn. Konan hafnaði i slysadeild, en maðurinn i fangageymslum. ASt Blindhríð í Eyjum Blindhrið var i Vestmannaeyjum i morgun og færð þar tekin að þyngjast. Ekki fylgdi frost snjókomunni og virtist veður fara hlýnandi. Það er sjald- gæft að mikill snjór falli i Eyjum og venjulega stendur hann stutt við. ASt Dró nauðg- unarákœru til baka 1 gær kom kona nokkur inn á lögreglustöð i borginni og kærði ofbeldi og tilraun til nauðgunar, sem hún hefði sætt af hendi ákveðins manns. Lögrgglan brá hart við og sótti manninn, sem er einn af „góðkunningjunum” og var hann settur I fangageymslu. Við yfirheyrslur neitaði hann öllu samneyti við konuna enda fór svo, þegar rætt var nánar við haiia, að hún féll frá fram- burði sínum, — hér hefði ekki verið um neina nauðgun að ræða. Ekki hefur manninum þó verið sleppt úr prisundinni, þar eð við 'yfirheyrslur kom ýmislegt fram, sem rann- sóknarlögreglan vill ræða nánar við hann. HP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.