Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Miðvikudagur 17. desember 1975. 9
„Höfum tœkjakost til að annast
alla hafnargerð á landinu"
— segir Kristinn í Bjðrgun sem fœr fjórða dœlu- og kranaskipið í marz
„Við hér hjá Björgun hf. höf-
um skipakost til að annast allar
hafnardælingar og hafnargröft i
öllu landinu. Við eigum þrjú
skip eins og er. Hið fjórða bætist
i flotann i marzlok á næsta ári
en það er nú i smiðum hjá Stál-
smiðjunni.”
Þannig mælti Kristinn Guð-
brandsson forstjóri Björgunar
er við inntum hann um mögu-
leika varðandi hafnargerðir en
umræður um þau mál hafa m.a.
orðið á Alþingi nýlega.
Skip Björgunar nú eru Sandey
I, sem er búin 24 tommu dælu,
Sandey II, sem hefur 18 tomma
dælu, og Sandey III. sem er
prammi búinn 12 tomma dælu.
Nýja skipið er Björgun fær
með vorinu er 1000 tonna skip.
Það er hannað i Hollandi en
smiðað i Stálsmiðjunni. A það
verður settur kraninn sem var á
Grjótey, skipi er Björgun átti en
var selt úr landi fyrir nokkrum
árum. Með þvi skipi má
sprengja og grafa hvaða höfn
sem er á landinu og það verður
fullkomnasta skip sem hér er til
til slikra verkefna.
Þau skip sem Vita- og hafna-
málaskrifstofan hafa til hafnar-
gerða nú eru skófluskipið Grett-
ir og dæluskipið Hákur. Allar
„Sandeyjarnar” þrjár eru hver
um sig sambærilegar við Hák til
hafnargerða og nýja skipið
verður mun fullkomnara. Þá er
og til hér á landi enn eitt skip til
þessara verkefna. Það er Grjót-
jötunn i eigu Sar.dskips hf.
Kristinn sagöi að hann heföi
fyrst boðið i hafnarfram-
kvæmdir 1958 og nokkrum sinn-
um siðar. Tilboðunum hefur þó
alltaf verið hafnað, jafnvel þó
þau hafi verið lægst.
Kristinn sagði að Vita- og
hafnamálaskrifstofan hefði
aldrei leitað til Björgunar-um að
annast hafnarframkvæmdir.
Einstaka sveitarfélög hefðu
hins vegar gert það og þau verk
verið unnin samkvæmt áætlun.
Fyrsta verkefniö semBjörgun
fékk að inna fyrir Vita og
hafnamálastofnunina var I
Hornafirði. Þá gafst dæluskipið
Sandsu upp viö að grafa rennu
um ósinn og Björgun tók að sér
verkið. Voru þá grafnir upp 70
þúsund teningsmetrar á einu
sumri.
„Við höfum oft spurzt fyrir
um verkefni til að leysa en á-
vallt verið hafnað og Vita- og
hafnamálaskrifstofan talið sig
geta unnið verkin fyrir lægri
upphæð. Annað hefur þó komið
á daginn þegar dæmin hafa sið-
ar verið gerð upp. Við buðum
t.d. i framkvæmd á Rifi og
vorum með 5 kr. lægra tilboð i
hvern rúmmetra en næsti aðili.
Okkar tilboði var ekki tekið en
Vestmannaeyjapramminn var
settur i verkið. Hann fékk svo
10% álag á umsamiö verö en
gafst eigi að siður upp, en þá
fengum við i Björgun að klára
verkið. Björgun hefur oft grafiö
dýpra en útboð eða verklýsing
mælti fyrir um. Er það gert til
að hafa öruggt flot fyrir okkar
skip. Þetta hefur gert hafnir ör-
uggari og betri en aldrei komið
aukagreiðsla fyrir. Og siðustu
8—9 árin höfum við ekki uniiið
fyrir Vita- og hafnamálaskrif-
stofuna. Við höfum einbeitt okk-
ur að öðrum verkefnum. En viö
gætum fullkomlega tekið að
okkur allar hafnafframkvæmd-
ir á landinu,” sagði Kristinn.
Eins og sjá má er stiflulokan i Lagarfljótsvirkjun engin smásmiði. Hún er tuttugu metrar á lengd og vegur fjörutíu tonn. DB-
mynd: Bjarni Arthúrsson.
Fyrsta
stíflulokan
í Lagar-
fljótsvirkjun
komin
ó staðinn
Stjórnarfrumvarp:
Meira
borgað
fyrir
sérfrœð-
inga
og lyf
Fólk á að greiða mun meira en
áður fyrir aðstoö sérfróðra lækna
og fyrir lyf. Ýmis lyf verða þó við
hið sama og áður. Þetta er sam-
kvæmt stjórnarfrumvarpi um
niðurskurð á framlögum rikisins
til sjúkratrygginga, sem fram
kom I fyrradag.
Greiðslur til sérfræðinga tvö-
faldast. Þá meira en tvöfaldast
greiðslur fyrir röntgengreiningu
og geislameðferð. Greiðslur fyrir
fjölmörg lyf hækka um 50 af
hundraði.
Með þessu hyggst rikið spara
480 milljónir árið 1976.
Þá munu sveitarfélög hækka .
útsvör úr 10 i 11 af hundraði og
með þvi fá tekjur til að létta
byrðum af rikinu sem nemur
tæpum 1200 milljónum á árinu.
1 staðinn fyrir þennan sparnað
rikisins verður hætt við að skera
almannatryggingar niður um tvo
milljarða sem stjórnin hafði áður
boðað.
Stjórnarfrumvarpiðkom fram i
gær. Matthias Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra,
mælti fyrir þvi.
Alþýðubandalagsmennlýstuyfir
andstöðu við frumvarpið.
Frumvarpið gerir einnig ráð
fyrir að sveitarfélög greiði mán-
aðarlega til sjúkrasamlaga en
ekki ársfjórðungslega.
Um siðustu helgi var fyrsta
stiflulokan af fjórum i Lagar-
fljótsvirkjun flutt frá Seyðisfirði
upp að virkjun. Það er vélsmiðj-
an Stál á Seyðisfirði sem smiðar
lokurnar.
„Þótt æskilegt kunni að vera
að staðfestar upplýsingar um
þessi mál komi fram opinber-
lega eins og málum er nú komið.
þykir Seðlabankanum að
athuguðu máli ekki rétt, vegna
trúnaðarskyldu hans, að birta
tölulegar upplýsingar um
viðskipti einstakra aðila við
Alþýðubankann nema sam-
þykki þeirra sjálfra liggi fyrir,”
segir i greinargerð sem borizt
hefur frá Seðlabanka tslands
um störf bankaeftirlitsins og af-
skipti þess af málefnum
Alþýðubankans hf.
Þar segir ennfremur:
„Grundvallarþátturinn i starfi
bankaeftirlitsins er sá, að
starfsmenn þess fara i innláns-
stofnanir með reglubundnum
hætti til könnunar á rekstri
þeirra og efnahag. Er i þvi sam-
bandi lögð höfuðáherzla á að
sannreyna eigin fjárstöðu stofn-
ananna. með hagsmuni inn-
stæðueigenda fyrir augum.
Mikilvægasti liður þess starfs er
nákvæm könnun á útláns-
viðskiptunum, þ.á m. dreifingu
útlána á einstaka viðskiptaaðila
og greiðslutryggingum, sem
settar hafa verið.”
Þá er skýrt frá eftirliti með
Sparisjóði alþýðu og siðan
Alþýðubankanum hf. sem siðast
Eins og getur nærri tekur það
drjúgan tima að flytja stykki
eins og þessa loku yfir Fjarðar-
heiði og upp að Lagarfljóts-
virkjun. Flutningurinn yfir
Fjarðarheiði tók sex klukku-
fór fram i nóvember 1972.
Þegar liðin voru tæp þrjú ár
frá siðustu skoðun hjá bankan-
um var i október sl. tekin
ákvörðun um að framkvæma
eftirlit hjá Alþýðubankanum.
Niðurstaða frumkönnunar
var á þann veg, að ákveðið var
að biðja um fund með banka-
stjórum Alþýðubankans þegar i
stað.
Sú mynd af fjárhagsstöðu
Alþýðubankans, sem við blasti
að loknum þessum fundi, var að
mati bankaeftirlitsins á þann
veg að nauðsynlegt væri að
eftirlitið léti formlega heyra frá
sér án tafar. Var bankastjórn
Alþýðubankans ritað bréf sem
viðskiptaráðherra fékk afrit af.
Þá var og formanni bankaráðs-
ins skrifað með skirskotun til
hlutverks bankaráðsins lögum
samkvæmt. Er þar vikið að
áhyggjum eftirlitsins af þvi, að
útlánin hafi i vaxandi mæli
gengið til fárra og stórra lán-
taka. Enn meira áhyggjuefni sé
þó sú staðreynd að stórkostlega
hafi vantað á að greiðslu-
tryggingar væru teknar sam-
hliða lánveitingum.
Þessu næst er i greinargerð-
inni vikið að hinum átta aðilum
sem sérstaklega hafa verið
mjög til umræðu. Auk þess sem
stundir þar sem vanalega er ek-
ið um á 35 minútum. Þá tók það
niu tima að koma stykkinu frá
Egilsstöðum upp að virkjun.
Alls mun þetta vera um 70 km
leið.
Seðlabankinn taldi að beinar
skuldir þessara aðila virtust úr
hófi fram miðað við stöðu og
getur bankans, taldi hann að
stórlegá vantaði á fullnægjandi
tryggingar fyrir skuldum
sumra þeirra. Sérstaklega var
staða bankans talin veik gagn-
vart stærsta lánþeganum vegna
ófullnægjandi greiðslu-
trygginga, hárra skulda-
upphæða i formi vanskilatékka
og verulegra yfirdrátta umfram
skuldarheimildir.
Að loknum fundi þar sem
svarbréf bankastjórnarinnar
var lagt fram var löggiltum
endurskoðanda, sem annazt
hafði um ársuppgjör og skatt-
framtöl bankansyyrir árið 1974,
falið af hálfu bankans og að
sjálfsögðu með samþykki
viðkomandi aðila, að gera
bráðabirgðauppgjör á fjárhag
hans pr. 30. nóv. sl.
Þetta uppgjör, sem lagt var
fyrir bankaráð Aljiýðubankans
og bankaeftirlit Sjeðlabankans
hinn 1. desember, staðfesti að-
eins alvöru málsins. Óskaði
bankaránið nú eftir fundi með
bankastjórn Seðlabankans og
fór fram á lánsfyrirgreiðslu til
þess að tryggja greiðslustöðu
bankans. Var orðið við þeirri
beiðni eins og fram hefur komið.
Loka þessi er tuttugu metra
að lengd og vegur um 40 tonn.
Aætlað er að lokurnar verði all-
ar komnar upp að Lagarfljóts-
virkjun næsta haust.
„öll meðferð bankaeftirlits-
ins á framangreindum málum
hefur að sjálfsgöðu eingöngu
mótazt af þeirri frumskyldu
eftirlitsins að fylgjast með fjár-
hagsstöðu Alþýðubankans eins
og annarra innlánsstofnana og
beita áhrifum sinum til að
tryggja fjárhag bankans með
hagsmuni innstæðueigenda
fyrir augum, Akvarðanir um
kannanir einstakra skuldamála
hafa eingöngu tekið mið af
s k u 1 d a r u p p h æ ðu m og
tryggingarlegri stöðu bankans
og önnur sjónarmið hafa þar
alls engu ráðið.”
„I slikum tilvikum beinast at-
huganir og öryggisaðgerðir
eðlilega fyrst að þeim skulda-
málum þar sem viðkomandi
innlánsstofnun er i mestri hættu
en siðan eru önnur mál tekin til
meðferðar strax og timi vinnst
til.”
Loks segir að Seðlabankinn
muni ganga eftir þvi að öll at-
hugaverð útlánamál verði könn-
uð til hlitar. Beinast nú
athuganir aðallega að fjárhags-
stöðu fimm aðila. Hefur lög-
fræðingur Seðlabankans nú
fengið tvö þessara mála til með-
ferðar en hin eru i höndum
Alþýðubankans i samvinnu við
fulltrúa Seðlabankans.
—AT
Alþýðubankamálið: Greinargerð um störf bankaeftirlitsins
Tœp þrjú ár frá skoðun —
aðkoman ekki upp á það bezta
— HH