Dagblaðið - 25.03.1976, Síða 24

Dagblaðið - 25.03.1976, Síða 24
Píningartœki gert upptœkt í fongaklefo á Akranesi — bœjarsfjóra var kunnugt um tilvist tœkisins Hansen og Guöný Bergsdóttir. Fengust litlar upplýsingar um tækið, en ljóst var, að það hafði verið tekið í notkun í júní 1975, en æði oft verið bilað. Var það í viðgerð fyrrgreindan dag. Samkvæmt upplýsingum lög- reglustjórans á Höfn í Horna- firði, var þetta hátíðnikallkerfi sett upp, er lögreglustöðin var byggð um mitt ár 1973, áður en. hann tók við starfi sínu þar. Skýrði hann frá því, að kall- kerfið sé framleitt hjá japanska fyrirtækinu Matsushiba Communication, af gerðinni Transistor-Master Selective System VM 420. t stjórnborði þessa tækis er kveikirofi og tveir takkar. Er annar notaður, þegar lögreglan talar inn í klefa. Þegar kveikt er á hinum takkanum, geta lög- reglumenn hlustað á öll hljóð, sem verða í klefanum. Lög- re'glustjóri útskýrði, að unnt væri að stilla tækið þannig, að hljóð hættu að berast úr klefan-' um, en jafnframt myndaðist lít- ilsháttar tónn inni í klefanum. Hann kvað tón þennan vera lág- an, líkan því sem er í hátalara- kerfi, sem ekki er vel stillt. Kvaðst lögreglustjóri hafa bannað notkun tækisins á þann hátt, enda gæti það verið æði óþægilegt fyrir fanga. Þórmundur Sigurbjarnason, útvarpsvirkjameistari í Hljómi sf., smíðaði tækið, sem er á Akranesi. Hann kveðst ekki muna, hver hafi pantað tækið, en samkvæmt beiðni í verklýs- ingu, hefði tækið breytilega tíðni frá 800—2000 rið, sendi- styrkur 1 watt, hátalari 2ja tommu, decibil allt að 80. Sem fyrr segir hefur öllum umsjónarmönnum fangelsa á Islandi verið bannað að nota þessi tæki. AT/BS „Fyrir einhverja tilviljun fór þetta tæki að gefa frá sér suð á meðan við vorum að skoða fangaklefann,” sagði einn laga- nemanna við Háskóla Islands i viðtali við DB. „Ég spurði þegar hvers konar suð þetta væri. Mér var sagt, að þetta væri bylgjutæki til að róa fanga. Ég fór fram á að prófa tækið og lét læsa mig inni í klefanum.” Það voru íslenzkir laganemar við Háskólann, sem fyrst vöktu athygli á piningartæk- inu, sem nú hefur verið gert upptækt á Akranesi og bannað í öllum fangelsum á Islandi. Þeir fóru í heimsókn á Akranes i desember sl. Skoðuðu þeir fangelsi í fylgd bæjarstjórans. Gerðist þá það, sem að framan greinir. Laganemanum fórust síðan svo orð: „Vægast sagt róaðist ég litið, heldur þvert á móti. Það heyrðist hátt og nist andi suð, og tilfinningin var svipuð því og.höfuðið á mer væri að klofna.” Laganemar spurðust frekar fyrir um tækið, en bæjarstjórinn kannaðist ekkert við málið. Hátiðnitæki, sem notuð hafa verið í fangageymslum á Akra- nesi og Höfn i Hornafirði, hafa nú verið bönnuð. Hefur dóms- málaráðuneytið lagt bann við notkun þessara tækja og ritað öllum embættum, sem hafa um- sjón með fangelsum. Félagið Islenzk réttarvernd lét mál þetta til sin taka eftir að það hafði íengið ábendingu um tilvist tækjanna. I framhaldi af könnun, sem stjórn félagsins gerði á notkun tækja þessara á Akranesi, fóru tveir fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, Jón Thors og Hjalti Zóphaníasson til Akraness sl. mánudag. Með þeim voru tveir fulltrúar Rétt- arverndar, Jörmundur Ingi Saklaust að sjá, en getur valdið spjöllum a mannslíkama og sal. Takkinn til vinstri er styrkleikastillir fyrir hátíðnihljóðin. (Ljósmynd Gunnar Andrésson). Ólofur Jóhannesson: „Ég deili ekki við dómarann" Konur herskóar að loknu kvennaárí Húsbrot var gert í íbúð við Bugðulæk um klukkan f jögur í fyrrinótt. Ung kona, sem var ein á ferð, vildi komast í þessa íbúð, án þess að hafa til þess ástæðu eða heimild. Beitti hún einföldustu aðferð, braut rúðu með tilheyrandi hávaða og látum. Lögreglan var kvödd á vettvang Önnur kona, tæplega fertug, var hjá lögreglunni í gærdag til yfirheyrslu. Var hún kærð fyrir hnupl í verzlun Sláturfélagsins að Laugavegi 116 rétt fyrir klukkan 2. Þykja konur nú herskáar orðnar og lítt gefa karlmönnum eftir í sakamálunum. -ASt. „Menn verða flestir fyrir von- brigðum einhvern tíma í lífinu,” sagði Olafur Jóhannesson dóms- málaráðherra í viðtali við Dag- blaðið, en nú hefur fallið dómur í máli því, er ritstjóri og aðrir aðstandendur Vísis höfðuðu gegn ráðherra. Töldu þeir hann hafa farið niðrandi orðum um blaðið og þá í útvarpsþætti, m.a. kallað þá „Mafiu.” Féll dómur á þann veg, að ummæli ráðherra voru dæmd ómerk og honum gert að greiða málskostnað, 20 þúsund krónur. Ölafur mætti ekki við réttar- höldin. „Ég deili ekki við dómarann,” sagði Ölafur ennfremur. „Og sennilega hef ég einhver ráð með að borga þessar krónur.” —HP Skrilslœtin i Breiðholti fœrast i aukana: w w N0TUÐU FRIMINUTUR TIL ÁRÁSAR Á VERZLUN Skrílslæti unglinga I Breiðholti keyrðu um þverbak í gærmorgun • er stór hópur skólabarna úr Fellaskóla gerði „árás” á snyrtivörubúð að Völvufelli 15 í frfmínútum um kl. 9.30. Var krossviðarspjald sem sett hafði verið í brotna gluggarúðu rifið frá, timbri hent inn ásamt grjóti og snjóboltum og sópað úr hillum. Leit búðin út eins og eftir loftárás. Helgi Daníelsson, sér- frpeðingur rannsóknarlög- reglunnar í unglingamálum, kvað erfitt að gera sér grein fyrir hve stórt árásarliðið hafi verið. Þarna hefðu komið 20-40 ungiingar, en ekki allir tekið beinan þátt í aðförinni. Helgi kvað árás þessa alvarlega ábendingu til foreldra í Breiðholti og tii yfir- valda um löggæzlu í hverfinu. Verzlunarsamstæðan í þessu húsi hefði að undanförnu orðið fyrir slendurteknum árásum og í árásarhópunum væru ungiingar 14-16 ára og síðan börn á öllum aldri, allt niður f smábörn. „Það er meira en lítið að, þegar hópur barna gerir árás, eins og þa sem gerð var f gærmorgun, um bjartan dag og notar til þess frfmfnútur. Tilgangurinn er ekki rán heldur hreint skemmdarverk. Yfirheyrslur hafa ekki leitt í ljós neinar vfsbendingar um ástæður fyrir þessari sívaxandi skemmdarfýsn barnanna. Helgi sagði að rúða í Snyrtivörubúðinni hefói verið tvfbrotin um síðustu helgi. Eftir fyrra rúðubrotið kom eigandinn á vettvang að beiðni lögreglu. Meðan hann var í búðinni aðfaranótt sunnudags, var aftur ráðizt að glugganum. Hringdi hann þegar eftir lögregluaðstoð. Hljóp hann 'síðan út og náði tveimur úr árásarliðinu. Varó hann þá fyrir aðsúg hinna úr hópnum, var sleginn og í hann sparkað, auk alls orðasorans sem yfir han'n flóði. Mann á þrítugsaldri bar að og áleit kaupmaðurinn að þarna bærist hjálpin sem hann vantaði. En að- komumaður þekkti sum barnanna og snerist á sveif með þeim, hafði f hótunum við kaupmanninn, slfkum að hann sá sitt óvænna og sleppti börnunum áður en lögreglan kom. Ýmsar aðrar verzlanir í verzlunarhúsinu hafa orðið fyrir síendurteknum árásum, rúðubrotum, ráni og ýtnsum skemmdum. Snyrtivörukaup- maðurinn ihugar nú að hætta verzlun og leigja húsnæðið lög- reglunni fyrir lögreglustöð. —ASt. frýálst, nháð dagblað Fimmtudagur 25. marz 1976. Veðurguðirnir ófram í hom Það er ekki heiglum hent að gera við rafmangslínur í álíka veðri og herjað hefur á lands- menn undanfarið. Sem betur fer eru karlmenni enn til og við sem höldum okkur við jörðina getum vel við unað að rafmagnið kemst í lag eftir stuttan tfma þrátt fyrir bilanir. Heldur hægari suðvestan átt ríkir um allt land hér í dag, en þó getum við búizt við allt að 8 vindstigum hér í Reykjavik. I gær komst veðurhæðin upp í 10-12 vindstig í verstu hryðjunum. EVI. Stjórnarfrumvarp: Aðeins „sjón- frœðingar" mega selja gleraugu Nýtt starfsheiti, „sjónfræð- ingur” eða „gleraugnafræðing- ur” er að hasla sér völl. I stjórnarfrumvarpi á Alþingi er gert ráð fyrir, að þessi stétt fái talsverð völd. „Rétt til að kaila sig gler- augnafræðing eða sjónfræðing og starfa sem slíkur hér á landi hefur sá einn, sem tii þess- hefur leyfi heiibrigðisráð- herra,” segir í frumvarpinu. Leyfi skal veita þeim, sem lokið hefur prófi sem gler- augnafræðingur eða sjónfræð- ingur frá skóla, sem er viður- kenndur af heilbrigðisyfir- völdum. Ráðherra getur veitt manni, sem hefur að baki að minnsta kosti 5 ára starfsreynslu, starfsleyfi á þessu sviði að undangengnu hæfnisprófi og að fengnum meðmæium land- læknis. Framleiðsla og sala sjón- hjálpartækja, svo sem gler- augna, ■ verður svo óheimil öðrum en þeim, sem starfsrétt- indi hafa samkvæmt þessu eða’ hafa í þjónustu sinni slikan fræðing. Sjónfræðingi er heimilt að gera sjónmælingar, svo að menn þurfi ekki til læknis, i einstökum tilfellum. Þó hefur hann ekki sltka heim- ild við mikinn fjölda tilvika, og verða menn þá að fara til læknis sem fyrr. —HH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.