Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 23
23
Sjónvarp
9
Dagblaðið. Miðvikudagur 17. desember 1975.
Útvarp
Sjónvarp kl. 20,40:
Fjölbreytt efni
í „Nýjasta
tœkni og vís-
indi"í kvöld
w
Atta brezkar myndir eru á
dagskrá þáttarins „Nýjasta
tækni og visindi” sem er kl.
20:40 i sjónvarpinu i kvöld.
Umsjónarmaður þáttarins i
kvöld er Sigurður Richter.
— Fyrsta myndin fjallar um
fiskasálfræði, sagði Sigurður. —
Raunverulega er verið að
athuga hvernig botnvarpa
veiðir fiskana og hvernig hún á
að vera til þess að veiða sem
mest. — önnur myndin er um
boranir á sjávarbotni. Er sýnd
ný gerð af borum sem notaðir
eru til þess að bora fyrir
sprengiefni þegar dýpka á hafn-
ir. Þriðja myndin er um rann-
sóknir á sjávarmengun sem fer
þannig fram að sjór er látinn i
plastpoka og hann mengaður
með ýmsu móti og siðan
rannsakaður.
Fjórða myndin er um fisksjá
fyrir stangaveiðimenn. Hún er
byggð á sama hátt og venjuleg
fisksjá sem notuð er i fiskibát-
um, nema miklu minni. Með
henni eiga stangaveiðimenn að
geta fundið fisk svo framarlega
sem hann er til. Fimmta
myndin er um óvenjulega flug-
vél sem hefur sérstaka flug-
eiginleika og likist helzt venju-
legri smáflugvél sem flýgur
afturábak.
Sjötta myndin er um nýja að-
ferð við að skeyta saman
timbur. Sjöunda myndin er um
nýja tegund af tölvu sem hægt
erað stjórna meðtali. Er um að
ræða hljómplötufyrirtæki sem
tekur við pöntunum i sima og i
stað þess að skrifa niður tala
starfsstúlkurnar við tölvuna
sem framkvæmir það sem henni
er sagt að gera.
Attunda og siðasta myndin
er um bráðabirgðaveg sem nota
má þegar þarf að flytja þung
tæki fyrir t.d. mýrlendi. t stað
þess að púkka er lagður sér-
stakur dúkur yfir mýrina, möl
er látin á dúkinn og þá er hægt
að aka þyngstu farartækjum
eftir veginum. Þegar flutning-
um er lokið er mölin flutt i
burtu, dúkrium rúllað saman
og ekki sér á landinu.
Athugandi fyrir okkur hér.
— A.Bj.
Sjónvarpið í kvöld kl. 21,20:
„McCloud"
í sviðsljósinu
Hann er svo sannarlega i
sviðsljósinu irski leikstjórinn
sem er að setja upp nýtizku verk
i New York og auðvitað kemur
McCloud einhvers staðar við
sögu.
Leikstjórinn fær hótunarbréf
þar sem honum er tilkynnt að
hann verði myrtur ef hann láti
ekki vera að setja upp þetta ó-
kristilega verk sitt, en hann læt-
ur sér þetta i léttu rúmi liggja
og sinnir ekkert bréfinu þrátt
fyrir viðvaranir vina sinna. Þeir
vilja að hann tilkynni lögregl-
unni um málið.
Nú verður sá irski fyrir skotá-
rás á meðan æfing stendur yfir i
leikhúsinuen þar er myrkur svo
að ekki sést árásarmaðurinn.
Lögreglunni er nú tilkynnt um
glæpinn.
McCloud fær það verkefni að
hafa uppi á árásarmanninum,
en Irinn er ör i skapi og fer ekki
eftir fyrirmæium lögreglunnar
um varúðarráðstafanir.
Fljótlega verður hann fyrir
annarri árás og er nú hætt
komnari en i þeirri fyrri.
Þýðandi er Kristmann Eiðs-
son. EVI
Útvarp kl. 19,35 í kvöld:
Hvað veizt þú um
fyrningarregkir
skattalaganna?
— Fjallað verður um fyrn-
ingarreglur skattalaganna sem
hafa verið mikið til umræðu
undanfarið, sagði Brynjólfur
Bjarnason rekstrarhagfræðing-
ur sem ásamt Bergþór
Konráðssynisérum þáttinn ,,úr
atvinnulifinu” á dagskrá út-
varpsins kl. 19:35 i kvöld.
— Það verður rætt við Ragnar
Arnalds alþingismann vegna
framkominnar þingsályktunar-
tillögu hans um niðurfellingu
hluta af fyrningum sem leyfðar
eru i dag. I tillögunni telur
Ragnar upp 432 fyrirtæki sem
ekki greiddu tekjuskatt á árinu.
Einnig verður rætt við Vig-
lund Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóra og loks munu
þrfr aðilar svara spurningu
þáttarins: „Hvert er álit þitt á
núgildandi fyrningarreglum
skattalaganna?”
STYRJALDARHÆTTAN f
AUSTURLÖNDUM NÆR
ó dagskró sjónvarpsins kl. 22,20
Kl. 22:20 i kvöld er á dagskrá
ný sænsk heimildarkvikmynd
um styrjaldarhættuna i Austur-
löndum nær. Meðal annars er
viðtal við tvo leiðtoga Palestinu
skæruliða, Yasser Arafat og
Basam Abul Sherif. Þýðandi og
þulur er Ellert Sigurbjörnsson.
Myndin sýnir vinstrisinna
gráa fyrir járnum i höfuðborg
Libanon, Beirút. —- Sýningar-
timi er 30 minútur.
^Sjónvarp
18.00 Björninn Jógi. Banda-
risk teiknimyndasyrpa.
Þýðandi Jón Skaptason.
18.25 Kaplaskjól. Breskur
myndaflokkur byggður á
sögum eftir Monicu
Dickens. Sökudólgurinn
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.50 Ballett fyrir alla.
Breskur fræðslumynda-
flokkur. 3. þáttur. Þýðandi
Hallveig Thorlacius.
19.15 Hlc.
20.00 Kréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Nýjasta tækni og visindi.
Meðal efnis: Rannsóknir i
fiskasálfræði, P’isksjá fyrir
stangveiðimenn, Timbur
soðið saman, Talað við
tölvur. Umsjónarmaður
Sigurður H. Richter.
21.20 McCloud Bandariskur
sakamálamyndaflokkur. i
sviðsljósinu. Kristmann
Eiðsson.
22.20 Sty r ja ldarhætta n i
Austurlöndum nær. Ný,
sænsk heimildamynd um
ástandið i þessum löndum.
Meðal annars er viðtal við
tvo leiðtoga Palestinu-
skæruliða, Yassir Arafat og
Basam Abul Sherif. Þýð-
andi og þulur Ellert Sigur-
björnsson. (Nordvision-
Sænska sjonvarpið)
22.50 Dagskrárlok.
13.15 Til umhugsunar Þáttur
um áfengismál i umsjá
Sveins H. Skúlasonar.
13.30 Við vinnuna. Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan:
„Fingramál” eftir Joanne
Greenbcrg.
15.00 Miðdegistónleikar.
Kammersveitin i Suttgart
leikur „Concerto Grosso”
nr. 8 i g-moll eftir Arcangelo
Corelli, Kari Munchinger
stj./ Jacques Chambon og
kammersveit leika ,,Inn-
gang, stef og tilbrigði” fyrir
óbó og hljómsveit op. 102
eftir Johann Nepomuk
Hummel, Jean-Francois
Paillard stj. Kammersveit
undir stjórn Lee Schaenen
leikur Sinfóniu i C-dúr op. 21
lllrfclllll III.II 111 Mlil, .......
nr. 3 eftir Luigi Boccherini/
Maurice André og
Kammersveitin i Munchen
leika Konsert fyrir trompet
og hljómsveit i D-dúr eftir
Franz Xaver Richter. Hans
Stadlmair stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir)
16.20 Popphorn.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Drengurinn i gullbuxun-
um” eftir Max Lundgren.
17.30 Framburðarkennsla i
dönsku og frönsku
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Frétaauki.
Tilkynningar.
19.35 Ú r atvinuulifinu.
20.00 Kvöldv. a.Einsöngur.
Guðrún Tómasdóttir syngur
lög eftir Sigursvein D.
Kristinsson. Ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó. b.
Fjárgötur og hjarðmannsspor
Gunnar Valdimarsson les úr
minningaþáttum Benedikts
Gislasonar frá Hofteigi,
siðari þáttur. c. A vængjum
vildi ég berast” Lilja S.
'Kristjánsdóttir frá
Brautarhóii les frumort
ljóð. d. Konur ganga milli
landsfjorðunga. Sigriður
Jenny Skagan segir frá.
Séra Jón Skagan flvtur. e.
Kórsöngur. Karlakórinn
Geysir syngur undir stjórn
Árna Ingimundarsonar.
21.30 „Feðurnir”, saga eftir
Martin A. Hansen. Séra
Sigurión Guðjónsson þvddi.
22.00 Frettir.
22.15 Veðurfregnir Kvöld-
sagan: „Dúó” eftir Willv
Sörensen. Dagný Kristjáns-
dóttir les þýðingu sina (2)
22.40 Nútinatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kvnnir.
23.25 Fréttir i stuttu máli.