Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Miðvikudagur 17. desember 1975. 3 ENN SEILIST RÍKIÐ DÝPRA í VASA LAUNÞEGANS Háskólabandalagsmaður skrifar: „Bandalag háskólamanna hefur nýlega gert mjög hóflega samninga viðrikið. Reiknað var með 3% launahækkun i júli á næsta ári. Innan bandalagsins er mikil óánægja með þessa samninga — en félagsmenn hafa gert sér grein fyrir þvi að nú verður að rikja hófsemi i launamálum. Þannig hafa háskólamenn reynt að bjarga þvi sem bjargað verður. En hvað gerir rikið — jú, það löörungar bandalagið sem og aðra launþega. Útsvar hefur verið hækkað um 1% — sem framlag til sjúkrasamlagsins. Ennþá seilist rikið ofan i vasa launþega. Og ekki nóg með það — rikið kemur við þar sem sizt mátti. Lyf hafa verið hækkuð um 50% — sérfræðiþjónusta hækk- ar, hækkun á röntgengreiningu — hækkun hækkun. Talið er að Raddir lesenda Les- endur Ef ykkur liggur eitt- hvað á hjarta, hringið þá i'síma 83322 á milli klukkan 13 og 14, at- hugið milli klukkan 13 og 14 — eða sendið okkur línu, Raddir les- enda, Dagblaðið Síðumúla 12 Reykjavík. Kafarar útgjöld sjúkratrygginga lækki um 280 milljónir — bara vegna lyfjahækkunarinnar. Sérfræði- hjálpin ein nemur 200 milljón- um. Þarnakemurrikiðvið vasa þeirra sem sizt mega — sjúkl- inga. Þannig teygir rikið sig sífellt lengra ofan i vasa launþegans. Ætlazt er til aö hinn almenni borgari dragi saman seglin — launþegasamtök koma til móts við riki með hógværum launa- kröfum — og svo kemur þessi árás aftan að launþeganum. Hann á að borga 12% i útsvar — það er einu prósentustigi meira en hingað tU. — Rikið minnkar við sig Ut- gjöld, — en skyldu þeir sleppa af nokkru? Mér er það stórlega til efs. Sama fjármálasukkið við- gengst áfram — eini aðilinn i landinu sem ekki þarf að minnka við sig er hið opinbera — allir aðrir þurfa þess — þó auðvitað byrðin lendi þyngst á launþegum.” ENGA BREZKA ÞÆTTI í SJÓNVARPI — á meðan við eigum í hatrömmum deilum við Breta, segir lesandi Þorsteinn Asgeirsson hringdi: „Margt hefur verið ritað og rætt um blessað rikisútvarpið okkar — og þá ekki hvað sizt sjónvarpið. Svo lengi sem sú stofnun heldur uppi starfsemi mun á- vallt verða deilt um einstaka þætti og efnið I heild: Hvort þessi mynd eigi að vera rúss- nesk eða bandarisk. Hvort ekki beri aö sýna meira af innlendu efni. Hvort hinar eða þessar auglýsingar falli undir almennt velsæmi. Hvort sýna megi vin- bar og þannig mætti lengi telja. En þó er ég nokkuð viss um að eitt gpta allir verið sammáa um og það er að sýna ekki brezkt efni i sjónvarpinu. Allt of mikið af brezkum þáttum er sýnt — og það á meðan við eigum i hat- römmum deilum við Breta. Mér finnst það fyrir neðan okkar virðingu.” Mikiö er sýnt af brezku efni i sjónvarpi. Þessi mynd er úr enskum þætti — Macbeth eftir Shakespeare. Macbeth er ieik- inn af Eric Porter. skjóta upp kollinum Björn L. Jónsson skriar: „Þeir eru smám saman að koma upp á yfirborðið kafar- arnir, sem stóðu að baki nafn- lausu hetjunni er skrifaði róg- greinina i Visi á dögunum um hinn sögulega NLFR-fund. Mar- teinn M. Skaftfells ‘skrifaði I Morgunblaðið og Dagblaðið og svo hefur hann fariö i liðsbón til Ingþórs Sigurbjörnssonar. . Ingþór er einn af skeleggustu forvigismönnum góðtemplara hér á landi og urii áratugaskeið hefur hann fylgt náttúrulækn- ingastefnunni að málum. Hann hefur kynnzt boðskap Jónasar Kristjánssonar frá þvi hann hóf áróður sinn gegn kaffi, sykri og hvitu hveiti fyrir 55 árum. Jónas áleit að þessar vörutegundir væru skaðlegustu neyzluvörur þjóðarinnar og auðvitað gleymdi hann ekki áfengi og tóbaki. Ingþór virðist hins vegar alveg hafa sloppið við að öðlast skilning á þeirri staðreynd að ein veigamikil orsök nautnasýki og þar með talin áfengissýki eru rangir lifnaðarhættir, þá fyrst óg fremst rangt mataræði, og að langsamlega stærsti þáttur rangrar næringar er hin gifur- lega neyzla sykurs og hvits hveitis. Og svo segir Ingþór i barnslegu sakleysi sinu: „Eng- inn mun hafa tapað viti við það eitt að hafa drukkið kaffi eða ét- ið hvitt hveiti. Þvi er algerlega út i hött að banna þessar vörur i NLF-búðunum.” Veit Ingþór virkilega ekki að vaneldi — aðallega i formi syk- urs og hveitis meðal menn- ingarþjóða er ein orsök — senni- lega sú veigamesta — hvers konar taugasjúkdóma, jafnvel geðsjúkdóma? Veit hann ekki að kaffi stuðlar að myndun krabbameins i blöðru, auk margvislegra heilsuspillandi á- hrifa á hjarta, taugar og fleiri liffæri? Veit Ingþór ekki að Is- lendingar eru i efstu sætum meðal allra þjóða i neyzlu á kaffi, sykri cghvitu hveiti?Vafa- laust ekki. Hann gerir sér bara litið fyrir og stimplar sjónarmið Jónasar Kristjánssonar og fylg- ismanna hans sem ofstæki. Slik rök eru ekki þung á metunum. Þau eru þvert á móti hin herfi- legustu rökþrot sem hann hefur slegið um sig á fundum. Nú er hann svo ógætinn að staðfesta þetta á prenti. Um fundinn i NLFR vil ég taka það fram að árásum nafn- lausra skriffinna mun ég ekki svara. En Ingþór talar um „götulýð” hóp ungra karla og kvenna sem gengið hafa i félag- ið af áhuga á málefninu. Hins vegar vil ég geta þess að fund- inn sótti annars konar lýður — sem vafalaust vill teljast fint fólk — sem reyndi aö hleypa fundinum upp — hvab ekki tókst vegna öruggrar og einbeittrar framkomu fundarstjóra. Menn geta séö lýsingu af fundinum i timariti NLFI — Heilsuvernd.” Hvaða áhrif hefur kvenna- árið haft á líf þitt? Svava Jónsdóttir tæknitéiknari: „Ég vildi nú fá að snúa spurning- unni við „Hvað hefur kvennaár gert fyrir karlmenn?” Ég held, að þetta hafi aðallega verið gert fyrir þá.” Kristín Magnúss leikkona: „Ekki mikið ennþá. Hins vegar hef ég séð hvernig konur hafa það i Austurlöndum og við megum þess vegna una glaðar við það sem við höfum.” Rósa Kristjánsdóttir starfs- stúlka: „Staða konunnar hefur komið betur i ljós og hún er meira virt að verðleikum. Hins vegar verður að halda baráttunni á- fram.” Jóhanna Björnsdóttir húsmóðir: „Ekki neitt. Samstaða á heimil- inu er mjög mikilvæg og hún er fyrir hendi á minu heimili.” Elin Clausen húsmóðir: „Það hefur vakið athygli á stöðu kon- unnar i þjóðfélaginu og er þess vegna allra góðra gjalda vert. En við verðum að berjast áfram.” Asa Atladóttir hjúkrunarnemi: „Það hefur vakiö mig og ég vona fleiri konur til umhugsunar um stööu okkar i þjóðfélaginu. Fri- dagurinn okkar kom svo öllum i skilning um mikilvægi okkar, en auðvitað verðum viö að halda baráttunni áfram.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.