Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 8
8 Dagblaðið. Miðvikudagur 17. desember 1975. Hafið póstkassana vel merkta: 230 MANNS BERA ÚT TÍll TONN AF JÓLAPÓSTI! SÍÐASTI DAGUR FYRIR Fulltrúar 230 bréfbera nú fyrir jðlin: Gisli Helgason, Sigrún Ingjaldsdóttir og Disa Hermannsdóttir. 'Sama gamla sagan fyrir öil jól, — milijónir bréfa, sem greina þarf I sundur, svo að allt komist nú til skila. Um 80 manns vinna aukalega við þessi störf nú um jólin. SU stétt manna, er einna mest mæðír á nú siðustu dagana fyrir jólin, er án efa póstfreyjur- og póstþjónar. Við litum inn i þröng húsa- kynni aðalpósthússins við Póst- hússtræti og þar var mikill handagangur i öskjunni. Fjöldi manns vinnur við greiningu og útburð á jólapósti, bæði i aðal- pósthúsinu og i útibúunum sex. „Eins og undanfarin ár, má búast við að um ein milljón ein- inga verði borin út hér i Reykja- vik nú fyrir jólin, eða um 10 tonn,” sagði Reynir Armanns- son póstfulltrúi i viðtali við DB. Það er mikið þegar þess er gætt, að allt árið 1974 bárum við út um sjö milljónir eininga eða um 110 tonn”. 65 póstfreyjur, sem allar vinna hálfan daginn og 17 póst- þjónar auk 145 unglinga sjá um allan útburð bréfa nú fyrir þessi jól. Um 70—80 manns eru ráðnir aukalega til þess að greina póst i verstu orrahriðinni. „Margir velta þvi fyrir sér, hvort jólapóstur fari minnk- andi,” sagði Reynir ennfremur. „Um það get ég ekki sagt neitt ákveðið, en reynslan hefur sýnt, að yngra fólkið er ekki eins dug- legt við þessar jólakortasend- ingar. Þá hafa mörg fyrirtæki tekið upp’þann sið að gefa fjár- hæð þá, er ætluð var til jóla- korta, til einhverrar góðgerðar- starfsemi og það er allra góðra gjalda vart.” Reyriir bað okkur einnig að koma þvi á framfæri við fólk, sérstaklega það, sem býr i fjöl- býlishúsum, að huga nú að þvi hvort póstkassar þeirra væru greinilega merktir. Flýtti það mjög fyrir öllum útburði, auk þess sem öruggt væri, að fólk fengi sinn jólapóst. HP. Bergur Adolfsson situr hér við stimpilvélina, sem stimplar öll bréf, sem um pósthúsið fara. Afköst vélarinnar eruð um 10.000 bréf á klst. Guðlaug Þor- steinsdóttir ■ ••• • kjorin íþróttamaður Kópavogs Guðlaug Þorsteinsdóttir, skákkonan unga var i gær kjörin iþróttamaður ársins i KópáVogi. Rotary-klúbbur Kópavogs veitir árlega verðlaun þeim iþrótta- manni sem þykir skara framúr i Kópavogi. Guðlaug hlaut verðlaunin fyrir að hafa sigrað á Reykja- vikurmótinu i skák i kvenna- flokki. Fyrir Islandsmeistara- titil — fyrir að keppa i landsliði tslands gegn Færeyjum og að sjálfsögðu fyrir að verða fyrst islenzkra kvenna til að verða Norðurlandameistari i skák. Þann titil vann hún i Noregi siðastliðið sumar. Formaður klúbbsins Gottfreð Arnason veitti Guðlaugú verð- launin i hófi sem Rotary klúbburinn hélt i félags- heimilinu i gær. Þessi verðlaun hafa einu sinni áður verið veitt iþróttamanni og i fyrra hlaut verðlaunin Karl West Frederiksen. —h halls Guðlaug með hina veglegu styttu, sem hún hlaut. Jólarjómi Reykvíkinga að norðan Nœr 50 þúsund lítrar fluttir nú þegar — Það er mun minni mjólkur- framleiðsla i vetur vegna ó- þurrkanna i sumar, sagði Oddur Helgason, sölustjóri Mjólkur- samsölunnar i Reykjavik. — Við erum búnir að flytja nær 50 þús. litra af rjóma til höfuðborgarinnar siðan seinni- hluta október. Yfirleitt er minni mjólk frá nóvember og fram i janúar og hefur árlega verið fluttur rjómi að norðan. — Alls hafa verið fluttir hing- að um 27 þús. litrar frá Akur- eyri, um 10 þúsund litrar frá Sauðárkróki og um 12 þúsund litrar frá Húsavik og Blönduósi. Rjóminn er fluttur hingað með bilum og gerilsneyddur og pakkaður hér syðra. — Er norðanrjóminn nokkuð frábrugðinn þeim sunnlenzka? — Nei, hann er það ekki, svar- aði Oddur. — Hver er rjómaneyzla Reyk- vikinga? — Meðalrjómaneyzla á sölu- svæði Mjólkursamsölunnar, sem nær frá Akranesi og til Vestmannaeyja, er um tvö þús- und litrar á dag. Meðalmjólkur- neyzla á þessu svæði er um 100 þúsund litrar á dag. — JÞurfum við að fá mjólk að norðan? — Nei, þess þarf ekki, við höf- um næga mjólk. — Hvað kosta rjómaflutning- arnir? — Mér er ekki kunnugt um það, sagði Oddur Helgason, — en að sjálfsögðu er norðanrjóm- inn seldur á sama verði og ann- ar rjómi, framreiðsluráðið jafn- ar kostnaðinum út. Svæði Mjólkursamsölunnar i Reykjavik nær eins og áður seg- ir frá Akranesi og austur að Hellisheiði, að auki eru Vest- mannaeyjar einnig á þvi. Sam- lögin á Selfossi og i Borgarnesi selja beint til neytenda og eru þvi ekki með i þeim tölum sem hér hafa verið nefndar. —A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.