Dagblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 10
10
Dagblaðið. Miðvikudagur 17. desember 1975.
WBIABm
\írjálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Frainkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
tþróttir: Haliur Símonarson
Ilönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
'Pétursson, ólafur Jónsson, ómar Vaidimarsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Grautarfrumvarp
Sjaldan hefur ráðleysi rikisstjórn-
arinnar komið betur fram en i tillög-
um hennar um breytingar á trygg-
ingalögum, sem lagðar voru fram á
alþingi i fyrradag. Þessar tillögur eru
hin mesta grautargerð og eru raunar
lagðar fram til að villa um fyrir þjóð-
inni.
Meginatriði frumvarpsins er, að 1200 milljóna
kostnaður við rekstur sjúkrahúsa er fluttur frá rik-
inu yfir til sveitarfélaganna. Fjármálaráðherra
nær niðurstöðutölum fjárlaga niður um þessa upp-
hæð, en rekstur hins opinbera minnkar ekki hið
minnsta. Þetta bókhaldsbrask er framkvæmt til að
leyna þvi, hve gersamlega landsfeðrunum hefur
mistekizt að halda fjárlögunum i skefjum.
Enda leiðir frumvarpið til hækkunar útsvara um
einn tiunda hluta. Það er sem sagt enn einu sinni
verið að leggja nýja skatta á þjóðina til að standa
undir hriðvaxandi bákni hins opinbera, einmitt þeg-
ar allir aðilar, nema auðvitað báknið, verða að
draga saman seglin.
✓
.SÚPERLÖGGAN'
V
r
Um þessar mundir er unnið að endurskoðun
tryggingalaganna. Endemisfrumvarp rikisstjórn-
arinnar er ekki i neinu samræmi við þá endurskoð-
un. Hvað tryggingar snertir er frumvarpið hreint
sprikl út i loftið, enda er viðurkennt, að það sé að-
eins samið til bráðabirgða.
Eitt atriði er samt gott i frumvarpinu. Það gerir
ráð fyrir raunhæfari greiðslum sjúklinga fyrir lyf
og læknisaðstoð. Samkvæmt þvi eiga viðtöl við sér-
fræðinga og röntgengreiningar að kosta 600 krónur i
stað 250 og 300 króna. Og lyf eiga að kosta 300 og 600
krónur i stað 200 og 400 króna.
Frumvarpið er ekki i neinu samhengi við tilraunir
til að koma á skýrari verkaskiptingu rikis og sveit-
arfélaga. Að þeim málum er unnið á öðrum vett-
vangi og réttilega stefnt að þvi að auka verksviö
sveitarfélaga á kostnað rikisins á þann hátt, að heil-
ir málaflokkar séu færðir á milli, einkum þeir
málaflokkar, er nú fara bil beggja.
En frumvarpið stefnir hins vegar að aukinni
grautargerð rikis og sveitarfélaga. Það ætti þvi
ekki að koma neinum á óvart, að rikisstjórnin hefur
ekki haft nein samráð um málið við samtök sveitar-
félaganna. Útsvarshækkunin er þvi ekki á ábyrgð
sveitarfélaganna, sem ekki voru spurð ráða, heldur
rikisstjórnarinnar einnar.
Málið virðist unnið i megnasta æðibunugangi og
tekið til umræðu á alþingi um leið og það er lagt
fram. Þingmenn fá þvi ekkert tækifæri til að kynna
sér málið, enda þolir það enga skoðun. Trúlega er
manndómur þingmanna rikisstjórnarinnar svo lit-
ill, að þeir þora ekki að standa gegn fáránlegu
frumvarpi, sem verið er að keyra ofan i þá i einum
grænum.
Það er leiðinlegt, að einmittþessi rikisstjórn skuli
telja sig þurfa á að halda slikum blekkingum, sem
felast i tryggingafrumvarpinu. Þetta er smánarleg
frammistaða, sem verður lengi i minnum höfð.
MANNFRÆÐI OG
MENNINGARSAGA
Jón Steffensen:
MENNING OG MEINSEMDIR
Ritgerðasafn um mótunarsögu Is-
lenzkrar þjóðar og baráttu henn-
ar við hungur og sóttir, 464 bls.
Útg. Sögufélagið.
A bók þessari eru 22 ritgerðir
eftir Jón Steffensen, prófessor.
Flestar hafa þær áður birzt i
timaritum, en tva&r veigamiklar
ritgerðir eru hér frumprentaðar.
Þetta er mikið rit að vöxtum, 464
bls. og vel frá því gengið að flestu
leyti, nema hvað prentvillur eru
of margar.
öllum þeim er áhuga hafa á
mannfræði og menningarsögu er
útkoma þessarar bókar fagnað-
arefni, og ætla má, að allir, sem
unna islenzkum fræðum, sæki i
hana margvislegan fróöleik og
kveikju nýrra hugmynda um
þjóðfélag vort á liðnum öldum.
Jón Steffensen hefur i fjóra ára-
tugi verið fremsti mannfræðingur
íslendinga og lengst af hinn eini
er nokkuð kvað að (Vilhjálmur
Stefánsson verður að teljast
Bandarikjamaður). Rannsóknir
Jóns á beinum i gröfum forn-
manna eru allt frumrannsóknir
og verður seint ofmetið hve mik-
ils var um vert að svo nákvæmur
og heiðarlegur visindamaður
skyldi verða til aÖ gera úttekt á
likamsleifum forfeðra vorra
fyrstur manna, þ.e.a.s. að vera
viðstaddur og gera fyrstu athug-
anir á beinafundum um sina tið.
En áhugi Jóns Steffensens er ekki
bara tengdur liffærafræði manns-
ins. Hann nálgast viöfangsefnin
alltaf sem mannfræðingur og
tengir beina- og likamsrannsókn-
ir sinar ætið menningunni. Engan
mann veit ég, sém svo rækilega
tengir mannfræði og menningar-
sögu Islendinga sem Jón. A þvi
sviði liggja mestu afrek hans og
þar visar hann öðrum veginn til
frekari rannsókna á fjölmörgum
atriðum mannfræði og menn-
ingarsögu, — þjóðfræði i rýmstu
merkingu þess orðs. Sem dæmi
um það vil ég nefna ritgerðina
Þjórsdælir hinir fornu, sem birt-
istfyrst 1943. Þarkoma fram allir
meginkostir rannsóknaaðferða
hans: nákvæmni, hugkvæmni og
hæfileiki til að tengja saman
marga hluti, sem i fljótu bragði
virðast ekki hafa neina þýðingu
hver fyrir annan.
Athuganir Jóns á uppruna fs-
lendinga og einkum þó þær rann-
sóknir er beinast að þvi að kanna
keltnesk áhrif á myndunarsögu
fslendinga eru ekki eins sannfær-
andi og flestar aðrar mannfræði-
rannsóknir hans. Ég er vantrúað-
ur á, að beinamælingar og blóð-
flokkarannsóknir bæti nokkru við
þær óvefengjanlegu heimildir,
sem eru fyrir talsverðri blóð-
blöndun Norðmanna og kelt-
neskra þjóða um það leyti, sem
fsland var numið, og að nokkur
hluti landnámsmanna hafi verið
keltnéskur eða blandaður Kelt-
um. Rómantiskar hugmyndir um
áhrif slikrar blóðblöndunar á
„þjóðareðli og andans gáfur” ís-
lendinga eru þegar bezt lætur
andrikar vangaveltur um þoku-
kennd hugtök. Til að koma i veg
fyrir misskilning vil ég taka strax
fram, að hér á ég við nokkra á-
hrifamikla sagnfræðinga og bók-
menntamenn, en ekki Jón Steff-
ensen. Mörg eru þau atriði, sem
vert væri að minnast á, þar sem
Jón bregður óvæntu ljósi á þekkta
staði i fornum kvæðum eða lög-
um. Dæmi um það er, hvernig
hann skýrir þá undanþágu sem
heiðnum mönnum var veitt við
kristnitökuna, þ.e. að mönnum
var leyft að blóta á laun. Hann
telur, að hér hafi verið um að
ræða, að leyft var að fara með
ýmiss konar töframeðul og töfra-
þulur til að lækna sjúka, en þær
aðferðir hafi verið hluti hinna
heiðnu trúarbragða og ekki verið
álitið rétt að afnema þetta i einni
svipan. Hér er komið að kjarna
átrúnaðarins. Hann er ekki bar-
átta stórmenna andans við guði
og heimsöfl, heldur tilraun til að
losna undan fargi sjúkdóma,
neyðar og dauða með þvi að leita
samstarfs við máttarvöld og við-
halda mannlifi og hrynjandi nátt-
úrunnar. í þessu sambandi get ég
ekki stillt mig um að minnast á
hve nauðsynlegt er, að menn geri
nú gangskör að þvi að meta heim-
ildargildi fornra rita vorra, og þá
fyrst og fremst Landnámu. Og
vill ekki einhver af fræðimönnum
vorum taka sig til og lesa Grágás
rækilega?
Mikill fengur er að hinum áður
óprentuðu ritgerðum um Bólusótt
á islandiog Pest á islandi. Asamt
með ritgerðinni Hungursóttir á