Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 6
6 Dagblaðið. Miðvikudagur 17. desember 1975. Sólarorka til upphitunar Bandariska fyrirtækið Citi- corp, dótturfyrirtæki First National Citybank, gengur á undan með gott fordæmi við orkuspörun. Þessi 56-hæöa bygging í New York vcröur aö hluta hituö upp meö og loft- hreinsuö af sólarorku. 1859 fermetra sólskermur sér um t>á hliö málsins. Þriðji gervihnöttur Kínverja Kinverjar hafa sent þriöja gervihnöttinn á loft á þremur mánuðum — og þann fimmta siðan 1973. Otvarp Peking skýrði frá þessu i morgun. Gervihnettinum var skotiö á loft i gær og starfar hann eöli- lega Hollenzkur ritstjóri fœrði dagbók í lestinni í Beilen: „Stjórnin hefur logið að okkur" Meöal gislanna, sem s-mólúkk- eysku skæruliöarnir héldu I þrettán daga i lestinni i Beilen I Hollandi, var ritstjóri hollenzks dagblaös, „Nieuwsblad van het Noorden”, Ger Vaders aö nafni. Hann skrifaði daglega hjá sér atburöi dagsins og hyggst nú birta dagbókina i blaöi sinu. Vafalaust skrifar ritstjórinn einnig bók um lifsreynslu sina. Samstarfsmenn ritstjórans hafa skýrt svo frá aö meö birtingu dagbókarinnar fái umheimurinn nýja og allt aöra mynd af þvi sem geröist þessa þrettán daga en fengizt hefur til þessa. „baö leikur enginn vafi á þvi aö frásögn ritstjóra okkar mun sýna fólki aö yfirvöldin ljúga alltaf,” sagöi ritstjórnarfulltrúi „Nieuws- SOLDÁNINN í ÓMAN W Lögregla og hermenn á lelö upp i lestina eftir aö skæruliöarnir höföu gefizt upp og voru komnir i hlekki. Ger Vaders ritstjóri sem færöi dagbókina I gislingu hjá Suöur- Mólúkkeyingunum. blad van het Noorden”, S. Vehhuis, i samtali viö fréttamann danska blaðsins B.T. i Beilen. „Yfirvöldin hafa logiö að okkur bæöi um það sem gerzt hefur i lestinni þessa þrettán daga og eins um það sem raunverulega gerðist i desember 1949, þegar Indónesar lýstu þvi yfir aö Suður- Mólúkkaeyjar væru hluti af Indó- nesiu.” Trúfrelsi í S-Víetnam — ef það er ekki „dulbúin stjórn- málastarfsemi“ Bráöabirgöabyltingar- stjórnin i Suöur-Vietnam viöurkennir rétt þjóöarinnar til frjálsrar trúariökunar, svo framarlega sem sá réttur er ekki misnotaður i stjórn- málalegum tilgangi, aö sögn varaformanns Þjóöfrelsis- fylkingarinnar, Ngjyen H. Varaformaðurinn gaf þessa yfirlýsingu á fundi i fyrradag með tuttugu og þremur kaþólskum biskupum sem komu saman til fundar til að ræöa vandamál kaþólsku kirkjunnar i S-Vietnam. Hann sagöi aö sigurinn i sjálfstæöisbaráttunni og sam- eining þjóðarinnar hefði skap- aö góðan grundvöll fyrir þátt- töku trúarlifsins i uppbygg- ingu lands og þjóöar. „Tróarbrögö og þjóðin ættu aö hafa nána samvinnu til góðs fyrir land okkar,” sagði hann. HROSAR SIGRI EFTIR 10 ÁRA STRÍÐSÁTÖK Tiu ára löngu striöi er lokiö i Óman þar sem hersveitir soldánsins hafa meö aöstoö Breta barizt viö uppreisnarmenn kommúnista i héraðinu Dhofar i suöurhluta landsins. Qaboos bin Said soldán lýsti yfir endanlegum sigri I útvarps- ávarpi til þjóöar sinnar um helg- ina. Lýst var yfir almennum há- tiöisdegi og um þaö bil fimmtiu þúsund manns gengu fylktu liöi i gegnum hina fornu borg Muscat til aö heyra soldáninn halda ræöu á nýjum iþróttavelli i útjaöri höf- uðborgarinnar. „Hersveitir Óman hafa fyrstar Arabaþjóða unnið algjöran sigur yfir alheimskommúnismanum,” sagöi soldáninn. Hann varaöi samt viö linkind. Sigurinn þýddi ekki aö fbúar Óman gætu lagt niöur vopn sin og hvilzt. Þeir ættu stöðugt að vera viöbúnir hinum alþjóölega kommúnisma sem hann kallaöi „krabbamein meðal þjóða”. Kommúnistar reyndu stöðugt nýjar aðferðir til aö not- færa sér „veikhuga einstaklinga” við aö koma markmiðum sinum i framkvæmd. Herforingjar soldánsins höfðu spáö sigrinum fyrir hálfum mán- uöi. 1 heilan mánuö hafa hersveit- ir Óman — meö dyggum stuöningi Breta — haft algjöra yfirhönd i bardögum gegn Alþýöufylking- unni til frelsunar Óman. A undanförnum tveimur mán- uöum hafa alls 130 uppreisnar- menn gefizt upp fyrir hersveitum soldánsins og 300—400 hermenn frá Suður-Jemen sem tekiö hafa þátt i bardögum meö uppreisnar- mönnunum flýöu heim yfir landa- mærin. Nær 700 Bretar — sumir mála- liöar soldánsins og aðrir leiguher- menn úr brezka hernum — áttu stóran þátt i sigri soldánsins. Bardagar fóru fram við erfiöar aöstæður i snarbröttum fjöllum og botnlausum fenjaskógum. Meöal Bretanna voru 60 hermenn úr sérsveitum brezka flughersins. Aö auki hefur soldáninn notið stuðnings rúmlega 3500 iranskra hermanna og 200 jórdanskra. Þeir munu halda heim einhvern tima á næsta ári. Bretarnir eiga allir að vera farnir frá óman i árslok 1977. Hrikaleg áfengisneyzla á Grœnlandi ( Afengisneyzla Grænlendinga i gær. j \ það sem af er árinu eru 600 bjór- Ibúar Grænlands eru um 1 dósir og 7 litrar af vini á hvern fimmtiu þúsund og er rúmlega ( ibúa — eða 34 milljón bjórdósir helmingur þeirra undir 15 ára / og 345 þúsund litrar af vini. aldri. Félagsleg vandamál 1 Þetta kom fram i skýrslu sem vegna drykkjuskapar hafa lengi i lögð var fyrir danska þjóðþingið tröllriðið þjóðinni. 7 Markovic-málið í Frakklandi: Verður málið látið niður falla? — uppljóstranirnar gœtu haft skaðvœnleg áhrif, segir lögfrœðingur eins þeirra, sem grunaðir voru um þátttöku á sínum tíma Franskir saksóknarar hafa farið fram á aö fá leyfi til aö hætta við sjö ára gamla rannsókn á moröi Stefans Markovics, lifveröi leikarans Alains Delons, aö sögn tveggja lögfræöinga i Paris. Málið var meiriháttar hneyksli á siöasta áratug. Fjöldi fólks úr skemmtanaiönaöinum flæktist inn i þaö — þar á meöal eiginkona Delons, Nathalie, og um tima var nafn Pompidous heitins forseta dregiö inn i máliö. Sögusagnir um að háttsettir embættismenn og stjórnmála- menn f Frakklandi væru flæktir i morðmálið leiddi til þess á endanum að Pompidou sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem sagði aö hvorki hann né kona hans heföu á nokkurn hátt komið nærri Markovic og mál- um hans. Lik Markovics, sem var 31 árs gamall Júgóslavi, fannst i plast- poka á ruslahaug i úthverfi Parisar 1. október 1968. Francois Marcantoni, veit- ingahúseigandi frá Korsiku, var ákæröur fyrir aöild aö moröinu en ástæöa fannst aldrei. Þá geröist það aö rétti i Paris var faliö aö kanna og skera úr um hvort ákærum á hendur Mar- cantoni skyldi visað frá. Staöfesting þessaö sækjendur vildu nú hætta viö rannsóknina og loka málinu kom I dag þegar Roland Dumas, lögfræöingur Markovic-fjölskyldunnar, hafði komið fyrir rétt fyrir lokuðum dyrum. Hann lýsti þvi yfir aö sér hefði komiö' mjög á óvart tillögur saksóknara og lét I ljós þá von aö rétturinn tæki þær ekki til greina er úrskuröui veröur kveöinn upp eftir þrjái vikur. „Ef ekki heföi verið vegna tengsla viö skemmlanaiönaö- inn, stjórnmál og undirheimana sjálfa,” sagöi Dumas, „þá væri þessu máli löngu lokið.” Hann bætti þvi viö aö nægar sannanir og alvarlegar ákærur heföu þegar komiö fram gegn Marcantoni til aö réttlæta rétt- arhöld yfir honum fyrir kviö- dómi. Lögfræðingur Marcantonis, Jacques Isorni, sagði hins vegar viö fréttamenn: „Svo virðist sem engar kærur hafi veriö bomar fram á hendur skjól- stæðingi mfnum.” Hann gat þess og að þaö hefði verið „sannaö, aö umsvifamikið samsæri beindist gegn Pompi- dou og konu hans. Þaö geröist allt mun ofar en Marcantoni er, raunar á milli klika de Gaulles og Pompidous.” Þegar sögusagnir þessar voru á sveimi var Pompidou ekki i opinberri þjónustu en hann hafði áöur veriö forsætisráö- herra de Gaulles. „Ég hef fulla trú á réttinum og égharma þaðekkiaðhann hafi i dag komið saman fyrir lokuöum dyrum vegna þess að þær uppljóstranir sem gerðar hafa veriö eru sllkar aö þær myndu hafa skaðvænleg og trúflandi áhrif á þá kyrrö, sem menn hafa komið sér saman um,” sagði Isorni lögfræðingur. Hann útskýröi ekki nánar hvað hann átti við. Hann benti hins vegar á að meö ákvörðun saksóknara væri gerð aö engu sjö ára rannsókn, sem heföi kostaö 10 milljónir franka — eða 380 milljónir is- lenzkra króna. Marcantoni var handtekinn og haföur I haldi I niu mánuöi 1969 eftir aö lögreglan sagöi plastpokann, sem lik Markovics fannst I, hafa verið keyptan af Marcantoni nokkrum dögum fyrr. Honum var sleppt vegna skorts á sönnunargögnum og lögreglan sneri sér aÖ þvi að yfirheyra leikarann Alain Delon, konu hans og fleiri aðila úr franska kvikmyndaheimin- um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.