Dagblaðið - 24.01.1976, Side 24

Dagblaðið - 24.01.1976, Side 24
„Skityrði að ekki vœri ögr- að með veiðum ó meðan,/ — sagði forsœtisráðherra í gœrkvöldi — telur brezka togara hafa fyrirmœli um að hlýðnast varðskipsmönnum ,,Ég hef ekki sönnur á þeim fregnum að brezk stjórnvöld hafi fyrirskipað togurunum að fara út fyrir 200 mflurnar en ég ætla að þeir hafi fengið fyrir- mæli um að hlýða varðskipun- um, hifa og fara, þegar varð- skipsmenn segja þeim það,” sagði Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra i viðtali við Dag- blaðið i gærkvöldi. Er þetta skilyrði sem þú hefur sett fyrir för þinni til London? ,,Það má segja að skilyrðið hafi verið að ekki væri verið að ögra með veiðum meðan við- ræður færu fram,” sagði for- sætisráðherra. Hefur rikisstjórnin fyrirskip- aS varðskipsmönnum að klippa ekki? „Segja mætti að það hafi ver- ið gert, meðan við höfum verið að biða eftir að togararnir fengju framangreind fyrirmæli frá brezkum stjórnvöldum.” ,,Við höfum gengið að brezku togurunum og hótað að klippa ef þeir hifðu ekki og færðu sig,” sagði Jón Magnússon, talsmað- ur Landhelgisgæzlunnar, i gær- kvöldi. „Við getum ekki staðfest það enn, en brezk stjórnvöld eru talin hafa fyrirskipað togurun- um að fara út fyrir 200 milur en þeir þrjózkast við,” sagði Jón ennfremur. Viðræður Geirs Hallgrims- sonar og Wilsons eiga að hef jast i dag og standa fram eftir degi. Ráðgert var að forsætisráð- herra héldi utan snemma i morgun. Nokkrir fiskifræðingar eru með honum i förinni, og munu þeir ræða vjð brezka starfsbræður um „svörtu skýrsluna” á morgun og mánu- dagsmorgun. Geir og Wilson munu væntanlega ræðast aftur við á mánudag. Ekki er enn vist hvenær viðræðunum lýkur. Geir og föruneyti hans mun þegar eftir komuna til Englands halda til sveitaseturs Wilsons og dveljast þar. Með Geir Hallgrimssyni i för- innieru: Þórarinn Þórarinsson alþingismaður, Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður, Hans G. Andersen sendiherra, Jón Jónsson forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar, Sigfús A. Schopka fiskifræðing- ur, Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur, Einar B. Ingvarsson að- stoðarmaður sjávarútvegsráð- herra og Björn Bjarnason skrif- stofustjóri. Eins og fram kemur af fram- angreindu var þóf á miðunum i gær. Varðskipsmenn áttu i basli við að stugga við brezku togur- unum og var það skoðun varð- skipsmanna að Bretarnir þrjózkuðust við að hlýða fyrir- mælum brezku stjórnarinnar. Klippum var ekki beitt enn. —HH Dagsbrún tekur strikið — boðar félagsfund til þess að gfla verkfalls- heimildar „Ef einhver skriður hefði ver- ið á samningum er óvist að Dagsbrún hefði boðað svona fyrirvaralaust til fundar til þess- að afla verkfallsheimildar,” sagði Guðmundur I. Guðmunds- son varaformaður Dagsbrúnar i viðtali við Dagblaðið. AÍþýðusamband íslands hefur hvatt aðildarfélög sin til að afla verkfallsheimilda, og einhver félög hafa þegar samþykkt að veita hana. Stjórn Dagsbrúnar hélt fund sl. fimmtudag og fjall- aði um málið. Var það mat hennar að kalla þegar saman félagsfund til að fjalla um stöð- una i samningunum og afla formlegrar heimildar fyrir stjórn félagsins til verkfalls- boðunar. Verður fundurinn haldinn þegar á morgun, sunnu- dag,i Iðnó kl. 2 eftir hádegi. — BS— Hvernig vœri að búa til listaverk — úr snió? Það er ekki á hverjum vetri að við Reykvikingar höfum svo mikinn snjó að við getum byggt úr honum listaverk á hverjum degi. Okkur datt þvi svona i hug að skemmtilegt væri að efna til samkeppni um hver væri frum- legastur i listaverkagerðinni (auðvitað eiga ekki bara Reyk- vikingar að taka þátt i þessari keppni, heldur allir lands- menn). Verðlaun verða að sjálfsögðu veitt þeim sem fer með sigur af hólmi. Af þvi að islendingar eru miklir lestrarhestar höfum við f ákveðið að verðlaunin verði bók. Nú hvetjum við alla lands- menn til þess að leggja höfuðið i bleyti og finna sér verðugt við- fangsefni til að búa til úr snjó, ungir jafnt sem aldnir. Hugsið ykkur lika hvað þið verðið hressir og hreyknir þegar inn er komið eftir útiver- una. Svo er bara að hringja i okkur i 83322 og segja okkur frá lista- verkunum. Ef þau eru hér i Reykjavik getum við sent ljós- myndara á staðinn. úti á landi vandast heldur málið og verðum við þvi'vinsamlegast að fara fram á að þið gerizt lika ljósmyndarar og sendið okkur svo myndir. EVI fijáJst,úháð dagblað Laugardagur 24. janúar 1976. * .................* Hafa lagzt í rúmið eftir viðureignina við ófœrðina Fjöldi manna er rúmliggj- andi eftir ofreynslu við að ýta bilum i ófærðinni sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu lengst af það sem af er árinu. Allmargir hafa þurft að leita læknis og vitað er um fólk sem lagt hefur verið á sjúkrahús vegna afleiðinga óvæntrar áreynslu i snjóþyngslunum á götum borgarinnar. „Það munaði svo litlu að mér fannst ég verða að taka aðeins betur á,” sagði maður á miðjum aldri sem ekki sagði farir sinar sléttar, „og þvi fór sem fór,” bætti hann við. Sá liggur nú rúmfastur vegna af- leiðinganna. Holl hreyfing er öllum til góðs en full ástæða er til að vara kyrrsetumenn og heilsuveila við að ætla sér ekki af, þegar billinn situr fastur, ef ekki bregður til betri tiðar hvað færðina varðar. —BS- f' Fannst illa á sig kontinn i skafli: Er nú óðum að hressast Gamall maður fannst kaldur liggjandi i snjóskafli á Gelgjutanga um kl. 10 i gær- morgun, eins og Dagblaðið skýrði frá i gær. Það var nánast fyrir tilviljun að Sigurð L. Magnússon hjá Jarðvinnuvélum bar þarna að um það leyti sem bjart var orðið. Varð hann mannsins var og studdi hann inn fyrir og reyndi að hlýja honum unz sjúkraliðar komu á vettvang. Maðurinn var lagður á gjör- gæzludeild. Þar fékk blaðið þær upplýsingar kl. 7 i gær- kvöld að maðurinn hefði náð sér og væri mikið að hressast. Ekki var kunnugt á hvaða ferð maðurinn hafði verið. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafrœðingur: „TEL RANGT AÐ FÓLK SÉ HAFT VIÐ KRÖFLU" „Aðvörun min var ekki tima- bundin,” sagði Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræðingur i viðtali við Dagblaðið i gær, um veru fólks á virkjunarsvæðinu við Kröflu. „Ég tel enn rangt að fólk sg haft þarna við vinnu vegna yfirvofandi hættu á gosi.” Sagði Ragnar að það hefði komið fram að ýmsir hefðu spáð gosi á þessum slóðum i náinni framtið og að allt benti til þess aðaf þvi yrði. Það væri auðvitað ekki hægt að fullyrða neitt um eðli gossins né hvar það yrði, hvort þarna yrði svipað sprungugos i Leirhnúk, eins og varð fyrir jólin, eða hvort yrði sprengigos þarna einhvers staðar á svæðinu. „Og á meðan slikt ástand var- ir tel ég ekki rétt að hætta á neitt,” sagði Ragnar ennfrem- ur. ,,Að minu viti væri gáfulegra að koma fólkinu fyrir á örugg- um stað, óvissan um eðli gossins gerir það að verkum að ég tel alls ekki rétt að fólk sé þarna að vinnu’.' HP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.