Dagblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 8
8
Vörugjald lœkkar í áföngum
Dregið úr lœkkun
niðurgreiðslna
Rikisstjórnin hefur ákveöið að
lækka niðurgreiðslur ekki jafn-
mikið og til stóð samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu. Þess i
stað verður vörugjald ekki fellt
niður strax eins og ætlunin var.
Vörugjaldið verður lagt niður
i áföngum. Það á að lækka úr
12% i 10% um áramót og siðan
niður i 6% 1. september.
Tekjur af gjaldinu eru áætlað-
ar munu verða 2200 milljónir
króna á næsta ári.
Niðurgreiðslur verða minnk-
aðar minna en ráðgert var,
þannig að framlög þeirra vegna
verða 700 milljónum króna
hærri en i fjárlagafrumvarpinu
greindi. Matthias A. Mathiesen
fjármálaráðherra sagði á þingi i
gær, að ákvörðun um meiri
niðurgreiðslur en til stóð hafi
verið tekin til þess að fjárlaga-
frumvarpið fæli ekki i sér að-
gerðir sem yllu verðhækkunum
heldur hið gagnstæða.
Framangreindar ráðstafanir
fela i sér, að rikissjóður fær 1500
milljón króna meiri tekjur en
áður var ætlað.
—HH
Hallgrímskirkja:
Kirkjusmíðinni á að
Ijúka nœstu 2-4 árin
Nú i desembermánuði eru
einmitt 30 ár siðan bygging
Hallgrimskirkju hófst. 1 desem-
ber 1948 var hluti kórsins vigður
og tekinn i notkun.
Það var þvi skemmtileg til-
viljun að einmitt nú nýlega var
kirkjubyggingasjóðnum afhent
riflegt framlag sem var fyrsta
greiðsla af áheiti.
„Þegar bókaútgáfan örn og
örlygur gáfu út Bibliuhand-
bókina sl. haust hétu forráða-
menn útgáfufélagsins kirkju-
byggingarnefnd Hallgrims-
kirkju ákveöinni upphæð af sölu
hverrar bókar.—
Nú hefur fyrsti hluti áheitsins
verið afhentur og var það rifleg
fúlga,” sagði Hermann Þor-
steinsson form. sóknarnefndar
er við spjölluðurp við hann.
— Hvers konar bók er
Bibliuhandbókin?
Það er nokkurs konar alfræði
um bibliuna, sænsk að uppruna,
þýdd af sr. Magnúsi Guðjóns-
syni. Bókin er fallega mynd-
skreytt. örn og örlygur eru
brautryðjendur i útgáfu slikra
bóka, þvi þetta er sú fyrsta sinn-
ar tegundar á islenzku. Hér
fékkst fyrir tveimur árum ensk
bibliuhandbók sem hét „Lion
Handbook of the Bible”.
Islenzka Bibliuhandbókin
kom út i fyrra á 300. ártið Hall-
grims Péturssonar, 27. október,
og á titilblaði bókarinnar er
mynd af Hallgrimskirkju. Við i
kirkjubyggingasjóðnum erum
ákaflega þakklátir fyrir þetta
framlag og hyggjum gott til
frekari „afborgana” i framtið-
inni!”
— Hvernig gengur með
kirkjubygginguna?
„Við erum allglaðir yfir þvi
að okkur miðar markvisst
áfram. Nú er verið að byggja
kirkjukórinn. Hinn 27. október á
ártið Hallgrims Péturssonar,
var hægt að steypa nokkuð
myndarlegan viðauka ofan á
kórinn. Nú erum við komnir vel
á veg með næstu lotu og standa
vonir til að kórinn verði full-
gerður á næstu mánuðum. Fer
það að visu nokkuð eftir veðri.
Siðan verður farið að byggja
yfir kirkjuna út frá kórnum i
áföngum. Vonandi verður þvi
verki lokið á næstu 2-3 árum.
Má geta þess að gengið hefur
verið frá skemmtilegu æsku-
lýðsheimili i gömlu kirkjunni.
Þar var leyst af hendi talsverð
vinna sem var lokið fyrir
haustiö. Er þar nú rekið blóm-
legt barna- og unglingastarf.
Það er ung stúlka, Asta Óskars-
dóttir, sem vinnur að æskulýðs-
starfinu i sókninni.”
Hermann Þorsteinsson formaður sóknarnefndar Hallgrimskirkju
tekur við fyrsta hluta áheitsins úr hendi Örlygs Ilálfdánarsonar,
bókaútgefanda.
— Hvað eru guðsþjónusturn-
ar haldnar nú?
„1 fyrra var vigður nýr
kirkjusalur i turn-
álmunni. þeirri sem snýr að
safni Einars Jónssonar.”
— Hvað er turninn hár?
„Turninn er nákvæmlega 70
m á hæð. Ofan á honum er
þriggja metra hár kross úr
kvartsi sem nokkrir vinir
kirkjunnar söfnuðu uppi við
Miðdal og er krossinn steyptur
úr þvi. t turninum eru niu
klukkur i klukknaspilinu og
þrjár stórar klukkur til sam-
hringingar. Við erum þvi ekki i
neinum vandræðum með að
hringja inn stórhátiðirnar,”
sagði Hermann Þorsteinsson.
A.Bj.
r . . . . l.. ~ ; r < / r' • .
_____________Dagblaðið. Fimmtudagur 18. desember 1975.
Fjáriagafrumvarp til 3. umrœðu
Breytingartillögurnar við fjár-
lagafrumvarpið, sem meirihluti
fjárveitinganefndar Alþingis stóð
að, voru allar samþykktar i gær.
Breytingartillögur minnihluta
nefndarinnar, stjórnarandstæð-
inga, og einstakra þingmanna
Bœndokonur fái
Tvær konur i þingliði Sjálf-
stæðisflokksins, Sigurlaug
Bjarnadóttir og Ragnhildur
Helgadóttir, flytja tillögu til
þingsályktunar um könnun á
möguleikum þess, að Lifeyris-
sjóður bænda greiði bændakonum
„allt að” þriggja mánaða fæðing-
stjórnarandstöðunnar voru allar
felldar.
Fjárlagafrumvarpið fer næst til
3. umræðu, sem er hin siðasta.
Fjárveitinganefnd mun þá enn
leggja fram breytingartillögur.
—HH
fœðingarorlof
arorlof.
1 lögum er gert ráð fyrir, að
konur innan Alþýðusambandsins
fái frá áramótum fæðingaroriof
greitt, það er fái atvinnuleysis-
bætur úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði i þrjá mánuði við barnsburð.
—HH
Fljúgandi hálka á Hellisheiði
Sæmileg færð er nú austan ört austur þar. Snjór var hvergi
fjalla, að sögn lögreglunnar á orðinn mikill áður en hlána tók
Selfossi. Fljúgandi hálka var þó og engar umferðatruflanir hafa
i gærkvöldi á Hellisheiði og viða orðið af snjómagni en tafir
hált annars staðar. Nú hlánar vegna hálku. ASI
Hafnardœling og hafnargerð
„Að hafa tækjakost til að
annast alla hafnardælingu á
landinu er annað en að hafa
tækjakost til að annast alla
hafnargerð,” sagði Kristinn Guð-
brandsson forstjóri Björgunar hf.
er hann hringdi i okkur eftir að
hafa fengið Dagblaðið i gær.
Blaðamanni varð á að gera tvær
alvarlegar villur er hann skrifaði
grein um möguleika i hafnamál-
um. Hannn notaði orðin „hafnar-
gerð” og „hafnarframkvæmdir”
þar sem Kristinn átti aðeins við
hafnardælingu. Kom hin rétta
umsögn Kristins fram i upphafi
greinarinnar en röng siðar og i
fyrirsögn.
Þá átti sér stað misskilningur
milli blaðamanns og Kristins
varðandi skipastól Björgunar h.f.
Var rætt um Sandey I, sem er bú-
in 24 tommu dælu, Sandey II, sem
hefur 18 tommu dælu, og Sandey
III, sem er prammi með 12
tommu dælu. Einnig var rætt um
nýja skipið 1000 tonna sem er i
smiðum hjá Stálsmiðjunni. Taldi
blaðamaðurinn að hér væri um
fjórða skipið að ræða. Það er
rangt. Nýja skipið á að heita
Sandey II, búið 18 tomma dælu og
graftarkrana. Með þvi skipi má
sprengja og grafa hvaða höfn
landsins sem er. Skipin þrjú gætu
annazt allahafnardælinguá land-
inu.
Þessi misskilningur leiðréttist
hér með og skal tekið fram að
hann er blaðamannsins en ekki
Kristins.
—AST—
Sumir þeir
mest lesnu
fá ekki
viðbótarlaunin
„Guðrún frá Lundi mokaði
tekjum inn i styrktarsjóði rit-
höfunda og skrifaði bækur, sem
þjóðin vildi lesa. Við hana var
ekki dekrað með listamanna-
launum eða yfirleitt á annan
hátt. Hins vegar voru bækur
hennar lesnar af alþýðu manna
meira en flestra annarra is-
lenzkra höfunda,” sagði Snjó-
laug Bragadóttir i viðtali við
Dagblaðið.
Snjólaug mun vera eini rit-
höfundurinn, sem sótt hefur um
svokölluð viðbótarritlaun öll þrú
árin, sem þau hafa komið til
skipta, uppfyllt öll skilyrði til að
hljóta þau, en aldrei hlotið þau.
Snjólaugu má hiklaust telja
meðal metsöluhöfunda undan-
farinna ára. Ekki hefur hún
fengið náð fyrir augum
Úthlutunarnefndar listamanna-
launa.
„Það hlýt ég að sætta mig
við,” sagði Snjólaug. „Kjörnir
menn eða skipaðir, svo ég segi
nú ekki sjálfkjörnir eða
sjálfskipaðir, gefa út tilskipanir
um, hvað sé list og hvað ekki.
Ég segi hins vegar skoðun
mina á rangindum i úthlutun
viðbótarritlauna. Við skiptingu
þeirra er ekki lagður neinn list-
rænn mælikvarði á verk höf-
unda. Þar er lagt til grundvallar
að veita uppbót á laun vegna rit-
starfa. Mig minnir að sölu-
skattstekjur af bókum hafi
komið til tals i sambandi við
þau. Enda hafa vellrikir
hátekjumenn notið þeirra með
hliðsjón af þvi, að ég hygg,”
sagði Snjólaug.
Þess má geta, að 4 rithöfund-
ar hafa fengið þessi viðbótarrit-
laun f þau þrjú skipti, sem þeim
hefur verið deilt út. Siðast sóttu
76höfundarum þessi ritlaun. 40
þeirra hlutu 300 þúsund krónur
hver.
Einn rithöfundur, Snjólaug
Bragadóttir, hefur sótt um þau i
öll þrjú skiptin, alltaf uppfyilt
öll skilyrði, en aldrei fengið rit-
launin. Nú er talað um að hætta
við úthlutun þeirra. „Trúi þvi,
hver sem vill,” segir Snjólaug,
„en ég læt ekki traðka á mér
með geðþóttaákvörðun hlut-
drægra iífsgæðaskammtara ár
eftir ár, án þess að láta til min
heyra.”
Nýjasta bók Snjólaugar
Bragadóttur heitir: „Holdið er
torvelt að temja”. Virðist svo
sem „skömmtunarmenn” kom-
ist nú að þvi, að fleira er erfitt
að temja en holdið, þótt senni-
legt megi telja, að hvellvakrar
skýringar þeirra hlaupi ekki út-
undan sér nú frekar en endra-
nær, þegar þær verða gefnar
hátt og snjallt. — BS.