Dagblaðið - 20.04.1976, Page 8
DACBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 20. APRÍL 1976.
Lögreglufréttir
Tveir
hestar
drepast
í um-
ferðar-
slysi
Lögreglunni í Árbæ barst
tilkynning um það á 7.
tímanum á skírdag, að alvar-
legur árekstur hefði orðið milli
bíls og hesta á mótum Gufunes-
vegar og Vesturlandsvegar.
Lögreglumenn kölluðu til
sjúkralið og héldu á vettvang
vopnaðir byssu. Er á vettvang
var komið kom í ljós að menn
sem í bifreiðinni voru höfðu
slasazt og voru þeir fluttir í
slysadeild. Annar hestanna
hafði drepizt samstundis við
áreksturinn, en hinum var að
blæða út. Var hann aflífaður á
staðnum.
Eigandi hestanna var ölvaður
Harður
órekstur
i Svinahrauni
Allharður árekstur varð
skömmu eftir hádegið á páskadag
í nánd við Litlu kaffistofuna í
Svínahrauni.
Var þar á austurleið Vauxhall
bifreið úr Reykjavík og telur öku-
maður hennar sig hafa misst
stjórn á bifreiðinni og því farið út
á vinstri kant vegarins og lent þar
á annarri bifreið. Bifreiðin sem
hann lenti á var af Toyota gerð,
úr Reykjavík, á leió þangað.
Varð áreksturinn allharður, og
skullu bifreiðarnar saman næsta
beint framan á hvor aðra. Fjórir
farþegar úr Vauxhall bifreiðinni
voru fluttir í slysadeild, kona og
þrjú börn, og fengu tvö þeirra að
fara heim skömmu seinna en
hinir farþegarnir tveir voru í
rannsókn öllu lengur.
Hálka og erfiðar aðstæður til
aksturs voru þarna á veginum.
Þeir sem óku í Toyota bílnum
notuðu bílbelti og munu geta
þakkað þeim að ekki fór verr.
—BH — DB-mynd Sv.Þ.
Bifreið þessi er óökufær eftir
að hafa verið ekið á ljósastaur í
Blesugróf um hálfsexleytið á
skírdag. Ljósastaur þessi hefur
það fram yfir aðra ljósastaura
að háspennulina er tengd við
hann svo þarna hefði getað
farið illa.
Ökumaður bifreiðarinnar
flúði af staðnum og leikur
gruniir á að um ölvun hafi verið
að ræða. Ekki er enn vitað
iívort lögreglati hefur haft
Itendur í hári hi.ns biræfna
iikumanns.
-BII.
TÍMABÆRT AÐ LÁTA
STOPPA UPP ÞORSK TIL
AÐ STILLA UPP í STOFU
Það yrði góð minning um stofninn, sagði Halldór ó Freyju GK
Ætli það sé ekki tímabært fyrir
ntann að láta stoppa upp eins og
einn þorsk til að stilla upp
stofunni sem minningu um
stofninn,” sagði Halldór Þórðar-
son skipstjóri á Freyju GK þegar
Dagblaðsmenn hittu hann um
borð í Gunnari Hámundarsyni og
inntu hann og Þorvald
Halldórsson eftir aflabrögðum og
horfum. „Það ætti að vera mun
ódýrara en að kaupa hann
uppstoppaðan á uppboði
erlendis seinna meir,” bætti Þor-
valdur við.
Af svari þeirra mátti ráða að
þeir voru fremur svartsýnir á
framtíðina í fiskveiðimalum
okkar Islendinga, að óbreyttum
aðstæðum, en báðir hafa þeir
langa reynslu að baki á þorsk-
veiðum, Þorvaldur þó öllu lengri,
yfir þrjá áratugi, en Halldór hátt í
tvo. Miðin í nánd við Suðvestur-
landið þekkja þeir því betur en
vasana sína. „Við öfluðum
sæmilega á línuna framan af ver-
tíðinni, en síðan við skiptum yfir
á netin, hefur varla fengizt bein
úr sjó. I dag erum við á Gunnari
Hám. með 145 fiska, — varla í
soðið,” sagði Þorvaldur.
„Ég hef ekki oft verið á netum,
en vegha sívaxandi kostnaðar við
línuútgerð ne.vddumst við á
Freyjunni að géra út á net, en það
skiptir víst ekki miklu máli
hvorar veiðarnar eru stundaðar
þegar fiskinn vantar í sjóinn,”
sagði Halldór.
Þorvaldur t.jáði okkur að vart
hefði orðið fiskigengdar í Faxa-
flóa, í svonefndum Forum, og
vestur á Breiðafirði, en aðeins í
skamman tíma. „Það er eins og
þorskurinn sé ekki ánægður með
skilyrðin i sjónum, nema hann sé
eins og mannl'ólkið orðinn
kröfuharðari og leiti á aðrar
slóðir.”
Báðir sögðust þeir lifa i voninni
um að aflinn glæddist, kannski
um eða eftir ))áskana, — það gæti
alveg bjargaö vertíðinni og út-
gerðarmanninum. Ekki sakaði að
laka þ.jóöarbúið allt i dæmið,
„stendur ekki fiest og fellitr með
þorskinum,” var þeirra sameigin-
legaálit. -emm
Jón L. Arnalds
um stöðuna
ó hafréttarráð-
stefnunni:
„I stöðugri
varnarbaráttu
— „en vonandi tekst okkur að bœgja þessu frá að mestu"
„Við erum í stöðugri varn-
arbaráttu á hafréttarráð-
stefnunni en vonir standa til
að okkur takist að bægja þessu
frá að mestu,” sagði Jón L.
Arnalds, ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, 1
viðtali við Dagblaðið. Jón kom
fyrir helgina heim frá
ráðstefnunni. ,,Ég vil leggja
áherzlu á að þessi mál eru öll í
deiglunni en það er mikið atriði
að við erum búnir að mynda
okkur stöðu,” sagði Jón. Hann
lýsti því hvernig sótt væri að
þessari stöðu úr öllum áttum.
Jón sagði að tillögur hefðu
komið fram um rétt landluktra
ríkja, sem ekki hafa aðgang að
sjó, sem mundu til dæmis veita
slíkum ríkjum í Evrópu að-
gang að miðum við Island.
Hins vegar hefðu Chile, Perú
og Kamerún borið fram gagntil-
lögu, sem gæfi slíkum land-
luktum ríkjum aðeins aðgang
að þeim hluta veiðanna, sem
strandríkió nýtti ekki. Hann
taldi að gagntillagan hefði fylgi
og mundi hún líklega verða
ofan á. Þvi mundum við senni-
lega halda okkar í þessu efni.
Mest á huldu um
gerðardóminn
Þá hefðu komið fram tillögur
um, að svokölluð „land-
fræðilega afskipt” ríki fengju
aðgang að miðum, þar sem þau
hefðu áður veitt. Þetta mundi
til dæmis liklega þýða að
Bretar og Þjóðverjar og fleiri
ríki gætu veitt áfram á tslands-
miðum.
Engin gagntillaga hefði
komið fram við þessu, en til-
lögurnar virtust ekki hafa
nægilegt fylgi til að ná fram að
ganga. „Það verður að vona að
þessum hugmyndum verði
hafnað,” sagði Jón L. Arnalds.
„Ef til vill kunna þessi land-
fræðilega afskiptu ríki þó að ná
fram einhverjum breytingum.”
Þá sagði Jón, að frarn hefðu
komið margar tillögur til að
draga úr rétti strandríkja til að
ákvarða hámarksafla á miðum
við landið og þess háttar. Til
dæmis væri reynt að koma inn
breytingum, sem gæfu alþjóða-
stofnunum rétt til ihlutunar,
ákvæði um umþóttunartíma og
fleira. „Eg býst við að þessu
verði öllu hafnað,” sagði Jón,
þannig að íslendingar haldi
sínu.
„Það er ekki gott að spá hvað
verður ofan á um gerðardóm,”
sagði Jón, „en ég vona að
útkoman þar verði þokkaleg
fyrir okkur. Það er mest á
huldu um gerðardóminn. Verið
getur að leggja þurfi einhver
mál undir gerðardöm en líklega
ekki það, sem skiptir okkur
mestu, svo sem efnislega
ákvörðun um hámarksafla á
miðunum, getu og ákvörðun
um, hvað aðrir eigi að fá. Hins
vegar gæti gerðardómur orðið
um framkvæmdaatriði, til
dæmis um hugsanlega
valdníðslu.”. -HH.
Halldór Þórðarson skipstjóri á Freyju og Þorvaldur Halldórsson á Gunnari Hámundarsyni spjalla
saman í fiskleysinu. DB-mynd emm.
OLVAÐUR MAÐUR 0K A STAUR
Ölvaður maður á Isafirði
vttnn það afrek á föstudaginn
langa að stela bíl og aka honum
á staur með þeim afleiðingúm
að bíllinn er svo til ónýtur.
Maðurinn slapp með marbletti
og nokkrar skrámur en
hundur, sem var farþegi i biln-
utn, hryggbrotnaöi og varð að
lóga honum skömmu siðar.
Tildrög þessa atburðar voru
þau, að maður.inn hafði veriö í
samkvæmi aðfaranótt föstu-
dagsins. Um ellefuleytið uní
morguninn brá hann sér út og
kom þá að kyrrstæðum bíl, sem
hafði verið skilinn eftir í gangi.
Hann snaraðist úpp í bílinn og
— „farþega" í bílnum
varð að lóga
ók af stað á ofsaferö. Okuferð-
inni lauk i Hafnarstræfi, þar
. sem billinn hafnaði á staur með
fyrTgreindum afleiðingúm.
Mikil iilvun he.fur verið á ísa-
firði utn bænadaganá. Að sögn
lögreglunnar hefur verið nóg
að gera, þó að engir stærri
atburðir hal'i átt sérstað. —AT