Dagblaðið - 20.12.1975, Side 10
10
Dagblaðiö. Laugardagur 20. desember 1975.
MmBUÐIÐ
frfálst, úháð dagblað
Ltgefaudi: Dagblaöið hl.
I'ramkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Kréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: llaukur Helgason
Iþróttir: llallur Simonarson
Hönnun: Jóliannes Revkdal
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurösson, Erna \'. lngólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
Pétursson. Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrlmur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
(jiiömannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósnivndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
(íjaldkeri: l'iáiiin Porleifsson
Auglvsingastjóri: Asgeir llannes Eiriksson
Dreiíingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriltargjald K00 kr. á mánuöi innanlands.
l lausasölu 40 kr. cintakiö. Blaðaprcnt hf.
Ritstjórn Siöumula 12, simi S;i:t22, auglýsingar, áskriftir og af-
greiösla l'verliolti 2, simi 27022.
Framtíðarstefnan
Á hvaða atvinnugreinar ber að
leggja mesta áherzlu á næstu árum?
Er ísland komið svo langt á þróunar-
brautinni, að við getum unað þvi, að
fólk flykkist i þjónustugreinar?
Svarið er neitandi.
1 skýrslu Iðnþróunarnefndar er
talið liklegast, að fólki i iðnaði fjölgi um 1,7 af
hundraði á ári fram til 1985 en siðan hætti sú fjölg-
un. Gert er ráð fyrir, að mannafli i fiskveiðum og
fiskvinnslu haldist nokkuð óbreyttur næstu árin.
Nokkur hin þróuðustu riki, svo sem Sviþjóð, hafa
haft þá reynslu, að fólki hefur hlutfallslega tekið að
fækka i iðnaði en i vaxándi mæli hafa menn snúið
sér að ýmiss konar þjónustu, opinberri þjónustu og
viðskiptum og verzlun.
1 rikisstjórnartið Magnúsar Kjartanssonar voru
uppi miklar áætlanir um iðnþróun. Talað var um,
að tvöfalda mætti útflutning iðnaðarvara á einu ári,
og siðan mundi hann vaxa stórum skrefum, unz svo
mætti segja. að ísland væri orðið iðnþróað. Svo litið
varð úr framkvæmd þessara áætlana, að við borð
liggur, að menn liti nú á þær sem spaug.
ísland hefur þess i stað setið eftir i kapphlaupi
þjóða um lifsgæði. Við höfum viðhaldið hinum hefð-
bundnu atvinnugreinum og haft iðnaðinn sem ösku-
busku. Við höfum ekki efni á þessu.
Aukin framleiðsla er forsenda þess, að við búum
við aukna hagsæld. Við höfum ekki efni á að
,,hlaupa yfir bekk” og una þvi, að mannfjölgunin
fari i þjónustugreinar, fyrr en eftir langan tima.
Fyrst þarf iðnaður að eflast mun meira en um þau
1,7 prósent á ári, sem að framan voru nefnd.
Tækifærið gefst nú, og samtimis verður nauðsyn-
in ljósari. Mönnum er almennt ljóst, að nú verður,
ef vel á að vera, að leggja hluta fiskiskipaflotans.
Þvi má gera ráð fyrir, að fólki, sem starfar við
sjávarútveg, fari fækkandi. Landbúnaðurinn getur
ekki tekið við fleira fólki. í þeirri grein ætti þvert á
móti að fækka mjög fólki. Við erum ekki við þvi búin
að fylgja Svium eftir með þvi að láta þjónustu taka
meginskammtinn af mannfjölgurjinni. Við erum
einfaldlega ekki nógu iðnþróað riki. Þróunin hefur
verið hættulega hæg.
Rannsóknir sýna, að framleiðni iðnaðarins er
langmest. Útreikningar á hlutfallinu milli fjár
magns og framleiðslu i hinum ýmsu greinum sýna,
að hlutfallið fyrir iðnaðinn er 0,57, fyrir sjávarútveg
1,36 og 3,52 fyrir landbúnað. Aukning starfsfólks við
iðnað er þvi langsamlega hagkvæmust frá þjóð-
hagslegu sjónarmiði, þegar um er að ræða að verja
viðbótarfjármagni sem bezt.
Þvi er bezt að leggja áherzlu á iðnaðinn á kom-
andi árum. Hagkvæmast væri að gera það með þvi
að leggja auðlindaskatt á sjávarútveginn og láta
andvirði hans renna til iðnaðarins.
Við ákvörðun á hvaða skipum eigi að leggja, á
ekki að láta duttlungafullar leyfisveitingar hins
opinbera ráða. Þetta yrði unnt að gera með auð-
lindaskatti — sem mundi tryggja, að fjárhagslega
hagkvæmustu útgerðarfyrirtækin stæðust en hin
legðu upp laupana.
Þetta eru hin réttu lögmál efnahagslifsins, og
eftir þeim ætti að fara i alvöru, enda mikið i húfi.
Eftir fjögur ár á tuttugustu öldinni:
VERÐUR UM
HVAÐ
Fyrir fjórum árum stigu nokkr-
ir menn út úr þyrlu á Filipseyjum
og horfðust i augu við forfeður
sina. Nánar tiltekið horfðust þeir i
augu við 25 karla, konur og börn,
sem höfðu misst af öllum menn-
ingarskeiðum siðan á steinöld. 1
algjörri einangrun frá öðru fólki i
margar aldir hafði þessi hópur
fólks lifað i hellum i regndjúpum
frumskógi, beitti áhöldum úr
steini, stundaði hvorki veiðar né
jarðyrkju, heldur lifði á rótum,
berjum, ávöxtum, pálmakvoðu,
froskum og fleiru af þvi tagi.
Visindalegt gildi Tasaday-
fólksins — eins og það kallar sig
sjálft eftir skógivöxnum fjalla-
heimkynnum sinum — er auöséð.
Hér er um að ræða lifandi hóp
fólks frá steinöld en ekki niður-
grafnar leifar beina og áhalda.
Tasadayarnir eru lifandi, talandi
— sem er hvað mikilvægast frá
visindalegu sjónarmiöi — og
starfandi „eftirliking” þess sem
við vorum öll fyrir löngu. Útval-
inn hópur mannfræðinga, þjóð-
háttafræðinga og fleiri visinda-
manna var kominn á staðinn áður
en langt um leið til að rannsaka
„uppgötvunina”. Enginn var þó
tiðari gestur en bandariskur
blaðamaður sem starfar i Manila,
höfuðborg Filipseyja, John
Nance.
Hann hefur nú skrifað bók um
Tasadayana — „The Gentle
Tasaday” — snilldarverk með
skinandi góðum ljósmyndum sem
hann hefur sjálfur tekið á fyrstu
þremur árum þessa furðulega
ættbálks á nýjum timum. Blaða-
maðurinn i Nance leynir sér ekki.
Hann hefur skráð með nákvæmni
allt sem hefur vakið athygli hans i
fari þeirra, hvort heldur er hegð-
un og venjur, hugsun og trú. Hann
hefur meira að segja tekið einka-
samtöl fólksins upp á segulband
og birtir beina kafla úr þeim.
Nance gerir ekki nema hálfvolga
tilraun til að dylja ótta sinn fyrir
hönd þessa fólks, ótta við það sem
kann að biða þess. Tasadayarnir
hafa lýst fundi sinum við tuttug-
ustu öldina sem „eldingarlosti”.
Nance og félagar hans viður-
kenna hreinlega — og i bókinni fer
það ekkert á milli mála — að þeir
eiga „engin orð”, ef svo má að
orði komast.
Tasadayarnir komust i kynni
við járnöldina tiu árum áður þeg-
ar einrænn veiðimaður, sem
gengur undir nafninu Dafal, rakst
á nokkra þeirra i frumskóginum.
Hann gaf þeim fyrstu hnifana,
bogana og örvarnar, klæðin og
fleiri hluti sem þeim voru gjör-
samlega framandi. Tasadayarnir
höfðu aldrei átt vopn. Og það sem
meira er: í máli þeirra eru engin
orð yfir „óvin,” „morð” eða
„strið”. Börn þeirra sýndu að
visu venjulega árásarhneigð og
singirni barna, en hinir fullorðnu
alls ekki.
Þeir héldu þvi stöðugt fram er
þeir voru spurðir að þeir væru
hamingjusamir og enginn, sem
fylgdist með þeim, lét sér detta
annað i hug. Heimkynni þeirra —
rúmgóðir hellarnir, gnótt ávaxta-
trjáa og silfurtær lækur — litu út
eins og Edengarðurinn sjálfur og
virtist vera það. Það eina sem
þeir óttuðust voru snákar. Við-
brögð þeirra voru eins hagkvæm
og hugsazt getur — snákarnir
voru hræddir i burtu.
Lif þessa frumstæða fólks var á
engan hátt ljótt eða grimmilegt.
EIGNARRÉTTUR OG
Maðurinn er talinn æðsta
skepna jarðarinnar og sú undar-
legasta mætti fylgja með. Allar
aðrar skepnur, sem frjálsar telj-
ast, virðastgeta haft stjórn á sinu
umhverfi. Aftur á móti ógnar nú
æðsta skepnan þessum dásam-
lega heimi meir en nokkru sinni
fyrr, heimi, sem ekkert vantar i
frá skaparans hendi. Toppmenn
hans þurfa ekki annað en styðja á
hnapp til að eyða heiminum með
mengun eða atómeldi, þessum
dásamlegu tækjum eignarréttar-
ins. Kannski væri þetta bezta
lausnin og sú eina til jafnréttis og
tæki fyrr af en seigmyrðing af
völdum hungurs og gereyðingar-
vopna. Risaeðlur peningavald-
sins ráða nú öllu smáu og stóru
meira en nokkru sinni fyrr. Allar
framieiðslugreinar eru trúlofað-
ar, komnar i „hring”.
Þessir hringar ráða, hvað al-
menningur hefur fyrir sina hlut-
deild og hvað hann svo verður að
greiða fyrir vöruna, sinar lifs-
nauðsynjar. Þetta þekkjum við
bezt frá timum einokunar-
verzlunarinnar hér á landi.
Auðvitað mynda þessar sam-
steypur bræðralag, og vilji ein-
hverjir smærri stemma á að ósi,
eru þeir keyptir á finan máta. Hjá
okkur kemur þetta fram i minni
stfl, en alveg samsvarandi.
Þessar eðlur horfa vökulum
augum á hvern skika, sem vaxt-
arbroddur sýnist á, hverja á og
læk, sem orðið gæti silunga- eða
laxamóðir. Bændur standast ekki
freistinguna, þvi stundum er all-
vel boðið. A þennan hátt fer allt
slikt land i auðn á sama hátt og
þar sem risaeðlur fornaldarinnar
fóru yfir. Enginn má þangað ó-
þveginn lita eða nytja þessar
jarðir. Þarna ris bara veiðihús á
hentugum stað, sem sýnir, „hvar
heldrimenn fara”. Bóndi úr Borg-
arfirði sagði mér fyrir skömmu,
að unga fólkið hrektist burt,
sem vildi reisa heimili þarna,
vegna þessara nýriku manna.
Þarna á til dæmis fjármálaráð-
herrann okkar jörð, þótt fátækur
sé.
Kannski er hægt að koma inn á
skýrslurbullandi velmegunartapi
á þessum jörðum. Ekki eru mörg
ár siðan einn mesti fjármálamað-
ur þessa lands keypti jörð fyrir
austan fjall, en þar var tiltal um
einhver opinber umsvif, sem þvi
miður varð þó ekki af. Samt reisti
hann þar búhokur og drap úr hor,
sem mun hafa orðið skýrslumat-
ur. Talað hefur verið um nýja
höfn á Suðurlandi og tilnefndur
staður á söndum austur. Þar hafa
sézt menn með stikur og kvarða
og sjálfsagt með það fyrir augum
að bygg ja sig upp af þessari vöru.
Alls staðar þar sem kauptún eru i
vexti, svifa gammar yfir og
kaupa upp móa og mýrar. Hér
skiptir engu um gras eða veiði,
bara fermetra.
Þetta eru bara örfá dæmi um
þá velmegunarhyggju, sem hefur
gripið þjóðina eða réttara sagt
okkar frammámenn. Fátækir
menn geta aldrei verið á fyrsta
plássi. Helzt væru það'þá skáld og
listamenn á gamaisaldri, sem þá
eru taldir áhættulausir, þó spýtt
hafi verið á þá fyrrum.
----------------
Skipuleqgur ríkið
Ekki eru landsmenn enn búnir
að bita úr nálinni vegna setu
vinstri stjórnarinnar sálúgu þvi
margt af þvi, sem nú er orðið að
stærstu vandamálunum i islenzku
efnahags- og atvinnulifi, er
einmitt til orðið vegna þess fyrir-
hyggjuleysis og þeirrar eyöslu-
stefnu sem hún markaði á hinum
stutta valdaferli sinum.
Nærtækasti þvi sambandi er að
vitna til þeirrar fjarstæðukenndu
sýndarmennsku sem fólst i
togarakaupunum, skipum sem nú
eru talin bezt geymd bundin við
bryggjur eða seld úr landi aftur.
Nýjasta (fjármála?) ævintýrið
sem þjóðin má nú fara að búa sig
undir að greiða fyrir vegna til-
stuðnings vinstri stjórnarinnar,
er álit frá nefnd sem skipuð var i
april 1972 til þess að gera tillögur
um staðarval rikisstofnana.
t fréttum dagblaðanna sl.
sunnudag segir að nefnd þessi
hafi nú loks lokið störfum og skil-
að áliti sinu, — viðamikilli
skýrslu. Eitt dagblaðanna lýkur
frétt sinni um skýrslu þessarar
nefndar með þvi að segja að
nefndarálitið sé að stærð eins og
simaskráin! Þar á vist að vera
til mikils jafnað en ekki sagði i
fréttinni hvort miðað var við um-
mál simaskrárinnar eða
blaðsiðnafjölda.
Hvort þetta nefndarálit verður
notað af núverandi rikisstjóm eða
ekki er ekki vitað en eitt mun vist,
að ef farið verður eftir tillögum
þeim, sem nefndin lét frá sér
fara, mega almennir skatt-
greiðendur fara að biðja fyrir sér
þvi sjaldan hafa sézt nýstárlegri
hugmyndir á prenti og sem gefa
tilefni til viðamikilla útgjaida
rikisins, — ef til vill stórkostlegri
en nokkurn órar fyrir.
Það væri ekki ein báran stök
hjá þessari efnahagshrjáðu þjóð
ef nú, ofan á alla aðra óáran, ætti
að fara út i eins konar þjóðflutn-
inga — innanlands sem væru
kostaðir af hinum almenna
borgara. Segja mætti þó að til
einhvers væri að vinna ef
þjóðflutningunum ætti að beina i
öfuga átt við það sem lagt er til i
nefndarálitinu, sem er eins stórt
og simaskráin, — nefnilega i
suðurátt, til suður- og
suðvesturhluta landsins.
En þannig litur málið bara ekki
út f skýrslu nefndarinnar sem bú-
in er að vera við störf frá þvi i
april 1972. Heldur er raunveru-
lega stefnt að þvi að slita sundur
starfsemi mikilvægra stofnana
sem nauðsynlegar eru hverju
sjálfstæðu riki.
Með þvi að leggja til að hluti
þessara stofnana verði staðsettur
i öðrum landshluta eða flytja
stofnanir i heilu lagi út á lands-
byggðina, þar sem fámenni og
fólksflótti hefur ráðið rikjum, auk
þess gifurlega kostnaðar sem er
þessu samfara, er komið til móts
við þá stefnu kommúnista hér
sem annars staðar að leysa upp
alltheildarskipulag stjórnunar og
reksturs sem tilheyrir lýðræðis-
riki, til að ná tökum á lömuðum
eða hálf-lömuðum rikisstofnun-
um, eftir að yfirsýn og aðhald
hefur minnkað með dreifingu
þeirra um alla landsbyggðina.
Um niðurstöðu nefndarinnar
þarf ekki að fara mörgum orðum,
svo augljóslega sem fram kemur
að þar hafa kommúnistar og
vinstri öfl farið með sigur af
hólmi, þótt nefndin hafi e.t.v. átt
að vera ópólitisk eða verið skipuð
með tilliti til hinnar pólitisku
samtryggingar, þ.e. „einn úr
hverjum flokki”.
Nægir að benda á nokkrar þess-
ara tillagna sem sýna vel hvað