Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 14
Dagblaðið. Miðvikudagur 17. desember 1975. „Lifshamingja og heimilisfrið- ur er sá andi, eða bóðskapur, sem viö reynum að flytja lönd- um okkar á nýju plötunni sem við setjum á jólamarkaðinn að þessu sinni,” sagði Magnús Sig- mundsson, i rabbi við Dagblað- ið, er hann kom i stutta heim- sókn hingað til lands frá London fyrir nokkrum dögum. Magnús og félagar hans dvelja sem kunnugt er i landi Elisabetar og verða þar sennilega næstu árin. Þeir eru á fimm ára samningi hjá útgáfufyrirtækinu Chappel, sem sér um alla þeirra hagi, gegn þvi aðhafa einkarétt á lög- um þeirra og tónlistarflutn- ingi... ,,Með einni undantekningu,” sagði Magnús, „þvi sem gefið er eingöngu út fyrir islenzkan markað, það er algerlega á kostnað „Change” eins og þessi 12 laga breiðskifa, sem kemur út þessa dagana. Að öðru leyti erum við á Chappel’s vegum. Takist okkur að slá i gegn i Eng- landi, eða annars staðar, er þeirra ágóðinn, — en frægðin okkar. Við sættum okkur við slik kjör að minnsta kosti á meðan við erum að reyna að skapa okkur nafn. Við lifum enn i von- inni i hinni hörðu samkeppni. 1 heild nefnist platan, „Allra meina bót”, — það á hún lika að vera, bæði andlega og likam- lega. Það þýðir ekki endilega að loka megi öllum heilsubótar- stofnunum, heldur hitt, að á meðan fólk hlýðir á lög og ljóð plötunnar, geti þvi orðið glatt i sinni og gleymt öðru um stund. ,,JÚDAS No: I” Júdas LP— stereo Jud. 001 Júdas 1975. Keflavikurhljómsveitin Júdas er eina islenzka hljómsveitin, sem eitthvað að ráði hefur fengizt við að spila ameriska soul-rokk tónlist. Sjálfir hafa hljómsveitarmenn gengið svo langt að kalla gig „brautryðj- endur” á sviði þessarar tón- listar hérlendis. Það kann að vera, en það minnir mig á um- mæli eins kunningja mins, sem oft hefur reynzt hafa betri yfir- sýn yfir islenzka popptónlist en aðrir, þess efnis, að Júdas virtistsér oft vera eins og ferða- diskótek. Júdas er fyrst og fremst hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar, hljómborðsleikara og söngvara hljómsveitarinnar. Það var hann sem fékk þá Vigni Bergmann, gitarleikara, og Finnboga bróður sinn, bassa- leikara, ásamt Ólafi Júliussyni, trommuleikara (sem nú er hættur hljóðfæraleik og hefur snúið sér að vinsælla poppi, fót- bolta) i fyrstu útgáfuna af Júdasi fyrir einum sex árum. Magnús hefur meira og minna alið þessa stráka upp siðan þá, og þvi ermjög eðlilegt, að Júdas hafi allt frá upphafi verið fyrst og fremst tæki fyrir Magnús til að koma tónlist sinni og hug- myndum á framfæri. Með þessari plötu virðist vera orðin breyting þar á. Eins og áður (þeir Vignir og Finnbogi, ásamt trommuleikara Júdasar, Hrólfi Gunnarssyni, tóku þátt i gerð LP-plötu Magnúsar sjálfs fyrir tveimur árum) semur Magnús flest laganna og syngur mest að auki. En aðrir félagar hljómsveitarinnar, sérstaklega f N aðeins bjóða það bezta" Magnús og Thelma dóttir hans skoða barmmerkin sem fylgja „Allra meina bót”. DB-mynd emm Eitt vil ég taka fram að platan er alveg óskyld samnefndum söngleik. Nýja platan „Allra meina bót”, er beint framhald af „Ábót”, sem kom út fyrir jól- in i fyrra. Við höfum i hyggju að senda árlega frá okkur nýja plötu og þá veljum við nýtt nafn. Ýmis- legt kemur til greina, af nógu er að taka, búbót, skóbót, siðabót, — nei en varla klofbót,” sagði Magnús og strauk skegghýjung- inn. Efni plötunnar er samið fyrir börn á öllum aldri, — börn eru orðin svo bráðþroska i tónlist- inni, með öllum þessum nýju og fullkomnu tónflutningstæKjum, sem eru orðin i næstum hvers manns eigu, sem betur fer fyrir okkur sem erum að fást við laga- og ljóðagerð. Þvi miður er platan nokkuð seint á ferðinni, en ástæðan fyr- ir þvi er sú, að við létum þrykkja allt upplagið að nýju, vegna smágalla i pressun á ann- arri hliðinni. Að visu var gallinn smávægilegur, en við bjóðum ekki kaupe’ndum okkar nema það allra vandaðasta, sem völ er á. Annað finnst okkur, „Allra meina bótarmönnum”, vera svik. Af þeim sökum tókum við ekki við plötunni fyrr en eftir að búið var að laga gallann, — þótt i hlut ætti eitt þekktasta upp- tökufyrirtæki Bretlands, — Chappel’s Stúdió. Flytjendur efnisins eru fimm ungir menn, sem völdu sér ný nöfn. Grámann, Hrámann, Blá- mann og Skámann, heita þeir sem flytja söng og spilverk, en sá fimmti, vinur þeirra Tá- mann.togar i bassagitarstreng- ina.Upptöku annastChris Stein, en þeir „mann” félagarnir stjórnuðu upptökunni sjálfir. Plötuumslagið torráðna hann- aði enskur gitarsmiður, Steve Ackworth, Ævintýramyndin sem prýðir umslagið, er hlaðin felumyndum, sem menn geta spreytt sig við að koma auga á. Við höfum tekið upp þá ný- breytni að plötunni fylgja barm- merki úr málmi. Geta kauþend- ur valið á milli sjö mismunandi mynda, sem allar eru teknar úr umslagsmyndinni.” öll lögin, að einu undanskildu, „Sameinum munna” (sem er eins og einn okkar, færeyskt að uppruna) eru frumsamin. Þau hafa sum hver legið lengi i skúffunni hjá Grámann og Hrá- mann, svo ekki var seinna vænna að draga þau upp, áður en þau mygluðu þar. Ljóðin eru öll islenzk og úr ýmsum áttum. T.d. er „Kisuþula” fundin i Les- bókinni og mér tókst ekki að hafa upp á höfundinum fyrr en i gærkvöldi. Við leggjum eins og sjá má, mikla áherzlu á að koma sem viðast við i ljóðum á plötunn,, þar eru hlutir eins og saltkjöt, gúmmiskór, prjónabuxur, öli skans, Hans og Gréta, Jói járn- smiður, Jesús, köngurló og fleira, meira að segja kakka- lakkarnir, sem hér námu land um likt leyti og Amerikanarnir. Við höfum margt á prjónun- um, hjá Change og vinnum úr þvi eftir þvi sem aðstæður leyfa. Annars er Chappel búið að ráð- stafa okkur á einum 25 stöðum á næsta ári, svo ekki er gott að segja til um hve mikill timi verður aflögu. Mig langar svo aðeins til að minnast á það í lok- in, að okkur var boðið að taka þátt i Evrópukeppni sjónvarps- stöðva um bezta dægurlagið. Við skrifuðum til sjónvarpsins Islenzka, en þeir gátu ekki veitt samþykki sitt, þar sem reglur mæla svo fyrir að samkeppni verði að fara fram áður i við- komandi landi.” Þess má geta að Fálkinn h.f. sér um dreifingu „Allra meina bótar” og einnig er hægt að fá lögin á segulbandsspólum. —emm. músik er engan veginn frumleg, en Júdas er samt sem áður á réttri braut, enda gildir það sama um þessa plötu og aðrar: hvernig skiptir meira máli en hvað. Og Júdas er tvimælalaust góð rokkhljómsveit. Umslagið er fremur óvenju- legt — eftirprentun af stóru málverki af þeim félögum i þel- dökkum félagsskap. Prentunin hefur aftur á móti misheppnazt illilega. —ó.vald. FERÐADISKÓTEK? þó Vignir Bergmann, koma mjög sterkir út úr þessari plötu, eins og reyndar hafði mátt bú- astvið. Vignir hefur tekið þátt i samningu tveggja laga, sem lik- lega eru beztu lög plötunnar. Fyrst i stað olli þessi plata okkur miklum vonbrigðum en eftir þvi sem hún er spiluð meira vinnur hún á. Vandamál Júdasar er ekkert einsdæmi: þeir njóta sin mun betur á sviði, þar sem þeir ná beinu sam- bandi við áheyrendur sina. Magnús Kjartansson viður- kennir þetta: „Þetta er fyrstog fremst spurning um svörun,” sagði hann nýlega. „Við þurfum liklega að gera tvær eða þrjár plötur i viðbót áður en við náum sama árangri á vinyl og á sviði, eins og t.d. J. Geils Band, svo dæmi séu nefnd.” Beztu lögin eru „It’s Raining Again” eftir Magnús og Vigni, „Breakdown” eftir þá sömu, „Bye-Bye” eftir Magnús einan og „Poseidon” eftir Júdas og Karl Sighvatsson. Það er i raun- inni hápunktur plötunnar, enda tekið upp beint. Karl Sighvats- son fer þar 'á kostum á orgelinu og man ég, satt bezt að segja, ekki eftir honum betri. Lagið sjálft er ekki ýkja merkilegt, leikið af fingrum fram i kring- um stolið stef frá Herbie Han- cock (og vafalaust hefur hann stolið þvi frá einhverjum öðrum). Magnús Kjartansson syngur eins og hann hefur gert til þessa. Aðeins örsjaldan skilur maður orð af þvi sem hann syngur, en taka ber tillit til þess, að liklega vakir meira fyrir Magnúsi að beita röddinni sem hljóðfæri en söngrödd. Vignir syngur sjálfur eitt lag, „It’s Raining Again”, og þeir Magnús skipta öðru, „Break- down”, á milli sin. Vignir mún vafalaust er timar liða taka á sig meiri söng i hljómsveitinni og er það vel. Finnbogi bróðir syngur eitt lag, „Bye-Byc”, og gerir það vel. Lagið er gullfallegt. Manni virðist Júdas takast betur upp i rólegri lögunum, „Bye-Bye”, „It’s Raining Again”og „I Am On My Way”, sem Magnús syngur. Hörðu lögin, sem i rauninni eru ekki dæmigerð fyrir soul-rokkið, eru hvergi nærri eins góð og þau rólegu — og ekk- ert laganna jafnast á við t.d. „Helga” af áöurnefndri LP-plötu Magnúsar frá ’73. Hljóðfæraleikurer allur góður en þóereinsogvanti eins og eitt hljóðfæri, t.d. rythmagitar, til að breikka hljómunina. Þá vantar e.t.v. smávægilega lipurð i bassaleik á stöku stað, til að gefa lögunum meira „funk”. Magnús hefur aldrei verið betri á hljómborð, hvort heldur er pianó eða synthesizer, og Vignir er I hópi beztu gitar- leikara landsins. Hrólfur stendur vel fyrir sinu og er stöðugt vaxandi trommuleikari. 1 heildina vantar dálitinn kraft I þessa plötu, sem stafar af þvi er áður er getið um: Júdas er betri á sviði en vinyl. Þessi Nýjar hljómplötur:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.