Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðiö. Miðvikudagur 17. desember 1975.
11
%
og baráttan við „súperdómarann
í New York
ff
„Súperlögga” New York
borgar og byssan, sem hann
hefur sér til trausts og halds við
útrýmingu spillingarinnar i
borginni eiga i „súper” rifrildi.
Dagblöð borgarinnar klindu
heitinu „súperlögga” á Maurice
Nadjari þegar Nelson Rocke-
feller, þáverandi fylkisstjóri,
skipaði hann saksóknara i við-
kvæmum pólitiskum sakamál-
um.
Nadjari er vöðvastæltur lög-
fræðingur sem hefur getið sér
orð fyrir hörku i réttarsalnum
ogheiðarleika. Honum var falið
það vandasama verk að endur-
vekja trúnað almennings á rétt-
arkerfi borgarinnar og útrýma
spillingunni i þvi.
Skipun hans i embættið fylgdi
fjölda stjórnmálahneyksla sem
ýmsir dómarar og lögreglu-
menn borgarinnar voru flæktir
i.
Sérstakur dómari var skipað-
ur til að dæma i málum sem
Nadjari hafði með höndum.
Dómarinn. John Murtagh, hafði
ekki siður getið sér orð fyrir
sömu eiginleika og Nadjari.
Samterþaðsvo að „súperlögg-
an” og dómarinn hafa hreint
ekki allaf verið sammála. Siður
en svo.
Fjórar frávisanir á ein-
um mánuði
Orðstir Nadjaris hefur beðið
verulegan hnekki að undan-
fömu vegna fjölda frávisana frá
dómi og harkalegrar gagnrýni á
starfsaðferðir hans. Að baki
hvoru tveggja stendur Murtagh
dómari.
Fjórum sinnum á undanföm-
um mánuði hefur dómarinn vis-
að málum Nadjaris frá.
Fyrsta tilfellið var mál gegn
fyrrum formanni menningar-
ráðs borgarinnar. Dómarinn
sagði meðferð „súperlöggunn-
ar” vera svo grófa að hún varð-
aði við lög.
1 öðru tilfelli var málinu, sem
beindist gegn lögfræðingi einum
i borginni, umsvifalaust visað
frá. Dómarinn kvað Nadjari
engin sönnunargögn hafa gegn
lögfræðingnum.
Aðeins örfáum dögum siðar
úrskurðaði dómarinn að ljúg-
vitniskæra á hendur tollgæzlu-
dómaranum Paul Rao, syni
hans og félaga sonarins i lög-
fræðifirma, væri ekki hæf til
flutnings fyrir rétti þar sem ó-
lögleg sönnunargögn hefðu ver-
ið lögð fram. Daginn eftir sagði
Murtagh við „súperlögguna”
Nadjari aðhann skyldihætta að
leggja fram sönnunargögn af
þessu tagi.
Nadjari hafði til þessa tekið
frávisunum dómarans_ mjög
kurteislega. En þegar frávisun-
in i máli Raos kom upp varð
hann svo reiður að menn spáðu
þvi unnvörpum að annar hvor
þeirra — Nadjari eða Murtagh
— myndi fljótlega segja af sér.
Óvenjulegar aðferðir
Frávisanir hafa glatt hjörtu
margra sem voru allt frá upp-
hafi andsnúir Nadjari og völd-
um hans.
Sem sérstakur saksóknari
fylkisins i New York borg hefur
hann tekið að sér störf fimm
kjörinna héraðssaksóknara i
sakamálum sem eru pólitisk að
einu eða öðru leyti.
Rao-málið var það umdeild-
asta til þessa af þeim sem Nadj-
ari hefur lagt fram vegna mjög
svo óvenjulegra aðferða hans
við gagnasöfnun.
Nadjari fékk einn aðstoðar-
manna sinna til að leika glæpa-
mann. beir settu vopnað rán á
svið og þá var aðstoðarmaður-
inn handtekinn og kærður fyrir
rétti.
„Súperlöggan” fékk þá annan
aðstoðarmanna sinna, i þetta
skiptið konu, til að fara til Raos
Sú bandariska „súperlögga”, sem Islendingar þekkja bezt er Sam
McCloud — en hann er bara plat. Sumir New York-búar eru farnir
að telja Nadjari plat.
tollgæzlumanns og biðja um
hjálp fyrir hönd „ræningjans”.
Konan fór aftur til Nadjaris
og skýrði svo frá, að Rao hefði
stungið upp á þvi að „ræning-
inn” réði sér til aðstoðar annað-
hvort son sinn eða félaga hans i
lögfræðifirmanu.
Rao, sonur hans og félagi son-
arins neituðu alir að þarna væri
farið með rétt mál. Þá kærði
Nadjari þá fyrir að bera ljúg-
vitni.
Fullyrðing gegn
fullyrðingu
Mikilvægasta atriðið i siðustu
deilu „súperlöggunnar” og
„súperdómarans” er hvort
dómarinn vissi fyrirfram
hvernig saksóknarinn ætlaði sér
að verða sér úti um sönnunar-
gögn gegn Rao.
Nadjari ber að Murtagh dóm-
ari hafi samþykkt aðferðir sinar
munnlega — og hann segist hafa
vitni sem geti staðfest það.
Hann segir einnig að dómar-
inn hafi að visu neitað sér um
skriflega heimild til þessarar
gagnaöflunar og að hann (dóm-
arinn) hafi varað sig við þvi að
hann myndi neita öllu ef „súp-
erlöggan” segði orð opinber-
lega.
Nú óttast menn að samstarfið,
sem sett var upp i þeim tilgangi
að endurvekja trú almennings á
embættismenn sem ætlað er að
fullnægja réttlætinu, virki öfugt.
Bent er á að ef saksóknarinn
og dómarinn geta ekki komið
sér saman um hvað sé löglegt
i baráttunni gegn spillingu,
hvernig sé þá hægt að vinna
verkið.
Bók
menntir
Haraldur Ólafsson
islandieru þær ómetanleg úttekt
á þætti sjúkdóma i mótunarsögu
þjóðarinnar. Ég tel allan þriðja
þátt bókarinnar, sem ber yfir-
skriftina Vöxtur og sótt, veiga-
mesta hluta hennar og auka
skilning á ýmsum atriðum is-
lenzkrar sögu, t.d. likamsvexti og
lifsafkomu og fólksfjölda á land-
inu i aldanna rás.
Þetta greinarkorn átti ekki að
vera ritdómur. Kannski gefst mér
tækifæri til þess siðar að f jalla um
nokkur þau atriði, sem mér finn-
ast athugunarverð og astæða til
að kanna betur. Hitt er svo miklu
fleira, sem mikils er um vert og
þakka ber. Fyrst það, að hér
skuli safnað á einn stað helztu rit-
gerðum Jóns Steffensens, sem
áður hafa birzt i timaritum. Þá
hitt, að við skuli bætt fróðlegum
ritgerðum, er áður hafa ekki ver-
ið prentaðar. Loks er svo það, að
Jón bregður nýju ljósi á flest þau
viðfangsefni, sem hann fjallar
um, og visar þannig veg til nýrra
rannsókna.
Haraldur ólafsson
lektor..
LEIÐ MINNSTU MÓTSTÖÐU
Bankahrun heyrir til á erfið-
leikatimum, óbrigðult merki um
að alvara er á ferðum. Að visu
segist Seðlabankinn hafa gripið i
taumana i tæka tið gagnvart
Alþýðubankanum, forðað hinu
versta og séð aðþrengdri lána-
stofnun fyrir skotsilfri til að
fleyta sér yfir verstu þrenging-
arnar. En þvi fylgir að yngsta
banka landsins er settur fjár-
haldsmaður frá hinni æðstu fjár-
málaforsjón og rannsóknar er
krafist á fjárreiðum helstu
skuldunauta.
Hvað sem verður úr sakadóms-
rannsókn og bókhaldskönnunum
er óhætt að.fullyrða að það sem
gerst hefur ýtir óþægilega við
mönnum, einkum og sér i lagi
þeim sem fást við fjármálastjórn
lánastofnana og fyrirtækja. Það
er heldur betur farið að harðna á
dalnum og fyllstu aðgæslu þörf, ef
ekki á illa að fara. Eftirlit Seðla-
bankans með lánastofnunum
hefur sýnt vigtennurnar, og eftir
þvi ber hlutaðeigendum sér héðan
i frá að hegða.
Þvi nú fara mögur ár i hönd.
Það sem hingað til hefur gerst og
þrengt hag lands og þjóðar virðist
ekki vera nema forsmekkur.
Óhjákvæmilegar hömlur á bol-
fiskveiði blasa við. Nú verða það
ekki lengur gæftir og fiskigengd,
sem skammta aflann, heldur sá
kvóti sem setja skal ef ekki á að
ganga af þorskstofninum svo
niðurmurkuðum að ördeyða verði
á Islaridsmiðum innan fárra ára.
Fái markaðsskilyrði að ráða
veldur þverrandi framboð á eftir-
sóttri vöru verðhækkun sem bætir
framleiðendum að minnsta
kosti að nokkru dvinandi fram-
leiðslumagn. En dauflegar horfur
eru á að þau skilyrði fái að rikja á
fiskmörkuðum sem láti íslenska
fiskseljendur njóta slikrar liknar
Magnús Torfi Ólafsson
með þraut. Fyrirvarinn við bókun
sex girðir fyrir eölilegan aðgang
að fiskmarkaði i Vestur-Evrópu
meðan landhelgisdeilan við Breta
varir. Aðrar fiskútflutningsþjóðir
veita sinni útgerð framleiðslu-
styrki og keppir siðan sú niður-
greidda vara við islenskar afurðir
á mörkuðum i austri og vestri.
Ofan á þetta bætastsvo ráðstafan-
ir til að draga beinlinis úr inn-
flutningi fiskafurða til ýmissa
landa með tollaálögum, fyrir-
framgreiðsluákvæðum og öllum
þeim margvislegu ráðum sem
haftastefnan hefur tiltæk.
Þverrandi afli, vaxandi mark-
aðserfiðleikar, er nú á slikt bæt-
andi? örlaganornin spyr ekki að
þvi. Samfara versnandi
viöskiptakjörum viö önnur lönd
nokkur undanfarin ár hafa átt sér
stað svo miklar erlendar lántök-
ur, að greiðslubyröi vaxta og af-
borgana af þeim fer ört hækkandi
næstu ár og kemst brátt i hámark
þess sem bærilegt er talið. Veröur
þvi að halda nýjum lántökum
innan mjög þröngra marka.
Þrátt fyrir þessar aðstæður
hefur Seðlabankinn talið
nauðsynlegt að taka sjö milljarða
lán, að visu i þeirri von að ekki
þurfi til þess að gripa, en til að
hafa eitthvað i bakhöndinni til að
forða algeru greiðsluþroti ef bati
á greiðslujöfnuði lætur á sér
standa.
Typtun Alþýðubankans og
atlaga að fyrirtækjum Guðna
Þórðarsonar geta virst smámunir
borið saman við þessa heildar-
mynd, en þar eru þó tengsl á
milli. Það er verið að kenna
mönnum fjármálaaga með þeim
ráðum sem tiltækust eru.
En ekki er það Air Viking sem
gengið hefur ótæpilegast á gjald-
eyrissjóðinn eða bundið þjóðar-
búinu stærsta skuldabagga. Mikið
rétt, en Guðni Þórðarson þykir
standa vel til höggsins. Hann
hefur ekki hirt um að tryggja sér
voldugan, pólitiskan bakhjarl, en
likast til teflt þrátt fyrir það á
jafntæp fjármálavöð og þeir sem
eiga hönk upp i bakið á valdhöf-
um. Þess skal hann nú gjalda til
að skjóta öðrum skelk i bringu.
Það er hverju orði sannara að
ógætileg meðferð framkvæmda-
fjár á meiri þátt i ógöngunum
sem við blasa en nokkurt eitt
atriði annað. Á veltiárunum hefur
rikt fjárfestingaræði sem hlýtur
að kollsigla öllu, verði þar ekki lát
á þegarað þrengist. Stóra veilan i
fjármálastjórninni hefur verið og
er enn að fjármagn hefur verið
látið i té, oft langt undir kostn-
aðarverði, til fjárfestingar sem
átt hefur litinn eða jafnvel engan
rétt á sér. Vextir fjárfestingar-
sjóða hafa verið greiddir niður af
almannafé, lán veitt af meiri eða
minni sjálfvirkni en mjög á það
skort að hlutlægt mat óháðs aðila
væri lagt á réttmæti fjárfesting-
arinnar.
Hér eiga helstu atvinnuvegir
nokkuð jafnt i hlut. Offjárfesting i
búnaði og vélakosti langt fram
yfir nauðsyn og notagildi hefur
átt sér stað bæði i iðnaði
sjávarútvegi og landbúnaði.
Framkvæmdaaðilar hafa fengið
fé úr opinberum sjóðum með lág
um vöxtum, oft samtimis þvi að
þeir ávöxtuðu eigið fé á
braskmarkaði með langtum
hærri vöxtum. óarðbær fjár-
festing, fengin með niðurgreiddu
lánsfé, varð i verðbólgunni að
skjótri eignaaukningu fyrir þá
sem eignarhald höfðu en tapliður
á reikningum þjóðarbúsins.
Illt var þetta þegar vel áraði, en
eins og nú er komið er eitthvert
brýnasta verkefni að setja undir
þennan leká. En þar er ekki við
dælan að etja þvi á þessu sviði er
fyrirgreiðslupólitikin i algleym-
ingi.
En hér er lika til mikils að
vinna. Hagkvæmni i notkun
framkvæmdafjár er lykillinn að
arðsemi atvinnuvega og bestu af-
komu þjóðarbúsins sem kostur
er við rikjandi skilyrði.
Kerfisbreyting i fjárfestingar-
málum er torsótt en nauðsynleg.
Kerfi sem ekki hefur hæfileika til
að leiðrétta sjálft sig er dæmt til
hrörnunar og hruns.
Brátt mun koma i ljós hvort
tekið verður á þessu máli eða val-
in leið minnstu mótstöðu og látið
danka i sama farinu. Leið
minnstu mótstöðu getur virst
freistandi en hafa verður i huga
hvert hún liggur. Hvað segir ekki
i visunni alkunnu um
lokaáfangann á þeirri hægu leið,
þar sem hallar undan fæti?
Magnús T. Ólafsson
alþingismaður