Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 4
4 Dagblaðiö. Miövikudagur 17. desember 1975. ELECTROLUX Z305 © Vörumarkaöurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd, S-86-112 | Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113 Starf forstjóra Norrœna hússins í Reykjavík Starf forstjóra Norræna hússins er hér meö auglýst laust til umsóknar frá og meö 1. júlf 1976 og veitist til fjögurra ára I senn. Forstjórinn á aö skipuleggja og veita forstööu daglegri starfsemi Norræna hússins. Laun ákveöast eftir nánara samkomulagi og meö tilliti til menntunar og starfsreynslu. Frltt húsnæöi. Umsóknir ásamt upplýsingum um llfsferil, starfsferil og menntun umsækjanda séu stilaöar til stjórnar Norræna hússins og sendar til formannsins, kontorchef Egil Trane, Ministeriet for kulturelle anliggender, Nybrogade 2, 1203 Köbenhavn K, Danmörku, fyrir 30. janúar 1976. Nánari upplýsingar um starfiö veita Birgir Þórhallsson, Hofteigi 21 (s. 21199 og 35081) og Maj-Britt Imnander. Nor- ræna húsinu (S. 17030). NORRÆNA HÚSIÐ Jólasveinar — Jólasveinar! Kertasnikir og Gluggagægir koma i heim- sókn til þin á aðfangadag ef þú hringir i sima 31421 fimmtudag milli kl. 1 og 3. Söfnun Mœðrastyrksnefndar stendur sem hœst: EINKUM GAMALT FÓLK SEM EKKI RÍS UNDIR KOSTNAÐI VIÐ AÐ HALDA HEILÖG JÓL „Flestir þeirra sem þurfa að leita á náðir Mæðrastyrks- nefndar I ár eru úr hópi elztu borgaranna. Umsóknirnar hjá nefndinni eru orðnar á fjóröa hundrað,” sagöi Jónina Guð- mundsdóttir, hinn þradtseigi formaður nefndarinnar sem hefur starfað að mannúöarmál- um i yfir 30 ár. „Þetta eru óvenjumargar umsóknir,” sagði hún, ,,á sama tima og kaupæöið viröist algjört er greinilegt að það fé, sem ein- stætt fólk á ellilaunum á að lifa af, dugar skammt.” Ellistyrkurinn er 16.300 krón- ur fyrir einstakling og gamla fólkið þarf margt að greiða: húsaleigu, fæðiskostnað og svo lyf jakostnaö sem er drjúgur hjá mörgum. Jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar er nú að ná hámarki og kvaðst Jónina vonast til að borgarbúar stuðluðu að þvi i ár að þau heimili og einstaklingar, sem aðstoð þurfa, verði ekki fyrir vonbrigðum i ár. Tekiö er á móti fjárgjöfum á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar á Njálsgötu 3frá 11 á morgnana til 6 á kvöldin. Fyrirtæki, sem hafa söfnunarlista undir hönd- um, eru hvött til að gera skil sem fyrst. —JBP— Sigrún sýnir í Stofunni við Kirkjustrœti: í NÆSTUM STÖÐUGRI LÍFSHÆTTU! „Ég er ekki með neitt hér nema það sem er ekta og fin batik,” sagði frú Sigrún Jóns- dóttir er hún sýndi blaðamönn- um listaverk sem hún hefur til sýnis uppi yfir verzlun sinni i Kirkjustræti og nefnir „Stof- una”. „Hér er fjöldinn allur af fólki sem þykist vera að búa til batlk, en þetta eru bara eftirlikingar og þrykk sem alls ekki má kalla þvi nafni. Minar myndir eru all- ar búnar til eftir hefðbundinni gamalli japanskriaöferð sem er sú eina rétta,” sagði Sigrún. „Þar að auki er ég i næstum þvi stöðugri lifshættu,” bætti hún við. „Það eru hættuleg eiturefni sem ég er að vinna með. Nú hef ég snúið mér að þvi að búa til glerglugga og einnig að teikna mynztur fyrir sænskt listvefnaðarfyrirtæki sem heitir Gammelstands Hándvæveri. Sviar hafa alltaf sýnt mér og verkum minum mikinn sóma og ég hef haldið fjölmargar sýn- ingar i Sviþjóð. Ég hef ekki einu sinni getað sinnt öllum þeim sýningum sem mér hefur verið boðið að taka þátt i.” Sigrún sýndi okkur þykka bók sem i voru geymdar blaðaúr- klippur og myndir frá Sviþjóð- ar-pressunni. Gaf þar að lita m.a. mynd af Sviakonungi, Karli Gústafi, þar sem hann skoöaði listaverk Sigrúnar. „Konungurinn bauð mér og dóttur minni meira segja út að borða,” sagði Sigrún og hló við. — „Dóttir min, sem var með mér, vildi ekki koma með okk- ur.” Dóttir Sigrúnar er hin vin- sæla sjónvarpsþula Sigurborg Ragnarsdóttir. A sýningunni í „Stofunni” eru nálægt sextiu verk eftir Sig- rúnu. Að auki eru tvær ljós- myndir eftir sænskan mann, Hans Marklund, og nokkur skúlptúrverk eftir danskan mann, Poul Ceretoft. Þá eru nokkrir fagurlega útskornir lampar sem Hilmir Sigurðsson á Egilsstöðum hefur gert úr is- lenzku tré úr Hallormsstaða- skógi. Sigrún hefur hannað lampaskerma sem passa við lampafæturna. Loks er á sýningunni vegg- teppi sem er ofið af sænska list- vefnaðarfyrirtækinu. Er það fyrsta listaverkið sem Sigrún teiknaði og voru Sviarnir svo hrifnir af verkinu að þeir sendu henni það að gjöf. Teppið heitir „Perluáin sem fer framhjá heimskautsbaugn- um” og er ofið úr hör, ull og geitahárum. Myndin sýnir listakonuna Sig- rúnu Jónsdóttur við teppið. Sýningin verður opin á venju- legum afgreiðslutima fram yfir áramót. — Ljósm. Bjarnleifur. A.Bj. [ Smáauglýsingasíminn er 2-70-22

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.