Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 12
12 Dagblaöiö. Miövikudagur 17. desember 1975. ■ i I ‘l 1 yðuÉjflnn Wm ■ '< ’ É ’ i Jr ' S Trukkurinn greiöir Jimmy Rogcrs höggiö mikla —og Rogers er á ieiö i gólfiö. Hnefi Rogers stefnir á andlit Guösteins. DB-mynd Bjarnleifur. UPPGJORITOPPUÐA LAUK MED HNEFAUIKUM SVERTINGJANNA! — Trukkurinn sló Jimmy Rogers í gólfið, þegar Ármann hofði nóð sigurstöðu í leiknum við KR Slagsmál — blóö — taugaæsing — mikil spenna og oft á tiöum skemmtilegur körfuknattleikur — allt þetta haföi leikur Armanns og KR til aö bera I 1. deild i gærkvöld. Armann bar sigur úr býtum i hildar- leiknum 85-71 en naumt var þaö. Ei aöeins 54 sekúndur voru eftir al leiknum var staöan 81-81 og KR meí boltann en þeir þoldu ekki spennuna Jón Sigurösson ,,stal” boltanum og brunaöi upp og skoraöi 83-81. Sekúndurnar tifuöu ein af annarri og KR gekk illa aö finna leiöina aö körfu Armanns — misheppnaö körfuskof og Armenningar meö boltann. Þeir spiluðu yfirvegaö — engir „sjensar” teknir og þaö þoldi „Trukkurinn” ekki. Hann réöst á landa sinn Jimmy og sló hann niöur meö tilþrifum sem ekki hafa sézt hér frd þvi hnefaleika- iþróttin var bönnuö — jafnvel sjálfur Ali hefði mátt vera stoltur af sliku höggi og Jimmy lá I valnum. „Þeir voru meö boltann og aðeins 6 sekúndur eftir. Þá reyndi ég að stöðva leikinn en þá sagði Jimmy — hvað ertu aö gera maöur? Ég varösvo fjúkandi vondur að ég bara slóhann. En viö töpuöum aðeins bar- daga — ekki striði. Við verðum meistarar,” sagði Curtiss „Trukk- ur” Carter eftir leikinn. Já, það þarf ekki mikið til að æsa „Trukkinn” upp. ,,Ég er góður hnefaleikamaður en maður — svona llkar mér ekki. Þetta er fáránlegt,” sagði Jimmy Rogers og hlúöi að sprunginni vör. „Það er heldur óskemmtilegt að vera sleginn svona eins og Carter sló mig — ég hreinlega þoldi það ekki. Hann var búinn að vera að slá mig leikinn út — en við sýndum hvort liðið er betra. Ég var alltaf viss um að við færum með sigur af hólmi. KR er gott lið, en við erum einfaldlega betri.” En snúum okkur að leiknum. Allt frá upphafi var mikil spenna og taugaæsingur og eftir 10 minútna leik var staðan 24-22 Armanni i vil. Armenningar virkuðu betri — sér- staklega voru Jimmy og Jón Sigurðsson góðir á þessum leikkafla. Eftir 15 minútur var enn aðeins tveggja stiga munur — 32-30 en Ar- menningar sigu framúr og staðan i hálfleik var 41-37 — Austurbæjarliö- inu i vil. KR-ingar mættu ákveðnir til siðari hálfleiks og náðu fljótlega forystu 48-47. Þá hins vegar fékk Birgir Guð- bjömsson slæmt högg eftir samstuð og blæddi mikið. Birgir fór út af en kom siðar inn aftur. Nú, hvað um það,KR-ingar náðu uppmikilli baráttu og sigu framúr — mestur varð munurinn 70-62. Svo virtist sem Jimmy væri eini maður- inn sem gat skorað fyrir Ármann — hvað eftir annað sendi hann boltann fallega i körfuna og beinlinishélt Ár- manni á floti. Eftir 15 minútna leik var staðan 72-68 og 18 minútur 79-78 KR i vil. Allt var á suðupunkti og hinir 800 áhorfendur skemmtu sér konung- lega. Þegar aðeins rúm minúta var eftir var Kolbeini Pálssyni visað af velli með 5 villur — sjálfsagt hefur það skipt sköpum — KR hafði engan eins leikinn og Kolbein — engan til að „dribbla” með boltann. Jimmy Rogers kom Armanni yfir 81-80 — og spennan i hámarki. „Trukkurinn” fékk viti — hitti i þvi fyrra en brást bogalistin f þvi seinna — 81-81, og áhorfendur stóðu á öndinni af tauga- æsing. En eins og áður var lýst voru taugar Ármenninga-sterkari og þeir sigruðu á lokasprettinum 85-81. KR-ingarnirKoíbeini^íHsson^íg"^ Kristinn Stefánsson halda aftur af ‘ Trukknum svo hann ráöist ekki á Birgi Birgis.DB-mynd Bjarnleifur. Sjálfsagt hefur ekki annar eins leikur i körfubolta verið leikinn hér áöur. Kemur þar til aö blökku- mennirnir setja skemmtilegan svip á leikinn — sérstaklega var Jimmy Rogers góður — hann sigraði i ein- viginu við „Trukkinn” — ef undan er skiliö höggið mikla sem „Trukkur- inn” kom á Jimmy. Það fór ekkert á milli mála i gær hvor var betri en það kemur dagur eftir þennan dag. En það þarf fleiri i lið en blökku- menn — Ármannsliöið hafði meiri breidd yfir að ráða og það reiö baggamuninn. Jón Sigurðsson — af- burðaleikmaður — þó ekki hafi hann átt góðan leik i gær á hans mæli- kvarða. Birgir örn Birgis, Björn Magnússon.Hallgrimur Helgason og Guðsteinn Ingimarsson sköpuðu þá breidd sem þurfti. r : 1 íþróttir L_________Á Það fer ekkert á milli mála að „Trukkurinn” heldur uppi KR liðinu — en einnig var Kolbeinn Pálsson mjög góður þótt hann skoraði ekki mikið. Bjarni Jóhannesson átti einnig góðan leik og skoraði nokkuð drjúgt — en eftir hina miklu spennu i leiknum fékk Bjarni magakrampa — það segir meira en mörg orð. Jimmy Rogers var stigahæstur Armenninga með 37 stig — og margar körfur hans voru sérstak- lega fallegar — getur skotið með hvorri hendi sem hann vill. Mikill kostur það, Hallgrfmur Helgason skoraði 12 stig, Jón Sigurðsson og Björn Magnússon 9 hvor og Birgir Örn Birgis 8. Curtiss „Trukkur” Carter skoraði 26 stig fyrir KR, Bjarni Jóhannesson 16, Birgir Guðbjörnsson 12. Þó Kol-. beinn hafi verið drjúgur og spilað aðra mikið upp — þá skoraði hann ekki nema 4 stig. STAÐAN En litum að lokum á stöðuna. Armann 4 4 0 407-327 8 1R 5 4 1 435-381 8 KR 4 3 1 369-302 6 IS 5 3 2 403-405 6 UMFN 5 2 3 405-404 4 Fram 3 1 2 236-230 2 Valur 4 0 4 333-407 0 Snæfell 4 0 4 257-388 0 Af töflunni má sjá að Ármann er eina taplausa liðið i deildinni til þessa. Um helgina verða stórleikir — þá fer KR suður i Njarðvikur og leikur við heimamenn. Fróðlegt verður að sjá uppgjörið þar — senni- lega verður „Trukkurinn” settur I bann og þvi spurning hvort hann verði með. Sama gildir um Jimmy Rogers — Armann á að leika við 1R og spurning er hvort Jimmy verði með þar. Þannig er ekki ósennilegt að deildin opnist enn frekar um helgina — körfuknattleiksmönnum vafalitið til mikillar ánægju. — h halls Dagblaöiö. Miövikudagur 17. desember 1975. 13 Stórleikur vetrarins! þegar íslenzka landsliðið í handknattleik leikur við Júgóslava annað kvöld Ég tel aö viö séum eins vel undirbúnir fyrir þennan þýöing- armikla leik og möguleiki er meö islenzkt landsliö, sagöi Siguröur Jónsson, formaöur HSl i gær á blaöamannafundi. Aö okkar mati er þaö bezta leiöin — aö fara meö liösmenn i æfingarbúöir erlendis. Danmerkurferöin var afar vel heppnuö og landsliöshópurinn er sem ein heild, sagði Siguröur enn- fremur. Þýðingarmesti leikur Islands á keppnistimabilinu verður annað kvöld kl. 20.30 i Laugardalshöll- inni. En það verður erfiður leikur fyrir islenzka landsliðið. Olympiumeistarar Júgóslaviu hafa frábæru liði á að skipa — liði, sem tvimælalaust er i hópi hinna fremstu i heiminum. Island hefur aldrei unnið Júgó- Litla svstir varð stór! Eva Mittermaier sigraði í bruni heimsbikarsins í gœr „Litla systir” varö stór I gær — Eva Mittermaier, Vestur-Þýzkalandi, varö sig- urvegari I bruni i keppninni um heimsbikarinn á Italiu. Fyrsti sigur hennar I heims- bikarkeppninni — og hún hefur alltaf — þar til nd staö- iö i skugga hinnar frægu systur sinnar, Rosi Mitter- maier. En nú sló sú litla I gegn Rosi varö hins vegar i áttunda sæti. Eva var þremur hundr- uðustu úr sekúndu á undan Birgittu Totschnig, Austur- rlki, og Bernadetta Zur- briggen, Sviss, varö þriðja. Totsching hefur nú forustu I stigakeppninni — hefur hlotiö 59 stig. Zurbriggen er önnur meö 51 stig og Rosi Mittermaier þriöja meö 45 stig. Eva Mittermaier er i sjötta sæti meö 31 stig. Stórsigur Skota slava i landsleik — en það veröur að ske á morgun ef við eigum að hafa einhverja möguleika að komast á Olympiuleikana i Montreal. Siðustu þrir leikir íslands og Júgóslaviu — allir á þessu ári — hafa fært Júgóslövum tvo sigra og eitt jafntefli. t febrú- ar léku löndin tvo leiki i Laugar- dalshöll. Þeim fyrri lauk með jafntefii 19-19 og siðustu sekúndur þess leiks gleymast seint. Bjarni Jónsson alveg frir — reyndi markskot, sem var varið. Júgó- slavar brunuðu upp og jöfnuðu. Siðari leikinn unnu svo Júgóslav- arnir með 24-21 — einnig eftir jafnan leik. t sumar mættust liðin á móti i Júgóslaviu og þar sigruðu Júgóslavar með sex marka mun, 26-20. Ekki slæmt á heimavelli þeirra. Viðar Simonarson, landsliðs- þjálfari hefur valið landsliðshóp — Danmerkurfarana . og Ólaf Einarsson — og stendur nú frammi fyrir þvi erfiða hlutverki i dag, að geta ekki valið nema 12 af þeim 15 mönnum, sem eru i hópnum. Þrir leikmenn verða að vera meðal áhorfenda. t hópnum eru Ólafur Benedikts- son, Val og Guðjón Erlendsson, Fram, markverðir, Ólafur H. Jónsson, fyrirliði og Axel Axels- son, báðir Dankersen, Arni Ind- riðason, Gróttu, Stefán Gunnars- son, Val, Gunnar Einarsson, Göppingen, Jón Karlsson, Val, Ingimar Haraldsson, Haukum, Björgvin Björgvinsson, Viggó Sigurðsson og Páii Björgvinsson, allir Viking, Ólafur Einarsson, •Donzdorf, Sigurbergur Sigsteins son, Fram og Friðrik Friðriks- son, Þrótti. Forsala á aðgöngumiðum hefst i dag i Austurstræti kl. 12 úr happ- drættisbil HSt. Áuk Olympiu- leiksins annaö kvöld, munu Júgó- slavarleika hér landsleik kl. 15.00 á laugardag — og 3ja leikinn á mánudagskvöld. Júgóslavnesku olymplumeistararnir á æfingu I LaugardalshöII I morgun. DB-mynd Bjarnleifur. VIÐ ERUM HRÆDDIR VIÐ ÍSLENZKA LIÐIÐ — sagði Ivan Snoj, fararstjóri Júgóslava í morgun Júgóslavarnir steinlógu fyrir Sovétríkjunum í Tiblisi „Viö berum mikla viröingu fyrir islenzkum handknattleik og ég var aldeilis hissa aö lesa i blöö- um i morgun aö viö mundum sigra meö nokkrum mun, viö er- um hræddir viö islenzka liöiö,” Manchester CHy fœr Hartlepool! Nokkrir jafnteflisleikir frá laugardeginum I 2. umferö FA-bikarsins enska hafa veriö leiknir aftur. Hartlepool úr 4. deild átti ekki i neinum erfiöleik- um meö Marine — liö utan deild- anna — á heimavelli á mánudag. Sigraöi 6-3, en Marine skoraöi strax á fyrstu minútu leiksins. Hartlepool jafnaöi fljótt, Malcolm Moore skoraði þrjú mörk fyrir 4. deildarliöiö I leiknum. CrystalPalace — Lundúnaliðið, sem efst er i 3. deild — lék við ná- granna sina i Millvall gærkvöld og sigraði 2-1. David Kemp og Peter Taylor, vitaspyrna, skor- uðu fyrir Palace i fyrri hálfleik. En á 56. min. skoraði Jon Moore fyrir Millvall. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir gifurlega pressu Millvall lokakafla leiksins. Rochdale úr 4. deild sigraði Gateshead, gamalþekkt deildar- lið hér áður fyrr, sem nú er utan deildanna með 3-0 og leikur við Norwich á útivelli i 3. umferð. Gateshead erútborg Newcastle — nú þekktust, sem fæðingarborg hlauparans heimsfræga, Brendan Foster. Hartlepool leikur við Manch. City á útivelli i 3. umferð — en Crystal Palace á útivelli við lið utan deildanna, Scarborough, — liðið, sem sló Preston út i 2. umferð. sagöi Ivan Snoj, fararstjóri júgó- slavneska landsliösins i viötali viö Dagblaöiö I morgun. Júgó- slavarnir voru á æfingu i Höllinni og viö brugöum okkur þangaö. „Það gefur augaleið að liö, sem er skipað leikmönnum eins og Axel Axelssyni, Ólafi Jónssyni, Ólafi Benediktssyni, Einari Magnússyni og Björgvini Björg- vinssyni er ekki á flæðiskeri statt. Margir þessara leikmanna eru nú i þýzku Bundesligunni. Viö spil- uðum hér siðastliðið vor og vor- um heppnir að ná jafntefli i fyrri leiknum. Það er alltaf gaman að leika á tslandi. — Ahorfendur eru stórkostlegir. — Mér finnst furðu- legt að þetta stóra og mikla hús skuli alltaf vera yfirfullt, þegar landslið ykkar spilar. Við eigum ekki von á að sigra — þó sigur sé alltaf sætur. Hins veg- ar stefnum við i stórsigur i Júgó- slaviu. Við komum frá móti i Sovét- rikjunum og höfnuðum i öðru sæti. Leikir okkar fóru þannig: Júgóslavia — Rúmenia 29-24 Júgóslavia — Pólland 26-24 Júgóslavia — Sovét, a-lið 13-20 Júgóslavia — Sovét, b-lið 22-22 Júgóslavia — Georgia 40-25 Röðin varð þvi: Sovétrikin a-lið lOstig Júgóslavia 7 stig Rúmenia Pólland Georgia Sovétb-lið 6 stig 6 stig 2 stig 1 stig Nokkrir af frægustu handknatt- leiksmönnum heims eru i júgó- slavneska liöinu. Þar má nefna lögfræðinginn og fyrirliöa liðsins Hrvoje Horvat, 29 ára. Hann hef- ur leikið 174 landsleiki og skorað 459 mörk i þeim. Branislav Pokrajac er 28 ára prófessor — með 159 landsleiki og 458 lands- liösmörk. Miroslav Pribanic er 29 ára — hefur leikið 124 landsleiki og skorað 272 landsliðsmörk. Þrir aðrir leikmennn hafa leik- ið yfir 100 landsleiki. Mark- vörðurinn frægi, Abas Arslana- gic, 31 árs prófessor, með 105 landsleiki. Milorad Karalic, 29 ára, 107 landsleiki og 149 lands- liðsmörk, og Nebojsa Popovic, 28 ára, með 100 leiki og 224 lands- liðsmörk. Flestir aðrir leikmenn liðsins hafa leikið tugi landsleikja — flestir skráðir studentar — og sá, sem leikið hefur fæsta landsleiki er Timko með 16. Júgóslavia hef- ur 293 landsleiki við 29 þjóðir. Unnið 182 — en tapað 84. Jafntefli þvi 27 sinnum. Júgóslavar hafa skorað 5405 mörk i landsleikjun- um — fengið á sig 4490. Skorað 131 þeirra i sex landsleikjum við Is- land — fengið á sig 98 i þeim. Skotar unnu stórsigur á Rúmenum i Falkirk I gærkvöld I Evrópukeppni landsliða — leik- menn 23ja ára eöa yngri. Órslit 4-0. WiIIie Pettigrew, markhæsti leikmaður í skozku knattspyrn- unni nú — hann leikur meö Motherwell — skoraði fyrsta mark leiksins á 34. min. Einnig annaö markið á 49,mín. Þá náöu skozku ieikmennirnir algjörum yfirtökum í leiknum. Des Bremn- er, Hibernian, skoraöi 3ja mark Skota á 62. mln. og Tony Craig þaö fjóröa úr vitaspyrnu tveimur minútum fyrir leikslok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.